Vísir - 11.05.1974, Page 1
VÍSIR
64. árg. — Laugardagur 11. mai 1974. — 72. tbl.
Átök vegna lokunar-
tíma búða í Kópavogi
— baksíða
„Þó œtlum
við að gera
þjóðinni
gagn..."
— í sólskininu í gœr
— Sjó bls. 2-3
•
Ólafur:
Meiri niður-
greiðslur
Rikisstjórnin hyggst setja al-
gjöra verðstöðvun og kippa
vísitölunni úr sambandi til að
hindra visitöluhækkun á
launum 1. júní, eftir að niður-
greiðslur hafa verið auknar til
að lækka verðlagið. Þetta kom
m.a. fram hjá Ólafi Jóhannes-
syni forsætisráðherra i sjón-
varpsþætti i gærkvöldi.
Aðgerðirnar eiga að gilda til
júlíloka. Fallið verður frá til-
lögum í stjórnarfrumvarpi um
efnahagsmál, þar sem gert
var ráð fyrir að skera grunn-
kaupshækkun niður I 20% og
flestöllum atriðum öðrum i
frumvarpinu. -HH
Kosfar skilding-
inn að þjóna
listagyðjunni
Það er dýrt að halda uppi
menningunni i landinu. Stór-
kostieg listahátið I tilefni af
1100 ára afmælinu mun að
öllum likindum kosta 10
miiljónum krónum meira en
aðgangseyrir mun skila.
Listaverk fyrir tugmilljónir,
sjálf sinfóniuhljómsveit
Lundúnaborgar með sjálfan
André Previn. Heimsnöfn af
öllu tagi, — allt kostar þetta
pcninga. — Sjá nánar um
listahátíð á bls. 7.
Enn ekki hreyft
við Gjábakkavegi
— „Forsenda
þess að
þjóðhótíðin
fari sœmilega
ór hendi",
segir Indriði G.
Þorsteinsson
//Forsenda þess, að þjóð hendi, er sú, að lagður sagði Indriði G.
hátíðin fari sæmilega úr verði Gjábakkavegurinn," Þorsteinsson,
Trúður
Það voru vist flestir i sólskins-
skapi I gærdag, þegar einstak-
lega fallegt vorveður var viöa
um landið, ekki sizt i Reykjavik.
f Bankastrætinu hittum við einn
i sólskinsskapi, trúðinn Tóta.
Skýringin á veru hans innan um
mannfjöldann i innkaupahug-
leiðingum I miðborginni mun
vera sú, að hann var ásamt
fieirum úr stétt leikara að selja
aðgöngumiða að skemmtun,
sem leikarar og sinfóniustarfs-
menn halda til ágóða fyrir
sjóslysasöfnun.
(LJÓSM. VtSIS Bj.Bj.)
í sólskinsskapi
framkvæmdastjóri þjóð-
hátíðarnef ndar, þtgar
Vísir grennslaðist fyrir um
það, hvort nefndin legði
enn áherzlu á lagningu
vegar um Gjábakkaland
fyrir þjóðhátíðina.
„Það má hverjum manni vera
ljóst, hvað af þvi hlýzt, ef mikill
hluti umferðarinnar fer i gegnum
þjóðhátiðarsvæðið, eftir að
hátiðin er hafin.”
Ennþá hefur ekki verið hafizt
handa við lagningu þessa vegar,
sem þjóðhátiðarnefnd lagði til á
sinum tima.
„Eftir þvi, sem mér er bezt
kunnugt, þá er það i athugun, en
ákvörðun hefur ekki verið tekin
enn um, hvort fé verði veitt til
þessarar vegagerðar,” svaraði
framkvæmdastjóri nefndarinnar
fyrirspurn Visis. — Eftir þvi sem
blaðið hefur fregnað, þá hefur
ákvörðuninni verið slegið á frest
vegna ágreinings innan rikis-
stjórnarinnar um fjárveitinguna.
