Vísir - 13.03.1974, Síða 5

Vísir - 13.03.1974, Síða 5
Vísir. Miðvikudagur 13. marz 1974. 5 AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MQRGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Þetta eru brunarústir hússins i Dublin á trlandi, þar sem sá hörmulegi atburður gerðist, að 12 manns brunnu inni aðfaranótt mánudags. Voru það lijón og 10 börn þeirra. Alls áttu hjónin þrettán börn, og björguðust þrjú þeirra lifandi frá eldinum. Ráðherraskipti vegna verðbólgu í Portúgal Nokkrir ráöherrar portúgölsku stjórnarinnar létu af störfum, og sumir fyrir fullt og allt, en aörir tóku við öðrum ráðu- neytum í staðinn. Þetta ku eiga að verða liður í nvrri sókn ríkisstjórnarinnar á hendur verðbólgunni. Samtimis þessu var létt af hernum i gær þeirri viðbragðs- skyldu, er á hann var lögð um helgina. — En að margra dómi munu vera tengsl milli verð- bólgunnar og þeirrar áhyggju, sem stjórnin hefur haft af hernum. Ýmsir yngri liðsforingjar hers- ins voru fluttir til á milli deilda i hernum vegna óróa þeirra, sem sprottinn var upp af óánægju með launin og stefnu stjórnarinnar i Afrikunýlendunum. — Þjóðhetja þeirra,de Spinola hershöfðingi, hafði i nýútkominni bók sinni haldið þvi fram, að stjórninni bæri að stefna að þvi að veita ný- lendunum sjálfstæði þvi að baráttan við skæruliðahreyf- ingarnar i Afriku yrðu aldrei til lykta leidd nema eftir pólitiskum leiðum. Þessi skoðun mætti mikilli gagnrýni af hálfu þeirra, sem lengst eru til hægri i Portúgal — og um leið Americo Thomaz for- seta. — Forsætisráðherrann, Marcello Caetano, hefur að visu birt yfirlýsingar eftir útkomu „Stjórnvöldum i Finnlandi og Sviþjóð er skylt að skýra frá þvi á hvern hátt IB-leyniþjónustan sænska starfaði i Finnlandi”, segir i yfirlýsingu blaðamanna- samtakanna í Finnlandi. Tilefni yfirlýsingarinnar er það, að i bók um IB-njósnirnar hefur komið fram, aö starfsmenn leyniþjónustunnar hafi stundað njósnir við landamæri Finnlands og Sovétrikjanna. Sænski utanrikisráðherrann hefur neitað þvi, að starfsmenn IB hafi notað finnskt land til njósna i þriðja rik- inu, þ.e. Sovétrikjunum. bókarinnar, þar sem gengið er á snið við skoðun hetjunnar frá Afriku, en hann hefur ekki gagnrýnt hana á sama hátt og aðrir. Ýmsir eru þeirra skoöunar, að kostnaður af striðsrekstri Portú gala i Afriku eigi mikla sök á verðbólgunni heima fyrir. Sven Andersson, utanrikisráð- herra, sagði, að það hefði að visu komið fyrir, að IB-menn hefðu sótt vistir til Finnlands, þegar þeir stunduöu störf sin á alþjóð- legum siglingaleiöum á Finnska flóa. Lausafregnir i Helsinki hermdu, að IB-menn hefðu búið á hóteli i bænum Imatra við sovézku landamærin, sænski utanrikisráðherrann kvað þetta rangt og gat þess, að finnsk stjórnvöld hefðu ekki mótmælt við sænsku rikisstjórnina. Njósnir í Finnlandi? |fe p I Air Franco (inn; U VA Air Alriquo BrHislv Airvwoys TWA japan Airlines Aif'PraivS# Pananfi Air Canacia Brrtish Caledonian Air Fránce Fonnst myrtur Lögreglan fann i gær lik irska þingmannsins, Billy h’ox, sem sagt var frá hér i gær, að var rænt af heimili vinar hans skammt sunnan landamæra Norður- Heiðraður af óvini Ilér sést japanski herinaðurinn Hiroo Onoda, þcgar hann loks- ins hætti að berjast i siðari lieimsstyrjöldinni á Filipps- eyjum á mánudaginn. Onoda er nú kominn heim til Japans og var fagnað sem þjóðhetju. irlands, Morðið hefur komið mönnum i ham, þvi að Fox var meðal frammámanna mótinælenda. Er hafin umfangsmikil leit að morðingjunuin, en tólf menn liöfðu neytt P'ox með sér burtu þaðan, sém hann var gest- komandi Vantaði nómsfé EBE œtlar að gefa matvœli Framkvæmdaráð Efna- hagsbandalagsins lagði i gær fram drög að hjálparáætlun, sem felur i sér 152 milljónir sterlingspunda