Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 3
Vfsir. Laugardagur 11. mai 1974. 3 Þaö þýftir ekkert aö loka sig inni á matsölustaö, þegar sólin skln. Þá er ágætt aö nærast á kók og prins póló á Austurvelli. Og það var kannski ekkert furðulegt, þótt þeir vildu ekki láta trufla sig lengi. beir eru nefnilega að lesa undir stúdentspróf og verða i vor tveir af þeim, sem fagna áfanganum og hvitu húf- ‘unni, ef allt gengur vel. En hvað tekur þá við? ,,bá ætl- um við að fara að gera þjóðinni gagn og ætlum að fara að vinna.” bað er Stefán, sem svarar, og er ekkert á þvi að læra meira, að minnsta kosti ekki strax. En mik- ið lengur þorum við ekki að dvelja, þeir eiga nefnilega að fara i munnlega prófið eftir um það bil tvo tima. bað er önnur menntun, sem stunduð verður frá Nauthólsvik- inni i sumar, en þeir sem hana stunda, kunna áreiðanlega ekkert siður að meta hana en strákarnir i Hamrahlíðinni. bað er sjóvinnan, sem hefst á vegum Æskulýðsráðs 31. mai. beir voru að dytta að bátnum, þegar Visismenn bar að, en bát- urinn heitir Reykvikingur, eins og sjálfsagt mörgum er kunnugt. 8 strákar veröa á námskeiði i einu, og stendur hvert yfir i háifan mánuð. Farið verður á sjó snemma á morgnana og komið i land á kvöldin, svo þar verður nóg að starfa.... — EA Tómslundagoman Matthildinga frumsýnt í Þjóðleikhúsinu //Þessi söngvaleikur varð til samhliða út- sendingum Matthildar. Við gáfum okkur alltaf tíma til að sinna honum lítilsháttar eftir hvern þátt. Fyrst aðeins til gamans/ en þegar á leið af meiri alvöru." Þannig lýsti Davíð Oddsson söngvaleiknum „Ég vil auðga mitt land", sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. „Ég hef fylgzt mjög náið með æfingum á verkinu fyrir hönd bórðar Breiðfjörð, en æfingar hófust fyrst fyrir alvöru i febrú- ar, og hefur það veriö ákaflega lærdómsrikt og skemmtilegt að fylgjast með framvindu mála i leikhúsinu,” sagði Davið enn- fremur. Davið er, sem kunnugt er, einn Matthildinga, en auk hans SJONVARPSLEIKRITIN Breyta Vals heimilinu í kvikmyndaver — „Lénharður fógeti" verður kvikmyndaður í litum — Myndatakan að hefjast — Sjónvarps- leikrit til um hundahaldið „Sjónvarpið á í fórum sínum íslenzkt leikrit, sem heitir „65. grein lögreglusam- þykktarinnar", en sú grein samþykktarinnar fjallar um hundahald. Þetta leikrit er ráðgert að sýna í þessum mánuði", upplýsti Jón Þórarinsson dagskrárstjóri f viðtali við Vísi. ,,bá er verið að undirbúa töku fleiri sjónvarpsleikrita,” hélt Jón áfram máli sinu. Hann vildi þó ekki upplýsa, að svo stöddu, hvers eðlis þau leikrit væru. „bað má þó segja frá þvi, að sjónvarpið pantaði i fyrravor leikrit frá þremur höfundum,” sagði Jón. „bau handrit liggja nú fyrir, en leikritin verða ekki öll fest á filmu á þessu sumri.” Höfundar leikritanna þriggja eru Jökull Jakobsson, Erlingur E. Halldórsson og borvarður Helgason. „Lénharður fógeti” er næsta viðfangsefni sjónvarpsins, en eftir mikla leit fékkst loks nægi- lega stórt húsnæði til að setja mætti upp eins konar kvik- myndaver. bað er Vals-heimiliö, sem gegnir þvi hlutverki, en nk. mánudag verður ráðizt i að setja þar upp sviðsmyndir. Myndatakan hefst svo siðar i mánuðinum, en henni á allri að vera lokið fyrir 26. júni. bá á nefnilega að hefjast sumarleyfi sjónvarpsmanna. „Lénharður fógeti” er annað leikritið i röðinni, sem sjónvarpið lætur taka i litum. „65 grein lögreglusam- þykktarinnar” var það fyrsta. Er fyrirhugað að taka flest sjón- varpsleikritin upp i lit eftir- leiðis. Er það ekki aðeins gert vegna litútsendinga sjónvarps- ins, sem hljóta að hefjast i náinni framtið, heldur