Tíminn - 12.01.1966, Side 2

Tíminn - 12.01.1966, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 19G6 TÍMINN Bálför Shastris fer fram í dag NTB-New Delhi, þriðjudag- Fólk grét, þegar kistan, með líki hins nýlátna forsætisráðherra Indlands, Lal Bahadur Shastri, var borin út úr flugvélinni, sem flutti hana frá Tasjkent í Sovét- ríkjunum til New Delhi — ein- mitt þann dag, sem allir töldu, að myndi verða hápunkturinn í lífi Shastris sem forsætisráðherra. Kistan var borin út úr flugvél- inni og sett á fallbyssuvagn, en mikill og sorgmæddur mannfjöldi horfði á, jafnframt því sem undir búningur að bálför hans var í fullum gangi, en Shastri verður brenndur við fljótlð Juma á morg un, miðvikudag. Shastri, sem lézt úr hjartaslagi fáum klukkustund- um eftir að hafa lokið viðræðum sínum við Ayub Khan, forseta Pak istans. lá í dag á blómskrýddum palli rétt hjá íbúð sinní í New Delhi. Aleksei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, kom í dag til New Delhi með annarri flug vél, og heimsótti þegar ekkju Shastris tíl þess að tjá henni sam úð sína. Kosygin var sáttasemjari í viðræðum Shastris og Ayub Khans í Taskjent. Hubert Humphrey, varaforseti Bandaríkjanna, og Lord Mount fcatten, fulltrúi Bretadrottningar, komu til New Delhi í dag til Þess að sýna hinum látna forsætísráð- herra virðingu sína og vera við- staddir bálförina á morgun. Skurðgröfur og mörg hundruð verkamenn undirbjuggu í dag bál fSrina. Reistur hefur verið pallur, þar semllík hins látna foringja verður lagt og umhverfis hann er komin öflug girðing td þess að halda mannfjöldanum í hæfilegri fjarlægð. Um þrjár milljónir Ind verja voru viðstaddir bálför Nehrús í maí 1964, og Shastri var xnjiög vinsæll síðustu mánuðína. sem hann var forsætisráðherra, og var hylltur hvar sem hann sýndi sig. E^ því bújzt við miklu fjöl menni. Skömmu eftir bálförina verður ösku Shastris kastað yfir hið heilaga fljót, Ganges, samkvæmt Hindúistavenju. Indland var í dag næstum lamað af sorg vegna hins skyndilega frá falls Shastris, og víða vaknaði spurningin — hver tekur við af Shastrí? Skömmu eftir tilkynninguna um andlát Shastris, var elzti ráð- herrann, Gulzarilal Nanda, innan ríkisráðherra, eiðsvarinn sem for sætisráðherra til bráðabirgða, eins og þegar Nehrú andaðist. Fréttamenn í New Delhi telja, að Nanda hafi að þessu sinni góða möguleika á að verða kjörinn for sætisráðherra, þegar leiðtogar Kongressflokksins ákveða eftír- mann Shastris síðar í vikunni. Nanda er 67 ára gamall. Aðrir eiga einnig möguleika á að fá embættið. Meðal þeirra eru C. Subramaniam, ráðherra sá, sem sér um matvælaframleíðsluna, Y. B. Ohavan, varnarmálaráðherra, sem varð eins konar þjóðhetja i styrjöldinni við Pakistan, Indira Gandhi, dóttir Nehrús, fyrrver- andi forsætisráðherra, en er nú upplýsingamálaráðherra, og loks K. Kamaraj, leiðtogl Kongress- flokksins í þinginu. Nanda tilkynnti í dag, að Ind- land muRi halda fast við Tasjkent samninginn, sem Shastri gerði við Ayub Khan. Ayub Khan, sem var einn þeirra sem bar kistuna inn í flugvélina Framhald á bls. 14. Finnst Þingvellir ættu að verða þingstaður að nýju GE-Reykjavík, þriðjudag. Það hafa alltaf verið uppi raddir um það, að flytja eigi alþingi íslendinga til Þingvalla og eins og kunnugt er voru um þetta mál útvarpsumræður í gærkveldi. Okkur datt í hug að leita álits bænda í Þingvalla- sveit i þessu máli og spurðum Guðbjörn Einarsson