Tíminn - 08.01.1966, Page 9

Tíminn - 08.01.1966, Page 9
LAUGARDAGUR 8. janúar 1966 TÍMINN f FÁ GTMAGNÚR FÓTSPORUM KONUNGS || ||HIHI|IIIU«MBII IH Ml llil —IIII / VASAKLÚTANA SÍNÁ Hún heitir Tusnee Sirirkan- traporn og er frá Thailandi.Hún ber Það með sér að hún er af austrænum uppruna, hefur riómagula húð,, tinnusvart hár og brún, skásett augu- Hins vegar er auðvelt að sjá það, að hún hefur kynnt sér siði og hætti vesturlandabúa, talar ensku reiprennandi, og er mjög frjálsleg í fasi og framkomu. Við hittum hana á heimili Kjart ans Guðmundssonar forstj. og konu hans, í Reykjavík, en þar hefur hún dvalizt um jólin og mun halda þaðan aftur eft ir nokkra daga. — Hvernig stendur\á komu þinni til íslands. Tusnee? — Vala, dóttír hjónanna hérná bauð mér hingað í jóla leyfinu. Við vorum saman á skóla úti J, Englandi, en þar hef ég verið tvö síðastliðin ár. ' Eg hef verið að læra ensku og að verða einkaritari, en það hefur mjög mikið að segja fyr ir Thailendinga að kunna eitt hvað í ensku, þar sem við skipti okkar við Vesturlönd eru sífellt að aukast. Eg býst við því að ég verði eitt ár enn í Englandi, og svo langar mig til að sjá mig eitthvað um í heim inum áður en ég fer að starfa heíma- Það er mjög mikið flökkúblóð í mér, ég hef ferð ast talsvert víða, þótt ég sé bara nítján ára, hef meðal ann ars verið í Hong Kong og farið dálítið um Evrópu. Mér þótti heldur en ekki matur í því að vera boðin til íslands, því hugs aði ég mig ekki tvisvar um áður en ég tók boðinu. • — Eg geri ráð fyrir því að Thailendingar viti almennt ekki mikið um ísland. — Nei, ég vissi varla, að það væri til, þegar ég fór til Lond on, og pabbi og mamma göptu af undrun, þegar ég sagði Þeim frá því, að ég væri að fara hingað, þau hafa líklega haldið, að ég myndí frjósa í hel. — Og hvernig kanntu svo við þig hérna? — Mér finnst dásamlegt að vera hér og allir sem ég hef kynnzt hér eru mjög elskuleg ir. Eg hef að vísu ekki ferðast mikið um landið, en í gær skrapp ég til Hveragerðis, og mér fannst alveg stórkostlegt að sjá hverina gjósa. — Eg hugsa, að það hefði veríð meira gaman fyrir þig að korna hingað að sumarlagi. — Nei, það held ég ekki, mér finnst einmitt svo gaman að sjá reglulegt vetrarríki, Því að það er aldrei reglulegur vet ur í Thailandi. Þegar ég kom til London hafði ég aldreí séð svona klæðnað, segir Tusnee og bendir á duggarapeysuna mína. — Heima skiptist á sól skin og rigning og við göngum venjulega mjög léttklædd. Ann ars er vestræn 'tízka að verða allsráðandi í klæðaburði heima, unga fólkið gerir sér mjög far um að apa allt, sem það getur eftir erlendum fyrirmyndum, og mér þykir það mjög leiðin legt, því ég kann svo vel að meta þjóðleg einkenni Thai- lands. — Eru þau mjög á undan haldi hjá ykkur? — Fullorðna fólkið er frem ur fastheldið á gamlar venj ur, en á síðustu áratugum hef ur gengið flóðalda af erlendum áhrifum yfir landið og eru Þau bæði góð og slæm. — Geturðu sagt mér eitt- hvað sem þér finnst sérkenni legt fyrir ættland þitt? — Það er helzt þessi til- beiðsla á konungsfjölskyld- unni, sem mörgum útlending um finnst hálfskrýtin. Almenn ingur í Thailandi trúir því að konungurinn sé í ætt við guð, og það er dauðasök að vera á öndverðum meiði við hann. Þegar konungsfjölskyldan ferð ast meðal fólks, lýtur það henni i lotningu, og oft leggur fólk vasaklúta sína á götuna. þár sem konungurinn gengur, og ef hann stígur á Þá, er álitið að guðlegt magn búi í klútunum. Eg get ekki neitað því að mér finnst þetta nokkuð spélegt, eft ir að hafa kynnzt vestrænum þjóðum, en engu að síður kann ég vel við þetta og finnst það eiga vel heima í föðurlandi mínu. Eg býst við því að Vest urlandabúum finníst dálítið undarlegt, hvað fjölskylduhönd in heima eru sterk. Það er mjög algengt að fólk af þrem ur eða fjórum kynslóðum búi saman í húsi, og Þá nýtur fjölskyldufaðirinn mests valds og virðingar og öll fjölskyldan litur’ á hann sem yfirboðara sinn. Þetta er mjög líkt þvi sem var í Kína hérna áður fyrr, endg er meirihluti fólks í Bankok af kínverskum upp- runa. Það þýðir lítið fyrir thailenzka unglinga að stánda upp í hárinu á þeim sem eldri eru, og þeir verða í einu og öllu að lúta valdi og vilja for eldra sinna. Fyrir mitt leyti finnst mér þetta fremur óheppilegt, og það líður áreið anlega ekki á löngu áður en þetta breytist. Er ekki talsverður austur- landasvipur á borgum i Thai landi, Þrátt fyrir öll erlendu áhrifin? — Jú„ borgirnar eru talsvert litskrúðugri. en almennt ger ist á Vesturlöndum, og íbúðar húsin eru mörg hver í austur landastíl með sérkennilegum þökum og göturnar eru mjóar og ævintýralegar, en víða og þá sérstaklega í Bankok eru að rísa stórar byggingar svipaðar vog í stórborgum á Vesturlönd um. Uppi til sveita eru erlendu áhrifin teljandi lítil, þar býr fólk í strákofum og stundar frumstæða atvinnuvegi.