Vísir - 14.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 14.05.1974, Blaðsíða 3
VÖLVAN: „ÞAÐ VORAR SNEMMA..." Það fór eins og Völva Vikunnar hafði spáð um siðustu áramót, það voraði snemma og veðurbifðan , verið með afbrigöum. Slðasti mánuður var heitasti aprilmánuður þessarar aldar á Akureyri og Sunn- W lendingar þurftu svo sem ekki heldur að kvarta. Stúlkan hér á myndinni treystir á áframhaldandi góð- viðri. Hún hefur fest kaup á dökkum sólgleraugum og hún ætti að hafa not fyrir þau annað slagið i dag, veðurstofan spáir þvi nefnilega, að þaö verði bjart með köflum. Þess á milli má búast við skúrum. Hit- W inn á að vera niu til tólf stig. —ÞJM/Ljósm: Bragi ' PROCUL HARUM[ KOMA HINGAÐ I NÆSTA MÁNUÐI komið, að eitthvað gerðist i þeim málum,” bætti Amundi við. Hann hefur staðið i stöðugum bréfaskriftum við brezkar um- boðsskrifstofur og sömuleiðis gert sér ófáar ferðirnar utan á undanförnum mánuðum til að semja um innflutning á brezku poppi. Hann gerir sér vonir um að geta einnig fengið hingað á þessu sumri hinar nafntoguðu hljóm- sveitir Nazareth og Uriah Heap. „Og nú er það ljóst, að Slade, sem allir hafa beðið eftir, kemur hingað i október,” sagði Ámundi, en Slade er sú hljómsveit, sem hann hefur lagt hvað mesta áherzlu á að fá hingað, enda hefur sú hljómsveit átt hvert lagið á fætur öðru á vinsældalistum is- lenzka útvarpsins siðasta árið. Hljómleikar Procul Harum verða i Háskólabiói og hefst miðasala strax i næstu viku. Miðaverð hefur ekki verið ákveð- ið. Nú eru liðin þrjú ár frá þvi hingað hafa komið brezk stór- stirni. Siðast komu hingað Deep Purple og fylltu Laugardalshöll- ina. — ÞJM. Loksins geta Islenzkir popp- unnendur farið i biðröð til að kaupa sér miða á hljómleika með brezkri popp-hljómsveit. Amundi Amundason hefur fengið I hend- urnar undirritaða samninga við umboðsmenn hljómsveitarinnar Procul Harum og verður sú þekkta popp-hljómsveit hér dag- ana 11. og 12. júni næstkomandi. „Það var ekki hægt að svekkja krakkana á þessu lengur, þú skil- ur,” sagði Amundi i viðtali við Visi i morgun, þegar hann sagði frá komu Procul Harum. „Það er búið að standa svo lengi til að fá hingað almennilega hljómsveit frá Bretlandi, að það var mál til Procul Harum, sem skemmta Islenzkum popp-unnendum I Háskólabiói I næsta mánuði. Þeir eru dýrir, en hversu mörg hundruö þúsund þeir taka fyrir sinn snúð vildi Ámundi ekki upplýsa.... Vfsir. Þriðjudagur 14. mai 1974. ENGAR BINDANDI YFIRLYSINGAR UM STJORNARSAMSTARF Ekki er við þvi að búast, aö nokkur einn stjórnmálaflokkur verði svo sterkur að loknum alþingiskosningunum, að hann geti af eigin rammleik myndað rikisstjórn. Það ráðuneyti, sem þá verður myndað, verður 23. ráðuneytið frá þvi, að Jón Magnússon myndaði hið fyrsta 1917, og eins og flest hin fyrri verður það samsteypustjórn. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort stjórnmálaflokkarnir muni gefa um það yfirlýsingar fyrir kosningar með hverjum þeir ætla að starfa eftir þær. A fundi Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik fyrir helgina lýsti Geir Hallgrimsson þvi yfir i svari við spurningu eins fundar- manna, að Sjálfstæðisflokkur- inn mundi væntanlega ekki fyrir kosningarnar gefa yfirlýsingar um þetta efni. ' I fréttatilkynningu Möðru- vallahreyfingarinnarað loknum miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins segir, að miðstjórnin hafi fellt tillögu um „að það sé meginskylda flokksins að tryggja áframhaldandi vinstri stjórn og að flokkurinn eigi að ganga til næstu kosninga undir kjörorðinu: Afram vinstri stjórn — ekki hægri stjórn.” Strax upp úr þvi að ljóst var, að Bjarni Guðnason ætlaði ekki að styðja vinstri stjórnina i at- kvæðagreiðslu á alþingi, byrjaði Magnús Kjartansson að tala um nauðsyn þess að rjúfa þing. Taldi hann það nauðsynlegt til þess að endurnýja umboð vinstri stjórnarinnar og fá skýr- an meirihluta hennar á alþingi. Alþýðubandalagið virðist þann- ig hafa verið þeirrar skoðunar fyrir brotthlaup