Forsætisráðherra mun hafa stutt
tillögu nefndarinnar, en það
dugði samt ekki til þess að
fjármagn fengist til framkvæmd-
anna. — Bráðabirgðavegur, sem
lagður yrði frá Leirum þvert yfir
Þingvallasléttuna austur i átt til
bæjarins Gjábakka að mótum
vegarins yfir Lyngdalsheiði, er
talinn mundu kosta milli 20 og 30
milljónir krória.
Hafa nú vaknað áhyggjur af
þvi, að hver sé siðastur að hefja
vegagerðina, svo að ekki þurfi að
leggja i aukakostnað vegna tima-
skorts.
Þegar Visir grennslaðist fyrir
um það hjá framkvæmdastjóra
þjóðhátiðarnefndar, hvort hætt
yrði við veginn, visaði hann til
forsætisráðuneytisins, en þjóð-
hátiðarnefnd starfar á vegum
þess. Miklar annir forsætisráð-
herra og fundarhöld komu i veg
fyrir, að hægt væri aö bera upp
við hann fyrirspurnir um málið.
„Þjóðhátiðarnefnd hefur lagt
miída áherzlu á, að Gjábakka-
vegur verði lagður, enda er hann
ekki bara nauðsynlegur þjóð-
hátiðinni — þótt það kannski eitt
út af fyrir sig væri nóg — heldur
er hann hugsaður sem framtiðar-
vegur um Þingvelli og með það
fyrir augum samþykktur af Þing-
vallanefnd,” upplýsti Indriði
framkvæmdastjóri. — Hann kvað
hugmyndina um veginn hafa þó
sprottið fyrst upp af nauðsyn þess
að gera Austfiröingum og Sunn-
lendingum, sem sækja mundu
þjóðhátiðina, götu að bifreiða-
stæðum á Leirum.
—G.P
FÁ TVÆR SUNDLAUGAR í
Mikiar framkvæmdir eru nú
fyrirhugaðar i Breiðholti varö-
andi iþróttamannvirki. Ákvörðun
hefur verið tekin um byggingu
fveggja nýrra sundlauga, og
einnig er gert ráð fyrir Iþrótta-
svæði, þar sem fyrir verður kom-
ið völlum, iþróttahúsum og sund-
laug.
Framkvæmdir þessar munu
eiga sér stað i Breiðholti 2 og i
Breiðholti 3, og verður vinnan við
sundlaugarnar til dæmis boðin út
á næstunni, og er þá búizt við þvi,
að hægt verði að hefja vinnu fijótt
I sumar.
Sundlaugarnar verða við
fjölbrautarskóla i Breiðholti 3.
Verður byggð útisundlaug við
skólann og siðan litil kennslulaug
innanhúss. Stærð útisundlaugar-
innar er svipuð og Sundlaugar
Vesturbæjar. Kennslusundlaugin
verður hins vegar öllu minni.
BREIÐHOLTINU
— og miklar framkvœmdir
við önnur íþróttamannvirki
Þá verða byggðir búningsklefar
og böð i sambandi við laugarnar,
og gert er ráð fyrir byggingu
iþróttahúss i sama áfanga.
1 Breiðholti 2 verður svo mikið
um að vera. 1 svokallaðri Mjódd,
sem er svæði fyrir neðan Breið-
holt 1 og Breiðholt 2, verður
iþróttasvæðið staðsett, og verður
það syðsti Mjóddinni. Svæði þetta
er alveg óbyggt.
Iþróttasvæðið hefur verið til
athugunar hjá Iþróttaráði og
skipulagsnefnd, en ekki hefur
fyllilega verið gengið frá skipu-
lagi, né það samþykkt.
A iþróttasvæðinu verður, sem
fyrr segir, komið fyrir völlum,
iþróttahúsum og sundlaug. Litlar
ákvarðanir hafa verið teknar um
sundlaugina, en ráðgert er að
hafa iþróttahúsið öllu stærra en
venjuleg iþróttahús. Til dæmis er
gert ráð fyrir, að hægt verði að
leika samtimis á 4 völlum i hús-
inu. Þá verður gerður keppnis-
völlur, að undanskildum æfinga-
völlum, og verður þar söluað-
staða.
Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um útboð á íþróttasvæðinu,
enda er það enn til athugunar hjá
skipulagsnefnd.
— EA