bónda á Kárastöðum, hver skoðun hans væri. Guðbjörn sagði, að bændur í Þingvallasveit væru yfirleitt mjög hlynntir því að alþingi verði flutt til Þingvalla. Málið hefði oft komið til umræðu á mannamótum, og væri skoðun flestra bænda þar um slóðir sú, að vegna sögulegrar frægð- ar ættu Þingvellir að verða þing staður íslendinga á ný og við staðinn væru tengdar margar minningar, sem mundu frem- ur haldast á lofti, ef þing kæmi saman á þessum fomfræga stað. Guðbjörn sagði, að flutn- ingur alþingis til Þingvalla myndi ekki hafa í för með sér neina röskun á staðnum, svo teljandi væri, því að það þyrfti að byggja ýmislegt á staðnum hvort sem væri. FJÖLMENN RÁÐSTEFNA MÁL HALDIN 22.-23. UM UMFERDAR- JANUAR N.K. FB-Reykjavík, þriðjudag. Dagana 22. til 23. janúar næst komandi verður haldin ráðstefna í Reykjavík, og eins og skýrt hefur verið frá áður, er ráðstefnunni ætlað að fjalla um umferðarmál, og er hún haldin að tilhlutan átta tryggingafélaga og í samráði við fulltrúa umferðarnefndar Reykja- víkur, en þessir aðilar hafa að undanförnu gert nokkrar ráðstaf- anir sem verða mættu til að minnka hin tíðu og hörmulegu um- ferðarslys. Gert er ráð fyrir að ráðstefnuna sitji fulltmar tuttugu og tveggja félaga auk þeirra, sem forgöngu hafa um ráðstefnuna. Fyrirhugað er að ráðstefnunni verði skipt niður í umræðunefnd- ir, sem skili tillögum og áliti, sem ráðstefnan í heild taki síðan til afgreiðslu. Er ráðgert að eftirtald ar nefndir starfi: Skipulagsnefnd, en verkefni hennar verður stofn un og skipulag samtaka gegn um- ferðarslysum. Framkvæmdanefnd, sem fjallar um ráðstafanir, sem að gagni mega verða í baráttunni gegn umferðar'slysunum og í þriðja lagi fjárhagsnefnd, sem hefur að verkefni öflun nauðsynlegs fjár- magns til reksturs samtakanna. Þegar upphaflega var skýrt frá þessari ráðstefnu í fréttum hafði verið búizt við að ráðstefnuna mundu sitja fulltrúar eftirtalinna félaga _og stofnana: International Ltd. (Ábyrgð h.f.), Bifreiðastjóra- félagið Frama, Ansvar, Bindindis félag ökumanna, Félag ísl. bif- reiðaeigenda, Félag sendibílstjóra, Félag sérleyfishafa, Hagtrygging hf., Klúbbinn „Öruggur akstur“, Landssamband ísl. barnakennara, Landssamband vörubifreiðastjóra, Rauða kross íslands, Reykjavíkur- borg, Samband ísl. sveitarfélaga, Slysavarnafélag íslands, Trygginga miðstöðin h.f., Vörubílstjórafélag- ið Þrótt, Æskulýðssamband ís- lands og Ökukennarafélag Reykja víkur. Nú hafa fjögur félagasamtök bætzt við: Kvenfélagasamband ís- lands, Læknafélag íslands, Lög- Framhald á bls. 14 Háskólafyrirlestur um danska leikritun Prófessor Sven Möller Kristen- sen frá Kaupmannahöfn mun halda hér fyrirlestur á yegum Heimspekideildar Háskóla íslands fimmtudaginn 13. janúar kl. 17,30 í I. kennslustofu Háskólans. Fyrir- lestur sinn nefnir prófessorinn Det nyere danske drama. Öllum er heimill aðgangur. Prófessor Kristensen verður um þessar mundir staddur hér vegna fundar dómnefndar um bókmennta verðlaun Norðurlandaráðs. FLUTTI FYRSRLESTRA VIÐ FIMM LÝÐHÁSKÓLA Hinn júní s. 1. tilkynnti Krlstján Eldjárn stjórn Sjóðs Selmu og Kaj Lang- vads til eflingar menningartengsl um íslands og Danmerkur, að hún hefði óskað eftir því við þjóð- minjavörð, dr. Kristján Eldjárn, að hann tækist á hendur fyrir- lestraferð til danskra lýðháskóla á vegum sjóðsins og dveldist auk þess í Danmörku nokkurn tíma til að heimsækja dönsk söfn. Þjóð minjavörður dvaldist