Vísir - 14.01.1974, Qupperneq 8
8
Visir. Mánudagur 14. janúar 1974
Geir R. Andersen:
ÞROSKI ÍSLENZKS ÞJÓÐFÉLAGS
HVAR ER HANN
Þaö hefur lengi veriö landlæg
venja hjá okkur að nota áramótin
til hugfræöilegrar úttektar á hin-
um ýmsu þáttum þjóðfélagsins.
Þessi úttekt er orðin svo viötæk i
seinni tiö, að vart þykir sá við-
talshæfur i fjölmiðlum, nema
hann hafi á takteinum sinaúttekt
á þvi sviöi, sem honum er hug-
leikiö eöa honum skylt.
Stórtækastir i þessum efnum
eru stjórnmálaleiðtogar og undir-
stýrimenn þjóöarskútunnar
ásamt ýmsum embættismönnum,
sem hafa tilbúna langa romsu af
tölum og dæmum frá liðnu ári, til
þess að bera saman viö áriö þar á
undan.
Allar samanburðartölur stjórn-
málamanna, skýrslur opinbera
embættismannaog hugfræðilegar
úttektir félaga og nefnda fara oft-
ast fyrir ofan garö og neðan hjá
flestum, enda afskaplega
óáhugaverðar fréttir, öllu venju-
legu fólki.
Ekki hafa fyrr birzt tveggja til
þriggja siðna langar greinar með
úttekt stjórnmálaleiðtoga flokka-
kerfisins, en leiðarahöfundar
sömu blaða taka til við endur-
prentun ivitnana og stundum
heilu dálkanna úr þessum grein-
um, og geta skrif foringjanna enzt
leiðarahöfundum morgun-dag-
blaðaTina dögum eöa vikum sam-
an.
Hvaö sem llður sannleiksgildi
og raunsæi, sem sjaldan er þó
fyrir að fara i þessum skrifum,
sannast það hér, að ekki virðast
þeir menn hafa vaxið til mikils
þroska, gegnum allt bramboltið i
Islenzkum stjórnmálum, sem
geta látið frá sér fara slikt regin-
rugl rangfærslna og i annan stað
draumórakennda bjartsýni,
einsogkemur fram i áramóta-
hugleiðingum stjórnmálaleiðtoga
um sl. áramót.
En hvar er þá að finna þann
þroska, sem fólk væntir, að til
staðar sé i þjóðfélagi, sem búið er
að standa i 1100 ár?
Hjá stjórnmálamönn-
um?
Aldeilis ekki og engan veginn,
þvi ekki verður annað sagt en is-
lenzkir stjórnmálamennn hafi al-
veg sérstaklega, og þó einkum nú
á siðustu árum, sýnt glögg merki
um stöðnun og vanþroska i flest-
um málum, er snerta stjórnun i
landsmálum, bæði að þvi er varð-
ar löggjafar- og framkvæmda-
vald. Og þótt einhverjum takist
aö brjótast út úr vitahring óhæf-
unnar og þvl fúafeni, sem islenzk
stjórnmál eru sokkin i, með þvi að
kveða upp úr, boða nýja stefnu og
fá fólk til að leggja við hlustir, þá
er aðdráttarafl „rúllettunnar”
svo magnað og „verðlaunin” svo
há innan „hringsins”, að sá hinn
sami sér þann kost vænstan að
beina atgeir sinum einungis að
„kerfinu” en ekki að einstökum
mönnum eða málefnum, til þess
aö fá að vera með i leiknum.
Gott dæmi um þetta er upp-
hlaup „Glistrups hins islenzka”,
sem boðað hefur nýja trú og
stefnu i bankamálum, skattamál-
um og umbyltíngu á „kerfinu”,
og hótaö að bera fram vantrausts-
tillögu á rikisstjórnina. 1 viðtali
viö þennan andstæðing „kerfis-
ins” lýsir hann „kerfiö” höfuðor-
sök aílrar óáranarog spillingar,
sem hrjáir islenzkt efnahagslif og
telur þingmenn vera alltof
bundna „flokksklafanum” og úr-
eltum skoðunum. En i sama við-
tali og að þessum yfirlýsingum
loknum lýsir hann yfir þvi, að
kollegar sinir á Alþingi, þ.e. allir
þingmenn séu hinir mætustu
menn, margir góðir vinir sinir og
vildu áreiðanlega gera allt sitt
bezta!!