Það er eins og maður sé kominn tals- vert aftur í tímann, þegar mað- ur fer um þessar slóðir. — Hvernig er alþýðumennt- un í Thailandi? — Hún er fremur góð miðað við það, sem gerist í Austur- Asíu. Almenningur í Bankok á Þess kost að njóta góðrar menntunar, en uppi til sveita er mikið um fólk, sem hvorki er læst né skrifandi, sérstak lega í þeim héruðum, sem liggja nálægt Laos. Yfirvöldin hafa í seinni tíð gert ýmislegt til að bæta úr þessum menntun arskorti og sent þangað kenn ara. Það er nú ekki hægt að segja, að það sé mikíl fátækt í Thailandi, að minnsta kosti ríkir hvergi hungursneyð. Land ir er vel ræktað og það er nægur fiskur i vötnunum. Stéttaskipting er hins vegar talsverð og lífsgæðum er mis jafnt skípt milli fólksins. — Hverrar trúar ert þú, Tusnee? — Eg er Búddatrúar eins og meirihluti fólks í Thailandi. Trúarbragðafrelsi ríkir Þar þó, og þar eru kaþólikkar, mótmæl endur, múhameðstrúarmenn og menn af mörgum fleiri trúar brögðum. Margir beztu unglinga skólarnir í Bankok eru reknir af nunnum og munkum í ka- þólskum sið og í einn slíkan gekk ég um nokkurra ára skeið og var rækilega uppfrædd um kristna trú, sneri þó ekki baki við trú forfeðra minna. — Telst Thailand ekki hlut iaust ríki? — Jú, en það hallast nokkuð mikið að Bandaríkjunum og bandarískur her er þar í landi og í landinu úir og grúir af Bandaríkjamönnum. Eins og ég sagði áðan liggur æðsta vald ið í höndum konungs og eng inn vogar sér að mótmæla hon um opinberlega. Ýmsar stefnur eru harðbannaðar i Thailandi;* svo sem Ikommúnismí, og eru kommúnistar réttdræpir, hvar sem þeir finnast. Almenningur hefur Þó ekki neinn teljandj áhuga á stjórnmálum, og treyst ir konunginum í blindni og ekki er að sjá annað en ,,að fólk hafi það gott undir stjórn hans. — Ert þú hreinn Thailend ingur að uppruna Tusnee? — Nei, nei, mamma er kín verzk og amma mín í föðurætt líka, svo að það er miklu meira af kínversku blóði í mér en thailensku. Af þeim þrjátíu milljónum, sem Thaíland byggja ægir saman alls konar þjóðemum, en Kínverjar og Thailendingar eru í meirihluta. Eftir heimstyriöldina síðari hafa margir Vesturlandabúar flutzt til landsins, einkum og sér í lagi Bandaríkjamenn og með þeim erlendu áhrifin, sem mér er svo illa við að mörgu leyti. Þegar ég var Iítil gekk mamma oft í kínverskum bux- um, en núna mundi Þykja asna legt, hlægilegt og gamaldags að láta sjá sig í svoleiðis klæðn aði. og þannig er margt heima, því miður. Kvikmyndirnar og sjónvarpið hafa þau áhrif að unga fólkinu langar til að fylgja vesturlandatízkunni. — Ætlar Þú að gerast einka ritari, þegar þú hefur lokið námi í London? — Eg ætla að dveljast eitt ár i viðbót í London, og síðan ætla ég að ferðast svolítið um. Þegar ég kem heim ætla ég að vera föður mínum til að- stoðar, en hann rekur forn- gripaverzlun ' Bankok Hann ferðast víða um iandið og kaupir gamla og þjóðlega muni. Síðan selur hann Þá, og þeir ganga mjög í augun á útlend ingum. sérstaklega Bandaríkja mönnum, og er þeím alveg sama, hvaða verði þeir greiða þá. Faðir minn er mjög þekkt ur í Bandaríkjunum fyrir þessa verzlun sína og hann er tals vert efnaður og hefur getað kostað okkur systkinin öll á skóla í Englandi eða Banda- ríkjunum. Faðir minn þarf mjög á enskumælandi fólki að halda við þessa verzlun, og allt frá Því að ég var lítil hef ég verið staðráðin í að taka við af honum við verzlunina, en .hann tók aftur við af afa mín um, svo að það væri gaman, ef hún héldist áfram í ættinní. — Kannt þú ekki vel við þig meðal vestrænna þjóða? — Jú, mikil ósköp, allir þeir vesturlandabúar, sem ég hef kynnst eru ekkert nema elsku legheitin. Á skólanum, sem ég ar á í London, er kynstrin öll af útlendingum, meira en helm ingurinn af nemendunum er til dæmis af hinum svarta kyn- þætti, og ég á vini og kunn ingja frá mörgum löndum heims. En þótt ég hafi kynnzt rnörgu skemmtilegu og ólfku Því, sem fólkíð heima á að venjast, er ég Thailendingur í húð og hár. og vil endilega lifa og starfa í föðurlandi mínu. G. E.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.