Vísir - 14.01.1974, Page 24
Mánudagur 14. janúar 1974
Jólasveinninn
enn í byggð?
Kjötkrókur
stal kjöti
í Firðinum
Kjötþjófnaður var framinn i
sláturhúsi Guðmundar Magnús-
sonar aðfaranótt sunnudagsins.
Rúða var brotin i sláturhúsinu
og þar farið inn. Ljóst er, að þjóf-
urinn eða þjófarnir tóku meö sér
tvo kjötpoka. En hætt er við ein-
hverjum vonbrigðum hjá þeim,
þegar þeir opna annan pokann,
þvi hann er fullur af mör og engu
öðru. t hinum pokanum er kjöt af
u.þ.b. einum skrokki.
Einhver hefur skorið sig tals-
vert, er hann braut rúöuna.
Það var f þessu sama slátur-
húsi, sem kjötskrokkum var stol-
iö siöastliðiö sumar. Fundust þeir
svo nokkru seinna úti I hrauni
þarna rétt hjá. Til vonar og vara
leitaði lögreglan núna I h'rauninu
i kring, en ekkert fannst.
— ÓH
HÁVAÐA-
VALDAR
í BREIÐ-
HOLTI
OG ÁRBÆ
„Piltarnir á skellinöörunum
verða að gera sér þaö Ijóst, að
þeir valda öðru fólki miklum
óþægindum með þessum akstri,
auk þess sem þeir setja sjálfa sig
I hættu með allt of hröðum
akstri”.
Þetta sagði varðstjóri hjá
lögreglunni i Arbæ þegar við
ræddum við hann i morgun.
Að sögn hans hefur verið óvenju
mikið um kvartanir undan skelli-
nöðrum um þessa helgi. Skelli-
nöðrur eða létt bifhjól eins og þau
kallast einnig, eru mjög algeng
farartæki pilta á aldrinum 15 til 17
ára.
„Þeir hafa farið hérna um
Breiöholts- og Arbæjarhverfið i
hópum saman. Þeir fara bara allt
of hratt i gegn. Við töluöum við
strákana, og þeir tóku vel i að
linna eitthvað látunum. En það er
bara verst, hvað þeir eru fljótir
að gleyma og taka upp fyrri
háttu”.
Þar sem piltarnir aka i gegn á
mikilli ferð, eru börn jafnt sem
fullorönir á ferð. Ekki hefur orðið
slys af þessum gáleysislega
akstri þeirra.
„En ég vildi eindregið beina
þeim tilmælum til piltanna, að
þeir taki tillit til annarra. Svo
verða þeir að gera sér grein fyrir
þeirri hættu, sem þeir skapa
sjálfum sér”, sagði varðstjórinn
einnig.
—ÓH
Enginn strompur enn
— Loðnubrœðslur í Hafnarfirði, Keflavík og á Akranesi áttu að reisa 70 metra
strompa, en enginn er risinn enn — Verður þeim bannað að brœða loðnu?
70 metra hár plaststrompur,
eins og Iiafnfiröingar fá
væntanlega á endanum — en
verður loðnubræðsian stöðvuð
vegna strompleiksins nýja?
„Nei, það verður enginn
strompur kominn upp við Lýsi
og mjöl fyrir loðnuvertiö,”
sagði Kolbeinn K.G. Jónsson,
framkvæmdastjóri bræðslu-
verksmiðjunnar I Hafnarfirði,
er Visir ræddi viö hann I morg-
un.
Lýsi og mjöl i Hafnarfirði var
i haust er leiö skipað að gera
eitthvað til að beina bræðslufýlu
sinni burt frá nefjum Hafnfirð-
inga. 70 metra hár strompur átti
að vera kominn upp fyrir ára-
mót, en að öðrum kosti fengi
verksmiðjan ekki leyfi til að
bræöa i vetur.
Fiskiðjan í Keflavik fékk
sams konar fyrirmæli, svo og
bræðslan á Akranesi.
Engin þessara þriggja verk-
smiðja hefur enn látið byggja
stromp.
