Vísir - 30.05.1974, Page 14
14
Vfsir — Ferðablað 1974
BELGÍA OG HOLLAND
lif. Alls staðar við strönd Ermar-
sunds og Norðursjávar eru bað-
strendur og hótel auk skemmti-
staða fyrir sumargesti. En þeir,
sem hafa kynnzt strandlifi Suður-
Evrópu, fara varla að gera sér
ferð á þessar slóðir til að njóta
sólar og sjávar. Fátt er merkilegt
við strönd Belgiu, en við sjávar-
siðuna i Hollandi er unnt að sjá,
hvernig Hollendingar hafa af
óþreytandi elju numið land úr sjó.
A sviði lista eru Hollendingar
þekktastir fyrir málara sina og
þangað er ekki siður unnt að fara
i pilagrimsferðir á vit málaralist-
arinnar en til Parisar og Italiu.
Hér verða aðeins nefndir tveir
hollenzku meistaranna,
Rembrandt og Vincent van Gogh.
Einstakt úrval af verkum bess
fyrrnefnda er aö finna i Rijks-
museum i Amsterdam, en verk
van Goghs eru i Kröller Miiller-
safni, skammt frá borginni
Arnhem nálægt landamærum
Þýzkalands, og Stedelijk Museum
i Amsterdam.
Geri menn sér ferð til Hollands
til að skoða listaverkin þar, ættu
þeir alls ekki að láta hjá liða að
koma við i Belgiu sömu erinda.
Það er einkum i Brussel og bæj-
unum vestur af henni, flæmska
hluta landsins, þar sem unnt er að
skoða stórbrotin listaverk. í Ant-
werpen eða Anvers, eins og borg-
in heitir á frönsku, og Brussel er
unnt að sjá fegurstu verk Rubens.
Grand-Place i Brussel er eitt
listaverk, ekki sizt á kvöldin, þeg-
ar gullskreytingar húsanna
glampa i ljósabaði.
Ögleymanlegt er að hafa komið
til Brugge eða Bruges, sem er
smábær fyrir vestan Brussel I 97
km fjarlægð frá borginni. I
Brugge er unnt að kynnast mál-
aralist flæmsku meistaranna og
stórkostlegum byggingarstil. Þar
geta menn siglt um siki eins og i
Amsterdam, og þar er ótrúlegt
úrval knipplinga, sem Belgar
hafa löngum verið þekktir fyrir
eins og gott konfekt.
Ekki er unnt að skilja við lista-
lif Belgiu án þess að minnast á
tónlistarkeppnina, sem reglulega
er efnt til i Brussel og kennd er
við Elisabetu drottningu, ömmu
Baldvins Belgiukonungs. Þrjú ár
i röð er efnt til keppni i fiðluleik,
pianóleik og tónsmiðum, en
fjórða árið er hlé. Það er einkum
keppnin i fiðluleik og pianóleik,
sem laðar tónelskt fólk og snill-
inga til borgarinnar. 1956 vann
Vladimir Ashkenazy fyrstu verð-
laun i pianóleik á Elisabetar-
keppninni. Engin keppni er á
þessu ári, en 1975 verður keppt I
fiðluleik og siðan koll af kolli.
Hér er ekki unnt að gera neina
úttekt á verðlagi i Hollandi og
Belgiu. Segja má, að verðlag i öll-
um Efnahagsbandalagslöndun-
um ,sé svipað, þótt einstakar
vörutegundir kunni að vera ódýr-
ari i einu þeirra en öðru. Þannig
hefur löngum verið sagt, að fatn-
aður sé sérstaklegá' ódýr i
Amsterdam og hvergi sé unnt að
fá jafn ódýra og glæsilega máltíð
og i veitingahúsum Brussel.
1 Hollandi komast ferðamenn
mjög vel áfram með þvi að tala
ensku, og i flæmska hluta Belgiu
er oft betra að bregða fyrir sig
ensku en frönsku — vottar þar
fyrir málstriðinu milli Vallóna
og Flæmingja, sem landið
byggja. 1 Brussel eru bæði málin
jafnrétthá, franska og flæmska.
Franskan er þó greinilega meira
töluð, og Vallónum finnst sjálf-
sagt, að allir tali heimsmálið
frönsku, og eru þeir þvi litið fyrir
enskumælandi gesti eins og
frændur þeirra,Frakkar.
Almennt er óþarfi að greiða
þjórfé á veitingastöðum i þessum
löndum, þvi að það er innifalið I
verðinu, sem þjónninn ritar á
reikninginn. Leigubilstjórum og
þjónum á kaffihúsum skal greitt
15% þjórfé. Þeim, sem fara i
kvikmyndahús eða i leikhús i
Belgiu, er ráðlegt að hafa 5
franka pening viö höndina til að
láta i lófa stúlkunnar, sem óhjá-
kvæmilega visar þeim til sætis.
Ekki er unnt að fljúga með is-
lenzkurr. flugvélum beint til flug-
valla i þessum löndum. Áður fyrr
flugu Loftleiðir til Amsterdam i
Hollandi. Auðveldast er að kom-
ast til áfangastaðar i Belgiu og
Hollandi með þvi að fljúga héðan
til London, skipta þar um vél og
fara með henni annaðhvort til
Brussel eða Amsterdam. Það tek-
ur innan við klukkustund að
fljúga til þessara borga frá Lond-
on. Einnig er unnt að fljúga með
Loftleiðum til Luxemburg og
ferðast þaðan með járnbrautar
lest eða öðru farartæki til áfanga-
staðar. Frá Luxemburg til
Brussel 216 km. Almennt flugfar-
gjald fóa Islandi til Amsterdam
er 31.012 kr.
