Tíminn - 08.01.1966, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. janúar 1966
TÍMINN
n
41
hina undrandi verjendur: „Hundar, þekkið þið ekki AudaV"
Þetta næði bæði þorpsbúum og Tyrkjum. Eftir klukkustund
var Nasir farinn að drekka te með setuliðsstjóranum, sem
var nú gestur og fangi Nasirs.
Um kvöldið kom yngsti sonur Hússeins, Zeids hafði verið
drepinn af syni Auda svo hér kom upp vandamál. Þegar
unglingarnir tóku að tala um hefnd, reiddist sá gamli, og
sagði að þeir líktust smáfuglum, sem ætluðu að ráðast á
Örn og sagðist myndu láta húðstrýkja þá á þorpstorginu ef
þeir héldu áfram slíku tali. Zeid tók auðveldasta ráðið og
lét Auda fara ásamt liði sínu, þetta átti eftir að hafa afdrifar-
ríkar afleiðingar.
Zeid átti að verja Tafileh með hundrað úlfaldariddurum,
lífverði Lawrence og deild egypskra og marokkóskra vélbyssu
skyttna. Það hafði ekki verið mögulegt að flytja fallbyss-
urnar yfir Moab fjöll, vegna snjóa, svo að Nuri el Said
varð eftir í Jurf ásamt Nasir. Þetta var alltof fámennt setulið,
ef svo færi að Tyrkir reyndu að ná bænum aftur á sitt
vald með einhverju liði, en það þýddi lítið að gera sér
áhyggjur, hér varð að búa um sig og vona hið bezta þar
til veður batnaði svo að hægt væri að senda liðsauka.
Þetta fór þó ekki svo. 25 janúar, níu dögum eftir töku
bæjarins komu Tyrkir aftur með miklu liði, níu hundruð
fótgönguliða, hundrað manna riddaralið, tvær fallbyssur og
tuttugu og sex vélbyssur. Þessi árás kom algjörlega að
• óvörum, Arabar urðu skelfingu lostnir, þorpsbúar óttuðust
hefndir Tyrkja fyrir að hafa ekki reynt að verjast Nasir og
Auda og stukku brott til hæðanna fyrir ofan bæinn. Zeid
og Jaafar álitu hentast að hörfa úr bænum og verjast við
gljúfur sunnan við bæinn. Lawrence var algjörlega mótfall-
inn þessu, hann áleit að varnarstaðurinn væri ekki vel val-
inn og auk þess myndu þeir þorpsbúar, sem höfðu gengið
í lið með Þeim, flýja ef þetta ráð yrði tekið, þeim veitti
ekki af að halda í þá, sökum fámennis. Zeid var sá sem
átti að ráða og hann áleit heppilegast að hörfa.
En eftir nokkra umhugsun sá hann hve ákvörðun hans
var röng, og hann afsalaði sér forustunni í hendur Lawrence,
skömmu áður en Tyrkir hófu árás. Lawrence undirbjó nú
varnirnar, hann skipaði herliðinu og þorpsbúunum dreift á
hæðirnar fyrir framan bæinn og sendi lífverði sína undir for-
ustu Abdulla, sem nefndur var Ræninginn, móti Tyrkjum,
til þess að beina athygli þeirra frá undirbúningnum. Tyrkir
hófu stórskotaliðsárás og síðan sóttu hermenn þeirra fram,
Arabarnir hörfuðu hæð af hæð og hægðu þannig framsókn
Tyrkja. Nú kom liðsauki verjendum til hjálpar, tvöhundruð
þorpsbúar og hundrað Bedúnínar fr’t ná>æítu þorpi. Þetta
var einmitt það, sem Lawrence sKo' a Hjmn hafði ætlað að
láta Tyrki taka hæðirnar og gera S/ðan hliðarárás á þá. Með
þessum liðsauka hafði hann nóg lið til þess að hefja árás á
þá úr þrem áttum og þurfti ekki að draga varnarliðið
af síðustu hæðinni.