Svipaður er þroski stjórnmál-
anna i framkvæmd, þegar um
veitingu embætta við rikisstofn-
anir er að ræða, þvi öll embætti
eru veitt af stjórnmálamönnum,
og þar er „hver skráður til sinnar
borgar”, eins og segir i jólaguð-
spjallinu. Mönnum eru úthlutaðar
ábyrgðamiklar stöður, og oft
stöður, þar sem sérþekking ætti
að vera undirstaða veitingar, en
slikt er virt að vettugi, og pólitisk
afkastageta látin ráða úrslitum.
Dæmið um embættisveitingar
bankastjóra hafa verið eitt
gleggsta um margra ára skeið,
varðandi óheilindi og fádæma
rotnun i stjórnsýslu á opinberum
vettvangi. Siðasta veiting banka-
stjóraembættis er enn öllum i
minni, ekki sizt bankamönnum,
sem lengi hefur sviðið hinn ger-
ræðislegi óréttur, sem þeir hafa
oröið að kyngja gegnum árin.
1 varnarmálum þjóöarinnar
hafa stjórnmálamenn leikið svo
mörgum skjöldum að vart verður
lengur séð, hverjir það eru raun-
verulega, sem vilja skilja landið
varnarlaust, eitt sér, milli stór-
veldanna i austri og vestri, og
hverjir vilja landið i einhvers
konar varnarsamtökum.
Er þessi þáttur islenzkra
stjórnmálamanna ekki til þess að
auka traust landsmanna d þeim
hópi, sem situr á Alþingi, þvi aö
það má vera ljóst öllum þeim,
sem Ihugað hafa þessi mál, að
einungis óbreytt ástand á varnar-
málum landsins er skynsamasta
leiöin i þessum efnum.
Við skyldurp ekki halda það, að
þrátt fyrir hinn marglofaða oliu-
samning við Rússa, og sem gerð-
ur er af núverandi stjórnvöldum,
til þess að fá eins konar (h)rós i
hnappagatið hjá fjöldanum, sé
allri hættu bægt frá. Hvenær sem
er getur verið klippt á þennan
samning, og vist er um það, að við
fylgjum i öllu eftir venjulegu
heimsmarkaðsverði á olium og
bensini við hverja hækkun þess.
Allt tal stjórnmálamanna um
óbeizlaða raforku i landinu og
gnægð ónýttrar orku frá fallvötn-
um landsins er enn ein sönnun
þess, að annaðhvort er hér
þroskaleysi þeirra um að kenna
eöa visvitandi blekkingu, til þess
að fá enn um stund frið til þess að
halda hringavitleysunni áfram
gangandi. Það er staðreynd, að
tsland er á mörkum hins byggi-
lega heims, og seint mun þvi
verða afstýrt, að snjóa- og klaka-
lög hylji mestailt landið, og er
þessi vetur og reynslan af orku-
skortinum vegna harðindakafl-
ans aðeins forsmekkur þess, sem
skeð getur i þeim efnum. Nokk-
urra daga forstakafli með rýrnun
rafmagnsafkasta getur, og hefur
nú kostað tugi, ef ekki hundruð
millj., sbr. Álverið i Straumsv. Þó
eru stjórnmálamenn að burðast
við að telja fólki trú um að stór-
iöjuframkvæmdir að einhverju
marki gætu hugsanlega komið
þjóðinni að gagni en til þess þarf i
flestum tilfellum að byggja alveg
sérstaklega á raforku. Sannleik-
urinn er sá, að ekkert erlent fyrir-
veizlusalir
Hotels Loftleióa
standa öllum
opnir
HOTEL LOFTLEIÐIR
Leitið ekki langt yfir skammt. Ef efna á til árshátið-
ar, samsætis, afmælisveizlu, brúðkaups eða mann-
fagnaðar af einhverju tagi. eru likurnar mestar fyrir
því, að „HÓTEL LOFTLEIÐIR" hafi húsakynni, sem
henta tilefni og væntanlegum fjölda þátttakenda.
„HÓTEL LOFTLEIÐIR" býður fleiri salkynni, sem
henta margvíslegri tilefnum en nokkurt annað sam-
komuhús á landinu.