í Danmörku 18. nóv. til 5. des. s. 1. á vegum sjóðsins. Flutti hann fyrirlestra um íslenzka sögu og menningu í fimm lýðháskólum, tveimur á Sjá landi, einum á Fjóni og tveimur á Jótlandi, þar á meðal í Askov Vöktu fyrirlestrarnir mikla at- hygli og var fyrirlesaranum hvar- vetna vel tekið. Þjóðminjavörður heimsótti einnig ýmis dönsk söfn. í Árósum, Kaupmannahöfn og víð ar, og átti viðræður við danska safnmenn. STÓRMEISTARINN í VIÐTAÍ IVIÐ TÍMANN: ,Almennt álitið, aSFríðrík sémjöggóðurskákmaður' SJ-Reykjavík, þriðjudag. Sá skákmaður sem er álitinn sigurstranglegastur á Reykja víkurmótinu er sovézki stór- meistarinn Vasjúkof, 32 ára, blaðamaður að atvinnu. Al- mennt er talið að hann sé frem ur hvass skákmaður en komb ínasiónsskákmaður, og Friðrik Ólafsson lét þau orð falla á blaðamannafundi, að hann sé ákaflega öruggur og vel að sér í skákfræðum. Vasjúkof og Friðrik hafa tvisvar teflt sam- an á Moskvumótum ‘59 og ‘61, og hefur Vasjúkof betur 1% á móti y°. Tíminn lagði nokkrar spurn ingar fyrir Vasjúkof og sagði hann, að Spasský og Tal hefðu heldur betur í viðskiptum við sig hann hefði tapað tvisvar fyr ir Spasský og þrisvar fyrir Tal, en allar aðrar skákir á milli þeírra hefðu lyktað með jafn tefli. Aftur á móti hefur hann jafnt á móti Petrosjan, 2:2 og nokkur jafntefli. Vasjúkof vann Petrosjan 1955 og var það eina skákin sem Petrosjan tapaði á því ári. — Hvað viljið þér segja um einvígi Spasskýs og Tals? — Eg álít úrslitin eðlileg, og að Spasský sé sterkari í dag, en það þýðir ekki að svo verði i framtíðinní. — Hvaða sovézkur skákmað ur er að yðar áliti sterkastur í dag? — Það er mjög erfitt að svara þessu, þar sem nokkrir menn hafa skarað framúr að undanförnu. Eg get nefnt Kortchnoj, sem hefur unnið marga glæsilega sigra að und anförnu, en stóð sig illa á meistaramótinu; Botvinnik, sem hefur einnig staðið sig mjög vel að undanförnu og svo Spasský, sem hefur unnið Þrjú einvígi í röð. Fleiri er hægt að nefna, en það eru ein ir 5—10 menn sem skara fram úr. — En hvaða nöfn viljið þér nefna utan Sovétríkjanna? — Það má nefna menn eins og Ivkoff, Larsen, Portisch, Fischer og Friðrik Ólafsson. en það er almennt álit skákmanna í Sovétríkjunum að hann hafi ekki sagt sitt síðasta orð, enda er hann í þeim hópi talinn ákaflega góður skákmaður. Fischer er enn mjög ungur skákmaður og erfitt að segja til um hvort hann á eftir að vaxa sem skákmaður Annars er staðan í skákheiminum svo flókin. en víst er um það, að Ficher er einn af efnilegustu skákmönnunum i dag. — Hvað viljið þér segja um yður sjálfan? —Eg held að enn sé tími tii að ná betri árangri. Yfirleitt er skák ferill manna nokkuð langur, öfugt við margar aðr ar íþróttagreinar og árangur einstakra skákmanna hefur sýnt, að hægt er að ná góðum árangri allt til 45—50 ára aldurs. eins og dæma má af Vasjúkof frammistöðu Botvinniks og Ker es- — Hvað vissuð Þér um ís- land áður en þér kómuð híng að? — Eg hef lesið nokkrar bæk ur eftir íslenzka höfunda og ég hef kynnzt nokkrum ís- lenzkum skákmönnum og hafa þau kynni verið ánægjuleg. Eg vil þakka góðar móttökur hér og hlýlegt viðmót, og ég vona að framhaldið verði jafn ánægjulegt. Að lokum má geta þess að Vasjúkof hefur tekið þátt í 11 alþjóðlegum skákmótum og 7 sinnum hlotið fyrsta sæti, ýmist einn eða með öðrum. Hann hefur fimm sinnum orð ið skákmeistari Moskvu. i I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.