eins vegna sýninga leikritanna erlendis. Gerð sviðsmynda fyrir „Lénharð fógeta” mun nú vera að mestu lokið, en Snorri Sveinn Friðriksson hafði yfirumsjón með þvi verki. Hann kvað þetta sjónvarpsleikrit vera það umfangsmesta að allri gerð, sem sjónvarpið hefur ráðizt i til þessa uppá eigin spýtur. „Leikritið skiptist i eitthvað á milli þrjátiu og fjörutiu atriði,” sagði Snorri Sveinn. „Auk þess sem þau verða kvikmynduð i Vals-heimilinu, eru nokkur kvikmynduð i Mosfellssveit, þar sem setja þarf upp nokkur hús. Sömuleiðis förum við með nokkur atriði austur fyrir fjall og á helztu sögustaðina þar um kring.” Loks má geta þess, að á næstu dögum á að kvikmynda fyrir sjónvarpið leikritið „Don Juan” i flutningi Leikfélags Akur- eyrar. —ÞJM Eiginkonur stórkarlanna, sem koma hvaö mest viösögu I „Ég vil auöga mitt land”. Alls taka tuttugu og þrir leikarar þátt I sýningunni. og bórðar Breiðfjörð hafa þeir bórarinn Eldjárn og Hrafn Gunnlaugsson átt þátt i gerð söngvaleiksins. beir bórarinn og Hrafn voru báðir i Sviþjóð i vetur og gátu þvi ekki fylgzt með æfingum þessa leiks. „bað er erfitt að gera grein fyrir söguþræði þessa verks. bað er þó rétt að þaö komi fram, að hér er ekki um reviu að ræða, eins og ýmsir hafa álitið, heldur hreinan „farsa sagði Davið. Margir gamansamir söngvar eru i leiknum, og hefur Atli Heimir Sveinsson samið tónlist- ina. Ekki kvað Davið það ennþá hafa komið alvarlega til tals, að setja söngvana á plötu. bað væri þó vel athugandi. Leikurinn er i þremur þátt- um. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir, en leikmyndir eru gerðar af Sigurjóni Jóhanns- syni. Lýsti Davið mikilli ánægju sinni með samstarfiö við þau bæði og sagði ýmsar ágætar breytingar á söngleiknum hafa orðið i þeirra meðförum. Engar stórvægilegar breytingar að visu, en allar til bóta. —bJM Baldvin Halldórsson fer meö hlutverk aldraös fjölskylduföö- ur, en fjölskylda gamla manns- ins kemur mikiö viö sögu i söngvaleik Matthildinga. Ljósm. Bj.Bj. r r r OLAFUR I FOTSPOR MARGRÉTAR Ólafur V Noregskonungur mun i stórum dráttum feta I fótspor Margrétar Danadrottningar, er hann kemur hingaö I opinbera hcimsókn 4. júni. Mun hann dvelja hingaö til 7. júni n.k. Konungur og fylgdarlið hans koma með konungsskipinu „Norge”. 1 för með honum verður utanrikisráðherra Noregs, Knut Frydenlund, og fleiri. Konungur mun búa i Ráöherrabústaðnum, meðan á heimsókninni stendur. Konungur mun m.a. skoða skógræktarstöðina og laxeldis- stöðina að Mógilsá. bá verður flogið til Akureyrar. Hér verður honum sýndur Arnagarður, Nor- ræna húsið og sundlaugin i Laug- ardal o.fl. bá mun hann hafa stutta viðdvöl i Vestmannaeyj- um. —EA Mœðrablómið 40 ára „Lágt reiknaö hafa liklega um 5-6000 konur fariö I hina svo- kölluöu sæluviku á sumrin, siöan þær vikur upphófust á vegum okkar i Mæörastyrksnefnd”. betta sagði Jónina Guömunds- dóttir, formaður Mæðrastyrks- nefndar, þegar Visir rabbaði við hana, en á morgun er sjálft Mæörablómið, sem allir þekkja 40 ára gamalt. bá eru liðin 40 ár frá þvl það var fyrst selt og siðan Mæörastyrksnefndin byrjaði fyrst að gangast fyrir hinni svo- kölluðu sæluviku. Jónina sagðist eiga von á, að að minnsta kosti 40 konur færu i sæluvikuna i sumar, en farið verður 14. júni, og dvalið á Flúðum. Sæluvikan er núna ætluð eldri mæörum, sem orðnar eru einstæðar. Annars er sæluvikan alltaf ætluö fullorðnum konum og mæðrum með börn. Mæðra- blómið verður selt á morgun — i öllum barnaskólum og á skrif- stofu nefndarinnar á Njálsgötu 3, þar sem opnað verður kl. hálftiu. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.