hannibalista, að stjórnarflokkarnir ættu að halda áfram samstarfinu. Eftir stjórnarslitin hefur þessari skoðun ekki verið haldið eins ákveðið fram. Þótt atkvæðagreiðslan i miö- stjórn Framsóknarflokksins hafi farið eins og að framan er greint, er ekki ljóst hvað flokk- urinn ætlast fyrir. Margir tóku eftir þvi, þegar Olafur Jó- hannesson sagði i sjónvarpinu, að það yrði e.t.v. ekki i langan tima sem stjórn sin sæti til bráðabirgða. Óneitanlega virð- ist mega skilja þessi ummæli á þann veg, að hann gæti hugsað sér að starfa áfram með Alþýðubandalaginu að loknum kosningum, fái hann til þess fyigi- í frásögn Alþýöublaðsins af fundi Gylfa Þ. Gislasonar með flokksmönnum sinum i lok sið- ustu viku kemur ekkert fram um það að Gylfi hafi gefið yfir- lýsingar um væntanlegt stjórnarsamstarf. Aður en slik- ar yfirlýsingar eru gefnar af honum eða Hannibal Valdi- marssyni, verða þeir að koma á sameiningunni. — BB — Slade í október. — Nazareth og Uriah Heap vœntanlegar hingað í sumar Við herðum drykkjuna — og tóbaksnotkun fœrist í aukana samkvœmt skýrslum Hagstofunnar — hvert mannsbarn á Islandi borðar til jafnaðar einn sykursekk á ári íslendingar neyttu 10.2 kg af kaffi að meðaltali hver maður árið 1972. Þeir neyttu 48,5 kg af sykri, 2,9 kg af tóbaki hver maöur, 14,9 lltra af öli (bjór) og 2,77 lltra af áfengi (hreinum vinanda). Neyzla kaffis hefur ögn dregizt saman frá 1971 til 1972, þvi ’71 neyttum við 10,6 kg kaffis. 1969 var kaffineyzlan 11,7 kg á mann, og það ár var sykurátið meira en ’72 eða 49,3 kg á mann. Hæst komumst við i sykurátinu árið 1968, en þá snæddi hver maður til jafnaðar 55,2 kg af sykri. Afengis- og tóbaksneyzlan hefur hins vegar aldrei frá upphafi byggðar i landinu verið meiri en á árinu 1972. Það er kannski djörf fullyrðing, en við förum eftir verzlunar- skýrslum frá Hagstofu íslands, og þær skýrslur, sem nýlega komu út i bókarformi, ná frá árinu 1881 til ársins 1972. Samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar neytti hvert islenzkt nef 5,4 kg af kaffi 1881,7,6 kg af sykri það sama ár, 1,2 kg af tóbakf, 1,6 litra af bjór og 2,38 litra af áfengi. Kaffineyzlan er á skýrslum þessum sögð minnst á árunum 1886 til 1890. Þá neytti hver maður aðeins 4,0 kg. Það ár fer áfengis- neyzlan lika niður á við, hver maður drakk þá 1,52 litra hreins vinanda, en i staðinn brúkuðu menn dulitið meira af tóbaki, eða 1,8 kg i stað 1,6. Afengisneyzlan var mest árið 1972. Minnst var hún hins vegar á árunum 1916 — 1920, þá giltu bannlög og samkvæmt verzlunar- skýrslum drakk hvert barn i landinu aðeins 0,37 litra. Hagstofah lætur nokkrar athugasemdir fylgja með töl- unum yfir áfengisneyzluna. Segir þar m.a., að allur innfluttur vin- andi sé talinn áfengisneyzla, þótt hluti hans hafi farið til annarra nota...en meginhlutinn muni hins vegar hafa farið til drykkjar. Þá tekur Hagstofan fram, að áfengi sem áhafnir skipa og flug- véla og farþegar taka með sér frá útlöndum, er ekki talið með i skýrslum Hagstofunnar, „en þar mun um að ræða mikið magn”, segir i athugasemd Hagstof- unnar. „Þetta ásamt öðru”, segir Hag- stofan, „sem hér kemur til greina, gerir það að verkum, að tölur um áfengisneyzluna eru ótraustar, einkum seinni árin.” Nú mun það og staðreynd, að ævinlega er einhverju áfengis- magni smyglað til landsins. Sumir segja litlu magni, aðrir telja það magn verulegt. Og hvernig sem þvi er varið, þá mun óhætt að ætla, að sérhvert manns- barn hafi að meðaltali á árinu 1972 sett i belginn á sér ögn meira en 2,77 litra af hreinum vinanda. Og svo má minna á landabrugg og bjórlögun i heimahúsum. Kannski verður endirinn sá, að við getum keppt við erlendar þjóðir i áfengisdrykkju. —GG Sjálflímandi pappír fyrir iðnað, auglýsingar, merkimiÓa ofl. SfAjj Skjalatöskur REXEL Allt fyrir skrifstofuna Heildsölubirgóir EYMUNDSSON Austurstræti 18, sími 14255 Bókaplast, niyndaalbúm P!ií|si£te!g®i H SELF-AOHESIVE Áa 1 il

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.