Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 22. febrúar 1974. 13 — já, segja leikkonur og enskur lœknir — slœmt fyrir kvenfólk, en gott fyrir karlmenn, segja danskir leeknar ,,Það er hollt fyrir karlmenn að sofa nakt- ir, en það er ekki eins hollt fyrir kvenfólk”, segja danskir læknar eftir langar rannsókn- 11 • Þeir benda á, að kvenfólk sé mun viðkvæmara fyrir hita- breytingum, og ef þeim verði kalt í svefni, þa vakni þær pirraðar, og ekki eins hressar og ella. Ekki virðast þó allar konur fylgja þessu ráði dyggilega, heldur tala þær fjálglega um, hversu dásamlegt það sé að sofa nakin. Norska fegurðardrottningin Julie Ege segist ekki sofa i neinu i rúminu, ef það sé heitt. „En ef það er kalt og hráslaga ' X Julie Ege á „náttfötunum einum”. Hún sefur alltaf nakin og sama er að segja um þær ieikkonurnar Anitu Ekberg, Diönu Rigg og Elisabetu Taylor. legt úti, þá sef ég i slopp og ullarsokkum”, segir hún. Kollegarnir úr kvikmynda- iðnaðinum, Anita Ekberg, og Liz Taylor, sofa einnig naktar. Leikkonan Diana Rigg iætur sér ekki nægja að sofa nakin. Hún framkvæmir einnig öll heimilisstörfin allsber, ef hún mögulega kemur þvi við. „Það er þó aðailega á sumrin”, segir hún. „En ég geri það einnig á veturna, ef það er heitt inni”. Hún ráðleggur þó engum að vinna að matargerð án fata. „Pönnui; sem verið er að steikja á, geta verið varasamar.” Það þýðir þó ekki fyrir neinn að fara i heimsókn til stúlkunn- ar til að hjálpa henni við heimilisstörfin, þvi við gesta- komur sveipar hún slopp utan um sig. Ein mest ljósmyndaða fyrirsæta i heimi er Vivien Neves. Hún er aðallega i nekt- armyndatökum. ,,Ég vakna i slæmu skapi, ef ég klæðist einhverju fyrir svefn- inn”, segir hún. „Náttklæði flækjast fyrir, og manni liður illa i þeim”. Þrátt fyrir kenningar dönsku læknanna hefur einn enskur kollega þeirra sagt, að það sé meira afslappandi að sofa nak- inn. „Likami, sem svalt loft leikur um, bregzt þannig við, að blóðrásin út i húðina örvast. Þetta þýðir, að þar sem blóðið fær allt of litið að streyma, vegna þess hve fólki er alltaf heitt, rennur nú nóg af blóði. Þetta virkar afslappandi, hverjar sem ástæðurnar eru.” Það er staðreynd, að meiri kuldi kemst að likamanum, þegar fólk sefur nakið, heldur en þegar það sefur i náttfötum. Dönsku læknarnir telja kuldann valda tapi á orku, sem hefur byggzt upp yfir daginn i kven- mannslikömum. Slikt komi þó ekki til hjá karlmönnum. Þeir hafi næga orku og tapi engu. Og ekki virðist nakinn nætur- svefn hafa rænt nokkru frá þeim Burt Reynolds, Anthony Quinn, Tony Curtis og Peter „Colombo” Falki Þeir sofa allir naktir. Nýtt frá Berkemann Tegund 56-459. Falleg, nýtizkuleg, gerð úr mjúku skinni i þrilitri litasam- setningu, dökkbrúnu, grænu og ljósbrúnu, úr léttu póler- uðu tré og að sjálfsögðu með hinu þægilega innleggslagi frá Berkemann, nr. 36-41, kr. 1699/- Tegund 36-245 barnatréskór úr léttu tré ineð hinu þægilega og holla innleggi frá Berkemann úr rauðu lakkskinni i nr. 26-30 á kr. 968.- og 31-34 á kr. 1.016,- Á meðan á verkfallinu stendur, munum við reyna að hafa verzlunina opna i það minnsta frá kl. 10-12 og e.h. kl. 3-6. Póstsendum samdægurs. Domus Medica, Egilsgötu 3. Pósthólf 5030. Simi 18519.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.