Tíminn - 12.01.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1966, Blaðsíða 9
HHÐVlKUDAGtTR 12. janúar 1966 Nokkrar hugleiðing- ar um þrjár bækur TÍMINN „Hjálpaðu þér sjálfur.“ Ólafur Ólafsson íslenzkaði og samli. Af- mælisbókaflokkur Æskunnar. — 1965. Segja má að tilgangur með bóka útgáfu sé tvennskonar: Að flytja nytsaman boðskap og skemmta les endanum eða til f járgróða. Þær bækur, sem hér verða gerðar að umtalsefni heyra ótvírætt undir fyrri flakkinn. Þær eru gefnar út til að flytja ákveðinn boðskap. Bak við útgáfu þeirra vaki sá hug ur, að gera mennina betri. í fyrra hóf Æskan útgáfu á af- mælisritaflokki í tilefni af 65 ára afmæli sínu. Var það bókin „Móð- ir og barn“ eftir R. Tagore í þýð- ingu Gunnars Dail. f ár er það bókin „Hjálpaðu þér sjálfur.“ Þessi bók var upphaflega þýdd og að nokkru samin af hinum snjalla gáfumanni séra Ólafi Ólafs- syni, fríkirkjupresti, og kom út fyrir nálægt 70 árum. Hér kem- ur hún út í annarri útgáfu og er enn í fullu gildi. Hún ræðir um þá mannlegu eiginleika, sem ekki breytast, þótt tæknin breytin hin- um ytra iheimi. Þessi litla bók flytur mörg holl heilræði, sem eru vörður í leit að lífshamingju. Þar er greint frá iðni, þolgæði, sjálfsmenntun o.fl. Hún flytur einnig frásagnir af mörgum merkum mönnum, sem komust til frama og mannvirðinga, af því að þeir hjálpuðu sér sjálfir og lögðu oft hart að sér. Þó að ekki færi mikið fyrir þessari litlu bók í bókaflóði jólanna, er vand- fundin heppilegri bók til að gefa unglingum. Bókinni lýkur með þessum orð- um: „Sannur sómamaður er gim- steinn mannlífsins og mannfélags inn, og sannur heiður er æðst hinna stundlegu gæðanna. Ef þú vilt höndla það hnoss eða nokkurt annað hnoss, sem mikils er um vert fyrir manninn, þá ræktu það boðorð: Hjálpaðu þér sjálfur." „Frá haustnóttum til hásumars" eftir séra Björn Magnússon, pró- fessor. Bókaútgáfa Æskunnar 1965. í þessari bók eru 22 stólræður um helztu atriði kristindómsins, t. d. eru þarna ræður í sambandi við allar stórhátíðir kirkjuársins. Ég hef ekki mikla trúa að gefa út ræður, og venjulega njóta þær sín bezt við það tækifæri, sem þeim er ætlað. En ég las þessa bók mér til ánægju, og þótti ræðurnar njóta sín sérstaklega vel á prenti. Þær eru ekki neitt rabb um dag- inn og veginn, heldur útskýringar á því efni, sem tekið er til með- ferðar hverju sinni og boðskap- ur sá færður yfir á mannlífið. Það gefur og ræðum þessum sérstakt gildi, að lesandinn finnur þá miklu þekkingu, sem prófessorinn hefur á því málefni, sem hann ræðir um. Það gefur ræðunum sérstaka dýpt. Frágangur þessarar bókar er mjög vandaður. Sögur þær, sem lagt er út af, eru prentaðar í heild framan við hverja ræðu. Geymir bókin því auk ræðanna nokkrar mestu perlur guðspjall- anna. En ég hefði kosið að efn isyfirlit yfir heiti ræðanna hefði fylgt í bókarlok. Bókin hefst á ræðu um Misk- unnsama Samverjann. Og án þess að ætla að gera upp á milli ræð- anna, þótti mér hún afbragðsgóð. Enda fjallar hún um hornsteín kristinnar trúar, kærleikann til Guðs og mannanna. Eg hygg að margir vilji eiga þessa bók til að fletta upp í á hinum ýmsu helgidögum ársins. En einkum býst ég við að þeir kennarar, sem kenna kristinfræði, geti haft hennar góð not. Því að í henni er að finna ýmsar skýr- ingar við sögur guðspjallanna, sem almenningi eru ekki ljósar. Fyrsta ræðan endar á þessum orðum: „Og nemum nú að lokum þá áminningu, sem þetta guðspjall flytur: Gleymum ekki miskunn seminni. Guðstrú og bróðurelska er það sem mannkynið þarfnast í dag. Og minnumst þá um leið, að bróðir vor er hver só, sem í mannsmynd er skapaður. Hann er bam hins sama föður, Guðs, sem er kærleikur. Hann er bróð- irinn, sem Kristur dó fyrir. Og hvar og hvenær, sem vér vitum unnin miskunnanærk, hvar sem vér finnum kærleiksanda Guðs að verki í samskiptum manna, þá lát- um það vitnast, og látum það bera öllum þau boð, og einkum sjálfum oss: Far þú og gjör þú slíkt hið sama!