Bedúínar læddust að vélbyssuhreiðrum Tyrkja og hófu
skothríð í tvö hundruð metra færi og þurrkuðu þau út. Ridd-
aralið Araba réðst á Tyrki á hlið og reið og hjó allt niður,
sem fyrir varð, þegar miðsveitirnar sáu hrakfarirnar beggja
megin, brast óskipulegur flótti á lið þeirra, Arabarnir fylgdu
fast eftir og Armeníumennirnir drógu upp hnífa sína og
þurftu Tyrkir ekki griða að biðja. Þegar skothríðinni
linnti, töldu Arabar herfeng sinn, þeir höfðu náð öllum fall-
byssum Tyrkja, tvöhundruð hesta og tvöhundruð og fimmtíu
fanga. Það náðu aðeins fimmtíu Tyrkir stöðvum sínum lif-
andi af ellefu hundruð, hinir féllu, dóu úr kulda eða voru
drepnir við flóttatilraunir.
Þetta var eftirtektarverður bardagi og geysilegur sigur
fyrir Lawrence og sýndi svo að ekki varð um villzt forustu-
hæfileika hans og kjark. Hann gerði lítið úr þessum sigri og
sagðist hafa unnið orrustuna með hefðbundnum aðferðum.
Hann segist hafa gefið skýrslu um atburðinn og sent til aðal-
stöðvanna, þar sem hann hafði gert sem minnst úr þætti
sínum í þessum sigri og þakkað hann dæmum lærðra her-
fræðinga, sem hann hefði tekið sér til fyrirmyndar. Þeir í
aðalstöðvunum hrifust mjög af þessari skýrslu og buðu hon-
um heiðursmerki fyrir frammistöðuna.
Lawrence var lítið um þá eftirtekt, sem þessi sigur hans
vakti, þar sem þær baráttuaðferðir sem hann notaði voru
ekki samkvæmt kenningum hans um það, hvernig baráttu-
C The New American Librarv
UNDIR FÖLSKU FLAGGI
ANNE MAYBURY
— En hann er farinn að eldast,
svo að ég hugsaði með mér, aS
xannski vildi hann eiga náðugu
daga í ellinni.
— Þú hugsar um allt, Vonnie!
Það hefurðu alltaf gert. Hún veif-
aði til burðarmannins. Eg er
með bíl fyrir utan. Rauður Pont-
iac.
Burðarmaðurinn kinkaði kolli
og ók farangrinum út.
— Hefurðu skemmt þér vel?
— Ljómandi — nema þegar við
stoppuðum í Field, þar munaði
minnstu, að ég hálsbryti mig —
Á heimleiðinni sagði Vonnie
frá viðburðum dagsins á undan.
Þegar fólk hitti Myru Ashlyn í
fyrsta skipti, hélt það oftast, að
hún væri fyrirsæta eða leikkona.
Fæstum datt í hug, að hún var
góðum gáfum gædd og að hún
hafði keypt einkaritaraumboð og
gert það að arðbæru fyrirtæki.
Frjótlega eftir það keypti hún
litla húsið við Englis Bay og fór
með Vonnie þangað til að sýna
henni. Þar eð Vonnie kærði sig
ekki um að búa ein, stakk Myra
upp á , að þær skyldu búa saman
á neðri hæðinni. Á annarri hæð
ætlaði hún að láta innrétta íbúð
og leigja hana út.
Þá var Vonnie nýbyrjuð í aug-
lýsingadeildinni hjá Meaker.
Vonnie hafði maldað í móinn og
sagt, að hún hefði ekki efni á
því, en lofaði að heimsækja hana
oft. Og þú mátt reiða Þig á það,
sagði hún, fyrst þú hefur þennan
skínandi garð.
En Myra beitti öllum brögðum
til að telja hana á að flytja til
sín og loks fékk hún vilja sínum
framgengt.
—Það eina, sem ég set upp eru
sextíu dollarar á mánuði og það
er ekki meira en þú borgar fyrir
þessa herbergiskytru, sem þú hef
ur núna. Svo að þú skalt ekki
halda fram, að þú hafir ekki efni
á þvi.
