Vísir - 30.05.1974, Page 1

Vísir - 30.05.1974, Page 1
Fimmtudagur 30. maí 1974. FERÐABLAÐ — Umhverfis jörðina á 20 blaðsíðum Erlendir túristar fœra okkur tvöfalt meira en við eyðum — en þar af er helmingur í fargjöld „Landinn” ferðast meira og meira til annarra landa, og út- lendingar hafa sótt tsland heim i sivaxandi mæli, að minnsta kosti til skamms tima. Það kemur i Ijós, að útiendingar hafa á hverju úri fært okkur um tvöfalt meira af gjaldeyri en við höfum komizt yf- ir að eyða á ferðalögum eriendis. Þó hafa tslendingar minnkað þetta bil á siðustu árum. Tæplega 20 þúsund islenzkir ferðamenn munu hafa farið utan árið 1969, en riflega 44 þúsund út- lendingar komu hingað. íslend- ingarnir eru taldir hafa eytt 265 milljónum króna i gjaldeyri á sin- um ferðum það ár, en útlending- arnir eyddu 480 milljónum i far- gjöld og 320 milljónum að auki hér innanlands, að þvi er talið er. Saman dró hlutfallslega árið eftir. Þá komu hingað til lengri eða skemmri dvalar tæplega 53 þúsund erlendir ferðamenn. Þeir eyddu 580 milljónum króna i far- gjöld og hátt á 5. hundrað milljón- um innanlands að auki. Á sama tima eyddu tæplega 27 þúsund is- lenzkir túristar erlendis 428 milljónum króna. Arið 1971 voru erlendir túristar hér orðnir rúm 60 þúsund, en rúm 32 þúsund tslendingar fóru til út- landa. Útlendingarnir eyddu 660 milljónum króna i fargjöld og 555 milljónum að auki, en tslending- arnir fóru með 590 milljónir i gjaldeyri. Erlendir túristar urðu 68 þús- und árið 1972 og færðu okkur sam- tals 1380 milljónir króna i gjald- eyri, en 37.807 islenzkir túristar eyddu á þeim tima 797 milljónum. Aukning erlendra ferðamanna varð minni árið 1973 en fyrri árin, en með vaxandi verðbólgu hér heima uxu gjaldeyristekjurnar af þeim verulega i krónum talið. Til dæmis eyddu erlendu túristarnir tæplega milljarði á timabilinu júli-september 1973, þar af 380 milljónum i fargjöld og 605 millj- ónum að auki innanlands. Þetta voru um 270 milljón krónum meiri e.jaldeyristekjur en hafði verið á sama tfmabili árið áður. 23.312 islenzkir túristar eyddu á timanum júli-september 1973 513 milljónum eða rúmum helmingi þess, sem útlendingarnir færðu okkur. —HH Hvert skal nú halda? Hvað er hér eiginlega á seyði? Jú, þetta er nautaat á Spáni. Miklum fjölda þeirra Islend- inga, sem koma til Spánar finnst það tilheyra að sjá eins og eitt nautaat. Eins og mörg und- anfarin sumur, er mestur straumur islendinga til Spánar i sólina þar og hitann. En þeir eru alltaf einhverjir, sem vilja breyta til og leita á nýjar slóðir. Sumum fellur hcldur ekki sá mikli hiti, sem er á Spáni, og hafa ekki áhuga á sólböðum. i þessu aukablaði Visis er skýrt frá helztu ferðamannastöðum heims, jafnt sólrikum stöðum sem svölum. Er leitazt við að gera þeim stöðum sem gleggst skil i sem stytztu rriáli. Er m.a. sagt frá eftirtöldum stöðum: Luxemburg, Kúmeniu, Belgiu, Hollandi, Norðurlöndunum, Ameriku, irlandi, Afríku, Möltu og Hong Kong. ,Er rétt aö taka það fram, að allar upplýsingar um verð á einstökum ferðum kunna að hafa breytzt eitthvað frá þvi blaðið var skrifað. —ÞJM Hvert fara ferðamála- sérfrœð- ingarnir? Sjá bls. 2-3 „Útbreiddur ósiður að plata tollinn" sjá baksíðu Hvað á að taka með i utanlands- ferðina? — sjá bls. 6 „Önnur bezta í heimi" — grein um Fríhöfnina á Keflavikurflugvelii bls. 10 „Vinna alltaf sólarmegin við skýin" — Flogið með Boeing 727 til K hafnar bls. 18

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.