Vísir


Vísir - 16.03.1974, Qupperneq 9

Vísir - 16.03.1974, Qupperneq 9
9 mi Möfh .»i » * » » 1 t «.« v v M*. -* * - u i' * i \ ' i rU- i • r I >\ > LT > r V #9 Vísir. Laugardagur 16. marz 1974. ' t fT t. A k • • i l « ►' • * 'i í\íí'r. •;V\ Ásmundur og Hjalti eiga völina Úrslit í úrtökumóti BSÍ uröu þau, að i karlaf lokki sigruðu Ásmundur Páls- son og Hjalti Eliasson, en í unglingaf lokki Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson. Röð og stig efstu paranna í hvorum flokki var þannig: Karlaflokkur: 1. Ásmundur Pálsson og Hjalti Eliasson 189. 2. Guðlaugur Jóhannsson og örn Arnþórsson 181. 3. Karl Sigurhjartarson og Guðmundur Pétursson 177. 4. Gunnar Guðmundsson og örn Guðmundsson 175. 5. Hallur Simonarson og Þórir Sigurðsson 155. 6. Gylfi Baidursson og Sveinn Helgason 155. 7. Jakob Möller og Jón Ilauks- son 151. 8. Hannes Jónsson og Oliver Kristófersson 149. Öll þessi pör eru frá Bridgefé- lagi Reykjavikur. Það er nokkuð athyglisvert, að nokkru áður en úrtökumótið var haldið, voru Asmundur og Hjalti skipaðir i landsliðið af stjórn BSl, en þeir kusu samt að spila i úrtökumótinu og undir- strikuðu með sigri sinum rétt- mæti ákvörðunar stjórnar BSt. Næsta skref verður væntan- lega það, að tvö efstu pörin velja með sér sitt parið hvort og spila siðan 128 spila einvigi um lands- liðsréttindin. Siðan velur fyrir- liði landsliðsins þriðja parið. Unglingaflokkur: 1. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson 206. 2. Helgi Jónsson og Helgi Sig- urðsson 206. 3. Óláfur Lárusson og Sigur- jón Tryggvason 192. 4. Helgi Jónsson og Hjálmtýr Baldursson 175. 5. Björn Friðþjófsson og Jó- steinn Kristjónsson 167. Sigurvegararnir f karlaflokki, Asmundur og Hjalti, gera upp’ skorina, sem tryggði þeim efsta sætið. Tveir kunnir bridgemeistarar fylgjast með, Gunnar Guðmundsson (sitjandi) og Benedikt Jóhannsson (standandi). 6. Jón P. Sigurjónsson og Ólafur H. Ólafsson 162. 7. Sveinbjörn Guðmundsson og Viðar Jónsson 157. 8. Einar Guðjohnsen og tsak Ólafsson 147. Sömu reglur gilda um fram- haldið i unglingakeppninni. Sigurvegararnir I unglinga- flokki: Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson ungir og efnilegir bridgemenn. Þvi miður eigum við ekki þvi láni að fagna að eiga 16 nokkuð jafnsterk pör, en þaö keppnis- form, sem notað er, beinlinis krefst þess. Er þvi hættg á, að spil eins og eftirfarandi ákvarði um úrslit, sem raunverulega ætti að falla út sem meðalskor. Staðan var allir á hættu og suður gaf. + A 8 7 3 *A 10 3 ♦ D 10 6 + 854 + G AK 5 V9 862 ¥G54 ♦ G 8 7 2 ' ♦ A 5 4 + AG32 +K 10 976 + D 109642 VKD7 ♦ K 9 3 + D Öll pörin náðu f jórum spöðum i n-s, en tvö þeirra reyndust ekki hafa þá tækni til að bera, sem þarf til þess að vinna svona spil nokkuð örugglega. bvi fengu þeir, sem sátu n-s og unnu spil- ið, 5 EBL stig. Við eitt borðið spilaði vestur út hjartatvisti, þristur, gosi og drottning. Þá kom spaði á ásinn og siðan lauf. Austur var ekki vandanum