Vísir


Vísir - 05.06.1974, Qupperneq 1

Vísir - 05.06.1974, Qupperneq 1
64. árg. — Miðvikudagur 5. júni 1974. — ðO.tbl. VELKOMINN, ÓLAFUR! Smjör „spekúlo- • * # # sjon „Efþú átteða getur útvegað þér þrjár milljónir króna, þá kaupir þú þér 30 frysti- kistur og fyllir þær af smjöri. Siðan selur þú frysti- kisturnar og smjörið, þegar niðurgreiðslutimanum lýkur i haust. Ætla má, að sölu- verðið verði þá um 5 milljónir króna. Þegar kostnaður við umsvif, raf- magn og fleira hefur verið dreginn frá, er hagnaður þinn um 65% á þremur — sex mánuðum”. Þetta dæmi er tekiðtilum ójafnvægið, sem allir kannast við I efnahags- málum þjóðarinnar. —Sjá leiðara bls.6 fréttir á bls.3 og baksiðu. Fékk * Kolumbus fréttirnar af Vínlandi í Reykjavík? Við höfum orðið varir við talsverðan áhuga á kenn- ingum þeim, sem fræði- maðurinn Káre Prytz kom með um ferðir Kolumbusar. Tveir lesendur hafa haft samband við Visi og bent á prentaðar heimildir um komu Kolumbusar til Reykjavikur 1477. Virðist svo sem Kolumbus hafi fengið fréttirnar af Vínlandi hinu góða i Reykjavik i febrúarmánuði þetta ár. — Sjá LESENDUR HAFA ORÐIÐ á bls 2. Hver er hann þessi Karpov? — ungi skóksnill- ingurinn kynntur — sjó bls. 6 Rœndu jarli — vilja fanga í hans stað sjó bls. 5 „Heimsvalda- sinnar búa sig undir stríð," segir sovézki varnarmóla- rúðherrann sjó bls. 4 HBIMSÓKN ÓLAFS NOREGSKONUNGS HAFIN: JAFNVEL SÓUN BRÁST IKKI VN> MÓTTÖKUNA — mikill fjöldi fagnaði Noregskonungi í morgun Þjóöhöfðingjarnir og forsetafrúin við komuna til Ráöherrabústaöarins i morgun. Sólin skein þá mjög glatt og allir i sólskinsskapi —Ljósm:Bragi Allt gekk I smáatriðum sam- kvæmt áætlun við konungs- komuna. Jafnvel sóiin brauzt fram úr skýjunum rétt i þann mund, er Noregskonungur hafði stigið á land, heiisað forsetahjón- unum og lúðrasveitin byrjaði að leika þjóðsöngva Noregs og islands. Þegar fréttamenn sigldu á móti konungsskipinu klukkan niu I morgun, var enn skýjað. Skipið var þá útaf Gróttu. Ægir sigldi nokkuð á undan, en á eftir fylgdu herskipin „Þrándheimur” og „Stavanger”. Ólafur konungur var i brúnni og veifaði til fréttamannanna, sem fylgdu skipinu spottakorn á hraðbátnum „Diplomat”. Ljós- myndarar blaðanna kepptust viö að festa konungsskipið á filmur. Nokkrir yfirmenn skipsins voru á þönum fram og aftur um skipið, en aðeins fimm hásetar voru sjáanlegir. Þeim fjölgaði þó fljótt, og eftir stutta stund var búið að skipa átta hásetum i röð frammi i skipinu og öðrum átta aftar. Siðan bættist þriðja röðin við aftast. Yfirmennirnir virtust vera að fara yfir seremóníurnar með þeim, en stilltu sér svo upp við hlið þeirra, þegar konungs- skipið fór að nálgast hafnar- mynnið. Þá var veriö að ljúka við að draga upp fánaborgina. Varðskipið Ægir og norsku her- skipin höfðu stanzað nokkuð fyrir utan hafnarmynnið, og sigldi konungsskipið inn um klukkan hálftiu. Stóð mannfjöldinn alls- staðar, þar sem hægt var að fylgjast með athöfninni. Var út sýnið frá þaki Tollstöðvarinnar vel nýtt. Húrrahróp upphófust, þegar konungur gekk niður landganginn og forsetahjónin tóku á móti honum og fylgdarliði hans. Meö konungi I förinni eru m-A. utan- rikisráðherra Noregs, ritari konungs og hirðmarskálkur. Þegar þjóðsöngvar Noregs og Islands höfðu verið leiknir, kynnti forsetinn konung og fylgdarlið hans fyrir forsætisráðherra Islands cg ráðherrum, borgar- stjóranum i Reykjavik, ýmsum yfirmönnum stjórnarráðsins og fleiri embættismönnum, sem höfðu raðað sér meðfram rauöa dreglinum. Siðan var ekið af stað til Ráð- herrabústaðarins i fimm svörtum og gljáandi bifreiðum. Fóru þjóð- höfðingjarnir fremstir. Þeir sem ekki höfðu náð að komast nógu nærri til að sjá það, sem fram fór viö land- ganginn, höfðu nælt sér I þeim mun betri stað við akstursleiðina til að sjá Ólaf Noregskonung á leiðinni til Ráðherrabústaöarins. Við Ráðherrabústaöinn voru börn af barnaheimilum borgar- innar mest áberandi og veifuðu þau fánum slnum ákaft. Konungurinn var að visu ekki með kórónu eða veldissprota, en blái borðinn og öll heiðursmerkin vöktu talsverða hrifningu barn- anna. Athöfnin I bústaðnum var stutt, en áður en forsetinn yfirgaf bú- staðinn, gekk hann með konungi fram á svalirnar, og veifuðu þeir til mannfjöldans sem hylli þjóðhöfðingjana. —ÞJM

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.