„Það veröur tekin endanleg
ákvörðun um strompinn i vik-
unni,” sagði Kolbeinn Jónsson,
„það kemur hingaö maður frá
Bretlandi, en við erum helzt að
hugsa um að láta reisa plast-
stromp, sem smiðaöur er i Bret-
landi. Við höfum reyndar látið
Ýmsir verkalýðsleiötog-
anna munu nú vera farnir
að ókyrrast vegna kjara-
samninganna — lítill
árangur virðist sjáanlegur
eftir nærri tveggja og
hálfsmánaðar lausa samn-
inga og viðræður.
Engin tilboð um beinar launa-
hækkanir hafa komið frá atvinnu-
rekendum. Þeir hafa aðeins ljáð
máls á, að til greina geti komið að
hækka laun hinna lægst launuðu.
Hverjir eru hinir lægst launuðu
eru aðilar alls ekki á eitt sáttir.
Aö mati Alþýðusambands-
manna er meginhluti félags-
taka frá einn slikan þar. Hann
yrði settur saman hér. Ég
reikna með, að það verði gert i
sumar.”
Kolbeinri sagði, aö varla hefði
verið viðlit að reisa slikan plast-
stromp hér i haust vegna
vondra veðra. — Reiknarðu með
að fá undanþágu til bræðslu, eða
missið þið af loðnuvertiðinni
fyrir vikið?
„Það veit ég ekki, og mér er
alveg sama, hvernig það
verður. Verði verksmiðjan
stöðvuð þá tapar þjóðarbúið
mestu.”
Gunnar Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar i
Keflavik, sagöi aö þeir Kefl-
vikingar biöu eftir niðurstööum
af máli Lýsi og mjöls i Hafnar-
firöi.
„Við byrjum kannski á svona
plaststrompi næsta vor. Þetta
er ekkert smáfyrirtæki, háir
tollar á efninu, og þar sem við
höfum nú brætt þarna i 30 ár, þá
ætti varla að saka svo mjög,
þótt við fengjum undanþágu.
Við byggðum reyndar 25 metra
háan stromp i Keflavlk fyrir
manna innan þess láglaunamenn.
Atvinnurekendur vilja aftur á
móti ekki fallast á þá skilgrein-
ingu.
1 samningunum i desember
1971 var sérstakt ákvæði um 4%
hækkun til hinna lægst launuðu.
Þar féllu undir þeir, sem fengu
greidd laun samkvæmt lægstu
flokkum i samningum almennra
verkalýðsfélaga.
Báðir deiluaðilar eru tregir til
að viðurkenna að „oliu samning-
ar” rikisstarfsmanna séu nokkurt
fordæmi. Þar fengu starfsmenn i
þrem lægstu flokkunum
36,8—12,4% launa hækkun. 1 þess-
um flokkum voru aftur á móti
upphaf vertiðar 1972. Þegar sá
strompur var kominn upp, kom
bréf frá bæjarstjórninni, þar
sem farið var fram á 50 metra
stromp. Síðan fengum við bréf
frá Heilbrigðiseftirlitinu, þar
sem beðið var um 70 metra
stromp. Nú segja þeir hjá Heil-
brigðiseftirlitinu, að þetta sé
allt i endurskoðun.”
Og það er ekki gott að segja til
um, hvernig þessu strompa-
striði lyktar. 70 metra plast-
strompur hlýtur að geta beint
bræöslupestinni út i himingeim-
inn og verður reyndar að gera
það, þar sem áætlað er, að slik
tróna kosti um 12 milljónir
króna.
„En það er alveg hægt að
komast hjá ólykt,” sagði
Gunnar Ólafsson,” ef þess er
gætt að bræða bara eftir hend-
inni, að liggja ekki meö miklar
birgðir af loðnu, taka aðeins lit-
ið i einu. Þá verður lyktin hverf-
andi, og þetta kallast ekki
mengun, þar eð brælan er góð
fyrir grasvöxtinn.”
— GG
ekki nema rúmlega þrjú hundruð
manns, svo að þetta verður til-
tölulega litill kostnaðarauki fyrir
rikissjóð.