“ Er það ekki einmitt þetta, sem heiminn vantar mest? Hafi höfundur og útgefandi þökk fyrir þessa fögru og vönduðu bók. ÞJOÐLEIKHUSIÐ: J. Th. Arnfred: Askov Höjskole í Mands Minde. — Gyldendal. Á síðastliðnu ári átti lýðháskól- inn í Askov aldarafmæli. Sökum þess hve margir íslendingar hafa stundað þar nám, hafa þessi tíma- mót vakið athygli hér heima og hafa gamlir nemendur skólans hér sent honum dálitla afmælisgjöf. í tilefni afmælisins hefur J. Th. Arnfred fyrrv. skólastjóri ritað all- stóra bók 246 blaðsíður í Skírnis- broti og minníst þar margs úr hálfrar aldar sögu skólans. Þessi bók flytur margt fróðlegt um þessa merkilegu menningar- stofnun, og segist hinum fjölgáf- aða höfundi hennar þar oft vel. Hefur han-- haft þann hátt á að leita til nemenda skólans um minn ingar frá skólaárum sínum í Askov. Birtir hann kafla úr þessum bréf- um, sem lýsa kennslunni, fyrir lestrunum og kennurunum eins og þetta horfði við frá sjónarmiði nemendanna. Eru þessar lýsingar margar bráðskemmtilegar. Þarna er að finna lýsingar á mönnum eins og Jakob Appel, hinum höfð- inglega skólastjóra, sem öllum er minnisstæður, C. P. O. Christian- sen, íslandsvininum, hinum leiftr andi fyrirlesara, er síðar varð skólastjóri á lýðháskólanum á Friðriksborg, og J. Th. Arnfred hinum margfróða og gáfaða leið- toga skólans um 27 ára skeið. Þarna er lýst skólastjóraskiptun- um 1928, þegar Amfred tók við stjórninni af Appel og síðar þegar Knud Hansen tók við af Arnfred 1953. — En hér er ekki hægt að fara nánar út í þessi atriði En ég sakna þess. að enginn íslendingur skuli hafa ritað í þessa bók um dvöi sína á Askov, og veit ekki hvort eftir hefur verið leitað. En lýðháskólinn i Askov hefur ekki aðeins haft mikið gildi fvrir þá einstaklinga sem þar hafa verið. heldur einnig fyrir FEIS EIREANN Söngvarar og dansarar frá Irlandi Þeir, sem viðstaddir voru sýn- ingu í Þjóðleikhúsinu um miðja vikuna, sem leið, hefðu gjarna vilj að fá meira að heyra og sjá Qg; léiðinlegt vegna hinna, sem ekki' komust að í þetta sinn, að eáki varð nema ein sýning. Þetta var írski söngvara- og dansflokkurinn Fei Eireann, sem hér dokaði við á leið vestur um haf og buðu upp á yndislega kvöldstund i Þmðieik- húsinu. Sú listgrein íra, sem kunnugt ei út um heiminn, auk bókmennía þeirra, er tónlistin, sér i lagi þeirra þjóðlega tónlíst. þjóðlögin, söngvar og dansar, sem varðveitzt hafa með þjóðinni öldum saman. Að vísu hefur þessi list ekki ætíð verið jafnlifandi partur af hverri kynslóð aldaraðir. Þegar írar voru þrautpíndastir af útlendri herra þjóð í landinu, þá bitnaði það menningariegt samband milli land anna. Erfiðleikum á skólahaldi í Ask- ov i síðari heimsstyrjöldinni er vel lýst. Þarna er átakanleg lýs- ing frá’ einum frelsisvini, sem dvaldi í Askov undir dulnefni síð- asta stríðsárið, jafnframt og hann vann fyrir frelsishreyfinguna. Dauðinn var i felum við hvert fór- mál. Þá er hér glögg lýsing á því, þegar skólinn var hernuminn í marz 1945 og gerður að sjúkra- húsi þýzkra hermanna. Hér verður fátt eitt sagt úr efni bókarinnar. Þó munu hugleið ingar Arnfreds um starfshætti og menntagildi lýðháskólanna gefa bókinni mest gildi Lýðháskólinn i Askov eins og Háskólinn i Höfn hefur átt mikinn þátt í menntun margra íslend- inga. Og þess er skylt að minn- ast, að áhrifamestu stuðnings- menn okkar í handritamálinu voru lýðháskólamennirnir með sinn samnorræna skilning á menning- armálum. Og þar á Askov gildan þátt. Lýðháskólahreyfingin hefur ver ið merkileg menntastefna og vænt anlega á hún enn um sinn lengi eftir að frjóvga menningarlíf nor rænna þ.ióða Eiríkur Sigurðssons. einnig á list írskrar alþýðu, írsku skáldanna og farandsöngvaranna, sem sé á 17. og 18. öld. En er 'kemur fram á 19. öld og þjóðernis váknfngin kemur' aftur til