Vísir - 30.05.1974, Síða 18

Vísir - 30.05.1974, Síða 18
18 Vísir — Ferðablað 1974 „Vinnum; ogið með oeing 27 FÍ alltaf il Kaup nanna afnar sólarmegin við skýin" — Enda eru þeir ekki fóir sem þró að komast í það starf. „Það er súrefnisgrlma þarna við hliðina á þér. Það tekur ekki nema nokkrar sekúndur að koma henni fyrir, ef þú'þarft á henni að halda, sko...svona gerirðu.... Ef þú vilt hlusta þegar við töium við flugturninn, þá snýrðu þessum takka þarna svona, og svo set- urðu þetta tæki við eyrun, og þá heyrirðu... Svo er vist bezt fyrir þig aö spenna þig....” ,,Þetta er ekkeít flúkið, og við höfum það bara rólegt. Sérðu þetta kort hérna. Hér sjáum við veður og veðrabreytingar i lofti. Hér er svo Biblian okkar um borð. Hún hefur að geyma aðflugskort af ýmsum flugvöllum I heimin- um, að vlsu aöallega I N-Evrópu. Og sérðu svo þennan mæli hérna, og svo þennan þarna...” Það er sko ekkert. grín fyrir leikmann að setjast niður fyrir aftan flugstjóra I stjórnklefa I flugvél, eins og Boeing 727 þotu Flugfélags íslands, ef hann hefur einhvern tima fengið þá hug- mynd, að hann gæti skilið allt það, sem þar fer fram, á stuttum tlma. Nei, sannast að segja veltir maður þvl fyrir sér, hversu lang- an tima það taki að læra á öll ósköpin, og hvernig menn geti setið þarna frammi I, rétt eins og þeir sætu i hægindaától heima hjá sér. En þeir, sem bezt þekkja til, segja, að það fari hvergi betur um flugmann en við stjórntækin. Og þaö var ekki að sjá annað en að það gilti um þá Anton Axelsson flugstjóra og Karl Karlsson flug- mann, I þeirri ferð, sem blaða- maður og ljósmyndari VIsis skelltu sér með til Kaupmanna- hafnar fyrir stuttu. Nú bregða menn sér til Kaupin rétt eins og verið væri að fara i smáferð innanlands. Allt er gert til þess að farþeganum llði sem bezt á leiðinni yfir hafið. Menn geta jafnvel keypt sér guðaveigar og góða lykt fyrir lítinn pening um borð, til þess að hfa með sér i land. Farþegarnir komast vart hjá þvi að sjá hvernig flug- freyjurnar vinna, en hvað um þá, sem ráða ferðinni og farþegarnir setja allt sitt traust á? Farþeginn sér litið sem ekkert af þvi, hvernig þeir vinna, og margur hefur aldrei nokkurn tima séð stjórnklefann sjálfan. En hann er svo sannarlega eftirsóttur stjórnklefinn sá. Smá- pollar standa eftir á jörðunni, mæna á eftir þotunni, og segja hver við annan: Ég ætla að verða flugmaður, þegar ég verð stór. A næsta götuhorni stendur svo kannski öllu eldri piltur, ef til vill með atvinnuflugmannspróf, mænir á eftir þotunni með sama glampa I augum, og óskar þess heitast af öllu að sitja I vinstra sætinu. Þeir kalla það að komast I vinstra sætið. Flugstjórinn situr nefnilega i sætinu vinstra megin. En sjálfsagt myndi allur sá fjöldi ungra manna, sem leggur dyggi- lega inn umsókn hjá flugfélögun- um um starf, ekki siður þiggja hægra sætið, þar sem aðstoðar- flugmaðurinn situr. Markaðurinn er þröngur en eftirspurnin gífurleg. Þaö er heldur ekkert amalegt að vinna alltaf I sólinni. „Við vinnum alltaf I sólinni, við erum alltaf sólar- megin við skýin”, segir Karl Karlsson aðstoðarflugmaður, eft- ir flugtakið I Keflavík. Boeing 727 er heldur ekki lengi að komast upp fyrir skýin, sem liggja lágt yfir suðausturströndinni. Það tekur hana um það bil 15—18 mlnútur að klifra upp I 33 þúsund feta hæð, og þegar þangað er komið, er flogið á 950 km hraða. 