Vísir


Vísir - 05.06.1974, Qupperneq 2

Vísir - 05.06.1974, Qupperneq 2
2 Vlsir. Miðvikudagur 5. júni 1974 VÍSIESm: Teljið þér, að Sjálfstæðisflokkn- um takist að ná hreinum meiri- hluta á þingi i næstu alþingis- kosningum? Tómas Sigurðsson, bifreiðar- stjóri: — Það tel ég fráleitt. Það hefur aldrei skeð áður, að þeir hafi fengið fleiri atkvæði i alþingiskosningum en i bæjar- og sveitarstjórnarkosningum, og ég trúi því ekki að það gerist núna. Þorsteinn Ólafsson, verkamaður: —Þvi er fljótsvarað. Nei, þeir ná þvi alls ekki núna. Þorsteinn Johnson, verzlunar- stjóri: —Ég er alveg viss um það. Þeir taka þessar kosningar með yfirburðum eins og þessar siöustu. Sigurfinnur Þorsteinsson, hús- vörður: —Ég er ekki svo mikill spámaður, að ég geti sagt um það svona á stundinni. En ég tel, að miklar likur séu á þvi. Það verður i það minnsta hörð barátta um sætin, það er eitt sem vist er. Guðmundur Einarsson, fulltrúi: —Ég tel allar likur á þvi. úrslitin i bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum sýna það glöggt, og ekki kæmi manni á óvart þótt þeir bættu við sig atkvæðum. Dóra Guðrún, kennari: —Ég ætla svo sannarlega að vona, að þeir geri það. Þingvallabœrinn — þeir voru að Ijúka innréttingunni: KONGUR ÆTLAR AÐ ÞIGGJA KAFFIBOLLA ÞAR Þegar komið er að Þingvallabænum, er erfitt að imynda sér, að burstirnar séu nýbyggingar, svo vel falla þær að hinum eldri. Ljósm. Bragi. tvær Það var fjölmenni I kaffi hjá Kristinu Jónsdóttur, prests- maddömunni á Þingvöllum, er Visir kom þar við i gær. „Með okkar börnum eru hér frá 12 til 28 smiðir og málarar I kosti. Þeir eru að ganga frá nýju burstunum tveim, sem ákveðið var að bæta við Þingvallabæinn”. Þessum framkvæmdum er nú svo til lokið, og er við litum inn I bæinn, var þar verið að ryksuga og hengja upp hillur. Bilar voru að koma með húsgögn úr Reykja- vfk. Innan veggja er allt vandað, en með fornum blæ, hvitmálaðar spjaldahurðir, gylltir húnar, ljóst veggfóður. Otidyrnar eru útskornar i stil við dyr gamla bæjarins. „Það er nánast tilviljun, að þessum framkvæmdum lýkur fyrir konungskomuna. Að þvl var ekki sérstaklega stefnt”, sagði Aðalsteinn Maack, fulltrúi húsa- meistara rikisins á staðnum. Konungur heldur til Þingvalla á morgun og snæðir hádegisverð I Valhöll og þiggur slðan aö öllum likindum kaffi I Þingvallabænum eða kemur I það minnsta I stutta heimsókn þangað. Þessar framkvæmdir eru á vegum forsætisráðuneytisins, og mun húsnæðið ætlað gestum þess. „Ég get ekki annað sagt en mér finnist, að vel hafi til tekizt með þessa viðbót, sagði Kristin húsfreyja á staðnum,, og þrátt fyrirallar umræðurnar, sem voru um þessar framkvæmdir, hafa þær gengið fljótt og vel, og ég tel, að flestir séu ánægðir með árangurinn”. —JB & LESENDUR HAFA ORÐIÐ Lárus Salómonsson: Kristófer Kolumbus vor hér órið 1477 Samkvæmt meðfylgjandi heimild var Islenzkum fræði- mönnum það kunnugt, en heimild þessa er að finna I „Timariti hins islenzka bókmenntafélags”, áttunda árgangi, 1887, bls. 120: „1477 kom mjög göfugur gestur heim til Islands, ef göfugleikmn fer annars eptir frægð og fremdarverkum. Það var hvorki meira nje minna en Columbus sjálfur. Hann var þá að braska I þvl, að koma landaleitum sinum I kring. Sumir eru á þvi, að hann hafi fengið fregnir um fund Vin lands á tslandi, og sje þvi Amerlkufundur hans bein af- leiðing af landafundum ís- A YACHT VOYAGE. Letters Jrom High Latitudcs: BEISG SOitE ACCOUXT OF A VOUAGE, /.V iSj6, /.V TUE SCUOOXEK VACIIT " FOA.V," lendinga i fornöld.(l) Aptur segja aðrir, að það sje ómögulegt, og færa til þess sannanir, sem yrði oflangt að telja hjer upp. E. Löffler, dósent I landafræði við háskólann I Kmh., er einn af þeim. (2) Ekkert hefir Columbus skrifað um ísland , svo menn viti, en getur þess I brjefi, að hann hafi komið þar. Eptir þvi sem Oscar Peschel segir, (3) kom Sebastian Cabot lika til Islands 1498, áður en hann fór aðra ferð sina til Amerlku. Sami höf. getur þess (4), að ekki sje óllklegt, að feðgarnir Cabot hafi heyrt gefið um fund Vin lands áður en þeir fundu Vestur- heim 1497.”, Höfundur þessarar heimildar er Ólafur Davíðsson stud. mag. (1) Sjá t.d. Om de Engelskes Handel og Færd paa Island i det 15. Aarhundrede, især