Vísir - 25.05.1974, Side 2

Vísir - 25.05.1974, Side 2
2 Vlsir. Laugardagur 25. mai 1974. risntsm'- — Hverju spáiö þér um úrslit borgarstjórnarkosninganna? Sigurður Ingóltsson, skipasm.: — Ja, ég skal ekki segja. Ég er úr Keflavik og hef þvi litið hugleitt úrslit kosninganna i Reykjavik. Hins vegar verð ég að lýsa þeirri von minni, að við fáum styrkari vinstri stjórn um land allt. Hálfdán Hannesson, bifvéla- virki: — Ég býst við litlum breytingum. Þó virðast þetta geta orðið tvisýnar kosningar og þvi fylgist maður spenntur með talningunni á supnudagsnótt... Guðjón Pálsson, forstjóri: — Ég trúi því, að sjálfstæðismenn bæti við sig einum manni á kostnað Framsóknar. Siðustu atburðir stuðla að þvi. Einkum og sérilagi var það asnaspark stjórnarinnar i bankamálum, sem að minu áliti setti stærst strik i reikninginn. Sigurjón Eiriksson: — Ég er nú orðinn 75 ára gamall, en hef aldrei skipt mér af pólitik i þessu landi. Að visu hef ég notað kosningaréttinn, en þó aðeins endrum og eins. Nei, ég hef hvorki hlustað á útvarps- eða sjónvarpsumræður stjórnmál- anna undanfarna daga né heldur lesið pólitikina i blöðunum. Ég þori þvi ekki að spá neinu um úrslit kosninganna. Þröstur Jónsson, bókbindari: — Kosningarnar fara nákvæmlega á eftirfarandi hátt: Sjálfstæðis- menn fá niu menn kjörna, tveir flokkar tapa manni, nefnilega Framsókn, sem nú fær aðeins einn mann kjörinn, og Alþýðu- bandalag, sem kemur einum manni inn. Samsteypunni spái ég þrem mönnum inn. Sama hlutfall vona ég að verði i alþingis- kosningunum. Þóra Magnúsdóttir, húsmóðir: — Æi, það þýðir ekkert að spyrja mig um stjórnmál. Ég hef ekkert fylgzt með pólitiskum umræðum eða reynt að setja mig inn í stöð- una á annan hátt. Þó sýnast mér sjálfstæðismenn geta verið öruggir með sina átta menn. Sjálfsagt ná þeir lika niunda manni inn. Fara þeir i bifvélavirkjun? Frá kynningarfundinum á Hótel Esju. Meiri menntun á bílaverkstœðum Miklar framfarir eru væntanlegar i bilavið- gerðum, ef svo fer sem horfir. Bifvélavirkjun er nýverið orðin sér- stök námsgrein i Iðn- skólanum og stefnt að þvi að auka hana á næstunni. Munum við þvi fá hóp sér- menntaðra manna i þeirri grein til starfa innan tiðar. Bilgreinasambandið hélt fyrir skömmu kynningarfund með iðnnemum, aðallega þeim, sem eru að ljúka verknámsskóla og eru að þvi komnir að ákveða, i hvaða iðn þeir fara. Þeim voru kynnt kaup og kjör i bifvélavirkjun, og gerðu það menn frá Bilgreinasambandinu og kennarar úr skólan- um. Erindi voru flutt, kvikmynd sýnd og bila- verkstæði sýnt. Tók þetta mikinn hluta dags frá hádegi. 60-70 nemar komu á fundinn. —HH | LESENDUR HAFA ORÐIÐ ELDA UPP FYRIR KRÁKUR' Sigurður Grétar Guðmundsson, sem sér um lagningu hita- lagnarinnar I Austurstræti, sim- aði: „Verkstjóri einn er spurður i dálkinum Visir spyr, hvort hann telji rétta stefnu hjá Reykja- vikurborg að leggja áherzlu á grænu svæðin. t svari sinu telur hann það að „elda upp fyrir krákurnar”, hvað sem það nú þýðir, að fara út i hitalögn i Austurstræti. Þetta orðatiltæki segir hann að Sviar mundu nota um slika framkvæmd. Kerfi það og allt efni, sem notað er i Austur- stræti er annars al-sænskt, og er notað i fjölmörgum borgum og bæjum Sviþjóðar, svo einhverjir fleiri virðast „elda fyrir krákurnar”. Kerfi þetta er verið að leggja i knattspyrnuleik- vanginn I Kópavogi, en á einum stað i Reykjavik, á bilastæði við Skúlatún, er annars konar hita- lögn.” Gufubaðið líka, Loftleiðamenn TANNSTONGLA- VERKSMIÐJA Tveir rafvirkjar skrifa: „Allmikið hefur hin siðari ár verið rætt um nauðsyn þess að auka fjölbreytni islenzks iðnaðar. Við teljum, að landinn sé ekki nógu hugmyndarikur, þegar þessi mál eru annars vegar. Við þykjumst hafa fengið hug- mynd, sem orðið gæti að veru- leika islenzkum iðnaði til eflingar og um leið til gjaldeyrissparnað- ar fyrir þjóðina. — Ljóst er, að þjóðin eyðir miklu fé i kaup á eld- HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL, 13-15 spýtum og tannstönglum, en þessar tvær vörutegundir eru, sem kunnugt er, ekkert annað en „klofinn stórviður”. Við viljum þvi skora á Vest- fjarðagoðann, sem af fyrrverandi samherja sinum var kallaður „klofningsmaðurinn mikli” — nefnilega Hannibal Valdimarsson — að hefjast nú handa við undir- búning þess að setja á stofn tann- stönglaverksmiðju. — Verk- smiðjan ætti að risa vestur i Selárdal, þvi þá leysist af sjálfu sér vandamálið með aðflutning á hráefni. Það er nefnilega til stað- ar I flæðarmálinu. Það er okkar bjargfasta sann- færing, að menn eigi að starfa að þeim málum, sem hugur þeirra stefnir til og þeim er sjálfum bezt gefiö.” Hólmar hringdi Mér þykir rétt að vekja athygli á þeirri ánægjulegu breytingu, sem orðið hefur á veitingasölu á Hótel Loftleiðum og allri aðstöðu þar fyrir gesti hótelsins. Eitt atriði er þó, sem mér finnst ástæða til að vekja athygli á, og skora á forráðamenn Hótel Loft- leiða að bæta úr hið fyrsta. Gufubað og sundlaug staðarins hefur, að þvi er mér virðist, verið hornreka um langan tima. Hvernig væri nú að bregða við i þeim efnum samhliða öðrum um- bótum? Gera þar bragarbót á rekstri — ef ekki er hægt að bæta þar starfsaðstöðu og rými fyrir gesti, þá leggja aukna áherzlu á umhugsun um gufubaðið, þannig að gestir hafi sem mesta ánægju af heimsókn sinni þangað. STAFRÓFIÐ Sjálfstæðið elska ég siðast og fyrst. Að sjálfsögðu er gaman i framsóknarvist. Ég tilheyri efalaust alþýðu hér. Það er andskoti slæmt, hve ég frjálslyndur er. Ég þarf ekki að hlusta á neitt pólitiskt pex. Ég pára við stafrófið allt, — þetta x. Ben. Ax.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.