33 þúsund feta hæð er náð yfir Fagurhólsmýri. Þá er stefn- an tekin á norðurhluta Færeyja. Þó að flugmennirnir skipti öllu máli um borð I þotunni, þá er ann- ar sem hefur ekki minna hlut- verk. Það er einn elzti starfsmað- ur Flugfélags íslands, Ásgeir Magnússon flugvélstjóri. Hann getur t.d. stjórnað hlustarverk og hellu farþega, þegar vélin hefur sig á loft og I lendingu! „Ég hef llklega flogið 600—700 sinnum hér yfir Færeyjar”, segir Asgeir okkur, þegar við fljúgum þar yfir. „Af öllum þeim skiptum hef ég séð þær greinilega I 10—12 skipti. Skyggnið er alltaf hálflé- legt þar yfir.” Og honum hlotnast ekki aö sjá Færeyjarnar greini- lega I þetta skipti, hvorki á leið- inni til Kaupmannahafnar né á heimleiöinni, eftir tæpra tveggja tlma stopp þar. „Þetta er eins og Kleppur-hrað- ferð,” segja flugmennirnir og klma, og ekki nema von að þeim verði það að orði. Flugið út þarf ekki að taka nema um tvo og hálf- an tíma, ef flogið er beint. Þaö eru þeirra „lúxus-túrar” segja þeir, enda eru þá engar millilend- ingar. En þó flugtiminn sé stuttur er nóg aö gera. Það sést bezt hjá flugfreyjunum. 5 flugfreyjur voru I vélunum til að byrja með, en nú hefur þeim verið fækkað I 4 á lengstu áföngunum. Frá þvl far- þegar stlga um borð, er þeim þjónað á allan hátt. Yfirflugfreyja I þessari ferð er Rúna Bína Sigtryggsdóttir, en með henni eru Hrafnhildur Olafs- dóttir, Helga Stefánsdóttir og Agnes Eirlksdóttir. Nóg er aö gera um borð, og á meðan stöðv- að er á flugvöllum erlendis, þarf ein flugfreyja að vera um borð. Hún þarf að sjá um að skipt sé um matarbirgöir, allt óhreint sé tekið frá borði og þar fram eftir götun- um. Hinar geta fariö I búðir á flugvellinum eöa annað. I sumar verða starfandi 72 flugfreyjur hjá Flugfélagi Islands og mun ekki veita af. Hátlminn I fluginu er rétt að hefjast. Hann stendur yfir frá þvl I mai og út september-mánuð nú oröið. Þeir mega þvl sjálfsagt bú- ast við að hafa nóg að gera næstu mánuðina, sem flugu þessa ferð út, enda fer flugstjórinn, Anton Axelsson, strax næsta morgun aftur til Kaupmannahafnar.... — EA „Þetta er eins eg Kleppur-hraöferö”, sögðu þeir og klmdu, Karl Karlg- son flugmaður t.v., eg Anton Axelsson flugstjóri t.h. Það virðist svo sannariega nóg að athuga I stjórnklefanum. Fremst er einn elzti starfsmaöur Ft. Þaö er Ásgeir Magnússon, flugvélstjóri, sem segja má aö geti stjórnaö heliu farþega I flugtaki og lendingu. Viö stjórntækin sitja svo Anton Axelsson I vinstra sæti og Karl Karlsson í þvi hægra. Þaö er nóg að gera hjá flugfreyjunum frá þvi aö farþegar stlga um borö. Hér býður yfirflugfreyjan i þessari ferö, Rúna Blna Sigtryggs- dóttir, farþega velkomna. Það er eins gott að nógur matur sé til um borð, og það er athugað áður en flugferðta hefst. — þel|a Stefánsdóttir fiugfreyja.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.