Vísir - 30.05.1974, Qupperneq 17
Vísir — Ferðablað 1974
17
Að drekka
ÍRLAND
o
Irland — „eyjan græna” er eitt
þeirra landa, sem flestir islenzkir
ferðalangar eiga enn eftir að
kanna. Kannski finnst fólki, að tr-
land sé of nærri okkur til að vera
forvitnilegt. Og kannski imynda
mcnn sér, að þar i landi dynji
skothrið alla daga og allar nætur
stranda á milii.
An efa er hvort tveggja mikill
misskilningur.
Það er ekki út i hött, að trland
hefur verið kallað „eyjan
græna”. Enskir segja stundum,
að þessi fyrrverandi nýlenda
þeirra sé eins og undirskál.
Barmarnir eru setnir fjöllum en
siöan er afliðandi landslag inn
undir miðjuna, þar sem eru iöja-
grænar mýrar og sléttur.
Hvað vitum við um íra?
Drykkfelldir trúarofstækis-
menn? Kannski heldur einhver
það — og svo sem i lagi að álita
náfrændur sina þannig gerða.
En Bjarni Gunnarsson kennari,
sem nam I Trinity háskólanum i
Dublin um fimm ára skeið, vill
ekki kalla tra drykkfellda: „Þeir
eru ekki drykkfelldir, en þeir
drekka mikið.”
Við fengum Bjarna til að segja
stuttlega frá írlandi og írum —
m.a. vegna þess, að nú bjóða
ferðaskrifstofur næsta hagstæðar
ferðir til írlands.
Lykt af nitjándu
öldinni
„Græni liturinn er mjög rikj-
andi á írlandi. Landið er mjög
flatt, nema syðst og nyrzt”, sagði
Bjarni Gunnarsson.
„Það er alls staðar fallegt. Og
það er alls staðar friðsælt. Lands-
byggðin lyktar af nitjándu
öldinni. Viða um sveitirnar eru
rústir gamalla kastala og fleira
þ.h. Og menn geta gengið að þvi
visu, að hvarvetna hittir maður
fyrir skrafhreifið, hjálpsamt fólk
sem vill allt fyrir mann gera.
Irar eru skemmtilegir
samræðumenn, en þó er fæstum
þeirra um það gefið að ræða póli-
tik og trúmál — a.m.k. ekki nema
mjög yfirborðslega — en
brandarar um presta og póli-
tikusa fjúka gjarnan.”
Hvað með enskuna þeirra — er
hún verulega frábrugðin venju-
legri London-ensku?
„Þeir tala ensku yfirleitt mjög
skýrt. Maður kemst fljótt niður i
þeirra mállýzku, enda vilja þeir
allt til vinna, að maður skilji þá.”
Mikill ferðamannastraumur?
„Já. En ferðamenn, sem til Ir-
lands fara, eru kannski svolitið
öðruvisi en ferðamenn eru yfir-
leitt, sem eru á leið I sumarfri.
Þeir eru nær þvi að vera plla-
grimar en sóldýrkendur. Það
kemur margt Amerlkumanna til
írlands. Fólk, sem er að leita uppi
forfeður slna, alla gömlu
Kellyana og Kennedyana eða
hvað þeir nú heita. Og Englend-
ingar skreppa margir yfir sundiö
til að finna frið og góöan golfvöll
eða fylgjast með veðreiðum.”
Að fara á krá og
horfa á veðreiðar
Hvað myndir þú gera I Dublin,
ef þú hefðir svo sem tvo daga til
ráðstöfunar þar og tuttugu pund?
„Nú er erfitt að svara. Ég held,
að ég vildi ekki fara og vera tvo
daga i Dublin. Mér fyndist svo
erfitt að fara þaðan aftur. En ég
byrjaði á þvl aö kaupa mér blað
til að sjá, hvað er á seyði. Síðan
færi ég á veöreiðar. írar hafa
mikið yndi af hestum og
veðreiðum.”
Myndirðu veðja?
„Já. Ég myndi veðja svona
hundrað krónum.
Umkvöldiðfæriégá krá — og
það er rétt að taka það fram, að
ég þyrfti engin tuttugu pund til að
gera það, sem mér fyndist
skemmtilegast.
Ég færi á krá. Og ekki neina
amerikaniseraða krá, þar sem er
dansað, heldur veldi ég mér írska
krá, söngvakrá, þar sem fólk
syngur þjóðlög og sötrar sinn
bjór. A slikum stað er gaman að
vera einn og taka lagið og lenda I
samræðum við íra. Kannski hittir
maður fullorðinn mann, sem
hefur barizt I frelsisstrlðinu. Og
sá kann nú ógrynni sagna,
sannar og lognar, og það er stór-
kostlegt að sitja og hlusta.
Ég hefði llka áhuga á að fara I
leikhús og sjá irskt leikrit!’
Þegar ókunnur ferðalangur
kemur fyrst til Dublinar, hvernig
er bezt fyrir hann að snúa sér, er
erfitt að rata?
„Nei. Það ér erfitt að villast.
Allar lestir fara frá einum stað og
sömuleiðis áætlunarbllar og
strætisvagnar. Það er kannski
skynsamlegt að eyða svo sem
einum eftirmiðdegi i strætó. Ég
mæli þá með leið tiu. Sá vagn fer
þvert gegnum borgina og endar
úti I dýragarði. Leiðir vagnanna
eru skipulagðar á svipaðan hátt
og I Bretlandi. Þetta eru tveggja
hæða vagnar og fargjaldið miðast
við vegalengdina, sem farin er.”
Bjarni benti á, að vilji menn
kynnast raunverulegum Irum,
irsku þjóðinni, þá sé bezt að fara
út á land.
Ferðir um landsbyggðina eru
auðveldar. Það er hægt að fara
hringinn kringum landið jafnt til
Norður-Irlands og Suður-Irlands
með lestum eða áætlunarbílum og
fargjöld eru lág. Einnig er hægt
að leigja bila til ákveðins tlma, og
greiðist þá ekkert kilómetra-
gjald. Ogeinn ferðamátinn er enn
til — það er að leigja asnavagn
eða hestvagn, sem hægt er aö sofa
I, og ferðast þannig um sveita-
héruð.
íslenzkar feröaskrifstofur geta
annars veitt greinagóðar
upplýsingar um slikar írlands-
ferðir.
—GG
bjór og syngja
gpssöt
BRÖTTFÖR: 15. júní, 6. júlí, 3. 17. og 31. ágúst og 14.
september.
MALTA er orðin vinsæll ferðamannastaður — en laus við hið
mikla flóð ferðamanna, sem einkennir svo marga staði.
Tryggið far áður en það verður um seinan
MALTA ER PARADÍS FERÐAMANNSINS
MALTA hefur upp á margt aS bjóða fyrir ferSamanninn:
★ Milt og þægilegt loftslag
it Góð hótel, þjónusta og víðkunna gestrisni
it Gæði í mat og drykk
★ Baðstrendur lausa við alla mengun
Glaðværð og skemmtanir við allra hæfi
if Hagstætt verðlag
FerðamiðstÖðin hf.
Aðalstræti 9 — Símar 11255 og 12940