Vísir - 14.01.1974, Page 15

Vísir - 14.01.1974, Page 15
Visir. Mánudagur 14. janúar 1974 15 Keppzt við að hafa allt til- búið fyrir vertíð fiskvinnslustððvannci Menn keppast við það i Eyjum að hafa allt til áður en vertíðin hefst í lok janúar. Verið er að koma f iskvinnslu- stöðvunum í gang, og til dæmis er Vinnslustöðin tekin til starfa. Isfélagið á að vera tilbúið fyrir vertíð og nú hefur verið steypt nýtt þak á Fiskiðj - una, en hraunið lagðist að einum vegg hennar. Beðið er eftir að það hraun verði hreinsað frá suðurenda á austurhúsi Fiskiðjunnar, en litiö virðist þó ske i þeim mál- um. Vélsmiðjurnar i Eyjum eru komnar af stað og verið er að undirbúa slippana háða. Við annan slippinn verður endur- byggð braut i sjóinn. Þörf var fyrir það strax fyrir gos. Flestallar þrær i gúanó hafa verið yfirbyggðar, og þegar hef- ur verið farið með fyrsta fiski- farm frá Eyjum. Unniðer nú við hreinsun á þróm sem stanria 4 Ilcr er vorið að hreinsa þrær Einars Sigurðssonar i Eyjum, en allt á að vera til fyrir vertið. Nú á að ná hrognunum úr loðn- unni á vertiðinni. I.jósm.: BG rótt við Ilraðfrystistöðina, sem eyðilagðist i hraunrennslinu, en hraun hefur nú verð hreinsað svo frá þrónum að hægt er að aka þar inn að þeim'. Tilraunir hafa verið gerðar með að sprengja hraunið, og virðist það hægt að minnsta kosti sums staðar, þar sem það er orðið nógu kalt til þess. -EA. Múlafoss siglir inn i eina he/.tu innsiglingu landsins, með tvalr Ijósavélar innanborðs, sem fara oiga i Fiskiðjuna og Fisk- vinnslustiiðina. I.jósm.: BG Hefði getað bundið bátinn með tvinna ii ii Eiðið hœkkað og stœkkað - Skýlir fyrir norðan ótt og Einari ríka boðið að kaupa þar lóð fyrir frystihús „Maður hefði getað bundið bátinn með tvinna," varð einum skipstjóra í Eyjum að orði eftir að mikið rok hafði verið, og bátur hans legið í höfn. Svo mikið \skjól var orðið í höfninni, og nú á að verja hana enn betur fyrir vindum. Unn- ið er við að hækka Eiðið svokallaða, sem liggur norðan megin að höfn- inni, og er sandlengja, sem nær frá Heimakletti yfir að Klifi. Þangað er ekið öllu grjóti sem hreinsað er úr kaupstaðn- um, og á veggurinn að skýla fyrir norðanáttinni. En fleira á að gera á Eiðinu. Nú er einnig unnið að þvi að stækka það. I höfninni á að byggja kviar svo hægt verði að dæla vikri úr höfninni og auka landið. Höfnin verður þvi stækkuð,-og siðan er hugmyndin að byggja á Eiðinu. Einar Sigurðsson hefur þegar sótt um lóð fyrir frystihús í Eyjum, en hafnarstjórn mun bjóða honum að byggja á Eiðinu i stað annars staðar, og mun þar þá risa fyrsta mannvirkið. Búið er að hreinsa nokkurn hluta af höfninni, innst i höfninni þar sem heitir Friðar- höfn, einnig við slippana og fastan samastað ms. Herjólfs. Að sögn Páls Zophoniassonar er gert ráð fyrir um 8,2 milljón- um til Vestmannaeyjahafnar i fjárlögum, en áætlun Eyja- manna var um 30 milljónir. -EA. Búiö er að hreinsa nokkuö úr höfninni f Eyjuni, en þetta er aö verða skjólhezta höfn landsins. 1 baksýn sést hraunveggurinn breiöa úr sér. (Ljósm.: BG).

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.