Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 18. mai 1974. 3 „Vindurinn var þegar orðinn allsterkur við Vestmannaeyjar. Alla leiðin frá Stornaway og þangað var vindurinn um 35-40 hnútar, en eftir það fór að hvessa. En ég ákvað nú samt að fara upp að ströndinni og til Reykjavikur. En eftir þvf sem ég kom lengra, varð veðrið leiðinlegra, og ég fór að gizka á, að vindur væri um 60 hnútar. Ég tók þá ákvörðun að snúa við og lenda i Keflavik i stað þess að halda áfram. En ég var ekki farinn að snúa við, þegar ég missti stjórn á vélinni og hún rakst á fjall. Þetta skeði allt mjög fljótt.” — Hefurðu nokkurn tima lent i flugslysi áður? „Nei, aldrei. En þetta er ekki I fyrsta sinn, sem ég lendi i svona aðstöðu. Þetta var erfitt, en.. Eftir að þetta hafði skeð á svona snöggan hátt, kom mér eiginlega fyrst til hugar að ganga. En það reyndist mér ómögulegt. Það var svo hvasst, að ég gat ekki gengið. Ég átti ekki von á, að það yrði farið að leita að mér i þessu veðri, og ég heyrði aldrei i neinum flugvélum. Ég sá þvi, að það dygði ekki annað en að biða eftir að veðrið lagaðist. Auðvitað gat ég ekki sofið, þvi það var kalt þarna uppi. Ég gat litið klætt mig betur, þvi fötin min voru öll i ferðatösku, sem var aftur i vélinni. Þegar morgnaði fór veður að batna og var orðið gott klukkan 9. Þá tók ég þá ákvörðun að ganga til Reykjavikur. Ég sá hana, og mér virtist sem hún væri miklu nær en hún er svo I raun og veru. Ég komst að öðru siðar meir. Ég lagði þvi af stað. Eftir að hafa gengið nokkurn spöl, heyrði ég og sá til þyrlu, sem flaug fyrir ofan mig. En ég var staddur á milli kletta, þannig að flugmaðurinn sá mig ekki. Ég hélt þvi áfram. Eftir um það bil eins og hálfs tima göngu hitti ég þá, sem fundu mig (Flugbjörg- unarsveitina.)” — Hefurðu hugmynd um, hversu lengi þú verður hér? „Nei, ég veit, að ég verð að minnsta kosti tvo daga hér á spitalanum, en siðan veit ég pkIfi rnpir ” - Þú átt fjölskyldu i Frakk- landi? „Já og hún hefur fengið fregnir af slysinu að þvi er ég bezt veit.” — Hvað hefurðu verið flugmaður lengi? „Ég hef verið flugmaður i 11 ár og flogið viðs vegar um heim- inn, svo sem Suður-Afriku og fleira.” — Heldurðu áfram að fljúga eftir þetta? „Auðvitað....” — Og Wilton brosir breitt, þrátt fyrir meiðslin, og gæðir sér á sjóðheitu kaffi og smurðu brauði, sem honum er boðið upp á af starfsfólki. — EA rNYR STJORNMALAFLOKKUR: Lýðrœðisf lokkurinn býður fram til alþingiskosninga — Lög flokksins og drög að stefnuskrá lögð fram í nœstu viku Nýr stjórnmálaflokkur hefur kvatt sér hljóðs og hyggst bjóða fram í næstu alþingiskosningum að rhinnsta kosti í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi. Flokkurinn á að bera nafnið Lýðræðis- flokkurinn, og liggja fyrir bæði lög hans og drög að stefnuskrá. tJtlit er fyrir, að I efsta sæti listans i Reykjavik verði Jörmundur Ingi (ásatrúar- maður), en i Reykjanes- kjördæmi verði efstur á lista Björn Baldursson stud. jur., fyrrverandi framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Lýðræðisflokkurinn stefnir fyrst og fremst að þvi marki að leysa þann efnahagsvanda, sem atvinnulýðræðisskrumarar hafa leitt yfir þjóðina frá stofnun lýðveldisins”, sagði Jörmundur Ingi i viðtali við Visi i gær- kvöldi. „Flokki okkar verður ekki likt við neinn annan flokk, inn- lendan eða erlendan”, sagði Jörmundur ennfremur. „Stefna flokksins er algjörlega islenzk stefna og afneitar með öllu bæði vinstri og hægri stefnu, sem við álitum tilbúna af fyrrnefndum skrumurum”,. „Lýðræðisflokkurinn vill stuðla að þvi, að öllum fundum alþingis verði útvarpað og sjón- varpað”, hélt Jörmundur áfram. „Flokkurinn mun beita sér fyrir þvi, að komið verði á einni vinnumálalöggjöf fyrir landsmenn, þannig að allir njóti verkfalls- og samningsréttar. Flokkurinn vill einfalda allt dómskerfið og gera almenningi auðveldara með að reka mál sin fyrir dómstólunum. Jafnframt að fangelsisrefsing verði lögð niður fyrir auðgunarbrot, en stefnt verði að þvi að hækka sektir fyrir þannig brot og að tryggja greiðslu sekta. Það er skoðun flokksins, að framfylgja beri refsingu um leið og dómur hefur verið kveðinn upp”. „Og loks má geta þess”, sagði Jörmundur „að Lýðræðis- flokkurinn vill leggja niður verðlagseftirlitið, þar sem það hefur sýnt sig, að það hefur verið algjörlega vanmáttugt. 