sögunn- ar, þá fara fræðimenn og rifchöf- undar að stunda söfnun þjóðlag- anna, og til þeirrar bókar þurfti ekki að berja fólkið. írar hafa löngum verið sönggefnir, líkast til eiga þeir almennt meiri sönggleði en nokkur þjóð önnur í Evrópu norðvestanverðri, svipar til róm- anskra þjóða að því leyti og einna mest til ítala. Og trúlega búa þjóðlögin þeirra nokkuð að þeim áhrifum, er rómverskir menn skildu eftir þar á eyjunum í fyrnd inni. Þessi melódíska fegurð írsku söngvanna, sem grípur áheyrand- ann samstundis, hún virðist eitt- hvað í ætt við ítalska músik, og hefur þó einkenni írskrar þjóðar- sálar sérstaklega. Þau eru marg- breytileg, tregi og söknuður kem ur þar víða fram, en einnig gleði og gáski og funinn, sem er ríkur þáttur í írskri skapgerð. Þjóðlög eru raunar tvennskon ar. Fyrst eru kvæðin og lögin, sem þjóðin tileinkaði sér jafnharðan og þau urðu til, en nöfn höfunda týndust. Svo teljast og til þjóðlaga söngvarnir, sem við vitum raunar um höfunda annaðhvort Ijóðs eða lags, það eru hin virkilegu þjóð- skáld, sem bera gæfu til að yrkja það, sem þjóðin varðveitir ekki aðeins í sál og sinni, heldur og á vörum sínum. Tvö skáld eru nafn- kunnust fyrir þetta, Thomas Moore, sem orti við mörg þeirra þjóðlaga, sem safnað var á önd- verðri öldinni sem leið, og Percy French, er lifði frar, eftir fyrsta fjórðungi þessarai aldar, samdi ljóð og lög og söng sig hreint og beint inn í hjarta þjóðar sinnar, þau eru hennar þjóðlög síðan. Þessi flokkur iistamanna er ekki fjölmennari en svo, en viðfangs- efnin það fjölþreytileg, að mikið reynir á hvern einstakan, og kem- ur í .ljós, að valinn maður (og kona) er í hverju rúmi. flestir ef ekki allir geta leikandi gegnt hiut verki sóióista En samstilling söng raddanna er slík. að hinir þrótt- mestu raddir eins og t.d. bassa- söngvarans Gerald Duffy, eru svo agaðar í hópsöng, að þær skera sig ekki úr,. heldur halda sér inn- an þess ramrna að fylla heildina, syngja eins ómþýtt og hugsanlegt er, þegar því er að skipta. Og þann ig er um flest þetta söngfólk, sem ekki síður kemur fram í einsöng þess, það er þessi fágun söngsins, gæta þess að beita ekkí röddinni um of, það er aðal söngs ljóða og þjóðlaga. Og jafnvel í lögum, þeg- ar svo mátti virðast, að söngfólk ið gæti gefið sér lausan tauminn, í gáskafullum lögum og hermanna kviðum, þá var heldur ekki þar slakað á settum listrænum regl- um. f einsöngshlutverkum karla er sérstaklega minnisstæður tenór- inn Frank Patterson, sem söng hvað músíkalskast af hárfínni til- finningu og tækni. Einnig áður- nefndur bassasöngvari Gerald Duffy hafði hvorttveggja raddfeg- urð og mikla skólun. Og Bill Gold- ing er að vísu góður söngvari, en þó fannst mér enn meira til um framsögn hans, sem var afburða snjöll, en hann annaðist líka kynn ingu nokkurra atriða. Söngkonan Marjorie Courtney var hin glæsi- legasta í framgöngu og hefur lit- ríka sópranrödd. En altsöngur Ae- din Ni Coileain var jafnvel enn innfjálgari og fínlegri. Þó er lik lega aðdáunarverðust allra hörpu- söngvarinn Elizabet Hannon, söng ur hennar og framsögn með list- rænum þokka og menningarbrag, og aðdáunarlega lék hún á hörp- una, írsku hörpuna, þetta þjóðar- hljóðfæri íra, sem er minni en hljómsveitarharpa annarra landa og virðist hafa fjölbreytilegri möguleika, hefur sveigjanlegri og fínni tóna. Loks er að geta dans- aranna fjögurra, sem dönsuðu jigga og ræla og auk þess beittu þeir dansi sem ívafi við sum söng- iögin. Og píanóleikarinn Eily O ‘Grady, sem lék undir við flest lög- in, hennar hlutur var ekki hvað síztur. Að öllu samanlögðu voru þetta fágætlega skemmtilegir gest ir, sem allir viðstaddir munu heils hugar óska að fá hingað oftar í húmsókn. Hafi þeir þökk fyrir kom una og Þjóðleikhúsið fyrir að gefa kost á þessari yndislegu kvöld- stund. CkB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.