Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. iLaugardagur 18. mai 1974. rimsm: Ætliö þér að vinna fyrir einhvern stjórnmálaflokk á kjördag? Snorri Asgeirsson, verkamaöur: — Ef réttur aðili leitar aðstoðar minnar, er aldrei að vita, nema ég geri það, já. En ennþá er áhugi minn ekki nægur til að ég fari að bjóða fram aðstoð. Ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á pólitikinni. Ragnar Bergsson, MR: — bað munaði litlu, að ég léti skrá mig i stjórnmálafélag i fyrrahaust. Af þvi varð aldrei og ég get þvi um frjálst höfuð strokið hvað það snertir. Og ekki mun ég fara að bjóða fram aðstoð mina á kjördag. Hins vegar mun ég áreiðanlega fylgjast vel með talningu atkvæða á kosninganótt. Holberg Másson, MH: —Það hef ég aldrei gert og sé ekki fram á að taka upp á þvi fyrir þessar kosningar. Ég hef heidur ekki gert það upp við mig ennþá hvaða flokki ég ætti helzt að halla mér að. Enda verð ég ekki kominn með kosningarétt fyrir þessar kosningar. Ásmundur Danieisson, flugvél- virki: — Nei, það hef ég aldrei gert og mun aldrei gera. Það eru nógu margir, sem eru tilbúnir til að taka þátt i þessu brölti samt. Ég hef aldrei verið svo heitur, að ég byði fram aðstoð mina á kjördag. Hins vegar mun ég spenntur fylgjast með úrslitum kosninganna. Jón Gunnarsson, starfsmaður á augiýsingadeiid Timans: — Já, ég mun vinna á kjördag fyrir Framsókn, nú sem endranær. Ég er þegar farinn að taka þátt i undirbúningnum. Nei, það er enginn skjálfti þvi samfara — bara ánægja. Sigriður G u n n a r s d ó 11 i r, Þinghólsskóla, Kópavogi:— Nei það er vist ábyggilegt ekki. Kannski ég fylgist með úrslitunum i sjónvarpinu, en ég vinn hvorki fyrir einn né neinn á kjördag. bað er svo langt þangað til ég fæ kosningarétt, að mér liggur ekkert á að ákveða, hverjum ég eigi að veita liðsinni mitt. Hreint ekki hrœddur — enda ekki í fyrsta sinn, sem flugmaðurinn Claude Wilton lendir í erfiðleikum í flugi. VÍSIR spjallar við flugmanninn ó sjúkrahúsi í gœr ,,Nei, ég var ekki hræddur. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem ég lendi i slæmri aðstöðu. En ég hef aldrei komið til ís- lands áður og þekki þvi ekkert staðhætti hér,” sagði franski flugmaðurinn, Claude Wilton, sem lenti i flug- slysinu og fannst svo snemma i gærmorgun, eftir að hafa sloppið lif- andi. Visismenn heimsóttu Wilton á Borgarspitalann i gærdag til þess að rabba við hann um þessa miklu og óhugnanlegu reynslu. Menn höfðu gert sér vonir um að Wilton væri litið sem ekkert slasaður, en þegar á spitalann kom og eftir nánari rannsókn, kom annað i ljós. Wilton slapp að visu mjög vel, en hann kjálkabrotnaði, fótbrotnaði og er allur mikið blár óg marinn og hefur fengið skrámur viða. Eftir nokkra leit um Borgar- spitalann var Visismönnum bent á slysavarðstofuna, en þangað hafði hann verið fluttur eftir rannsókn. Það var reyndar hálfskritið að klæða sig i bláu plastskóna og þramma inn eftir slysavarðstofunni til þess að ræða við franska flugmanninn. Bláu plastskóna verða allir að hafa á fótum sér, sem þangað fara inn. Það er ekki oft sem flugmenn sleppa lifandi úr flugslysum eða menn yfirleitt. Þess vegna var það skritin tilviljun að hitta Wilton fyrir, hressan eftir atvik- um, og vita af flugvélarflakinu ónýtu uppi i fjöllum. „betta er allt mjög einfalt. Ég lagði af stað frá Stornaway i Skotlandi til Reykjavikur. Ég átti að flytja nýja flugvél frá Frakklandi til Bandarikjanna, þannig að leiðin lá frá Frakk- landi