með Hensyn til Columbus’s formeentlige Reise dertil i Aaret 1477, e. Finn Magnússon (Nord. Tidskrift f. Oldkyndighed, II b. Kmh. 1833, bls. 112-169, einkum bls. 127-128, 167-169), og Ander- son, R.B.: America not discovered by Columbus, Chicago 1877, einkum bls. 12, 85. (2) Haandbog I Geografien. Kmh. 1883-1885. Bls. 568. (3) Geschichte der Erdkunde. Miir.chen 1865. Bls. 261. (4) Sama rit. Bls. 260-261. Framanritað er rifjað upp I til- efni af viðtali við Norðmanninn Káre Prytz sem birtist I VIsi þ. 31. mal, ef það kæmi einhverjum að gagni. Því má bæta við, að mikill Islenzkur fræðimaður Skúll Ó. Theodórsson, hefur skrifað um, að Kolumbus væri af Islenzkum ættum. Ég læt öðrum eftir að hafa uppi á þeim skrifum. Illlllllllll ■■■■■■■■■■■■ Var Kristófer á 1477? — Nortmaiur lagiit gota lanaat þat og tinnig at Co/umbui ha/i ritat am Vinlandilart Itlfl KOLUMBUS KOM í FEBRÚAR 1477 ... skrifar Dufferin lúvarður 1856 frú Rvík ICELAN'D, JAN MAYEN, AND SPITZBERGEN. BY LORD DUFFERIN NEW YORK: R. WORTHINGTON, 750 BROADWAY. 4 1876. VI.] TUE OLD GREEULA.VD CÖt.O.VY. 37 What could havc becn thc calainity which suddenly annihilated this Christian peaple, it is impossible to say ; whether they wcre massacrcd by some warlike tribe of nativcs, or swcpt oll to the iast man by thc terriblc pcsti- lence of 1349, called “T|ie Black Death," or,—most hor- rible conjecture of all,—bclcaguercd by vast masses of ice setting down from the Polar Sea along the eastern coast of Grcenland, and thus miserably frozen,—we are never likcly to know—so utterly did they perish, so mysterious has bccn thcir doom. On thc other hand, ccrtain traditions, withrcgard to ihe discovéry of a vast contincnt by their forcf.uhcrs avvay in the south-vvest, scems ncvcr cntirely tohavc dicdo'.it of the memory of thc Icelanders ; and in thc month of Fcbruarj', 1477, thcre arrivcs at Rcykjavik, in a barquc bclonging to thc port of Bristol, a ccrtain long visagcd, grcy-cyed Gcnoese marincr, vvlio vv.\s obscrvcd to take an amazing intcrest in hunting up whatever was known on thc subjcct. Whcthcr Columbus—for it was no lcssa personagc than he —rcally learncd anything to confirm him inliis noblc rcso- lutions, is unccrtain ; but vvc havc still cxtant an historical manuscript, written at all cvcnts bcforc thc ycar 1395, that is to say, one hundred yeárs prior to Columbus’ voyjge, which contains a minutc account of hovv a ccrtain pcrson namcd Licf, while sailing ovcr to Grcculand, was drivcn out of his course by contrary winds, until he found hiinsclf ofl an extcnsive and unknown coast, which incrcascd in beau- ty and fertility as he desccndcd south, and how, in consc- quence of the representation Licf inadc on his rcturn, suc- Sígurður Björnsson, verk- fræðingur hringdi: „Þegar ég las greinina I Visi, þar sem sagt var frá skrifum Norðmannsins um að Kolumbus hefði komið til Islands, áður en hann fór vestur um haf og fann Amerlku, þá kom mér I hug, að þetta hefði ég lesið áður. Það var I bók, sem ber heitið „A Yacht Voyage” og er safn bréfa Dufferins lávarðar frá 1856. Þá mun hann hafa komið hingað á skútu sinni „Foam”. Dufferin lávarður skrifar 28. júnl 1856 frá Reykjavik m.a. þetta: ,,....og ifebrúarmánuði 1477 ber hér að i Reykjavik I barkarskipi frá Bristolhöfn margsigldur, gráeygður sæfari frá Genúa, sem menn tóku eftir að snapaði uppi allt, sem hann fann um málið. (Um landafundi forfeðra lands- manna I suðvestri. — Innsk. Vfsir) Hvort Kolumbusi — en þetta var hvorki meira né minna en hann sjálfur — lærðist eitt- hvað raunhæft, sem ýtti undir hans göfuga ásetning, er óvist....” Þannig skrifar Dufferin lávarður. Hann vitnar ekki I neinar heimildir eða færir neinar sönnur fyrir þessari fullyrðingu sinni, rétt eins og þetta væri al- mælt og á allra vitorði hér á Is landi ....sem sé svo almenn vitneskja að það hvarflaði ekki að honum, að þörf væri á að leggja fram einhverja staðfestu á þessu máli sinu. Það eru greinilega fleiri, af þessu að dæma, heldur en Norð- maðurinn, sem Vísir sagði frá, á þeirri skoðun, að Kolumbus hafi fengið fréttir af Vinlandi hér hjá okkur íslendingum.” THE EARL OK DUFKERIN.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.