Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 10
10 Vísir. Laugardagur 18. maí 1974.
GOLFFERÐIN TIL SKOTLANDS:
Þeir hörðustu
y
gengu 200 km
Hluti hópsins úr Skotlandsferöinni, sem farin er á vegum Golfsambands islands, bfður eftir aö komast
á 1. teig á West Links golfvellinum.
Hláturinn lengi iifi! pdll Asg. Tryggvason forseti GSÍ og Siguröur
Matthiasson fulltrúi hjá Fí meö nýju goifhattana slna á réttum staö ....
aidrei þessu vant.
Þessar myndir hér á sföunni
eru teknar i hinni árlegu Skot-
landsferö fslenzkra golfara, sem
farin var i siðustu viku.
t þessari ferö tóku þátt um 140
manns á aldrinum 11 til 73 ára.
Eins og áöur dvaldi hópurinn i
litlu þorpi rétt hjá Edinborg, sem
heitir North Berwick, en þar i
næsta nágrenni eru margir stór-
kostiegir golfvellir, sem is-
lendingarnir sóttu fast þá daga
sem þeir dvöldu þarna.
Stæröfræðingur einn i hópnum
reiknaði þaö út, aö þeir sem dug-
legastir voru að leika, hafi gengiö
um 200 kilómetra þá niu daga sem
ferðin stóö yfir, en flestir hafi rölt
um 75 til 100 km á eftir boltanum
þessa daga.
Mikiö var um aö vera aö iokn-
um hverjum golfdegi þegar
hópurinn kom saman á hótclinu.
Sagðar voru sögur af „super-
höggum” og afsakanir gefnar I
löngum bunum á höggunum sem
mistókust.. en þau voru anzi
mörg hjá sumum ef marka má
handapatið og orðaforöann sem
þvi fylgdi.
t sambandi viö þessa ferö var
haldiö mikiö golfmót, þar sem
nær allir þátttakeudur feröarinn-
ar voru meöal keppenda. Var þar
bæöi keppt i karla- og kvenna-
flokkum, en aðalbaráttan stóö um
Feröabikar Ft, sem fararstjórar
i þessum ferðum, Birgir Þorgils-
son og Sigurður Matthiasson,
gáfu fyrir fimm árum.
Þar urðu úrslit þau, að Þráinn
Sigurðsson, Hveragerði, sigraöi
eftir aukakeppni (18 holur) viö
Jón Arnason hinn gamalkunna
badmintonkappa. Þeir léku báöir
á 08 höggunt nettó i sjálfri keppn-
inni, sem fram fór á East Links
golfvellinum. t þriðja sæti kom
Kjartan L. Pálsson, sem kom inn
á 69 höggum nettó.
An forgjafar sigraði Björgvin
Þorsteinsson frá Akureyri með
yfirburðum — lék á 72 höggum.
„Upp úr sandinum skal hún fara,
sama hvaö ég þarf aö slá mörg
högg”.
Annar varö Hallgrimur Júliusson
Vestmannaeyjum á 78 höggum,
en i þriöja sæti uröu jafnir Eirik-
ur Smith, Brynjar Vilmundarson
og Pétur Antonsson á 79 höggum.
Skiptu þeir verðlaununum á milli
sin.
t kvennaflokki var keppt um
verðlaun sem einn frægasti at-
vinnumaður Skotlands f golfi,
David Huges, gaf íslenzku konun-
um til að keppa um i framtiöinni.
Jakobina Guölaugsdóttir hlaut
bikarinn aö þessu sinni, en hún er
frá Vestmannaeyjum og hefur
orðiö tslandsmeistari kvenna i
golfi s.l. tvö ár. önnur varð
Hanna Aöalsteinsdóttir úr Kópa-
vogi og þriöja Guðný Kjærbo-
kona Þorbjarnar Kjærbo frá
Keflavik.
Þessi ferð var eins og fyrri slik-
ar feröir mjög ánægjuleg fyrir
alla scm tóku þátt I henni, en þeir
voru frá Kópavogi, Hafnarfiröi,
Garöahrepp-i Grindavik, Kefla-
vík, Vestmannaeyjum, Hvera-
geröi, Selfossi, Hornafiröi, Húsa-
vik, Akureyri, Akranesi og
Reykjavik, og töluöu allir um aö
þeir ætluðu að vera með næstu
ferö, sem veröur að ári liðnu.
—klp
Þrfr „Gentlemen” fyrir utan klúbbhúsiö á Longnyddri, Jóhann Reynis-
son Reykjavfk, Sigurjón Gislason Hafnarfiröi og Björgvin Þorsteinsson
Akureyri.
TEITLJR TÖFRAMAÐUR
‘ ' ..'; 1 - V ‘ ■ -- </ . ■'■ **
« ' <F\r -
Þakka
Mig langar ekki f bjór.
Fáðu þér bjór
drykkur fyrir
. karlmenn /
Hérna er
appelsinið
þitt.
Hvað, ertu að hafna
gestrisni okkar?
Appelsín —
oj bara!
Drekktu ekki
svona óþverra
Hættið þessu strákar,
látið hann i f riði— UH
Sjálfsagt
— með
fætinum!
Þú slóst hattinn
af mér — taktu
hann upp. s
Teitur beitir töfrakrafti sínum!
Haltu þér
fyrir utan
þetta Kalli!
Varaðu þig á
hvar þú sparkar
Framh
@ King Fraturrs .SyndicWte, Itici