og þangað. t Stornaway fékk ég upplýsingar um, að ein- hvern tima væri von á nokkuð slæmu veðri, en þó ekki strax. En þessu veðri mætti ég svo, rétt áður en ég kom til Reykja- vikur.” Þetta segir Wilton okkur, þegar við biðjum hann um að segja okkur frá þvi, hvernig slysið atvikaðist. Wilton er nokkuð slappur og á svolitið erfitt um mál, enda kjálkabrot- inn En þetta eru siðustu forvöð að ræða við hann, áður en hann gengst undir aðgerð. Og ekki er beðið eftir neinu öðru en að fréttamenn ljúki erindum sin- um, svo hægt verði að hefjast handa. „Ég gat ekki sofið, þvi þaö var kalt þarna uppi. Ég gat litiö klætt mig. bvi fötin min voru ÖII i feröatösku sem var aftur i vélinni” — Claude Wilton á Borgarspítalanum I gær(Ljósm. Bragi) LESENDUR HAFA ORÐIÐ ÞINGVALLAHNEYKSLIÐ Hver hefur beðið um eins dags .hátið á Þingvöllum? Samtök fólks um allt land hafa mótmælt þvi að traðka á Þingvöllum einn dag og setja i það milljóna kostnað og það af þjóð, sem er að sigla öllu i strand með þenslu og kaupskrúfu, sem allt er að stöðva. Kaupstaðir og sýslufélög gátu gert sér dagamun i þessu tilefni, en Þing- vellir áttu að fá að vera i friði fyrir átroðningi. Og þetta er aðeins einn dagur og öllu á aö vera lokið klukkan sex aö kvöldi. Allt það sem á sér stað eru tvær bflalestir til Þingvalla fram og aftur. Það má segja að okkar vesæla þjóð er illa komin, ef nú á að ausa 100 milljónum i vegagerð fyrir þennan eina dag, 12 klukku- stundir. Það fannst nú flestum nóg að eyða yfir 100 milljónum i lystisnekkju til Akraness, ferju sem álitið er að kosti 30 milljónir að reka á ári, auk þess að gera hafnaraðstöðu i Reykjavik og Akranesi, sem talið er að kosti um 25 milljónir á hvorum stað, svo að aka megi bilum um borð. Eftir útskipun, ferðina á skipinu og uppskipun eru menn komnir á bfl upp i Borgarfjörð. Allt þetta fargan er bæði broslegt og hörmulegt og eykur ekki virðingu Alþingis, sem var litil fyrir. A siðustu hérvistardögum sið- asta þings var samþykkt tillága um að byggja lystisnekkju til bilflutninga til Vestmannaeyja fyrir 4-500 milljónir. Rikisábyrgð er 80%, Viðlagasjóður á að leggja fram hin 20%. Bilaeign Eyjabúa hefur vaxið gifurlega, þótt ekki sé nema helmingur fólksins fluttur heim. Það var ekki ætlun frændþjóða okkar, sem af mikilli rausn gáfu þúsundir milljóna til uppbyggingar i Vestmannaeyj- um, að peningarnir færu i bilferj- ur og bilakaup. Féð átti að fara i hús, en þau voru byggð uppi á landi. Um Þingvelli er það að segja, að menn voru ánægðir, þegar fjármálaráðherra stöðvaði fjár- veitingu i Gjábakkaveg, en undr- andi, þegar stjórnarformaðurinn lét kúgast af skáldjöfrunum, Matthiasi og Indriða G.! Ekki er von að stjórnarfarið sé burðugt. Listahátið skal haldin, og er áætlað tap á henni 10 milljónir. Reykjavikurborg ætlar að greiða af þvi 3,5 milljónir og staur- blankur rikissjóður 3,5 milljónir. Sagt er að flytja eigi heila sin- fóniuhljómsveit frá London til þess að spila á einum tónleikum. Slik ráðsmennska með fjármuni borgar og rikis er i raun og veru rán af almannafé. Þjóðin heimtar, að nú sé stungið við fótum og sóun á opin- beru fé sé hætt tafarlaust. Það eru nægir erfiðleikar framundan, sem hvergi sér fyrir endann á. — Hjálmtýr Pétursson. Sjá glundroðann í austri t borgarmálum öllum er ísleifur minn snar — þó ekkert geri i flaustri. Nú kjósa skal um græna stefnu I gráma fjarlægðar — eöa glundroðann i austri. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.