Vísir - 14.05.1974, Page 2

Vísir - 14.05.1974, Page 2
2 Vlsir. Þriðjudagur 14. mai 1974. vimsm-- — Teljið þér það vera rétta eða ranga stefnu hjá Reykjavikur- borg, að leggja áherzlu á græn svæði? Arnór Hannesson, skrifstofu- maður: —Það er ágætis hugsun, sem liggur að baki þessari áætlun. Mér finnst sjálfsagt að fjölga útivistarsvæðunum i borg- inni — ef það er ekkert annað þarfara hægt að gera við peningana. Guðmundur ólafsson, sjómaður Þorlákshöfn: — Vafalaust er þetta ágætis hugmynd. Ég bara þekki ekki nógu vel til hér i Reykjavik til að geta gert mér grein fyrir þörfinni. Hinsvegar vil ég segja það, að óhætt væri að leggja meiri áherzlu á sand- græðslu I nágrenni mins heima- bæjar, Þorlákshafnar. Jón Asgeirsson, fréttamaður: — Að sjálfsögðu er þetta rétt stefna. Ég fagna henni lika ákaft, þar sem ég sé fram á það, að eftir næstu alþingiskosningar fái ég meiri fritima. Tima, sem ég get notað til að spásséra um i al- menningsgörðum. Jóhannes Eliasson, verkstjóri, Sviþjóð: —Mér fyndist, að það mætti ljúka fyrst við að full- komna þau útivistarsvæði, sem fyrir eru i borginni. A ég þá við svæði eins og t.d. Laugardalinn. Mér finnst peningunum vera vel varið þegar þeir eru notaðir til að koma upp fallegum almennings- görðum. Hitt finnst mér mis- heppnað, að verja þeim i að hita upp Austurstrætið. i Sviþjóð mundu þeir kalla slikt, „að elda upp fyrir krákurnar”. Jón Hjartarson, leikari: — Mér finnst græni liturinn fara forráða- mönnum borgarinnar vel. Og nú má maður væntanlega búast við að sjá þá næst á beit. Sigriður Hjörleifsdóttir, hús- móðir: — Rétt stefna. Það eru ekki allir, sem hafa tök á þvi, að fara út úr bænum til að komast i snertingu viö gróður. 105. skoðanakönnun Vísis: „Er það rétt eða röng stefna hjó Reykjavíkurborg að leggja óherzlu á grœn svœði á nœstu árum? ÞAU ERU LUNGU BORGANNA Niðurstöður úr skoðanakönnuninni urðu þessar: Rétt sögðu.......................81% Röngsögðu.....................r - - .7% Óákv. voru.......................12% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, lífeur taflan svona út: Rétt........................... 92% Röng..............................8% „Það getur ómögu- lega verið röng stefna á nokkrum stað að rækta upp græn svæði”, sagði kona ein fyrir norðan aðspurð um stefnu borgarstjórnarmeiri- hlutans hér i Reykjavik. Og það var eins og út úr flestra hjörtum talað, þeirra, sem blaðamenn Visis náðu til i skoðana- könnun ekki alls fyrir löngu. — Þar var spurt: Er það rétt eða röng stefna hjá Reykjavikur- borg að leggja áherzlu á græn svæði á næstu árum? „Það er vinalegt að hafa gróðurinn”, svaraði maður einn á Akranesi. — „Mér finnst talsvert um græn svæði i höfuðborginni”, sagði einn Akureyringúr, „þótt ég heyri talað um, að Reykjavik sé ekkert nema malbik og stein- steypa. Og ég er þvi hlynntur að þessum grænu reitum fjölgi”. „Án þess að ég hafi komið svo oft til höfuð- borgarinnar og þekki þar enda litið til, þáþarf ég ekki að efast um að það sé rétt stefna að leggja áherzlu á grænu svæðin. — Ég og beljurnar minar viljum að minnsta kosti hafa nóg af grænum svæðum”, sagði einn bóndinn. í þessum dúr voru svo til einróma svör fólks i dreif býlinu við spurningunni um grænu svæðin. Það var ögn forvitnilegt að velta fyrst fyrir sér afstöðu dreif- býlinga, sem hafa þarna minni hagsmuna að gæta. Og þó.... Karl I Laxárdal sagði: „Það er rétt stefna að hafa útivistarsvæði i borginni, svo að borgarbúar þurfi ekki aö hafa eins mikið fyrir þvi að komast með fjölskylduna