Vísir - 13.03.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 13.03.1974, Blaðsíða 4
Vísir. Miðvikudagur 13. marz 1974. Hefur from kvœmt um 1000 kyn- skiptingor í Casablanca i Marokko býr 63ja ára gamall skurðlæknir, George Burou, sem hefur framkvæmt fleiri kynskiptingar á fólki en nokkur annar læknir i veröldinni. Samtals hefur hann framkvæmt næstum þúsund slikar aðgerðir. „Ég veit ekki til þess, að nokkur ann- ar læknir hafi fram- kvæmt meira en 60 slikar aðgerðir”, segir hann. Árið 1956 framkvæmdi hann fyrst slika aðgerð. Það var næstum fyrir tilviljun að ég gerði það, segir Burou. Fransk- ur verkfræðingur kom til hans og sagðist ekki geta afborið lifið lengur sem karlmaður. Burou féllst að lokum á að reyna að Umsjón Edda Andrésdóttir breyta honum i konu. Það tókst, og sá franski lifir nú hamingju- sömu lifi sem kona. Hann segir, að maður, sem láti breyta sér i konu geti aldrei haft nokkra von um að eignast barn. En honum er breytt i konu á allan annan hátt. Jafnvel brjóstin stækka eðlilega með hjálp hormónameðferðar. Burou segir, að sjúklingar komi frá öllum hlutum heims og úr öllum stéttum. Næstum þvi helmingur þeirra eru þó Amerk anar, aðrir koma frá Vestur- Evrópu eða frá Japan. Aldur þeirra er yfirleitt um 30 ár, en elzti sjúklingurinn var 70 ára gamall Þjóðverji. „Stundum er ég beðinn um að framkvæma slika aðgerð á ung- lingspiltum. Það eru þá for- eldrarnir sem biðja um það.” — „Ég segi þeim að biða, þar til sonurinn er fullvaxinn, þvi ég hætti ekki á að breyta stúlku i pilt eða pilti i stúlku á táninga- aldri.” Hann fylgist yfirleitt ekki með sjúklingum sinum og vait ekki hvað um þá verður. „Ég býst við að þeir reyni flestir að gleyma þvi, að þeir gengu einu sinni undir slika aðgerð. Flest eru þetta karlmenn sem hafa þráð að verða konur allt frá þvi þeir voru litlir drengir, og for- eldrarnir skildu ekki hvers vegna þá langaði að leika sér að dúkkum.” Aðgerðin tók áður um 3 klukkutfma, nú tekur hún 90 minútur. 1 þrjár eða fjórar vik- ur á eftir verður þó að fylgjast nákvæmlega með sjúklingnum. Kostnaður við aðgerðina er um 5 þúsund dollarar. Á siðustu mánuðum hefur Burou breytt mörgum konum i karlmenn. Slikum aðgerðum fer fjölgandi. En enginn getur gengið beint inn til Burou og farið fram á slika aðgerð. Mörg formsatriði fylgja þessu, og ýmislegt þarf til, svo að Burou geri svo mikið sem að ihuga að- gerðina. —EA TOPP TBU 9. MARZ Les Humphires 1. (2).Kansas City. Les Humphires singers. 2. (-).How can it be. Slade. 3. (6).The peacemaker. Albert Hammond 4. (l).Goodbyemylove,goodbye. DémisRoussos. 5. (4).Dark Lady. Chér. 6. (3).The Ballroom Blitz. Sweet. 7. (-).Burn. Deep Purple. 8. (-).Unborn child. Seals & Crofts. 9. (5).TigerFeet. Mud. 10. (8).Star. Stealers Wheel. Ný lög 11. Mockingbird. Carly Simon. 12,Stone county. Johnny Winter. 13. Life goes on. Donovan. 14. Eres Tu. Mocedades. 15. Love’s theme. Love unlimited orchestra. Féllu af lista Candle in the wind. Elton John. „1”. Teenage Rampage. Sweet. „4”. Spiders and snakes. Jim Stafford. „1”. Eyes of silver. Dobbie brothers. Jambalaya (on the bayou) Carpenders. (-). r „3”. 95. „1”. 82. „3”. 76. „4”. 75. „3”. 67. „5”. 60. „1”. 53. „1”. 43. „5”. 38. „2”. 32. Auglýsingastofan FORM 15.4 >**■! A v 1 IJtsölustaðir: GEFJUN, Austurstræti KEA, Akureyri HERRA TÍZKAA, Laugavegi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.