Vísir - 06.06.1974, Side 3

Vísir - 06.06.1974, Side 3
Vísir. Fimmtudagur 6. júni 1974 3 Loðna á dag kemur getunni í lag Jæja, þá er loks komiö I ljós, hvað Japanir eru að vilja með alla þessa loðnu, sem þeir kaupa af okkur. Gf til vill er lika skýringin á fólksfjöldanum i Japan sú hin sama. Þeir hafa sem sagt haft þá trú um aldir, japönsku karlmenn- irnir, að loðnuát auki kyngetu þeirra til muna. Þetta litla fisk- krili á að færa mönnum aftur æskuglóö þeirra og getu. Þar I landi er það þar af leiöandi talin hrein ástarjátning, þegar kona býður manni loðnu til átu. Þetta kom fram á kynningu á islenzkum vörum, sem haldin var i Káupmannahöfn fyrir nokkru og að sjálfsögðu vakti þetta feikilega athygli danskra blaðamanna. Var mikið skrifað um þessa upp- götvun i dönsk blöð og jafnvel birt forsiðumynd af loðnu i einu þeirra. Engu var likara en loðnan hefði nú bjargað framtið dönsku þjóðarinnar. Eftir þetta hafa margar fyrir- spurnir borizt til Sölustofnunar lagmetis og er engu likara en Danir séu almennt uggandi um kyngetu sina. Það skyldi þó aldrei fara svo, að Danmörk yrði okkar stærsta markaðsland fyrir loðnu? Svo sakar heldur ekki, að loðnan er mjög ljúffeng og hentug til fjöl- breyttrar matreiðslu. Lesendum okkar til nokkurs léttis skal þess getið, að niðursoðin loðna fæst i verzlunum hérlendis. —JB— Músíkin stórkostleg hjó honum Jóni" w — segir Guðrún A., sem sést nú að nýju á sviði Þjóðleikhússins í Þrymskviðu. „Fjalirnar i Þjóðleikhúsinu hafa að mestu verið lausar við mig siðan hérna um árið, þegar ég söng I Brúðkaupi Fígarós. Ég held, að þær hafi alveg þolað það, og ég lika, þvl mér hefur liðiö dásamlega siðan, enda kann ég vel við að syngja svona út um allt. Ég veit, að ég á að vera i glæsilegum kjól i Þrymskviðu, og þá veit ég, að mér liður vel, og þvi er ég ekkert farin að hafa áhyggjur út af frumsýningunni”. Þetta sagði Guðrún Á. Sim- onar söngkona, sem syngja mun eitt aðalhlutverkið i verð- launaóperu Jóns Asgeirs- sonar, Þrymskviðu, sem frumsýnd verður i Þjóðleik- húsinu föstudaginn 14. júni nk. er við spjölluðum við hana i morgun. „Þetta er mikil ópera hjá honum Jóni og músikin i henni stórkostleg. Efnið er margþætt og ólikt þvi, sem er i flesum öðrum óperum. Það vill oft verða svo, að söngvarnir eru keimllkir hver öðrum I svona stórum óperum, en ekki þessari. Við söngvararnir erum alltaf að gera kraftaverk á stuttum tíma. Við höfum æft nú I tæpar sex vikur og erum við verða anzi góð, þótt ég segi sjálf frá — enda erum við öll góð. Það eina, sem vantar i verkið, eru kettir. Ég syng hlutverk Freyju, en hún var mikið fyrir ketti eins og ég, en leiktjaldarmálarinn hefur ekki haft þá með — ekki einu sinni mynd eða styttu af þeim, hann hefur sjálfsagt haldið, að hann væri að gera mér óleik með þvi” —klp ÓLAFSFJARÐARKAUPSTAÐUR: r „Af ram með sjúkra- hússbygginguna" „Eitt af fyrstu verkefnunum, sem þjóðhátiðarnefnd ólafs- fjaröarkaupstaðar setti á oddinn, var það að hrinda af stað áframhaldandi fram- kvæmdum við byggingu sjúkra- húss og elliheimilis hér á staðnum”, sagði Kristinn G. Jóhannsson, skólastjóri gagn- fræðaskólans á Ólafsfirði og for- maður þjóðhátiðarnefndar, þegar Visir leitaði upplýsinga um þjóðhátiðarhald þar nyðra. „Frágangi húsgrunnsins var að mestu lokið, þegar fram- kvæmdir stöðvuðust fyrir all- nokkru siðan. Það var ráðizt i byggingu sjúkrahúss og gagn- fræðaskóla samtimis, sem reynist vera of viðamikið verk- efni I senn, og af þeim sökum lagðist vinna við sjúkrahúsið niður”. hélt Kristinn áfram. „En nú er skólabyggingin risin og þvi hægt að taka til við sjúkrahúsið, þar sem frá var horfið. Þá má geta þess, að við Ólafs- firðingar erum nýbúnir aö sam- þykkja teikningu að skjaldar- merki kaupstaðarins”, sagði Kristinn. Hann hefur sjálfur hannað platta, sem gefinn verður út i 200 eintökum i tilefni hátiðarhaldanna á Ólafsfirði 17. júni. Hann teiknaði einnig slikan þjóðhátiðarplatta fyrir Eyfirðinga. Þjóðhátiðarnefnd ólafs- fjaðrarkaupstaðar hefur gert annað átak i útgáfumálum, hún hefur látið gera fyrsta ferða- bæklinginn um Ólafsfjörð. „Dagskrá þjóðhátiðarinnar er ekki fullmótuð ennþá”, sagði Kristinn. „Ýmislegt er þó i bi- gerð og þá m.a. það að koma upp byggðarsýningu, sem gæti orðið fyrsti visirinn að byggða- safni. Sýningin á að standa mestan part sumars.