Tíminn - 08.01.1966, Blaðsíða 1
Gerizt askniendur að
rímanum
Hringið 1 sima 12323
5. tbl. — Laugardagur 8. janúar 1966 — 50. árg.
Miklar rigningar hafa aíi undan
fömn verið viða í Evrópu og
Ameríku, og víða valdið flóðum
og miklu eignatjóni, jafnframt því
sem miklir þurrkar valda enn
meira tjóni í Afríku og Asíu. Mynd
in hér að neðan er frá Oregon í
Bandarikjunum. Flóðin þar köst
uðu bifreiðinni út af veginum, en
konan komst út úr henni í tæka
tið og var henni bjargað.
Fiskverðhækkunin 17% -
Reykjavíkurborgar afgreidd:
GATNAGERÐARGJÚLDIN
VORU HÆKKUD UM 72%
AK-Reykjavík, föstudag.
Borgarstjórnarfundinum í nótt
sem leið, þar sem fjárhagsáætlun
Reykjavikur fyrir árið 1966 var
afgreidd, lauk klukkan 7 í morgun.
Urðu umræður allmiklar og átti
borgarstjórinn og meirihluti hans
mjög í vök að verjast fyrir harðri
og rökstuddri gagnrýni á stjórn
borgarmálefna. Aðalræða Krist-
jáns Benediktssonar, borgarfull-
trúa Framsóknarflokksins, um
áætlunina, var birt hér í blaðinu
í dag, en aðalræða Einars Ágústs-
sonar verður birt á sunnudaginn.
íhaldsmeirihlutinn brá ekki
venju sinni um að reka gereyðing-
arstyrjöld gegn tillögum minnihlut
ans, og voru allar tillögur hans
felldar — hver ein og einasta —
annað hvort beint eða með frávís-
un.
Með þessari fjárhagsáætlun
hækka ekki aðeins útsvör um 20%
heldur og margvisleg önnur gjöld.
Gatnagerðargjöld hækka t. d. um
72%, gjöld af sundstöðum um
25—30%, vatnsskattur um 25% og
hefur þá hækkað um 75% á tveim
ur árum. Rafmagnsverð hækkar
einnig mikið í krafti nýrra laga,
þar sem ríkið varpar bagga sínum
alveg yfir á herðar bæjarfélag-
anna og rafmagnsnotenda.
Framsóknarmenn lögðu fram
milli 40 og fimmtíu breytingartil-
lögur og miðuðu þær yfirleitt að
því að draga úr rekstrareyðslu en
auka framkvæmdir, einkum skóla-
byggingar, byggingu barnaheim-
ila og leikvalla og ibúðabyggingar
á vegum borgarinnar, enda eru
þessir þættir sérstakar hornrekur
í áætluninni. Þessar tillögur voru
einnig felldar.
Þá báru Framsóknarmenn fram
eftirfarandi mótmælatillögu gegn
hækkun raforkuverðsins, en hún
var að sjálfsögðu felld:
„Borgarstjórn Reykjavíkur mót-
mælir þeirri hækkun á raforku-
verði í Reykjavík, sem ákveðin
var með lögum frá 17. desember
s. 1. um ráðstafanir til að bæta
fjárhag Rafmagnsveitna ríkisins“.
Einnig báru Framsóknarmenn
fram eftirfarandi tillögu, sem
íhaldið taldi „óþarfa" og vísaði
frá:
„Um leið og borgarstjórn Reykja
víkur þakkar þann skilning á
tekjuþörf sveitarfélaga, sem fram
kom hjá löggjafanum, með því
ákvæði í 16. gr. laga nr. 69/1962
að greiða 20% af innheimtum
söluskatti, sbr. lög nr. 10/1960, í
jöfnunarsjóð sveitarfélaga, skorar
borgarstjórn á Alþingi og ríkis-
stjórn að láta sömu reglu gilda
um allan söluskattinn og treystir
jafnframt borgarfulltrúum Reykja
víkur, sem setu eiga á Alþingi,
að vinna ötullega að framgangi
þess“.
DE GAULLE SETTUR í EMBÆTTI í DAG:
ÞINGMEIRSHLUTI
HANS í HÆTTU?
NTB-París, föstudag.
