Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 17
Visir. Föstudagur 22. febrúar 1974. n □AG | D KVÖLD | r í DAG f 17 X- Sjónvarp, klukkan 21.25: Stórfrétt í Landshorni!(?) Landshornverður á dagskrá i kvöld. Sitthvað verður þar fróð- legt á skjánum, og eitt atriði meira að segja svo fróðlegt, að Svala Thorlacius, stjórnandi þáttarins, vildi alls ekki skýra frá, hvaða efni það væri — sennilega af samkeppnisástæð- um. En Landshornamennirnir hafa ferðazt um landið upp á slðkastið, og afrakstur af ferð Valdimars Jóhannessonar til Akureyrar kemur i ljós. „Valdimar fór með friðu föruneyti norður um helgina og þeir filmuðu þar snjó og slitnar raflinur og sitthvað fleira”, sagði Svala Thorlacius. Steinunn Sigurðardóttir ætlar Snjórinn, ófærðin, rafmagnsleysið og samgönguvandræðin hljóta að fara svolitið i skapið á Norðlendingum sem öðrum, sem við slikt ólán búa — Valdimar Jóhannesson fjallar um ófærðarmálin i Landshorni i kvöld. Valdimar Jóhannesson að fjalla um Keflavikur- sjónvarpið og málefni þess. Væntanlega minnist Steinunn þá á sitthvað, sem forráðamenn Rlkisútvarpsins hafa sagt um þann keppinaut sinn, þvi reyndar hefur Rikisútvarpið einkarétt á öllu útvarpi hér lendis. Elias Sn. Jónsson ætlar að fjalla um loðnumálin, einkum þó hið meinta misferli, sem loðnubræðslur á Suðurnesjum og viðar hafa verið staðnar að. Þá verður fjallað um samningamálin og kjarabaráttu verkalýðsfélaganna. Svala sagði, að enn væri ekki afráðið, hver þeirra Landshyrninga hefði umsjón þess efnis með höndum, en sennifega verður það Vilborg Harðardóttir. — GG klukkan 20.30: Kúrekahasar í kvöld Að Heiðargarði verður á dagskrá i kvöld. Þessi bandariski kúrekamyndaflokkur mun hafa verið sýndur viða i löndum — og kannski hafa marg- ir.enn gaman af að sjá bandarisku frumbyggjana hreiðra um sig í landi Indiána. En sennilega hefði hann Marlon Brando eitthvað við þáttinn að athuga og sömuleiðis hetjurnar frá Wounded Knee. SJÚNVARP FÖSTUDAGUR 22. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að Heiðargarði. Banda- riskur kúrekamyndaflokk- ur. Vandanum vaxinn.Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.25 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 22.05 Everiste Galois. Leikin, frönsk mynd um ævilok franska stærðfræðingsins Galois ( 1811—1832), sem talinn hefur verið einn af snjöllustu stærðfræðingum sögunnar og gerði meðal annars merkar uppgötvanir á sviði algebru og mengja- fræði. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.35 Dagskráriok «■ ★ «- X- «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- «- «- «- «- X- «■ X- «- ★ «- ★ «- ★ «- * ■ «- ★ «- ★ «- . «- ■ «- ★ «- ★ «- ★ «- «- «- * «- ★ «- ★ «- ★ «- X- •«■ X- «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- X- «- «- «- ★ «- ★ «- ★ «- X- «- «- «- ★ «- ★ «- «- X- «- X- «- X- «- E3 Nt W S..O T Ö Spáin gildir fyrir laugardaginn 23. febr. Hrúturinn, 21. marz-20. april. Nýtt vináttusam- band freistar þin, en farðu samt varlega i það. Vertu góður við varnarlausa, og farðu snemma að sofa. Nautið, 21. april-21. mai. Óskir þinar um betri aðstæður virðast ætla að rætast bráðlega. Þú verður fyrir timabundnum óþægindum i ásta- málum. Allt samstarf er ábatasamt. Tviburinn, 22. mai-21. júni. Bezti timinn til framkvæmda er að morgni og upp úr hádegi. Beittu kænlegum aðferðum. Þér gæti fundizt þú sniðgenginn eða ekki metinn að verðleikum. