Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 20
vísir
Laugardagur 11. mai 1974.
„MARGIR
HAFA
40-70
ÞÚSUND
Á VIKU í
ÁKVÆÐIS-
VINNU"
— segir Verzlunarráð
íslands, sem
mótmœlir ýmsum
þáttum efnahags-
málafrumvarpsins
„Akvæöisvinnutaxtar gefa nú
mörgum manninum 40-70 þúsund
króna tekjur i launaumslag sitt á
einni viku.
Þetta segir Verzlunarráð, að
sé ein afleiðing af skekkjum i
sjálfri undirstöðu efnahagslifsins.
Frumvarp rikisstjórnarinnar
„leysir á engan hátt núverandi
efnahagsvanda, en eykur fremur
fjármagnsskort atvinnuveg-
anna,” segir Verzlunarráð. And-
mælt er tillögum frumvarpsins
um framkvæmd kauplækkunar
og sagt, að hún kunni að skapa
meiri vanda en hún leysir. Ráðið
andmælir skyldusparnaði, sem
það telur jafnóæskilegan og fjár-
festingarhömlur. Það er einnig
andvigt tillögum frumvarpsins
um bindiskyldu á ráðstöfunarfé
banka og lifeyrissjóða og telur
slika valdbeitingu litt þolanlega
gegn sjálfstæðum stofnunum.
Ennfremur er sagt, að erlendar
verðhækkanir séu svo örar, að
það geti leitt til gjaldþrots inn-
flutningsfyrirtækja, ef skylda ætti
þau til að selja óbreyttu verði.
Efnahagsvandann verði að
leysa með þvi að draga úr eftir-
spurn á hinum almenna
vörumarkaði og jafnframt verði
að gera ráðstafanir, sem tryggi
framvegis meiri stöðugleika i
efnahagsmálum. Gefa skuli fjár-
magnsflptninga og vexti frjálsa á
sama hátt og gjaldeyrisverzlunin
hafi verið gefin frjáls i upphafi
siðasta áratugs. Jafnframt verði
verömyndun gefin frjals.
-HH.
Meðal gúmmí-
tékkinn
19 þúsund
Gúmmítékkarnir voru, þótt
merkilegt sé, fleiri fyrsta virka
daginn i mánuðinum en hinn 7„
en fjárhæðin var hlutfallslega
miklu lægri.
Skyndikönnun Seðlabankans á
innstæöulausum ávisunum 2. mai
afhjúpaöi 1129 gúmmitékka, sam-
tals upp á riflega 21,4 milljónir
króna. Þetta væru um 19 þúsund
að meðaltali á ávisun.
Tékkar þessir voru 0,7 prósent
af allri veltu dagsins. 1 siðustu
könnun þar áður, sem var gerð 7.
marz, komu fram 806 tékkar án
fullnægjandi innstæöu, aö fjárhæð
riflega 21,7 milljónir, sem voru
heil 2,87 prósent af veltu þess
Slagsmál vegna
lokunartíma
Lokunartimi sölubúða (og
reyndar opnunartimi lika) hefur
um langa hrið verið deiluatriði
milli samtaka afgreiðslufólks
annars vegar og samtaka kaup-
manna hins vegar, og ekki alls
fyrir löngu sauð upp úr og kom til
stimpinga vegna þessa
ágreinings.
„Það kom til handalögmáls
milli stúlkna, sem afgreiða i
verzluninni hjá mér, og nokkurra
fulltrúa V.R., sem voru hér með
áreitni og hindruðu bæði
viðskiptavini og starfsfólk i að
komast i verzlunina,” sagði eig-
andi verzlunarinnar Auðbrekku i
Kópavogi, Gréta Guðráðsdóttir, i
samtali við VIsi.
„Við áttum auðvitað okkar sök
lika á þessum stimpingum, þvi að
við vildum ryðja okkur braut inn i
búðina til þess að vera mættar á
tilskildum tima á okkar af-
greiðsluvakt, svo að við yrðum
ekki af okkar kaupi,” sagði
Hjördis Pétursdóttir, ein af af-
greiðslustúlkunum i Auðbrekku.
— Hún sagði, að nokkrar ein-
stæðar mæður tækju að sér vaktir
i búðinni, 5 klukkustundir i senn,
til þess að afla sér aukatekna, þvi
að dagvinnan hrykki ekki til.
„Þær vinna hjá mér 5 tima á
dag annan hvern dag. Það er
vinnuþrælkunin, sem maður er
ásakaður fyrir,” sagði Gréta.
„Þetta spannst út af þvi, að
verzlunin var sett i yfirvinnu-
bann, en aldrei var við okkur af-
greiðslustúlkurnar talað — Okkur
var ekki einu sinni tilkynnt það,
fyrr en þær mættu, þessar hetjur,
allt upp i niu menn I hóp,” sagði
Hjördis.
Við fyrstu heimsókn stéttar-
félagsfulltrúanna fór allt
friösamlega fram. Og þannig
gekk fyrstu dagana. En svo vildu
stúlkurnar ekki una þvi að missa
vinnu sina, enda töldu þær sig
ekki félaga i Verzlunarmanna-
félagi Reykjavikur, og
verzlunareigandinn var ekki aðili
að Kaupmannasamtökunum
(engin lög neyða fólk til aðildar
að slikum hagsmunasamtökum).