aðstoð við verstu þurrkasvæði heimsins. Tillagan gengur út á, að næsta ár verði sendar að minnsta kosti 1,7 milljónir smálesta af korni til þeirra landa Afriku og Asiu, sem harðast hafa orðið úti. Aður hafði verið ákveðið i EBE að gefa 1,3 milljónir lesta af korni. Einnig hafði verið gert ráð fyrir að senda mjólkur- duft, smjör sykur o.fl. tlraðbrautin Ai' Skattarnir válegrí en sjálft Watergate? — Nixon verður að segja af sér forsetaembættinu, þegar Air rannsókninni á skattamálum hans er lokið — á þessa leið hljóð- aðí yfirlýsing Willbur Mills, íulltrúadeildarþingmanns i gær. Mills er varaformaður i nefnd þeirri, sem hefur verið falið að kanna skattamál forsetans siðan 1969. Mills er þingmaður demó- krata i fulltrúadeildinni. Hann sagði, að skýrsla nefndarinnar yrði meira áfall fyrir forsetann en Watergate-hneykslið. — Blöðin hafa skrifað mikið um einstaka þætti þessa máls, þó á enn margt eftir að koma fram i dagsljósið, sagði Mills. Um svipað leyti og Mills gaf þessar yfirlýsingar i gær, bárust þær fréttir frá Hvita húsinu, að forsetinn neitaði að afhenda laga- nefnd fulltrúadeildarinnar 42 segulbandsspólur, sem hún hefur krafizt vegna Watergate-rann- sóknarinnar. Sagði blaðafulltrúi forsetans, að Nixon teldi þingnefndina hafa nægileg gögn undir höndum til að geta ákvaröað, hvort forsetinn hefði átt hlutdeild i Water- gatehneykslinu. Flugræningi Boeing 747 risa- þotunnar i Okinawa i gær er aöeins 18 ára. Hann var hand- tekinn af lögreglumönnum dul- búnum sem flugvallarstarfs- m önnum. Við athugun kom i ljós. að ræninginn var vopnlaus. Lög- reglan sagði, að ránið hefði veriö framkvæmt á þann hátt, að ung- lingur með svarta tösku hafði komið i flugstjórnarklefann og afhent miða með þessari orðsend- ingu: „Hlýðið fyrirmælum okkar. Ef ekki, getum við ekki ábyrgzt lif farþeganna. Vegna oröanna „okkar” og „viö” hélt lögreglan að ræninginn væri ekki einn. Ræninginn baö um lausnar- ' gjald. sem nam 4500 milljónum isl. króna, fimmtán fallhlifar og viðlegubúnað til fjallgöngu og úti- legu. Hann hafði á orði. aö hann vildi skoða heiminn. Hann hefði ávallt haft áhuga á jarðfræði og Hffræði, en aldrei haft fjárráð til að stunda nám i þessum fræðum. Flugræninginn hafði skipulagt verknað sinn nákvæmlega. Milli Tokyo og Okinawa er nýlega byrjað að fljúga með risaþotum, sem geta flutt 490 farþega i hverri ferð. Þegar áætlunarferöir þessar hófust, var einmitt varað við þeim vegna hættu á , miklu manntjóni, ef til flugráns kæmi Alls voru 426 manns i vélinni, er rænt var i gær, og sakaði engan. SPRENGDU GASLAGNIR I CARACAS t morgun lenti fyrsta flugvélin á nýja flugvellinum við Parls, sem kenndur er við Charles de Gaulle. A myndinni sjást flugstöðvar- byggingarnar á nýja vellinum, en þar þykir öllu mjög haganlega fyrir komið. Við París eru nú starfræktir þrlr flugvellir, Charles-de-Gaulle, Orly og Le Bourget. Tvær stæröar gasleiöslur fyrir utan Caracas i Venezuela stóöu í Ijósum logum í morgun eftir aö öflugar sprengingar uröu í þeim í nótt. — Slökkvíliöið hefur grun um, aö spreng- ingarnar hafi verið spell- virki. Þær urðu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hinn nýi forseti landsins, Carlos Andre’s Perez, sór embættiseið sinn. Nokkrar útvarpsstöðvar fengu simhringingar, þar sem ókunn kona hélt þvi fram, að skæruliðar hefðu sprengt gaslagnirnar i loft upp. Sagði hún ennfremur, að sprengjum hefði verið komið fyrir I Hiltonhótelinu og rikisráðuneytinu i utan- Sagði konan, að þessi sprengi- tilræði væru til að mótmæla eið- töku Perez og að forsetafrú Bandarikjanna Pat Nixon, hafði verið viðstödd eiðinn, en hún hefur verið gestur stjórnarinnar i Caracas.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.