Allir hafa heyrt um
VÍKINGASALINN, sem tekur 200 manns
°9
KRISTALSALINN, sem er tilvalinn fyrir 1 70 manns,
en auk þess eru i hótelinu ýmsir aðrir, minni salir,
sem henta samkvæmum af ýmsum stærðum.
FÉLAGASAMTÖK, sem undirbúa
ÁRSHÁTÍÐIR sinar á næstu vikum, ættu að hafa
samband við skrifstofu HÓTELS LOFTLEIÐA— sími
22322 — sem fyrst, því að ef að vanda lætur.
FÁ FÆRRI INNI EN VILJA.
tæki, sem þekkir vel til aðstæðna
myndi láta sér til hugar koma að
reisa hér verksmiðju til orkufreks
iðnaðar, vegna áhættunnar með
varanlegt rafmagn. Ekki er
stjórnm álamönnum ætlandi,
þrátt fyrir allt, en þeir viti ekki,
eða þeim hafi ekki verið bent á
þessar staðreyndir. En ef svo er,
er virðist spilaborðs-setan og
löngunin til að fara völdin vera
staðreyndum yfirsterkari og þvi
heldur loddaraleikurinn áfram,
og forystumenn hins pólitiska lifs
á Islandi fá að halda áfram, rugl-
aðir I riminu, og vitna i skáld og
spakmæli um hver áramót i löng-
um blaðagreinum, og virðist sem
ljóðlina skáldsins Daviðs Stefáns-
sonar sé eina leiðarljós stjórn-
málamanna og það haldreipi,
sem þeir fikra sig eftir: „Og
hennar lif er eilift kraftaverk”.
Hjá verkalýðsforystu?
Þaðan af siður, þvi vinnubrögð
hennar og ferill allur er með þeim
fádæmum, að hinn almenni laun-
þegi i landinu hefur algerlega
gefið upp alla von um stuðning frá
þeirri samkundu. Sannast sagna
reikna lang-flestir launþegar með
miklu meiri stuðningi frá vinnu-
veitendum sjáifum, þegar til
samninga kemur um kaup og kjör
heldur en frá sinni eigin forystu.
Þetta kann sumum að finnast
öfugmæli, en er staðreynd engu
að siður, þar sem atvinnu-
rekendur hafa oftast sýnt laun-
þegum miklu meiri skilning og
velvild, en látiö er I veöri vaka
opinberlega.
Hvað varðar ábyrgðartilfinn-
ingu i kröfugerð og siðar samn-
ingum er það svo, að hinir ýmsu
forystumenn verkalýsðins hafa
blákalt spennt bogann til hins ýtr-
asta með það eitt fyrir augum að
„klekkja” á atvinnurekendum og
„stórgróðafyrirtækjum ” sem
þeir kalla svo, án þess að eygja
nokkurn skynsamlegan mögu-
leika á að framsettar kröfur nái
fram að ganga. Löng verkföll,
sem launþegar hafa orðið að þola
bótalaust hafa þar i engu um þok-
að þeirri blindu ofsóknar-ástriðu,
sem verkalýðsforystan hefur á
atvinnuvegunum yfirleitt.
Það hefur hins vegar aldrei
heyrzt, aö vinnuveitendur hafi
far'ð af stað með sérstakar kröfur
á hendur launþegum, svo sem
meö þvi að kúga þá til lengri
vinnutima en samið er um, eða
„hýrudraga” þá, þótt dæmi séu
hins vegar um, að gengiö sé á
lagið við vinnuveitendur hér-
lendis meö fjarverum, sem ekki
eru skýröar, upplognum
veikindadögum, „fráskreppum”
úr miðjum vinnutima, o.fl., o.fl.,
sem vinnuveitendur, margir
hverjir hafa horft i gegnum
fingur sér meö.
Og það þarf ekki vinnuveitend-
ur til. Hinn almenni launþegi,
sem stendur i byggingu húsnæðis
yfir sig og fjölskyldu sina hefur
oftsinnis orðið óþyrmilega fyrir
barðinu á óstundvisi og óorð-
heldni hinna ýmsu „verktaka”
eða iðnaðarmanna, sem skirrast
ekki við að lofa að skila ákveðnu
verki á umsömdum tima, en þeg-
ar um svik er að ræða, reynist
ekki unntað ná leiðréttingu mála,
þvi samtök iðnaðarmanna eru
sterk og standast flest vel allar
kvartanir og gefa ekkert eftir.