Sextíu dollarar voru eftir kanad
ísku verði mjög sanngjarnt og
Vonnie flutti inn í húsið við Eng-
lish Bay. Hún kom sínum eigin
húsgögnum fyrir í herberginu
sem sneri út að garðinum og
keypti sér fallegt málverk og
snotra ljósakrónu og gerði her
bergið mjög vistlegt.
Allt gekk ágætlega. Vinátta
þeirra hafði staðið gegnum þykkt
og þunnt á öllum skólaárum
þeirra og engir árekstrar urðu á
milli þeirra.
Þær báru farangurinn inn í
herbergi Vonnie. Sólin hellti geisl
um sínum inn í herbergið og í
garðinum fyrir utan lá Gabríel,
stór, feitur og virðulegur og mal-
aði.
Myra tilkynnti, að kaffið væri
tilbúið og þær tóku bollana með
sér út í garðinn. Þær skiptust á
helztu fréttum, meðan þær
drukku kaffið og borðuðu kökur
með. Vonnie tók eftir því, að
Myra var óróleg og utan við sig
þótt hún legði sig fram um að
vera eðlileg í framkomu. Það var
eins og hún brynni í skinninu að
segja Vonnie eitthvað og loks gat
hún ekki þagað lengur, og sagði:
— Ég hef heyrt frá Brad!
Ósjálfrátt hvarflaði Vonnie aug
um að fingrum Myru, eins og
hún byggist við, að stóri demants
hringurinn væri kominn aftur á
sinn stað.
— Og ætlarðu að hitta hann aft
ur?
— Það er einmitt það sem ég
óska. af öllu hjarta! Angurværðar-
svipur kom á fallegt andlitið. Eft-
ir heils árs aðskilnað ætti það
að vera ótvíræð sönnun þess, að
þetta er ást og ekki bara skyndi-
hrifning.
— Er Brad í Kanada?
i Myra hristi höfuðið, tók upp
! | bollann og drakk af kaffinu.
|; — Nei. Hann er hjá Harbourn
i; es í New York. Ég fékk bréf frá
|! Lindu Harbourne í dag. Þau eru
j ■ gamlir vinir.
— Þú og Brad áttuð svo vel
j saman, sagði Vonnie og lagði
j i áherzlu á orð sín. Ef þið fengjuð
j j bara tækifæri til að hittast aftur.
: — En ég hef ekki hugmynd um
ihvort Brad kærir sig um mig
j lengur. Rifrildið milli okkar var
j býsna biturt og ofsalegt —
— Og óþarft!
— Auðvitað. Það eru flest rifr-
ildi. En það tekur ekki broddinn
af þeim. Linda hringdi tii mín
frá New York og sagði mér, að
hann hefði spurt um mig. Það er
betra en ekki. En ef við hittumst
aftur, verður Brad að eiga frum-
i kvæðið.
2. kapítuli.
I Tveim dögum síðar bauð Nigel
i Vonnie með út, og þau borðuðu
j saman miðdegisverð á hóteli, sem
| var með skrúðgarð á þakinu og
útsýn yfir Kyrrahafið.
Hún var í nýjum kjól úr bláu
, silkiefni með silfurívafi og á
i dökkbláum sandölum með háum
! silfurhælum.
Nigel leit á hana með velþókn
un þvert yfir borðið.
— Þú notar uppáhaldslitinn
minn, Vonnie. Ég kalla hann safir
bláan.
— Það kalla ég hann líka. Hún
mæ augnatilliti hans og hló. En
flestir karlmenn myndu samt
segja, að hann væri blár, og ekk-
ert meira. Ég hélt annars, að það
væru bara listamenn, sem þekktu
réttu nöfnin á litum.
Ég er enginn listamaður, sagði
hann. Ég er vísindamaður. En ég
skyldi verða rriálari undir eins á
morgun, ef ég væri fær um slíkt.
