Tíminn - 12.01.1966, Side 1

Tíminn - 12.01.1966, Side 1
Samvinnutryggingar byrja nýja ökumanns-tryggingu og taka upp nýtt „bónus" kerfi Fagnaðarfundur eftir fjögurra vlkna örvæntingu. Hinir hamingjusömu foreldrar, Hanne og Peter Wiegels, halda á Tinu litlu fyrir utan heimili þeirra I Kaupmannahöfn, og mannfjöldinn tekur þátt i gleSi þeirra. Myndin er tekln rétt eftir að foreidrarnir og Tina komu frá Helsingjaeyri þar sem barnið fannst hjá ungum hjónum. TINA HEiL Á HUFI NTB-Kaupmannahöfn, þriðiudag. Hin þriggja mánaða gamla Tina Wiegels fannst í dag í Helsingiaeyri við góða heilsu, hjá 22 ára gamalli, giftri, en barnlausri konu, sem hafði misst fóstur um miðjan ág- úst. Síðar í kvöld var kon- an og maður hcnnar komin í 14 daga gæzluvarðhald sam- kvæmt úrskurði borgarréttar ins í Kaupmannahöfn. Þau eru Conny Blrgit Andersen og eiginmaður hennar, Leif And ersen, 21 árs að aldri. Frú Andersen játaði við yfir- heyrslu kl. 10.30 í morgun að íslenzkum tíma, að hafa rænt Tinu litlu 14. desember s. 1. fyrir utan verzlun eina í Kaup mannahöfn, > því skynl að leyna fósturlátinu fyrir manni sinum. Hún sagði manni sinum, að hún hefði sjálf fætt barnið. Frú Andersen er sökuð um að hafa svipt Tinu frelsi henn Framhald a ots 14 Sendum strax kampavín að sjálfsögðu ekki aftur í skól- ann, því það fylltist allt af fólki heima hjá þeim. — Hver voru viðbrögð ykk ar? — Við urðum að sjálfsögðu afar glöð fyrir hans hönd og sendum honum auðvitað kampa vínsflösku. — Þið hafið unnið saman. ekki satt? — Jú, við erum þrjú. sem vinnum að sama verkefninu og erum komin jafnlangt í námi eigum að ljúka námi > vor Við byrjuðum að vinn/ amar fvrit tveim dögum, eftir jóla fríið, og ég hef þvi lítið séð hann frá þvj að baminu var rænt fyrir fjórum vikum, bví þegar það gerðist var svo stutt í jólafríið. Hjónin hafa mikið verið á lögreglustöðinni eða að vinna að því að finna harnið. — Hver voru viðbrögð al- mennings? — Þetta hefur vakið feikna athygli og það var talað um þetta í hverri verzlun og á hverju götuhorni Þau tóku strax þá stefnu að vera hlið- holl blaðamönnum. enda var þeim Ijóst. að með þvi móti Framhafd a ols 14. Albína Thordarson SJ-Reykjavík, þriðjudag. Tíminn hringdi til frú Albínu Thordarson, sem er við nám í arkitektúr i Kaupmannahöfn, og bað hana að segja lesendum blaðsins eitthvað um föður Tinu og viðbrögð Kaupmanna- hafnarbúa, en þau hafa unnið saman við lausn verkefnis i arkitektúr skólanum. — Ég veit nú ekki mikið um þetta, sagði Albína, við vorum að vinna saman, þegar hringt var, líklega um kl. 1,15, og hann hljóp út í hendingskasti. Fréttin kom svo í útvarpinu fimm mínútum síðar. Hann kom IGÞ-Reykjavik, þriðjudag. Á fundi með blaðamönnum sið- degis í dag skýrði Ásgeir Magnús- son, forstjóri Samvinnutrygginga, frá því, að Samvinnutryggingar hefðu þá um daginn gengið frá nýju bónuskerfi, sem felur í sér allt að 60% afslátt af iðgjöldum fyrir þá, sem engum tjónum valda, og allt að 100% iðgjalda hækkun fyrir þá, sem sífellt valda tjónum. Hér er um gerbyltingu að ræða í bifreiðatryggingum hér á landL Leitað var eftir samstöðu við önnur bifreiðatryggingafélög um þessa breytingu, en hún fékkst ekki, og hafa því Samvinnutrygg- ingar einar riðið á vaðið. Enn fremur hafa Samvinnutryggingar tekið upp tryggingu, sem er algert nýmæli hér, en það er ökurnanns og farþegatrygging í þeim farar- tækjum, sem völd verða að tjóni og önnur trygging nær ekki til. Þennan fund sátu einnig Bjöm Vil- mundarson og Jón Rafn Guð- mundsson. Ásgeir Magnússon sagði, að þeir sem voru tjónalausir síðastliðið ár, muni fá 30% afslátt við endur- nýjun í vor, en annars hljóðar nýja bónuskerfið svona: Eftir eitt tjónalaust ár er veittur 15% af- sláttur, eftir 2 ár 30% afsláttur, eftir 3 ár 40% afsláttur, eftir 4 ár 50% afsláttur og eftir 5 ár 60% afsláttur. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir, virðist af- koma ábyrgðartrygginga bifreiða á síðastliðnu ári þannig, að ið- gjöldin nægi fyrir tjónum og kostn aði. Endanleg útkoma einstakra áhættuflokka liggur þó ekki enn fyrir svo að gera má ráð fyrir að þörf sé smávægilegra breytinga á iðgjöldunum milli flokka. f sambandi við nýja bónuskerfið er tekið fram, að valdi bifreiðin bótaskyldu tjóni lækkar afsláttur- inn um tvö stig. Jafnframt þessu verða í ríkara mu en áður hækk uð iðgjöld þeirra, sem valda end- urteknum tjónum. Aðspurður sagði Ásgeir, að erfitt væri að segja á þessu stigi hvað iðgjald gæti hækkað mest hjá þeim, sem fremdu ítrekuð brot í umferðinni, en hann sagði, að hækkunin mundi varla fara yfir hundrað prósent. Athugun sem gerð hefur verið varðandi aðila. sem hafa valdið þremur tjónum að meðaltali síðast liðið ár sýnir. að hækkun á ið- gjöldum þeirra gæti numið frá 15% og upp í 100%. Bónuskerfið nýja er gert eftir tillögum Bjarna Þórðarsonar, trygg ingafræðings. Athugun hans var gerð á vegum samstarfsnefndar tryggingarfélaganna. Það mun svo hafa verið i morgun. ;em önnur tryggingafélög en Samvinnutrygg ingar ákváðu verða ekki aðilar Framhald á bls. 14. FH tapaði fyrir Haukum! - sja íþróttasíðu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.