1 stað þess verði komið á deild i viðskiptamálaráðuneytinu, sem hafi raunhæft eftirlit með neytendamálum. Og ennfremur vill flokkurinn að hið opinbera beiti sér fyrir, i samráði við innflytjendur, sem hagkvæmustum magninn- flutningi á algengustu nauðsynjavörum”. —ÞJM GULUR ISTRUBELGUR GEYMIR PENINGANA Berglind Garðarsdóttir, Skála- gerði 9, með gula karlinn, sem liún hlaut fyrstu vcrðlaun fyrir i sparibaukasamkeppni Verzlun- arbankans. Önnur verðlaun hlaut Reynir Sævarsson, Ileiðniörk i Laugarási i Biskupstungum. Sparibaukur hans var gerður úr þrem netakúlum. Gulur og geysilega magamikill karl varð hlutskarpastur i spari- baukakeppni Verzlunarbankans, en hugmyndina átti sjö ára gömul Reykja- vikurtelpa. Samtals bárust i keppnina 829 hugmyndir frá ein- staklingum og hópum, og verður það að teljast dágóð þátttaka. „Það var ákaflega vanda- samt verk að velja og hafna”, sagði Tryggvi Arnason, trúnaðarmaður dómnefndar, sem skipuð var fulltrúa bankans, teiknikennara, handa- vinnukennara og teiknara. „Það, sem var með vanda- samari verkum dómnefndar- innar, var að ganga úr skugga um, hvort þær hugmyndir, sem þóttu athyglisverðastar, væru ekki stæling á einu eða öðru. Þeir voru alltof margir, sem mótuðu hugmyndir sinar I mynd söguhetjanna úr teiknimyndum sjónvarps eða blaða”, sagði Tryggvi. „Það þótti ekki hæfa að veita verðlaun fyrir slikar tillögur, enda hugmyndirnar eign annarra”. Úrslit I keppninni voru kunn- gerð 3. mai, og var verðlaunum þá úthlutað. Voru veitt fyrstu og önnur verðlaun og síðan fimm viðurkenningar. Upphaflega var ráðgert að veita aðeins þrjár viðurkenningar, en það reyndist óhjákvæmilegt annað en veita tvær til viðbótar. „Hinar tillögurnar að spari- baukum voru I formi snáka, gullfisks, netakúla og siðast en ekki sizt dropa. Allt ágætar hugmyndir, en guli karlinn varð samt hlutskarpastur”, sagði Tryggvi. Nú um helgina verða til- lögurnar settar upp til sýnis i Verzlunarbankanum i Banka- stræti. Innan skamms hefst fjölda- framleiðsla á gula karlinum með stóra magann,' karlinum, sem getur innbyrt peninga-, og varðveitt þá. —ÞJM j Sigurður Magnússon, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins: Hin stólharða klöpp nakinna staðreynda" Svar til samgöngu- ráðuneytisins Ég hef, allt frá þvl er ég ritaði fyrst bréf um fjármál Ferða- skrifstofu rikisins til samgöngu- ráðuneytisins hinn 20. okt. s.L, reynt að vekja athygli stjórn- valdanna á þeirri augljósu stað- reynd, að vegna mikilla skulda og óumflýjanlegs rekstrar- kostnaðar væri nauðsynlegt að tryggja þaðfé, sem bersýnilega skorti til þess að koma I veg fyrir greiðsluþrot, og var þá, og i siðari greinargerðum, miðað við 1. júni. Þegar ég hafði fengið bréflega staðfestingu þess, að stjórnvöldin væru staðráðin I að virða aðvaranir minar að vettugi, ritaði ég samgönguráð- herra bréf hinn 19. marz sl. Þar itrekaði ég enn fyrri röksemdir og iýsti þvi yfir, að ég gæti ekki veitt forstöðu fjárvana fyrir- tæki. Þessi ákvörðun min varð ekki almenningi kunn fyrr en sl. þriðjudag, 14. þ.m., en þess vegna gafst stjórnvöldunum nægur timi til stefnubreytingar. A þessu timabili reyndi ég, án árangurs, að fá það fé, sem augljóst hefir verið