Charles de Gaulle, forseti Frakk
lands, sem tekur á morgun form-
lega við embætti forseta fyrir
næstu sjö árin, á nú á hættu að
missa meirihluta sinn í franska
þinginu vegna deilna um ráðherra
sætin. Georges Pompidou, forsæt-
isráðherra, hefur undanfarið unn-
ið að því að skipa nýja ríkisstjórn
og Ijóst er, að fyri-verandi forsætis
ráðherra í Fjórða lýðveldinu, lýð-
veldissinninn Edgar Faure, hefur
fallizt á að verða landbúnaðarráð-
herra i hinni nýju ríkisstjórn. Aft-
ur á móti hefur risið upp mikil
deila milli Gaullistans Michel
Debre, fyrrverandi forsætisráð-
herra, og lýðveldissinnans Celry
Giscard D’Estaing, fjármálaráð-
herra, um hver eigi að stjórna
efnahagsmálunum í hinni nýju
stjórn. Án þingmanna lýðveldis-
sinna hafa Gaullistar ekki meiri-
hluta á þingi.
Landbúnaðarráðherrann í frönsku
ríkisstjórninni hefur þar lykilað-
stöðu, ekki sízt vegna deilunnar
innan Efnahagsbandalags Evrópu.
Faure var sérlegur sendimaður de
Gaulles í Peking árið 1963, áður
en Frakkland tók upp stjórnmála-
samband við Kína, og hann hefur
síðar farið víða sem sendimaður
de Gaulles.
Michel Debre, sem var fyrsti for
sætisráðherrann undir stjórn de
Gaulles og sem er mjög harður
Gaullisti, krefst þess að verða
eins konar yfirráðherra, sem hafi
Framhald á bls. 14.
IGÞ—Reykjavík, föstudag.
Tímanum barst í da-g fréft frá
yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsi'ns, þar sem skýrt er frá
þv|, að samþykkt hafi verið til.
laga frá oddamanni nefindarinnar
þess efnis, að meðalverð á fersk
fiski á árinu 1966 skuli hækkaum
17%. Kemur einnig fram i til-
kynningu yfirnefndar, að fyrir-
hugað er að greiða útflutnings-
gjald það, sem tekið hefur verið
af þorskafurðum, af síldarlýsi
og síldarmjöli. Má helzt ráða af
þessu, að ríkisstjórnin ætli sér
að hækka gjöld á síldarafurðum
í því skyni að mæta hækkuðum
útgjöldum er stafa af því hvemig
óðaverðbólgan hefur hækkað
framleiðslukostnað sjávarútvegs-
ins. Sannar þessi fréttatilkynning
það, sem Framsóknarflokkurinn
hefuv haldið fram, að «iú væri svo
komið. að meginhluti útflufnings
framleiðslunnar þyrfti orðið upp
bætur, cnda lcjðir verðbólgustefn
an til slíks. Fréttatilkynningin
frá yfirnefndinni fer hér á effir:
„Samkomulag um verðákvörS-
un á bolfiski á vetrarvertið 1966
náðist ekki í Verðlagsráði sjávar
útvegsins og var verðákvörðun
vísað til yfirnefndar þann 10. des
ember Hefur nefndin leitazt við
að fínna grundvöll fyrir verðá-
kvörðun. er bætt gætj verulega
rekstrarafkomu báta á þorskveið
um og gæti jafnframt bætt kjör
sjómanna á þessum bátum til
samræmis við breytingar á kjör
um annarra stétla. Af hálfu fisk
kaupenda hefur komið fram, að
vegna erlendra verðhækkana og
umbóta í rekstri sjái vinnslu-
stöðvar sér fært að hækka fisk
verðið verulega Þrátt fyrir hækk
un framleiðslukostnaðar innan-
lands. Þessi hækkun er þó ekki
það mikil. að nefndin telji, að
með henni væri þessum útvegi
tryggð eðlileg rekstrarskilyrði
né sjómönnum á þessum bátum
eðlileg lífskjör samanborið við
aðra. Hefur nefndin þvj leitað
að öðrum leiðum til að þetta tak
mark geti náðst. Fékk nefndin
leyfi sjávarútvegsmálaráðlierra
til þess að fresta verðákvörðun
um nokkra daga því skyni að
gera frekari athuganir á þessum
leiðum Hefur nefndin í þessu
sambandi einkum kannað hugs
anlega breytingu á útflutnings-
gjaldi er gæti gert það kleift
að hækka fiskverðið. Þá hefur
oddamaður nefndarinnar átt við
ræður við ríkisstjómina um aðr
ar hugsaniegar aðgerðir af henn-
ar hálfu er gætu haft áhrif í
sömu átt.
Niðurstaðan hefur nú orðið sú
að á fundi yfimefndar þann 6.
þ.m. var samþykkt tillaga firá
oddamanni nefndarinnar, er felur
það í sér, að meðalverð á fersk-
fiski á árinu 1966 hækkar um
17% frá því, sem var á s.l. ári.
Er þessi hækkur þó háð þvj skil
yrði, að breyting verði á út-
tflutningsgjaldi þiannig, að það
Framhaid á bls. 14.