Vísir - 14.01.1974, Qupperneq 17
Visir. Mánudagur 14. janúar 1974
17
Neyðin kennir naktri konu að
spinna, og nú reynir hver sem
betur getur að finna ráð til að
nýta orku sem bezt.
Ed Nieholsons i Norður-Caró-
linu i Bandarikjunum fékk þá
hugmynd að nýta hitann frá
bilmótornum sinum.
Svo þegar hann fór fyrir
stuttu i skógarferð, fram-
kvæmdi hánn tilraun. Hann tók
nokkrar pylsur, vafði þær inn i
þrjú lög af álpappir ásamt
baunum, og festi siðan við púst-
greinina á mótornum.
Nicholsons lagði svo af stað,
og þegar hann kom á leiðar-
enda, opnaði henn spenntur
vélarlokið.
Hann vafði álpappirnum utan
af. f ljós komu fallega steiktar
pylsur, og heitar baunir. Borð-
aði hann þetta með beztu lyst,
og hefur ákveðið að hafa þennan
hátt framvegis á. Hugmyndina
fékk hann úr bæklingi frá Toy-
ota, þar sem útskýrt var hvern-
ig hægt væri að matreiða hina
ýmsu rétti undir vélarlokinu, ef
áhugi væri fyrir hendi.
Þannig, að ef einhver sést
bogra undir vélarlokinu sinu, þá
er hann kannski ekki að gera
við, heldur snúa við steikinni.
Sexbomba
í klassíkina
Hvernig er að hætta að
leika sex-bombu og fara að
leika háalvarleg klassisk
hlutverk á leiksviði?
Sex-bombunni Diönu Dors
finnst það stórkostlegt. Hún hefur
gert samning við leikhús i Eng-
landi, um að leika i „ödipusi”
Sófóklesar, en Sófókles er eitt
elzta leikritaskáldið.
Aður en Diana Dors var gerð að
sex-bombu, lék hún klassisk hlut-
verk. Hún fékk meira að segja
verðlaun fyrir leik sinn meðan
hún gekk i leikskóla.
— Ég hafði ekki gert ráð fyrir
að leika nokkurn tima aftur
klassiskt hlutverk. En þeir hjá
leikhúsinu hafa augsýnilega haft
augastað á mér, segir leikkonan
1 „ödipusi”, sem verður sýndur
i sumar, leikur Diana konuna sem
giftist syni sinum, eftir að hann
hefur drepið föður sinn.
Diana Dors i einu af siðustu hlut-
verkum sinum. Hún leggur ekki
lengur eins mikið upp úr þokka
sinum...
RINGO VILL AÐ SONURINN
VERÐI HLJÓMLISTARMAÐUR
— f;g er búinn að kenna ,Zak
þessi þrjú lög sem ég kann á
pianó, og við og við hamrar
hann á trommurnar minar. Þá
fer alltaf um niig ánægjuhroll-
ur. ÍQg hefði ekkert á móti þvi að
liann yrði tónlistarmaður.
Það er Ringo Starr sem hefur
þessi orð um son sinn Zak, sem
nú er átta ára.
Ringo hefur ekki verið iðju-
laus, þvi hann hefur gefið út
plötur, sem sumar hverjar hafa
náð talsverðum vinsældum.
Aðaláhugamál hans fyrir utan
músikina er svo að framleiða
kvikmyndir.
Zak er ekki eina barn þeirra
Ringós og Maureen konu hans.
Þau eiga einnig Jason, sem er 6
ára, og dótturina Lee, 3 ára.
Ringó býr nú i villu upp á 30
milljón krónur, sem John Lenn-
on átti fyrrum. Stendur hún i
Ascot i Englandi.
Ringó lætur börn sin nú ganga
i almenna skóla, en það þorði
hann ekki áður fyrr, meðan
Bitlarnir voru enn til. Óttaðist
hann að börnunum yrði jafnvel
stolið. 1 vor kemur nýjasta
mynd Ringós, „Blindman”,
sem fjallar um glæpamann,
sem rænir 50 ungum stúlkum.
Einhver hefði liklega áhuga
á að vera i hans sporum.
CA.NAOA
CXEVELkMD
60LF OF MEXICO
p$ncocnfl
NlCAAACruA
bS.GOIANA
BRAZIL
i fVVJLO
/ AR&emiNA /
6AM»TBlJWeA
_ FAl
79 aaga
63.823 km
5
akstur.
Yf ir urd
og grjót
fjöll og firnindi
120 breiddar-
gráður,
20 lönd.
Heila heimsálf u
enda á milli
tvisvar.
STYRKUR OG ENDING
Hornet kom fyrst 1970. Arftaki hins trausta, gamla Ramblers American.
Hann hefur sýnt sig verðugan. Aflað sér hróss hérlendis og sett þrjú heimsmet
í ferð niður alla heimsálfu Ameríku og upp aftur. Louis Halasz ók. Verksmiðjurn-
ar tóku engan þátt í ævintýrinu.
Hann velti einu sinni. Steyptist í mittisdjúpt vatn öðru sinni. Barðist bæði
við eyðimerkurhita og snjóstorma. Hornetinn skilaði honum alla leið og sýndi þar
með styrk sinn. Þér getið treyst American Motors Hornet.
1974 árgerðin er komin.
Verð frá kr. /
riAmerican Motors
Hornet