Meginhluti rikisstarfsmanna
fékk siðan ekki nema innan við
7% launahækkun og er það vafa-
laust erfiður biti i háls i saman-
burði við himinháar launakröfur,
sem gerðar voru á haustmánuð-
um.
Aðalsamninganefndir
deiluaðila koma saman til fundar
i dag. Báðir aðilar halda fundi
klukkan tvö með sinum mönnum,
en að þeim loknum verða sameig-
inlegir fundir með báðum 30
manna nefndunum.
— ÓG
Hverjir eru hinir
I j— fundir hjá
lœgstlaunuðu?
Fastir liðir eins og venjulega hjá skíðafólki
BEINBROT OG SNÚNIR LEGGIR
Um leið og fólk fer að
þyrpast á skíði, eins og
var núna um helgina,
byrja annirnar hjá
læknum við að gera við
brotna og snúna leggi.
Að sögn Tryggva Þorsteins-
sonar iæknis á slysavarð-
stofunni var talsvert um það, að
fóik hefði meitt sig á skiðum um
helgina.
Algengustu meiðslin eru þau,
að menn snúi sig umökkla.hné
eða mjóaleggieða bara fótbrjóti
sig
Tryggvi kvað það kannski
ekki undarlegt, að af þeim
þúsundum, sem færu á skiði,
kæmu einhverjir skaddaðir úr
þeim leik. Mætti alltaf gera ráð
fyrir slysum, og þvi fleiri sem
færu á skiði, þvi fleiri bættust
við af slösuðum.
Tryggvi kvaðst ekki þora að
fullyrða, hverjar væru helztu
orsakir slysanna. Smellu-
skórnir, sem ná upp á fót-
leggina, hafa verið umdeildir,
og spurðum viðTryggva, hvort
þeir heföu valdið slysum. Hann
sagði, að þessir skór vörnuðu
meiðslum á ökkla.Hins vegar
væri ekki siður algengt.að menn
sneru sig um hnjálið. Eitt dæmi
kvaðst Tryggvi kannast við. Þá
kom fótbrotinn maður á slysa-
varðstofuna, og haföi hann fót-
brotnað þar sem skiðaskórnir
náðu upp. Að öðru leyti vildi
Tryggvi ekki fullyrða um mögu-
leika á skaðsemi þessarar
tegundar skiðaskófatnaðar,—óH
ÓSAMIÐVIÐ
SJÓMENN
Samningafundir um sjó-
mannasamningana stóðu nær
sleitulaust alla helgina og lauk
þeim um sjöleytið I gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum
Kristjáns Ragnarssonar,
formanns Ltú hafa
samningar þokazt I
samkomulagsátt. Ýmis at-
riöi eru afgreidd, en nokkur
mikilvæg og viðkvæm deilu-
mál eru enn til umræðu.
Næsti fundur hefur veriö
boðaður klukkan fjögur á
morgun.
—ÓG
Bíógestir óminntir um
að reykja ekki í sal
Nýjung hefur veriö tekin upp í
Iláskólabiói varðandi eldhættu.
Biógestir eru nú áminntir i hléi
og oftast að lokinni sýningu um
að reykja ekki I salnum eða á
leiöinni út, og er það sýningar-
maður, sem talar beint I hvert
skipti.
„Við höfum verið með þetta i
um mánaðartima,” sagði Frið-
finnur ólafsson, forstjóri i Há-
skólabiói, „en i mörg ár höfum
við verið með aðvörun á tjaldinu
sjálfu.”
,,Ég held, að þetta hafi gefið
góða raun, en við höfum alltaf
átt i striði við reykingarnar. Ég
veit ekki til þess, að þetta kerfi
sé komið upp i öðrum kvik-
myndahúsum, en ég held, að
það sé i undirbúningi viða.”
Friðfinnur sagði, að allar aðr-
ar öryggisráðstafanir ættu að
vera i lagi, en hann sagði, að
bruninn i Stjörnubiói héfði lik-
lega orðið til þess að herða á
eftirliti. — EA