Þeir tslendingar eru liklega fáir, sem ferðast til Hollands og Beigiu I
þeim erindagjörðum einum að taka sér hvild frá störfum og skemmta
sér. Til marks um það má nefna, að engar Islenzkar ferðaskrifstofur
skipuleggja ferðir til landanna tveggja beint héðan. Flestir Islendingar
fara til landanna vegna starfs slns eða til að kynnast starfsemi Atlants-
hafsbandalagsins, sem hefur bækistöðvar sinar I Brussel, höfuðborg
Belglu. Fæstir þessara ferðalanga eiga þess nokkurn kost að kynnast
nokkru öðru en þvl, sem erindi þeirra beinist að.
Viðskipti Islands við Holland og
Belgiu hafa ekki verið mikil. Þótt
islenzk skip stundi tiða vöruflutn-
inga til og frá höfnum þessara
landa, eru islenzku vörurnar yfir-
leitt seldar annars staðar en i
löndunum tveimur og uppruni
varningsins til Islands er utan
þeirra. Hafnarborgirnar þjóna
Mið-Evrópu og Suður-Evrópu.
Ýmis alþjóðleg fyrirtæki hafa
bækistöðvar sinar i Evrópu i
þessum löndum, einkum Belgiu.
Og við Rotterdam eru einhverjar
stærstu oliuhreinsunarstöðvar i
Vestur-Evrópu.
Brussel hefur verið kölluð höf-
uðborg Evrópu. Þar eru höfuð-
stöðvar Efnahagsbandalags
Evrópu, skrifstofuveldi, þar sem
nálægt 10.000 manns vinna. Bygg-
ingar Efnahagsbandalagsins eru
skammt frá miðborg Brussel.
Það eru aðeins nokkur ár siðan
aðalbyggingin var reist, mikil
glerhöll. Oftar en einu sinni hafa
starfsmennirnir þar gert verkfall
til að mótmæla lélegri vinnuað-
stöðu einkum vegna slæmrar loft-
ræstingar, sem megnar ekki að
vinna gegn sólarhitanum.
Höfuðstöðvar Atlantshafs-
bandalagsins eru skammt frá
Brussel-flugvelli, i útjaðri
borgarinnar. NATO flutti til
Brussel 1967, eftir að Frakkar
höföu bætt þátttöku i sameigin-
legu varnarkerfi bandalagsin-. 1
smábænum Casteau við borgina
Mons um 50 km frá Brussel er
SHAPE, þ.e. Evrópuherstjórn
NATO. Má segja, að þar hafi á
skömmum tima risið fullkomin
borg fyrir herforingja og starfs-
menn þeirra.
Mörgum starfsmönnum NATO
þótti litið til þess koma að flytja
frá stórborginn- Paris til
„sveitaþorpsins” Brussel. Sumir
þeirra hafa aldrei flutt fjölskyld-
ur sinar til Brussel og fara til
Parisar um helgar og á öðrum
fridögum. Fjarlægðin milli borg-
anna er um 300 km.
Islenzku sendiráði var komið á
fót I Belgiu, um leið og Atlants-
hafsbandalagið flutti til Brussel.
Tómas A. Tómasson er sendi-
herra Islands þar, en skrifstofur
sendiráðsins eru i byggingum At-
lantshafsbandalagsins.
Sendiherra Islands i London,
Niels P. Sigurösson, er sendi-
herra gagnvart Hollandi. Islenzk-
ir námsmenn hafa aldrei veriö
fjölmennir hvorki i Hollandi né
Belgiu.
Segja má, að enginn sérstakur
árstimi ráði ferðum manna til
Belgiu eða Hollands — nema
þeir ætli að skoða blómskrúðiö I
Hollandi. Fari menn i þeim erind-
um er bezti timinn til að sinna
þeim frá 15. april til mailoka.
Flestir ferðamenn fara þá til
borganna Haarlem og Leiden,
skammt frá Amsterdam. Vorið er
einnig fallegt i Ardennafjöllunum
i austurhluta Belgiu, og þó ekki
sizt á haustin, þegar skógarnir
taka að skipta litum.
Ekki er unnt að mæla með þvi,
að menn ferðist til Hollands eða
Belgiu til að stunda baðstranda-
Islenzku skipafélögin stunda
áætlunarferðir til Antwerpen i
Belgiu og Rotterdam i Hollandi.
Tiðastar eru ferðir Eimskipafé-
lags Islands, en skip á þess veg-
um fara á 10 daga fresti til beggja
hafnanna. Hafskip sendir skip
hálfsmánaðarlega til Antwerpen
og Samband islenzkra samvinnu-
félaga mánaðarlega til Rotter-
dam. Það tekur um 5 daga að
sigla frá tslandi til þessara hafna.
Hvorki Hafskip né Sambandið
hafa rými fyrir farþega um borð i
skipum sinum, og það fer eftir þvi
hvaða skip Eimskipafélagið
notar, hvort farþegar eru um
borð eða ekki.
Hvorki i Hollandi né Belgiu eru
vegalengdir miklar um löndin
þver og endilöng. Það sést m.a. á
vegalengdinni frá Luxemburg til
Amsterdam. Luxemburg er i suð-
austur horni Belgiu, en
Amsterdam i norðvestur hluta
Hollands og þar á milli eru aðeins
375 km. Frá Antwerpen til
Brussel eru 47 km og 100 km til
Rotterdam. Frá Rotterdam til
Amsterdam er 71 km, Haag, höf-
uðborg Hollands er þar á milli i 22
km fjarlægð frá Rotterdam. Milli
Brussel og Amsterdam eru 200
km, eða eins og frá Reykjavik til
Vikur iMýrdal.
—BB—
LÍTILFJÖRLEGAR
BAÐSTRENDUR
- EN EILlF LIST