undanfarna mánuði að á myndi skorta um næstu mánaðamót til þess að geta staðið við þær skuld- bindingar, sem búið er að gera. Það fé hef ég ekki fengið. Þess vegna er nú komið til þess greiðsluþrots, sem ég hef varað við, allt frá 20. okt. sl. Engar tölur um fjárframlög til skuldagreiðslna og reksturs- kostnaðar á timabilinu frá þvi I sl. des. mán.og til marzmánaðar 1974 hagga þeirri staðreynd, að enn vantar herzlumun til þess að unnt verði að tryggja rekstur Edduhótelanna og aðra starfsemi Ferðaskrifstofu rikisins á sumri komanda. Með lausnarbeiðni minni i sl. marzmánuði tel ég mig hafa beitt þvi eina vopni, sem ég átti til varnar þvi slysi, sem stefnt var til. Ég trúi þvi enn, að það vopn muni reynast Ferðaskrifstofu rikisins til þeirrar lifsbjargar, sem hún verður nú að fá. Enginn getur veitt henni farsæl- lega forstöðu á næstunni án þess að fá þar til það fé, sem ég hef ekki náð — og myndi aldrei hafa fengið, ef ég hefði setið aðgerðarlaus. Ég er sannfærður um, að stjórnvöldin munu aldrei áræða að ganga I berhögg við það sterka almenningsálit, sem hlýtur að krefjast þess, að Islandi verði ekki gert það til smánar og tjóns að ekki verði nú staðið við þær skuldbindingar Ferðaskrifstofu rikisins, sem stjórnvöldin eru með sérstökum tilskipunum búin að fyrirskipa henni. Það er þetta, sem skiptir nú öllu. Hitt er smávægilegt, þó að samgönguráðuneytið reyni að gera mig tortryggilegan. Ég veit, að það er gert gegn betri vitund, og læt mér það af þeim sökum liggja f léttu rúmi. Sam- leikurinn er sá, að embættis- menn samgönguráðuneytisins hafa lagt sig alla fram við að reyna að leysa fjármálavanda Ferðaskrifstofu rikisins, en ekki orðið betur ágengt en döpur raun ber nú ófagurt vitni. Þess vegna hvarflar ekki að mér að skattyrðast við þá vegna þeirrar greinagerðar, sem þeir hafa saman sett um rekstur Ferðaskrifstofu rikisins. Það breytir engu um réttmæti stað- hæfinganna i bréfi minu til samgönguráðherra hinn 19. marz sl„ þó að reynt sé að gera meirihluta Ferðamálaráðs ábyrgan fyrir þvi, að frum- varpiðum ferðamál dagaði uppi á Alþingi, og þvi gleymt, að i bréfi til samgöngunefndar efri deildar, dags. 13. febr. sl„ gerði ég grein fyrir breytingatillögum minum. Samþykkt frum- varpsins, eins og það var lagt fyrir, hefði raunar hreint engu breytt frá þvi, sem nú er þar sem fjárhagsgrundvöllur þess var jafnótraustur og sá, sem starfsemi Ferðaskrifstofu rikisins hvilir nú á. Þar sem annað er ekki að finna en stálharða klöpp nakinna staðreynda, er engan sand að fá fyrir þá hausa, sem úrræðalausir eru. Ég hef undan- farna mánuði — i ágætri samvinnu við ágæta embættis- menn samgönguráðuneytisins — reynt að finna þessi úrræði, og ekki komið auga á önnur en þau, sem augljós voru orðin 20. okt. sl. og ég gerði þá grein fyrir. Ég hef fengið meginhluta þess fjár, sem ég taldi réttilega hinn 20. okt. sl. að nauðsynlegt væri að fá fyrir 1. júni n.k. Fyrir það er ég þakklátur. Ég hef enn ekki fengið hitt, sem á skortir, og á þess nú enga von. Þess vegna á Ferðaskrifstofa rikisins i dag við þann vanda að glima, sem ég get ekki leyst. Þess vegna verð ég að fara. En það breytir engu um sandinn og klöppina. Þess vegna er islenzkum férða- málum þess miklu meiri þörf, að hinir ágætu embættismenn samgönguráðuneytisins einbeiti nú fremur orku sinni til þess að tryggja eftirmanni minum skilning st jórnvaldanna á lifsnauðsyn Ferðaskrifstofu rikisins en að nefna það ádeilur, mistúlkun og ranghermi að gera réttum stjórnvöldum i tæka tið óhrekjanlega grein fyrir augljósum og einföldum stað- reyndum um þau frumskilyrði alls atvinnurekstrar að geta greitt áfallnar skuldir og staðið við skuldbindingar um greiðslur. Sig. Magnússon.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.