þangað, sem er grænt gras. Borgarbúar eiga EKKI að þurfa að fara út úr bænum til að sjá gras”. Einn og einn utanbæjarmaður var tortrygginn: „Ég held, aö þetta sé bara kosningabrella. En ég vona aö þeir meini eitthvað með þessu”. Og flestir þeirra, sem treystu sér ekki til að taka afstöðu til málsins, voru utanbæjarmenn, eða tveir þriðju. — Þeir töldu sig þá ekki geta metið, hvort ekki bráðlægi meira á einhverjum öðrum framkvæmdum á vegum borgarinnar. Þessir sárafáu, sem töldu stefnuna ranga, tilfærðu alveg ákveðnar ástæður: „Það er rangt að þenja byggðina út, eins og gert er. Húsunum á að þjappa saman á minna flatarmáli — og þá er lika skemmra fyrir ykkur að komast út úr húsaþyrpingunni i náttúruna”, sagði einn. — „Það er nógu voðalegt að vita, hvernig landi er sóað og heyjum fleygt af ræktuðum túnum”, sagði annar. — „Það er ekki rétt að taka góð lönd og sóa þeim, eins og þið gerið Reykvikingar. Setjið heldur upp lystigarða á Reykjanes- skaga”. Þéttbýlisfólkið var flest alveg ákveðinnar skoðunar um grænu reitina I borgum. Það sama varð uppi á teningnum hjá þvi, og kom fram hjá fólki úti i dreifbýlinu. Mönnum fannst lítil hætta á, að það yrði nokkurn tlma of mikið af blessaðri guðsgrænunni. „Já, hárrétt stefna. Borgirnar þurfa að anda eins og annað á jörðunni”, saL ' einn. — „Sem mest af grænum svæðum, þau eru lungu borganna”, sagði annar. „Að sjálfsögðu rétt stefna. Þetta er nógu stórt land til að ekki þurfi að hrúga niður allri steinsteypunni og malbikinu á einum stað”, varð einhverjum að orði. — „Það vantar alls staðar græna litinn i kringum okkur”. Einn og einn vildi sýna aðgát við þetta: „Ef efnahagurinn leyfir”. — „Ef ekki er farið of geyst I þetta. Það er svo mikið um öfgana”. Nokkrir voru þannig haldnir áhyggjum af þvi, að grænu svæðin yrðu of kostnaðarsöm, og það kom glöggt fram hjá þeim, sem þótti stefnan röng og lýstu sig andviga henni. „Nei, það liggur meira á ýmsu öðru”, sagði einn. „Ekki græn svæði núna, vegna dýrtiðarinnar, sem skollin er yfir”. — Og svo voru ákveðnar ástæður aðrar: Kona ein, búandi I Foss- Voginum, sagði: „Mér finnst heldur nær að friða grænu svæðin, sem við eigum hér fyrir I borgar- landinu, eins og t.d. i Foss- voginum. Hitt er rangt, að spilla þeim öllum og rjúka síðan upp til handa og fóta við að koma sér upp gervi-reitum meö pottajurtum o.s.frv.” Og önnur kona sagði: „Nei, klárum heldur fyrst almennilega það gamla, sem þegar hefur verið byrjað á, áður en við ráðumst I fleiri”. Annar Fossvogsbúi sagði: „Nei, okkur hér i Fossvoginum t.d. þykir nóg komið af sliku og vanta heldur „svört” svæði, þvi að það hefur verið þrengt æði mikið að blikkbeljunum okkar. — Hér eru stæði fyrir að meðaltali 1/2 bil á hús I landi, þar sem 1 bill er á hverja 5 íbúa”. Og I svipaðan streng tók einhver sem sagði: „Það má ekki þjappa umferðinni of mikið saman vegna grænu svæðanna. Ég treysti mér ekki til að gera upp á milli”. Og I öllu þvi orðaflóði, sem lagt hefur verið til náttúrverndarmála siðustu árin, var viöbúið, að einhver mótaði sina skoöun af þvi, eins og sá, sem sagði: „Alveg rétt og I anda ráðandi náttúru- verndarstefnu”. — Og lika hinn sem sagði: „Má ég þá frekar biðja um malbikunarherferðina hans Geirs. Ég er á móti þessum náttúru- og mengunarsér- fræðingum”. En það var lika eindæmi. „Af þessu er tvimælalaust hollusta”, sagði einhver, og það ásamt þvi, sem hér var I upphafi sagt, speglaði mjög viðhorf fólks til grænu svæðanna. —GP

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.