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Gakktu snemma að áriðandi verkefnum. Fjarlægt fólk eða áhuga- mál kynnu að vera ofarlega i huga þér. Vertu viðmótsþýður við tengda og skylda, er kvöldar. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. 1 dag gæti hent, að þú sæir gæði eða verðmæti i einhverju, þar sem aðrir sjá engin. Athugaðu aðferðir til endur- nýjunar og viðhalds. Kvöldið verður frekar nei- kvætt. Meyjan, 24. ágúst-23. sept.Samstarf hentar bezt i dag. Áhugamálin gætu orðið skemmtilegri i nýjum félagsskap. Kvöldið litur út fyrir að verða leiðigjarnt, bæði atburðarás og félagsskapur. Vogin, 24. sept.-23. okt. Hjálp eða viðvik fyrir aðra kemur i veg fyrir að þú getir gert það sem -K ■¥ -Ct -k -» * -K ít -K -K -Ct -K -» -K þú vilt. Enginn er fullkominn, svo vertu ( samningsfús Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Góður dagur. Sinntu áhugamálum og öðru skemmtilegu. Með kvöldinu virðast þó einhverjar hindranir koma i ljós og krafturinn minnka. Bogmaöurinn, 23. nóv.-2l. des.Sinntu heimilinu, breyttu húsgagnaskipan og reyndu nýjar mat- reiðslukúnstir. Láttu ekki vafasöm verkefni freista þin, en finndu þér félagsskap með kvöld- inu. Geitin, 22. des.-20. jan. Framkvæmdir útheimta aukið átak. Gerðu þig ánægðan með litið og hafðu fyrirvara á öllu. Skipulagður timi eykur áhrifamátt þinn. Vatnsberinn, 21. jan.-l9. feb. Þú ættir að fresta -jj öllum kaupum i dag, þvi hlutur, er þig langar til -K að eiga, gæti verið gallaður. Athugaðu alla vega raunverulegt verðgildi hans. Fiskarnir, 20. fcb-20. inarz.Ljósin beinast að þér i dag. Finnist þér þú nú fá það tækifæri er þú átt skilið, griptu það. Þér hættir þó til að verða of harður og kaldur með kvöldinu. FÖSTUDAGUR 22.febrúar UTVARP 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „Platero og ég” eftir Juan Ramón Jemenéz Olga Guðrún Árnadóttir og Erlingur Gíslason lesa (3). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Jói í ævintýraleit” eftir Kristján Jónsson Höfundur les (4) 17.30 Framburðarkennsla i dönsku 17.40 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 Þingsjá Ævar Kjartans- son sér um þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar isiands i Há- skólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjórh Karsten Andersen. Einleik- ari: Björn Ólafsson a. Fiðlukonsert i D-dúr op. 61 eftir Ludwig van Beethov- en. b. Sinfónia i d-moll eftir César Franck. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30 Útvarpssagan: „Tristan og isól" eftir Joseph Bédier Einar Ól. Sveinsson pró- fessor islenzkaði. Kristin Anna Þórarinsdóttir leik- kona les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (10). 22.25 Ummyndanir Sex goð- sögur i búningi rómverska skáldsins óvids með tónlist eftir Benjamin Britten. t fyrsta þætti flytur Kristján Árnason inngangserindi og Erlingur Gislason les þýð- ingu hans á sögunni um Pan og Syrinz. Kristján Þ. Stephensen leikur á obó. 23.00 Draumvisur Sveinn Árnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. UTVARP Laugardagur 23 febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00. 8.15, og 10.10. Morgunleikfiini kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Vilborg Dagbjarts- dóttir heldur áfram sögunni „Börn eru bezta fólk” eftir Stefán Jónsson (17). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atr. Morgunkaffiö kl. 10.25: Guðmundur Jóns- son framkvæmdastjóri og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆+☆+☆★☆+☆★☆★☆★

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.