Vísir - 30.05.1974, Page 7
Visir — Ferðablað 1974
7
Ferðalög. Malta samanstend-
ur af þremur eyjum, Möltu,
Comino og Gozo. Milli þeirra
eru tiðar ferjuferðir, enda stutt
á milli. Daglegar skipaferðir
eru svo til Sikileyjar, og flug-
ferðir til Túnis á Afrikuströnd.
Söluvarningur. Innlend fram-
leiðsla Möltubúa er vefnaðar-
vara, keramik, silfumunir, vin,
bjór og margt fleira. Þeir flytja
svo allt inn sem nöfnum tjáir að
nefna, og tolla það litið sem ekki
neitt.
Matur. Ávexti rækta Möltubú-
ar alla sjálfir. Þeir veiða fisk,
og bjóða einnig fram margs
konar steikur. Maturinn er
sagður falla Evrópubúum sér-
staklega vel, enda eru brezk
áhrif rikjandi i matargerðinni
og framreiðslu matarins. Malta
var áður brezk nýlenda og þar
er ennþá brezk flotastöð, sú sem
mest var deilt um fyrir nokkr-
um árum.
Verðlag. Likt og annars stað-
ar við Miðjarðarhafið er verð-
lagið lágt. En það er ekki bara
lágt á innlendri framleiðslu.
Tollar eru yfirleitt mjög lágir,
ef þeir eru þá nokkrir. Þetta
gerir Möltu að gósenlandi
þeirra, sem vilja gera verzlun i
sumarleyfinu. Dæmi eru tekin
um skó, sem kosta helmingi
minna en annars staðar.
Vin. Hér getur margur
íslendingurinn sem er gefinn
fyrir að væta kverkarnar,
látið það eftir sér. Borðvin og
önnur létt vin eru sögð „hlægi-
lega ódýr”. Sterk vin, eins og
t.d. viski, kosta um eitt og hálft
pund flaska, eða um 300 krónur.
Hótel. Nýbyggð, flest með
sundlaugum. Allir verðflokkar,
en mest um góð ferðamanna-
hótel.
En það, sem ílestir munu lik-
lega telja aðalkostinn við að
ferðast til Möltu, er það, hversu
ómengað landið er ennþá af
túrismanum.
Englendingar hafa mest ferð-
azt þangað, en það eru aijeins
nokkur ár siðan ferðalög þeirra
fóru að aukast i einhverjum
mæli. Norðurlandabúar og
Italir eru nú ásamt Englending-
um þeir, sem mest sækja til
Möltu.
Og vlst er að eitthvað verður
þar af Islendingum. Þeir, sem
fóru i fyrstu ferðirnar þangað i
haust hafa nefnilega verið að
láta bóka sig aftur, að sögn
starfsfólks Ferðamiðstöðvar-
innar.
— ÓH
Köln
Charioroi
Trier
MONDORF- LES-BAINS
Saarbrucken
Reims
Paris
Base
LEIÐIR TIL ALLRA ÁTTA
— Luxemborg, landið í „hjarta Evrópu"
Það eru um tuttugu ár
frá því Luxemborg komst
i raun og reynd á landa-
kort islendinga, þótt
/,litla landið í hjarta
Evrópu" hafi auðvitað
alltaf veriðá þeim landa-
kortum, sem kennd eru í
íslenzkum skólum. Þá
komust Island og Luxem-
borg í beint samband í
þess orð fyllstu merkingu
og þær skipta þúsundum
flugferðirnar milli land-
anna síðan.
Ég man vel fyrstu áætlunar-
ferð Loftleiða til Luxemborgar,
þar sem fyrst var flogið til
Hamborgar með fyrirmenn
flugmála á íslandi — daginn
eftir til Luxemborgar — flug-
leiðin New York, Reykjavik,
Hamborg, Luxemborg varð þá
að veruleika. Hamborg féll
siðar út af dagskrá. Þennan
sunnudagsmorgun fyrir um 20
árum hófst ævintýri — ævintýri
á vængjum loftsins, sem tengt
hefur tvær af minnstu þjóðum
Evrópu miklum vináttu- og
viðskiptaböndum.
Sléttlendi Norður-Þýzkalands
hvarf i móðu Rinar þennan
fagra sunnudagsmorgun —-
siðan hækkaði landið, þegar
flogið var inn yfir landamæri
Luxemborgar. Hrikafagurt
land, fjöll og dalir, og eftir
örskot var flogið inn yfir höfuð-
borgina, Luxemborg. En hvar
átti að lenda?
Malar- og moldarbingir
birtust framundan, stórvirkar
vinnuvélar, örmjó flugbraut,
sem fimir fingur islenzku flug-
mannanna beindu vél sinni að.