vaxinn og lét lágt og vestur átti slaginn á ásinn. Hann spilaði meira hjarta, tian, sem átti slaginn. Siðan var lauf trompað, inn á hjartaás og sið- asta laufið trompað. Þá var trompi spilað, og austur er endaspilaður. bað er augljóst, að láti austur laufakóng, sem er sjálfsagt, þá getur hann tekið spaðakóng og spilað sig út á laufi. Verður sagnhafi þá að finna tigulgosann, ef hann á að vinna spilið. En auðvitað stendur spilið 100 prósent. Allur galdurinn er að spila laufadrottningu i öðrum slag, þvi þá eru tvær innkomur i blindan til þess að trompa tvö lauf, hreinsa hjartað og spila austri inn á tromp. Ekki veit ég hversu margir unnu spilið þann- ig, en auðvitað er bæði hægt að vinna það með þvi að hitta á tigulinn og einnig ef austur fer ekki upp með laufakóng. Svona spil á að falla. Er eitthvað hægt að gera? Annaðhvort er að fækka pörum eða að strika út tvo árangra i stað eins. Þá fellur svona spil. Sveit Þóris efst í báðum mótum Að 10 umferðum loknum I undankeppni islandsmótsins, sem jafnframt er Reykjavikur- meistaramót, hefur sveit Þóris Sigurðssonar frá Bridgefélagi Reykjavikur enn forystu. Röð og stig efstu sveitanna er eftir- farandi: 5*t*5 1. Sveit Þóris Sigurðssonar BR 164 stig. 2. Sveit Hjalta Eliassonar BR 153 stig. 3. Sveit Hannesar Jónssonar BR 146 stig. 4. Sveit Harðar Arnþórssonar BR 126 stig. 5. Sveit Gylfa Baldurssonar BR 124 stig. 6. Sveit Sigtryggs Sigurðsson- ar BR 122 stig. 7. Sveit Guðmundar Péturs- sonar BR 118 stig. 8. Sveit Tryggva Gislasonar TBK 85 stig. Siðustu umferðirnar veröa spilaðar sunnudaginn 24. marz i Domus Medica, og hefst spilið kl. 13. Tíu umferðum er nú lokið i meistarakeppni Bridgefélags Reykjavikur, og hefur sveit Þóris Sigurðssonar tekið foryst- una. Röð og stig efstu sveitanna er nú þessi: 1. Sveit Þóris Sigurðssonar 156 stig. 2. Sveit Guðmundar Péturs- sonar 155 stig. 3. Sveit Gylfa Baldurssonar 152 stig. 4. Sveit Hjalta Eliassonar 152 stig. 5. Sveit Harðar Arnþórssonar 144 stig. 6. Sveit Braga Jónssonar 113 stig. 7. Sveit Helga Jóhannssonar 98 stig. 8. Sveit Sigurðar Sverrissonar 93 stig. Næsta umferð verður spiluð miðvikudaginn 20. marz i Domus Medica kl. 20 og eigast þá við m.a. sveitir Þóris og Guð- mundar. Láttu ganga Það hafa furðu margir gefið út visnakver og ljóðabækur hér á eigin kostnað. Er slikt oft gert að áeggjan vina og ættingja, og þeir, sem kaupa bókina, eru svo aðallega vinir og ætt- ingjar höfundarins. Það fer alla jafna litið fyrir þessum bókum og þjóna þær þó sama tilgangi og aðrar bækur, að vera til. Ég byrja þáttinn á nokkrum visum eftir Jónas Jónsson frá Grjótheimi. Aldrei ég hugsa hærra, harðan þá steininn ber: alltaf er einum færra, eftir að þessi fer. Það er ekki að búast við framförum hjá þeim, sem eru ánægðir með allt, sem þeir gera. Ég óska að geta endurbætt min allra beztu ljóð, svo innihaldið yrði vætt, en umbúðirnar lóð. Ég undrast allt þetta regn Þvi miður hafa margar góðar visur týnst vegna þess, að