Þau spjölluðu saman um list af
þeirri tegund, sem bæði höfðu vit
á, ekki um abstrakt fantasíur,
heldur um skýr og skiljanleg
verk. Bæði könnuðust við, að þau
væru illa að sér um myndhöggv-
aralist og sönglist, en ég veit vel
hvað mér finnst fallegt og hvað
mér ekki finnst fallegt, sögðu þau
bæði samtímis og hlógu að vizku
sinni.
Kvöldið var fullkomið. Þau
röbbuðu saman, eins og þau hefðu
verið kunnug árum saman, döns-
uðu milli þess að þau borðuðu og
drukku fyrirtaks hvítvín, og Nigel
skýrði frá því, að hann hefði séð
Sauternevíngarðana í Frakklandi.
Þegar búið var að loka, óku
þau spölkorn fram með klettun-
um í bílnum, sem hann hafði tek-
ið á leigu, meðan hann dvaldi í
Vancouver. Þau námu staðar, þar
sem vel sást til hafsins, og við
litla vík, sem krökkt var af segl-
bátum. Hægra megin við veginn
óx þykkur skógur upp eftir hlíð-
unum.
Þau sátu kyrr, og samtalið varð
að slitróttum og strjálum athuga-
semdum. Bæði fundu til hins
djúpa friðar.
Uppi yfir þeim blikuðu stjörn-
urnar, golan var hlý og mjúk. Á
slíkum stundum, hugsaði Vonnie,
er karlmaður vanur að vefja konu
örmum og kyssa v- ekki vegna
ástar, heldur af því að rómantík
er í samræmi við slík kvöld.
En Nigel Foster fór samt ekki
þannig að. Hann bauð henni sigar-
ettu og kveikti í fyrir þau bæði
tvö, hallaði sér aftur á bak og
horfði á nýmánann, sem speglað-
ist í vatnsfletinum.
— Ef þetta kvöld hefur verið
eitthvað á áttina til þess, sem það
hefur verið mér, viltu þá koma
út með mér aftur? Og hefurðu
annars ekki í alvöru gaman af
sönglist?
Hún svaraði glöðum rómi. Já,
það mátti hann reiða sig á. — Ég
hef gaman af sönglist og vil gjam
an fara út með þér.
Hún horfði á hann, meðan hún
sagði þetta, og fann með sjálfri
sér, að hjá henni var vöknuð von
um, að hann hefði huga á að vera
kunningi hennar, áfram.
Um næstu helgi óku þau um
nágrennið, og Vonnie sýndi hon-
um suma þá staði, sem hún hafði
mestar mætur á. Þau gengu um_í
skóginum eða leituðu uppi ein-
hverja smávíkina, þar sem þau
gætu legið og sólað sig.
Síðasta kvöldið, sem þau voru
OTVARPIÐ
Laugardagur 8. janúar
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis
útvarp 13.00 Óskalög sjúklings
Kristín Anna Þórarinsdóttir kynr
Iir lögin 14.3P
í vikulokin,
þáttur undir
stjórn Jónasar Jónassonar. 16.0C
úeðurfregnir. 16.05 Þetta vil éj
tteyra. Séra Bjöm 0. Bjömssor
velur sér hljómplötur. 17.00 Fréti
ir Á nótum æskunnar Jón Þói
Hannesson og Pétur Stein
grímsson kynna létt lög 17.3E
Tómstundaþáttur bama og ungj
inga Jón Pálsson flytur. 18.00 Ú1
varpssaga barnanna: „A kross
götum'1 Guðjón Ingi Sigurðssor
les. 18.20 Veðurfregnir 18.3C
Söngvar ( léttum' tón. 18.45 Ti
kynningar 19.30 Fréttir 20.0C
Stuttur konsert að kvöldi: 20.3C
Leikrit: „Allah heitir hundra?
nöfnum" eftir GUnther Eich
Þýðandi: Briet Héðinsdóttir Leil
stjóri: Helgi Skúlason. (Áðui
flutt i febrúar 19621. 22.00 Fréttii
og veðurfregnir. 22.15 Danslög
24.00 Dagskrárlok.