Tíminn - 12.01.1966, Blaðsíða 7
jfHtrvmuDAöVR i5. januar xutro
TÍMINN
SAMVINNUTRYGGIIVGAR
hafa í nær 20 ár verið 1 fararbroddi um hvers konar
nýjungar og endurbætur í tryggingamálum hér á landi.
Oss er því ánægja að tilkynna bifreiðaeigendum, að
ákveðið hefur verið að breyta iðgjaldakerfi ábyrgðar-
trygginga, þannig að um verulega iðgjaldalæklcun verð-
ur að ræða fyrir góða og örugga bifreiðastjóra. Fleiri
nýmæli í bifreiðatryggingum kynnum vér hér með:
NY ökumanns- og
farþegatrygging
Ökumaðurinn sjálfur, hvort sem
hamn er eigandi eða einhver annar, er
alls ekki tryggður í ábyrgðar- eða
kaskótryggingu og aðdragandi slyss
getur verið þannig, að farþegar fái
heldur ekki tjón sitt bætt. Hin nýja
ÖKUMANNS OG FARÞEGATRYGG-
fNG Samvinnutrygginga er því nauð-
synleg og sjálfsögð viðbótartrygging.
Ökumaður og hver farþegi er tryggð.
ur fyrir eftirtöldum upphæðum-
Við dauða kr. 200.000
Útfararkostnaður kr. 20.000
Við algera örorku kr. 300.000
Ákveðið hefur verið að þeir bifreiða-
eigendur sem hjá oss tryggja njóti
þessarar tryggingar fram til 1- maí
n. k. en ársiðgjald frá þeim tíma
verði kr. 250. ■—
Alþjóðlegt
tryggingar-
skírteini
Þeim bifreíðaeigendum, sem ætla
utan með bifreiðir sínar, er bent
á, að nauðsynlegt er fyrir þá að
hafa í höndum alþjóðlegt trygging
arskírteini „Green Card“. Við-
skiptamenn Samvinnutrygginga
geta framvegis fengið slíkt skír-
teini hjá Aðalskrifstofunni Ármúla
3, án aukagjalds.
60%
Þegar vér hófum bifreiðatryggingar. tókum
vér upp þá nýbreytni að mismuna bifreiða-
eigendum eftir tjónareynslu þeirra. Var það
gert með bónuskerfinu og hefur ve'rig veittur
30% afsláttur af iðgjaldi eftir eitt tjónlaust
ár. Ennfremur höfum vér veitt iðgjaldsfrítt
ár eftir tíu tjónlaus ár. Nú verður bónuskerf
inu breytt og afslátturinn stighækkandi:
15% eftir eitt tjónlaust ár
30% eftir tvö tjónlaus ár
40% eftir þrjú tjónlaus ár
50% eftir fjögur tjónlaus ár
60% eftir fimm tjónlaus ár-
Þeir bifreiðaeigendur, sem voru tjónlausir s.
I. ár fá þó 30% bónus viS næstu endurnýjun.
Jafnframt þessu verða í ríkara mæli en áður
hækkuð iðgjöld þeirra, sem valda endurtekn-
um tjónum.
Samvinnutrvggingar hafa lagt áherzlu á að
tryggja góða og örugga bifreiðastjóra og hafa
trú á, að aukinn afsláttur verði hvatning til
betri og gætnari aksturs.
Vaxandi umferð og fjölgun bifreiða hef
ur orsakað fjölgun bifreiðatjóna. Ný-
lega hafa orðið mjög alvarleg umferða-
slys, en með samstilltu átaki hefði mátt
komast hjá velflestum þeirra Samvinnu
tryggingar hafa ákveðið að gera sitt
ítrasta á þessu ári til að koma í veg fyrir
umferðarslysin og heita á alla lands-
menn til liðsinnis.
Eins og kunnugt er, eru Samvinnutryggingar
gagnkvæmt tryggingarfélag og greiða tekju-
afgang til tryggingatakanna eftir afkomu
hverrar tryggingagreinar Á undanförnum
árum eða frá árinu 1949 hafa Samvinnu-
tryggingar greitt samtals 56 milllónir króna
á þennan hátt tii tryggingatakanna þar af
sex sinnum af bifreiðatryggingum.
ARMULA 3
pm
F
JC
*
I_____
iniRiin
w/, ’//////. Y/////J '/////,'/////, //////, '/////. '////, '////. ////' ’///,'////■ '////■'///, '/////■ /////■ '///'■ '////. '////■/////. '////■ ////, ■///.
Trmmii i i m m 'lui
SÍMI 38500