Vísir - 30.05.1974, Qupperneq 4
4
Visir — Ferðablað 1974
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli
er nú orðin góðkunn farþegum
á Norður-Atlantshafsflugleiðinni
bœði vegna fjölbreytilegra
vörutegunda og hagstœðs verðs.
Þar sem aðalverzlunin er lokuð farþegum við heim-
komu, en opin við brottför, er þeim ráðlagt að
kynna sér vöruúrval og verð áður en haldið er
að heiman. Er einkum rétt að vekja athygli á
frönskum ilmvötnum, úrum, filmum, myndavél-
um, upptökutækjum, sælgæti, veiðitækjum og leik-
föngum, svo að minnt sé á nokkrar vörutegundir.
Við komu til landsins gefst farþegum kostur á að
kaupa við hagstæðu verði áfengi, tóbak, sælgæti,
filmurog ilmvötn i sérstakri deild Fríhafnarinnar,
sem opin er öllum þeim farþegum, er koma til
landsins. Eru forráðamenn fríhafnarinnar braut-
ryðjendur að þessu leyti. Hefur sú nýbreytni orðið
mjög vinsæl, einkum vegna þess að unnt er að
greiða vörurnar með íslenzku fé.
Þá er farþegum þægilegra að geta keypt gjafavör-
ur á leiðarenda en að flytja þær með sér frá brott-
fararstað. Allt veldur þetta vaxandi vinsældum fri-
hafnarinnar bæði við komu og brottför þeirra f jöl-
mörgu, sem fara um Kef lavikurflugvöll á leið heim
eða heiman með íslenzku flugfélögunum.
Farþegum skal bent á að aðeins má
verzla fyrir kr. 1500.- íslenzkar
Orlofsferðir verkafólks til Rúmeníu 1974
Hotel Opal Aurora
ÞRIGGJA VIKNA BAÐSTRANDARFERÐIR á Aurora
baðströndina við Svartahaf frá og með 12. maí.
Hótel Opal, 1. fl. A-hótel (byggt 1973), 8 hæða. Öll her-
bergi með sturtu/baði, WC, svölum, loftkæld, sundlaug,
sólsvalir á efstu hæð, 50 m frá strönd. Fullt fæði. ís-
lenzkur framreiðslúmaður á staðnum eða
EIN VIKA í BUCHAREST OG BRASOV. Hótel Carpati
(de luxe) og 2 vikur á Hótel Opal Aurora.
VERÐ:
Brottför 3 vikur Opal Aurora 1 vika Bucharest Brasov — 2 vikur Opal Aurora
23. júní 14. 4. ágúst, 25. júlf, ágúst 31.500.- 32.500.-
Innifalið i verði: Beint þotuf lug, gisting í 2ja manna her-
bergjum, fullt fæði, ísl. leiðsögumenn. —50% afsláttur
fyrir börn undir 12 ára aldri. — Einstaklingsherbergi kr.
250 aukalega á dag.
NÝJUNG: Ferðir á hressingarhœli í þrjár vikur:
Neptun
Innifalið i verði: Beint þotuflug, gisting í
tveggja manna herbergjum með sturtu/baði,
WC, svölum. Fullt fæði og meðferð á hressing-
arhælum samkvæmt nánari ákvörðun lækna
og óskum hvers og eins. Leiðsögn islenzkra
hjúkrunarkvenna.
Brottför 23. júni, 14. júli, Án Með Með geravite
4. og 25. ágúsl meðferðar meðferð meöferö /
VERÐ: 31.500.- 36.500.- 48.000.
Öll meðferð á hressingarhælunum ér byggð á
heilsulindum og sérþekkingu lækna og þjálf-
aðs hjúkrunarfólks á hverjum stað fyrir sig.
Neptun
almennt, þ.á.m. psoriasis,
Auk þessa er hægt að fá, á öllum þessum sföð-
um,
GERAVITE H3 og ASLAVITE meðferð elli- pg
hrörnunarsjúkdóma byggða á kenningum
Professor önu Aslan, sem fengist hefur við
slikar rannsóknir í yf ir 40 ár og er þekkt orðin
víða um heim og nú á síðari árum um öll Norð-
urlönd.
Sérstök umsóknareyðublöð af hent í skrifstof u
okkar varðandi þessar aðferðir.
Allar pantanir þurfa að berast skrifstofu okk-
ar, sem veitir nánari upplýsingar og sendir
bæklinga um þessar ferðir, hvert á land sem
er.
LAHDSSUN^
FERBASKRIFSIOFA
Alþýðuorlof
Laugavegi 54 Símar 22890 & 13648.