Tíminn - 08.01.1966, Page 16
5. tbl. — Laugardagur 8. janúar 1966 — 50. árg.
BÆKUR KiLJANS HAFA SELZT11
MILL. EINTAKA í SOVÉTRÍKJUNUM
HZ—Reykjavík, föstudag.
Stór hluti manna í Ráðstjórnar
íslenzka sjónvarpið hóf að senda út stillimynd sína á ákveðnum timum í gær. Myndin verður send
út á tímanum frá klukkan 13 til 21 og með henni er hljóðmerki. Myndin hér að ofan tók GE af útsend-
ingunnl í gær, og má sjá stillimyndin hefur komið greinilega fram á þessu sjónvarpstæki. Ér Von-
andi, að sem flestir sjónvarpseigendur nái því að fá skýrar stillimyndir áður en sjónvarpsdagskrá-
in hefst fyrir fullt og allt, en það verður þó væntanlega ekki fyrr en í sumar.
ríkjunum þekkir gerla til nútíma
íslenzkra bókinennta, að því er
segir j fréttatilkynningu frá MÍR
er skýrir m.a. frá annarri ráð-
stefnu vinafélagsins Ráðsfjórnar-
ríkin-fsland, sem haldin var í
Moskvu 17. desember s.l. Hafa fil
dæmis bækur Halldórs Kiljans
Laxness komiff út í nær einni
milljón eintaka.
Félagið á stóran þátt í að sjá
um þýðingar á ísl. verkum. Mest-
ar mætur hafa rússn. lesepdur
bvímælalaust á Halldóri Kiljan
Laxness. Samanlagður fjöldi
bóka hans, sem út hafa verið
gefnar í Ráðstjórnarríkjunum er
um ein milljón eintaka. Á sjðast
liðnum árum hafa tvær skáldsög
ur hans, „Salka Valka” og „ís-
landsklukkan” og smásagan „Ung
frúin góða og húsið“ séð dagsins
Ijós. Mörg af ritverkum Kiljans
hafa verið þýdd á úkrainsku, eist
nesku. lettnesku, litháesku og
fleiri tumgunrál hinnar sovézku
þjóðar
í upphafi bauð formaður félags
ins, Nikolaj Gontjarov, gesti vel
komna, sem voru: Kristinn Guð-
mundsson, sendiherra í Moskvu,
Haraldur Kröyer. sendiráðsritari
Þorvaldur Þórarinsson, hrl., Sig-
urður Magnússon. og blaðakon-
Untlirbúningur aS gerS kmkvæmdu
áætlunar fyrir NorSurland uS hefjast
FB—Reykjavík, föstudag
Um þessar mundir eru starfs-
menn Efnahagsstofnunarinar að
hefja undirbúning að gerð fram
kvæmdaáætlunar fyrir Norður
Framsóknarfélögin
á Akureyri
Framsóknarfélögin á Akureyri
halda fund á Hótel KEA mánudag
inn 10. janúar klukkan 8.30 e. h.
umræðuefni: Fjárhagsáætlun bæj
arins fyrir árið 1966. Allt stuðn
ingsfólk Framsóknarflokksins vel
komið á fundinn.
ÓVENJU MARGIR
ÚTLENDINGAR Á
TOGURUNUM
SJ—Reykjavík. föstudag.
Flestir togaranna eru að veið
um á heimamiðum, en afli er treg
ur. Aftur á móti gengur sala á
erlendum markaði mjög vel og
sigla því allir togararnir með afla
sinn. Víkingur var við veiðar við
V-Grænland og Maí við A-Græn-
land og var afli þeirra sæmilegur.