Nett lending. Luxemborgarar
voru að byggja sinn flugvöll i
útjaðri borgarinnar, og þegar
hávaði hreyfla Loftleiða-
vélarinnar stöðvaðist, heyrðist
enginn annar flugvélasnýr.
Ræðuhöld, fögnuður og
Móselvinið fræga skolaði niður
næturhrolli Hamborgar.
1 dag er stöðugur gnýr á flug-
velli Luxemborgar, þó að
hreyflar Loftleiðaþotu stanzi,
og eru þó ófáar lendingar hjá
Loftleiðum daglega á Luxem-
borgarflugvelli. Þar er allt á
ferð og flugi — flugvöllur
mikilla anna, sem islenzka flug-
félagið setti fyrst skrið á. Nú
liggja leiðir til allra átta frá
flugvellinum i Luxemborg.
En við skulum fyrst halda inn
i hina þúsund ára höfuðborg
landsins — Luxemborg — það er
ómaksins vert. Borg með
svipaðan ibúafjölda og Reykja-
vik — um áttatiu þúsund — og
einhver fegursta borg Evrópu.
Þar mætast á sérstæðan hátt
nýi og gamli timinn — virki og
virkisveggir, garðar og klettar.
Og brýr skipa veglegan sess i
borgarlifinu, alls 98 að tnlu.
Tengja saman borgarhluta,
ekki aðeins yfir ár, heldur
einnig dali. Stórar brýr og litlar
— sumar mikil byggingaafrek
fyrr á öldum i þessu landi, sem
oft var nefnt „Gibraltar
norðursins” — óvinnandi virki.
Garðar Luxemborgar eru við-
frægir — dalurinn milli gamla
og nýja borgarhlutans einhver
fegursti staður, sem hægt er aö
koma i. Það má enginn, sem
kemur til höfuðborgarinnar,
láta hjá liða að koma i garðinn
að kvöldlagi, þegar ljóskastarar
lýsa upp brýrnar, brekkurnar,
blómin og virkisveggina.
Unaðsreitur — stolt Luxem-
borgar.
Luxemborg er litið land —
aðeins einn fertugasti af stærð
Islands. Þar búa 350 þúsund
ibúar. Lengd landamæra
landsins er aðeins 356 kiló-
metrar — þar af 148 km við
Belgiu, 135 km við Vestur-
Þýzkaland og 73 km við Frakk-
land. Mesta vegalengd frá
norðri til suðurs i Luxemborg er
82 km. Frá vestri til austurs 57
km.
Velmegun er mikil i Luxem-
borg. Það vekur strax athygli
ferðamanns, hve mikið er af
bilum á götum höfuðborgar-
innar — nýjum, fallegum bilum,
og þegar grennslazt er i hag-
skýrslur, kemur i ljós, að bila-
eign er meiri i Luxemborg en
nokkru öðru landi i Evrópu
miðað við fólksf jölda. Sama
gildir um sima, sjúkrarúm, svo
eitthvað sé nefnt — já, Luxem-
borgarar likjast okkur
Islendingum að þvi leyti, að þeir
nota simann mikið.
„Vegir iiggja til allra átta”
frá Luxemborg, landinu i hjarta
Evrópu. Það hafa Islendingar
uppgötvað á siðustu árum. Æ
fleiri fara til Luxemborgar —
áningarstaðar til ýmissa staða i
Evrópu. Verzlunarferðir til
Luxemborgar hafa einnig færzt
mjög i vöxt á siðari árum.
Það er líka stutt „að skreppa”
til stórborgar i Vestur-Þýzka-
landi. Aðeins 80 km til Saar-
brucken i Saarhéraði og leiðin
mjög fögur, meðal annars farið
yfir Mosel. 1 Saarbrucken eru
miklar og góðar verzlanir, en
borgin að öðru leyti litið spenn-
andi.
En það er einnig stutt til
ýmsra annarra borga i Vestur-
Þýzkalandi; 160 km til Bonn,195
km til Kölnar 180 km til Frank-
furt, 190 til Heidelberg — og
rúmar 200 km til Göppingen,
þar sem Geir Hallsteinsson
gerir nú garðinn frægan með
handbolta sinum. Til Munchen
eru rúmir 300 km og 250 km i
gleði- og heilsuborgina Baden
Baden.
1 suður er stutt til Frakklands
frá Luxemborg — aðeins 60 km
til Metz og 344 til Parisar. 1
vestur eru 350 km út að Ermar
sundi — i norður 216
til Brussel, 300 til Rotterdam og
375 km til Amsterdam, en
þessar tvær siðustu borgir eru
sagðar beztu verzlunarborgir
Evrópu.
Þannig mætti lengi halda
áfram og það er vissulega rétt,
sem Luxemborgarar sjálfir
segja — landið er i hjarta
Evrópu.
—hslm