Uppmælingarkerfið og það
taxtakerfi yfirleitt, sem notað er
við húsbyggingaframkvæmdir
eru einnig slik , að öllum al-
menningi reynist, ógerningur aö ■
komast til botns i þeim eindæma
útreikningi.
Hvar skyldi það yfirleitt
þekkjast nema hér á landi, aö við
kröfugerö um hækkuð laun sé
farið fram á launahækkun, sem
nemur allt að 200% — og er þá
„reiknaö með” að minnst fáist
100% fram þegar staðiö er upp frá
samningum, eöa þegar farið er
fram á 100% hækkun launa fáist
50%, o.s.frv.
1 iönvæddum og þróuöum lönd-
um, t.d. Vestur-Þýzkalandi,
Bandarikjunum og jafnvel i
Sviþjóð, „viðmiðunarlandinu”
fræga er talað um 3-4%, stundum
7-8% en 15% hækkun launa myndi
teljast til heimsfrétta. Þá er lika
verið að ræða um alvörusamn-
inga, sem um er fjallað af ábyrg-
um aðilum.og unnið að sllkum
samningum með venjulegum
hætti, i venjulegum vinnutima, en
ekki setið svefnlausar nætur, þar
sem verkalýðsforystan getur
stytt sér stundir með spilum,
meðan sérstakur sáttasemjari
gengur á milli herbergja til þess
að athuga „hvernig hljóðið er i
hinum aðilanum”. Og verkalýðs-
forystan er ekki i verkfalli, með-
an á samningaviðræðum stendur,
og sjálfsagt ekki kauplaus heldur,
ef að likum lætur. Já, þetta er
„félagsþroski”, ÞJÓÐFÉLAGS-
ÞROSKI.
Það er alkunn staðreynd, að
þrátt fyrirallaskrúðmælgi vinstri
aflanna um bættan hag alþýðu,
valdatimabili vinstri stjórnar
vinnandi stéttir aldrei verið verr
sett hvað snertir aukið olnboga-
rými og bætt kjör, en meðan á
valdatimabili vinstri stjórnar
stendur. Þetta á við, ekki einung-
is á Islandi heldur um allan heim,
þar sem vinstri öfl ráða rikjum.
Ennfremur er það staðreynd, að
þau skref, sem stigin hafa verið
fram á við, og þær kjarabætur,
sem náðst hafa fyrir hin ýmsu
verkalýðs- og stéttarfélög á
tslandi hafa einungis náðst á
stjórnarárum lýðræðisaflanna.
Að öllu samanlögðu verður það
þvi trauðla þroski hinna „misvis-
andi” stjórnmáialeiðtoga I land-
inu, eða félagsþroski verkalýðs-
forystunnar islenzku, sem styrkja
mun hinn verðbólguhrjáða þjóð-
arlikama i þeim erfiðleikum, sem
hvarvetna blasa við I islenzkum
landsmálum. Sá styrkur mun
verða að koma annars staðar frá.
Fólkið i landinu er andvigt vinstri
stefnu og enginn aðili myndi
fagna þvi meir en einstaklingar
hinna vinnandi stétta að hægri
sinnuð lýðræðisöfl tækju forystu i
þjóðmálum til að forða frá gjör-
eyðingu menningarsamfélags i
þessu afskekkta landi okkar.
Húsnœði í boði
2-300 ferm. húsnæði á annari hæð i nýju
verzlunarhúsi við eina af aðal verzlunar-
götum borgarinnar er til leigu.
Tilboð merkt „Húsnæði 2882” sendist
augld. Visis fyrir næsta föstudag.
rNAMSKEIÐ 8-63-47-
Vegna mikillar eftirspurnar hefst
nýtt námskeið fimmtudaginn 17.
janúar. Sérstakt námskeið fyrir
þá, sem hafa áhuga fyrir
megrunarfæði.
Kennari verður Kristrún Jóhanns-
dóttir B.Sc. Nánari upplýsingar i
sima 86347.
Manneldisfrœði 8-63-47