„Auk þess er manni alve.f
óskiljanlegt, hvernig þessir aðilí
ætla að þvinga upp á verzlun i
Kópavogi, sem hefur kvöldsölu-
leyfi frá bæjarráði Kópavogs,
einhverja reglugerð, sem borgar-
ráð Reykjavikur hefur samið
fyrir verzlanir i Reykjavik. —
Ekki á meðan bæjarráð Kópa-
vogs hefur ekki samþykkt slika
reglugerð lika,” sagði Gréta við
blaðamann VIsis.
Verzlunareigendur
í Kópavogi
í stríði við VR
„Þó knúðu þessar ofbeldisað-
gerðir, þegar fulltrúar V.R.
meinuðu viðskiptavinum okkar
inngöngu — nema þeim, sem
beittu fyrir sig hnefaréttinum til
þess að verja ferðafrelsi sitt — til
að leita eftir samningum, sem
standa ennþá, og ekkert hefur
komið út úr,” hélt hún áfram.
Hjördis hafði i þessum
stimpingum meiðzt á hendi.
— „Ég ætlaði mér inn i búðina og
hafði náð taki á dyrakarminum,
en einn kappinn sneri þá svo upp
á einn fingur minn, að hann fór úr
liði,” sagði Hjördis.
„Lögreglan kom að beiðni
okkar á staðinn, en hún veitti
okkur enga vernd. Þegar allt stóð
sem hæst, skárust þeir ekki i
leikinn, þvi að það reyndist nóg,
að fulltrúar V.R. fyrirmunuðu
þeim að skipta sér af þessu. Þeir
kölluðu bara: „Þetta eru vinnu-
deilur. Látið þetta afskipta-
laust! ” — Og þvi laut lögreglan,”
sagði Gréta.
-GP-
Það munar aldeilis um 200 búningsklefa, en svo margir bætast nú við f Sundlaug Vesturbæjar. Bragi tók þessa mynd af framkvæmdunum f
gær.
ÚR 50 KLEFUM UPP í 250!
- gjörbreyting í Sundlaug Vesturbœjar. M.a. komið fyrir þurrkklefum, sem eru nýjung hér
Gestir sundiaugarinnar i bekkir með hitalögnum, og þess Sundlaugin er opin alla daga þeim hlutum hennar, sem nú eru i
Vesturbæ eiga svo sannarlega er gætt, að loft sé þar alltaf sem þrátt fyrir breytingarnar, en þær notkun.
von á breytingum. Unnið er nú við ákjósanlegast. koma ekki niður á lauginni eða -EA
breytingar i sundlauginni og er
ráðgert, að um áramótin 1974 og
1975 veröi lokið við byggingu
samtais 200 nýrra búningsklefa
ásamt fieiru.
Að sögn Erlings Jóhannssonar
I Sundlaug Vesturbæjar verða 100
búningsklefar byggðir fyrir hvort
kynið, en sem stendur er notazt
viö 51 klefa, þar af 29 ætlaða
körlum og 22 ætlaða konum.
Þessir klefar voru upphaflega
við byggingu ætlaðir skólasundi
eingöngu. Málin þróuðust þó
þannig, að þeir hafa alla tið verið
opnir almenningi.
Vesturbæjar-sundlaug mun þvi
taka um 250 manns i búnings-
klefa, þegar framkvæmdum er
lokiö. Þar með er þó ekki öll
sagan sögð, þvi oftast nær eru
fleiri i lauginni, margir klæða sig
úr i útiskýlum.
Ásamt framkvæmdunum við
búningsklefana er nú einnig unnið
við böð. Þá er einnig gert ráð
fyrir svokölluðum þurrkklefum.
Þurrkklefar eru nýjung i sund-
laugum hérlends. Þeir eru
eingöngu ætlaðir til þess að
þurrka sér i. Fólk getur þvi notað
þá i stað þess að þurrka sér i
sturtu, ef það kærir sig frekar
um.
Þurrkherbergin eru töluvert
stór. 1 þeim eru til dæmis set-
„Hvað er maðurinn eiginlega
að gera?" — nýstárlegur útifundur við Glœsibœ
Nokkuð óvenjuleg sjón mætti
þeim, sem voru að verzla fyrir
helgina i Glæsibæ i gærdag. Um
klukkan 6, þegar ösin er sem
mestiverzlunum á föstudögum,
stiliti einhver maður sér allt I
einu upp á stall með hátalara og
byrjaöi að tala.
Það var kannski ekki furöa,
þó sumum brygði I brún og
spyröu hverjir aðra: „Hvaö er
maðurinn eiginlega að gera.”
En það kom fljótt I ljós. Hér var
um að ræða allnýstárlegan fund
á vegum Heimdellinga, rabb-
fund i sambandi við borgar-
stjórnarkosningarnar, sem eru
framundan.
Það var Davfö Oddsson, sem
er 9. maður á framboðslista,
sem þar talaði yfir mönnum, og
menn máttu svo koma með
fyrirspurnir, sem nokkrir
gerðu.
Heimdellingar gættu þess þó
að tefja ekki um of fyrir mönn-
um við helgarinnkaupin, en
höföu rabbfundinn stuttan.
—EA