Sæmilega hefur gengið að
manna togarana en um borð í
þeim starfa nú óvenju margir út
lendingar — Englendingar, Spán
verjar. Fransmenn og Færeying-
ar. Flestir útlendinganna eru van
ir sjómenn, og fá þeir betri kjör
og sennilega betra viðurværi á
íslenzkum togurum en erlendum.
landið, svipaðri þeirra áætlun, sem
þegar hefur verið gerð fyrir Vest
firðina. En eins og kunnugt er
var eitt atriðið í samkomulaginu,
sem gert var við verkalýðsfélög
in á Norður- og Austurlandi í
sumar það, að gerð yrði fram
kvæmdaáætlun fyrir þessa lands
hluta um atvinnuvegi þeirra, en
mikið hörmungarástand hefur ver
ið ríkjandi í sumum þorpunum
aðallega norðanlands, þar sem lít
ið sem ekkert hefur verið að
gera vegna þess að útgerðin hef
ur brugðizt síðustu árin.
Blaðið sneri sér til Jónasar Har
aldz forstöðumanns Efnahagsstofn
unarinnar og spurðist fyrir um
gang þessara mála. Sagði Jónas,
að Efnahagsstofnuninnni hefði ver
ið falið að gera framkvæmdaáætl
un fyrir Norður og Austurlandið,
á sama hátt og gerð hefði verið
áætlun fyrir Vestfirðina. Þeirri
áætlunargerð er nú lokið, og má
búast við að ríkisstjórnin leggi
hana fram mjög bráðlega.
Meginhluti Vestfjarðaáætlunar-
innar er um samgöngumál, og var
þeim hluta hennar lokið fyrir
hérumbíl ári og sérstaks lánsfjár
aflað í því skyni að vinna eftir
áætluninni. Framkvæmdir sam-
kvæmt áætluninni hófust á síðasta
sumri, og var til dæmis Patreks
fjarðarflugvöllurinn liður í þessari
áætlun, og sömuleiðis vegurinn
cramsóknarmemi í
Kóoavogi
Aðalfundur fulltrúaráðs Fram
sóknarfélaganna i Kópavogi verð
ur haldinn í Framsóknarhúsinu að
Neðstutröð 4, mánudaginn 10. jan
úar, klukkan 9.30.
milli Tálknafjarðar og Bíldudals
yfir Hálfdán og hafnarframkvæmd
irnar á Þingeyri. B.áðizt hefur ver
ið í allar Þessar framkvæmdir
miklu fyrr en ella og í miklu
stærri mæli heldur en möguleikar
hefðu verið á. vegna tilkomu fram
kvæmdaáætlunarinnar og ákvörð
unarinnar um að hún yrði gerð.
Um Norðurlandsáætlunina er
það að segja, að undirbúningur er
að hefjast, en ekki er búizt við
að starfsmenn Efnahagsstofnunar
innar geti haldið af stað norður
í land til þess að kynna sér að-
Framhald á 14. síðu.
an Margrét Amórsdóttir. estirnir
höfðu farið í kynnisför til Riga
og Leningrad og stkoðað Moskvu
í nokkra daga áður en ráðstefn-
an hófst.
Mikið var rætt um hið ágæta
samstarf beggja landa. Starfsemi
félagsins er margþætt, haldin eru
vinakvöld sýndar eru kvikmyndir
og haldin eru skemmfikvöld fyr
ir þá, sem ferða^t hafa til Is-
lands.
Framhald á 14. síðu.
ÓLÆTI VORU í
HAFNARFIRÐI Á
ÞRETTÁNDANUM
HZ—Reykjavík, föstudag.
Mikil ólæti voru í Hafnarfirði
í gærkvöldi, þegar imglingar úr
Hafnarfirði, Reykjavík og Kópa-
vogi söfnuðust saman í miðbæn.
um og voru með alls kyns sprell.
Það er orðin föst venja unglinga
í Hafnarfirði á þrettándakvöld að
sleppa fram af sér beizlinu og
skaprauna fólki, — affallega lög.
reglunni.
Strax upp úr átta fóru Þeir
fyrstu að tína-st í bæinn og segja
má, að lætin hafi staðið til 23:30.
Megnið af þessum unglingum er
á aldrinum 10—14 ára bæði strák
ar og stelpur. Mest bar á kín-
verjasprengingum og íkveikju
á benzíni úti á Strandgötunni.