skáldin hafa ekki hirt um að skrifa þær hjá sér. Oft að kveða um atvik smá er mitt bezta gaman, hef þó enga hirðu á að halda þessu saman. Bezta skemmtun Jónasar er að: Eyða raupi i oflátum, eiga kaup með góðvinum, láta hlaupa i hendingum og hafa staup á boðstólum. Það hefur löngum verið eðli Islendinga að láta ekki hlut sinn fyrir neinum. Eina hef ég alltaf haft aðferðina tama: Þeim, sem byrja að brúka kjaft, býð ég upp á sama. Hundar og húsbændur heitir næsta visa. ( Einn ef seppi espir hvoft,1' urrið hina sýkir, hundar reynast harla oft húsbændunum líkir. m Þvi hefur verið haldið fram að Is- lendingar hafi lært vinnusvik á hernáms- árunum. Nú er flestra ástand eins, engir frá þvi víkja. Það fæst ekki neinn til neins, nema að lofa og svikja. Næstu visu yrkir Jónas hjá saka- dómara. Fylgi varla fornum siö, fyrst ég stend á hreinu, dugi ekki að deila viö dómarann i neinu. Það er ekkert nýtt að hópar manna séu dæmdir eftir fáeinum einstaklingum Þótti ljótt og þykir enn, og það er nokkuð hæpið stundum, að ætla að dæma alla menn eftir vissum manntegundum. Við áðurnefndu gefur Jónas þetta heil- ræði. Syndurum um syndagjöld sæmir ckki að þvaðra. Hafðu sjálfur hreinan skjöld, hættu’að dæma aðra. Að lokum segir Jónas þetta um sjálfan sig og skáldskap sinn. Öll min Ijóð eru á þann veg, illa þjappað saman, þau eru einföld eins og ég, oftast meinlaust gaman. Þegar ég er fallinn frá, fortið gleymd og horfin sýnum, takið léttum tökum á tækifæris-ljóöum minum. Það er ekkert nýtt að Alþingi skipi nefndir, þó að þeim hafi eðlilega fjölgað með árunum i samræmi við þær öru framfarir, sem orðið hafa i þjóðfélaginu. Kjartan J. Gislason yrkir þannig um nefndir. Nú er ei lógað lambi né keypt fáein kaffipund, án þess að nokkrar nefndir hafi haldið fund. Sé borin fata úr fjósi, þá hleypir bóndi brúnum, þvi siðasta Alþingi setti nefnd yfir nytina úr kúnum. Og siðan er heimasætan ólofuð alveg á nálum. — Hún óttast nefndir yfir öllum ástamálum. i þessar nýtizku nefndir er cytt miklu andans þreki, peningum, tima og pappir, blýöntum, pennum og bleki. En þrátt fyrir a’.la þá eyðslu er kunnugt að nefndir klofna. i rykugum skrifborðsskápum verða málefnin syfjuð — og sofna. t kvæðinu Regn i London ber Kjartan saman rigninguna þar og hér. Eftir að fólk hefur flúið úr görðunum vegna rign- ingar segir hann. Það er hressandi að horfa á, hve hraði regnsins er ör. Aldrei ég annað eins fjör i islenzkri rigningu sá. Sá er munurinn á okkur og Englending- um, að við höfum tekið það sem sjálfsagð- an hlut að blotna i rigningu og litið gert til að reyna að komast hjá því. Hvar sem ég horfi yfir torg, og hvort sem ég ek eða geng, þá leynist ei langferðadreng, að London cr regnhlífaborg. Kvæðið endar Kjartan þannig. Ég undrast allt þetta regn. Ekki einungis gatan er blaut, og sjór i sérhverri laut, en sál min er vot i gegn. Þá verður þátturinn ekki lengri. Ben. Ax.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.