Tíminn - 25.01.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur a8 llmanum HringiÖ 1 síma 12S23 Auglýsing > Tlmanum feemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. MARGIR LISTA- MENN FELLDIR VIÐ ÚTHLUTUN IGÞ-Reykjavík, mánudag. Úthlutunarnefnd listamanna- launa hefur lokið störfum og barst Tímanum í dag listinn yfir þá 126 listamenn, sem hefur verið úthlutað Iaunum í ár. (Sjá bls. 2). Er það sami fjöldi lista- manna og í fyrra. Hins vegar hafa orðið nokkrar breytingar á listan Hvarf frá bíl sínum í blindhríð FB-Reykjavík, mánudag. í gærmorgun fór maður frá Raufarhöfn, Auðunn Eiríksson póstur á Melrakkasléttu, með far þega til Krossavíkur í Þistilfirði. Auðunn fór aftur áleiðis frá Krossavik upp úr hádeginu, og fylgdi honum maður frá Krossa vík. Skildust þeir, þegar þeir voru komnir nær því hálfa lexð yfir Ytra Háls og sneri Krossavíkingur inn aftur heim til sin. Þegar hann kom heim um klukkan 17 hringdi hann til Raufarhafnar og spi'rðist fyrir um Auðunn, sem ekki var kominn þangað, en búizt var við honum í síðasta lagi kl. 18. Þegar eklkert hafði sézt til Auðuns á þeirn tíma, sem gert var ráð fyrir honum, fóru leitarmenn af stað, Framhald á bls. 14 um, og vekur m.a. undrun, að ungir höfundar cins og Jóhannes Helgi, Ingimar Erlendur Sigurðs- son og Bjarni frá Hofteigi eru ekki á honum, en þó hafa þeir nýverið gefið út verk, sem vakið hafa athygli. Þá fá Gunnar Dal og Þorsteinn frá Hamri engin listamannalaun í ár, og svo er um fleiri, sem hafa áður fengið laun. Helztu breytingar í flokknum voru þær, að upp í tólf manna flokkinn (akademíuna) fóru nú fjórir listamenn, Ríkharður Jóns son, Svavar Guðnason, Þorvald- ur Skúlason og Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson). Þeir eru því orðnir sextán, sem fá laun í þess- um flokki, eða fimmtíu . þúsund krónur. Upp í þrjátíu þúsund króna flokkinn fóru Sigurður Þórðarson og Þorsteinn Valdi marsson. Úthlutað var 3,4 milljónum í ár og efur úthlutunarupphæðin hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur frá því í fyrra, eða um 9%. Þessi lítilfjörlega hækkun hefur hindrað eðlilega hækkun á fjárhæð flokkanna og einnig bundið hendur manna um eðli- lega fjölgun á listamönnum í flokkum. Neðstu flokkarnir voru þó látnir hækka, þannig að 18.000 Framhald á bls. 14. Leitin aS hinni týndu Flugsýnarvél var geysivíðtæk. Á þessari mynd sjást leitarmenn úr björgunarsveit inni Ingólfi er þelr gengu á suSaustanverSan Vatnajökul. (Tímamynd ÁS) LEIT AD LJUKA KT-Reykjavík, mánudag. Um kl. 18.45 í gær barst Flugumferðarstjórninni til- kynning um, að björgunarvesti Iiefði fundizt í Sandvík við Gerpi. Við nánari athugun kom í ljós, að vestið var úr hini týndu Flugsýnarvél, sem leitað hefur verið um svo að segja allt land síðan á þriðju dagskvöld, er hún týndist. Á sömu slóðum og vestið fannst urðu menn varir við olíubrák á sjónum, og var tekið sýnis- horn af henni og bíífur það rannsóknar. Eftir að björgunar vestið fannst hefur leitarsvæð ið verið takmarkað við strönd ina umhverfis Norðfjarðarflóa. í gær, sunnudag, leituðu fjórar flugvélar á Suðaustur- landi að Flugsýnarvélinni, sem týndist s.l. þriðjudagskvöld og leitað var á nokkrum stöð um á landi. Þegar Flugumferð arstjóminni barst tilkynning- Framhald á bls. 14 117 manns farast í flug- slysi í hlíðum Mont Blanc ALÞINGI KVATT SAMAN 7. FEBR. Forseti fslands hefur sam- kvæmt tillögu forsætisráðherra kvatt Alþingi til framhaldsfundar mánudaginn 7. febrúar 1966 kl. 14.00. NTB-Chamonix, mánudag. 