Höfðu margir birgt sig upp af
flöskum með benzjni og fleygðu
þeim síðan á götuna og kveiktu
í benzíninu. Talsverðir eldar
urðu af þessu og kalla varð á
slökkviliðið til að spauta á göt-
una. Þessir krakkar virtust ekki
gera sér grein fyrir því, hversu
hættulegur leikur þetta er.
Framhald á 14. síðu.
Hólmvíkingar hyggjast stofna
fé/ag til þess að vinna rœkju
FB-Reykjavík, föstudag.
Frá því um miðjan nóvember
og þangað til í gær höfðu borizt á
land á Hólmavík 19 Va lest af rækj
um. Atvinnuhorfur voru til
skamms tíma mjög slæmar þar á
staðnum, en þegar Hólmavíkurbát-
urinn Guðmundur frá Bæ fann ný
rækjumið á Hrútafirði í nóvem-
ber, breyttist þetta töluvert, og
nú er svo komið, að rætt hefur
verið um það á hreppsfundi á
Hólmavík, að stofnað verði þar fé-
lag, sem hefur það markmið að
vinna rækju, og er gert ráð fyrir,
að það verði stofnað einhvern
tímann á næstunni, og taki til
starfa á hausti komanda.
Við ræddum í gær stuttlega við
Jóhann Guðmundsson skipstjóra á
Guðmundi frá Bæ, en 16. nóvem-
ber s. 1. fann hann ný og áður
ókunn rækjumið á Hrútafirði. Jó-
hann sagði, að þeir hefðu byrjað
að ieita að rækjunrii 12. nóvem-
ber og þá fyrst inni á Steingríms
firði. en lítið fundið þar Síðan
fluttu þeir sig til og inn í Hrúta
fjörð og 16. nóvember fengu þeir
hvorki meira né minna en tæp tvö
tonn af rækju á þessum nýju mið-
um, eins og frá hefur verið skýrt
áður.
— Síðan þetta var, höfum við
farið á rækjuveiðar, þegar veður
hefur leyft, og erum nú búnir að
fá tæp tuttugu tonn. í dag fórum
við hér inn á Steingrímsfjörðinn,
rétt innan við Hólmavík, og feng-
um þar 700 kg., svo veiðin virðist
vera að glæðast.
— Hvað eru margir bátar með
rækjuleyfi á Hólmavík?
— Við erum fjórir, Guðmundur
frá Bæ, Farsæll, Kópur og Hrefna,
en hinir hafa enn ekki notfært sér
leyfið. Það er heldur ekki mann-
skapur hér til þess að vinna úr
meiri afla heldur en þeim, sem
Framhaid á bls. 14.
r o»
FRAMSOKNARVISTIN A SOGU
Framsóknarvist Framsóknar-
félaganna í Reykjavík verffur
spiluff á Hótel Sögu sunnudag
inn 9. janúar og hefst kl. 20.30
stundvíslega. Þetta er ann-
aff spilakvöldið i fimm kvölda
keppninni, sem hófst fyrir ára
mótin. Veitt eru glæsileg heild
arverðlau.n að keppninni lok-
inni, auk þess sem verfflaun
eru veitt eftir hvert kvöld.
Ræðumaður á vistinni verffur
Einar Ágústsson alþingismaffur.
Stefán Þ. Jónsson söngkennari
stiórnar almennum söng. A0
lokum mun hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar leika fyrir dansi
til klukkan 1 eftir miðnætti.
Stjórnandi vistarinnar verffur
nú eins og áffur Markús Stefáns
son. Miffar eru seldir á skrif
stofu Framsóknarflokksins
Tiarnargötu 26 í dag og frá
3—5 á sunnudagi símar 15564
og 16066. Nauffsynlegt er fyrir
þá sem vilja halda áfram í 5
kvölda keppninni að tryggja sér
miða í tíma, því aff affsókn er
mjög mikii, og síffast urðu
margir frá aff hverfa.