117 manns fórust, þegar ind versk farþegaflugvél af gerðinni Boeing 707 rakst á hæsta fjall Evrópu — Mont Blanc, sem er 4887 metra hátt — í frönsku ölp unum. Flugslysið, sem er eitt hið versta í sögu flugsins, varð í i miklu hríðarveðri, og ’lont Blanc I var á kafi í þoku. Flugvélin I splundraðist algjörlcga við árekst urinn. Lenti vélin á fiallstindin um Rocher de la Torunette á vesturhlið Mont Blanc. Meðal þeirra, sem fórust er yf irmaður Kjarnorkurannsóknar stofnunar Indla-ds, Dr. H.J. Bhabha, sem var forseti fyrstu kjarnorkumálaráðstefnu Samein uðu þjóðanna í Genf árið 1955 46 indverskir sjómenn, sem ætl uðu til Bremen, sex Bretar, fjórir Bandaríkjamenn, tvö börn, sem voru ein síns liðs, og belgísk bar ónessa. 11 manna áhöfn var á vél inni, og einn reyndasti flugstjóri flugfélagsins, Air India, Joseph de Souza, stjórnaði vélinni, en hann flaug með Pál páfa árið 1964, beg ar páfinn heimsótti Indland. Nokkrum klukkustundum eftir flugslysið lentu þyrlur við hlið flaksins, sem er i 1.700 metra hæð. Talsmaður indverska flugfélagsins tilkynnti einungis, að engin merki væru um líf. Þotan hefði algjör lega splundrast. Hópur björgunar manna tilkynnti, að þeir hefðu fundið fjóra látna, en talið er að hinir hafi grafizt í snjónum. Talið er, að því er þeir, sem flogið hafa yfir staðinn segja, að Framhald á bls. 14 Þriðja kaldasta nóttin síðan frostaveturinn f18 KT — Reykjavík, mánudag. Frostið, sem hefur herjað hér á landi undanfarna daga jóksl til imuna í nótt. í Reykjavík varð mest frost í nótt 16,6 stig en svo mikið frost hefur orðið tvisvar sinnum í Reykjavík síðan frosta veturinn mikla 1918. Að sjálfsögðu urðu ýmsar truflanir í höfuðborg inni af þessum völdum, fjölmargar bifreiðar fóru ekki í gang í morgun og upphitun húsa, sérstaklega í gamla bænum, var í miklum ó- lestri. Að því er Páll Bergþórsson, veð urfræðingur, tjáði blaðinu í dag, var mesti kuldi í Reykjavík í nótt — 16,6 stig. Þetta væri mesta frost, sem hér hefði verið í vetur, en hitinn hafði komizt neðar í janúar 1965 þegar frostið komst upp í 17.1 stig, og í desember 1961, er það komst í 16.8 stig. Fram að þeim tíma hefði frostið ekki orð ið svo hátt síðan frostaveturinn 1918, er það komst upp í 24,5 stig 21. janúar. Þá sagði Páll að á öllu landinu hefði frostið í morgun verið 10— 20 stig og á Hveravöllum 21 stig. Kaldast hefði verið austan fjalls og sums staðar á Vesturlandi, þar sem bjartast og kyrrast var en heldur minna frost á Norðaustur landi, 10—15 stig, en þar hefði Framhald á bls. 14. Margur þurfti að huga að geymum sínum í gærmorgun. (Tímamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.