Þá er Leik- félag Ólafsfjarðar með sýningar á „Skugga-Sveini” um þessar mundir i tilefni þjóðhátiðar”. Ennfremur má geta þess, að Tóniistarfélagið á staðnum er að æfa sérstakt söngprógram til þjóðhátíðarnefnd á Ólafsfirði beitir sér fyrir því, að haldið verði áfram við bygginguna þar sem frá var horfið flutnings 17. júni. Hestamanna- félagið, skátar og iþróttafélögin eru einnig með sitthvaðá prjón- unum, en fyrirhugað er að hafa eitthvað til skemmtunar alla þrjá dagana 15, 16. og 17. júni. Að lokum gat Kristinn þess, að unnið væri að þvi að fá frá Listasafni A.S.Í. yfirlits- sýningu, sem spannaði yfir siðustu áratugi aftur til alda- mótanna —ÞJM Guðrún A. Slmonar syngur hlutverk kattævinarins Freyju I óperunni Þrymskviðu, sem frumsýnd verður IÞjóðleikhúsinu föstudaginn 14. júni. Hér er hún á æfingu ásamt Guðmundi Jónssyni, sem hefur hlutverk Þórs, og Magnúsi Jónssyni I hlutverki Heimdalls. — Ljósm. Bj. Bj. LÖGFRÆÐINGURINN BÚINN AÐ FÁ NÓG AF FISCHER SÍNUM Lögfræðingur Bobby FischerS/ heimsmeistara í skák/ sá sami Paul Marshall/ sem islending- ar munu minnast frá samningaþófinu í kringum heimsmeistara- einvígið hér i Reykjavik, kvartar undan því, að skjólstæðingur hans leiði alveg hjá sér 3,2 milljón dala skaðabótamál Chester Fox. Paul Marshall hefur þvi beðið áfrýjunarrétt Manhattanrikis um að leysa sig undan mál- flutningsskyldum við umbjóð- anda sinn. Segist hann hafa fengið nóg af heims- meistaranum. Marshall lögmaður segir, að Fischer hafi verið ósamvinnu- þýður, óaðgengilegur og hunzi málið algerlega, svo að ekki sé unnt að flytja málið fyrir hann eins vel og skyldi. Menn hér heima minnast þess, þegar Fischer þvertók fyrir að sjónvarpstökuvélar væru hafðar i gangi I Laugar- dalshöll, meðan hann tefldi ein- vigisskákirnar við Spassky. Shester Fox, sem keypt hafði sjónvarpsréttinn, bar af skapa, þvi að hann hafði lagt i nokkurn kostnað til þess að geta gert sjónvarpsmynd um einvigið. Chester Fox höfðaði síðan skaðabótamál á hendur Fischer i október 1972, þar sem hann sakaði Fischer um samnings- rof. Krafðist hann 3,2 milljón dala bóta. Varanlegur vegur fró Selfossi að Skeiða- vegamótum „Við erum að leita eft- ir tilboðum i áframhald- andi framkvæmdir við Suðurlandsveg. Þ»etta sem nú er boðið út, er um 14 km kafli frá Sel- fossi um Flóa og austur að Skeiðavegamótum” Þetta sagði Sigurður Jó- hannsson vegamála stjóri um væntanlegai hraðbrautarfram- kvæmdir á Suðurlandi i sumar. „Þessi vegaspotti var á vega áætlun 1974 og við ætium að fram kvæmdir hefjist seinast i júli og verði lokið haustið 1975. Þettf verður sams konar vegur og sá sem liggur að Selfossi þ.e. mei oliumöl. Gamla vegastæðini verður i stórum dráttum fylgt ai Skeggjastöðum, en þar verðu rétt úr veginum. Það er kannski ekki rétl að ver: að gefa upp nákvæmar áætlani um kostnað, áður en tilboð hafi borizt. En þetta er verk upp á all að 200 milljónum króna. Það er erfitt að segja nákvæm lega fyrir um næstu stórfram kvæmdir okkar, þar sem alþing lauk ekki endurskoðun vegaáætl unar fyrir árið i ár og það næsta Þingið hefur ekki heldur lokii gerð vegaáætlunar fyrir árin 197( og ’77. Við höldum þó áfram mei Vesturlandsveginn, og i sumai verða einnig hraðbrautafram kvæmdir i kringum Lónsbrú vii Akureyri, en varaniegt slitlag verður sennilega ekki lagt fyrr er næsta sumar. Um framkvæmdir Sverris Runólfssonar höfum við ekkert frétt nýverið. Hann fékk að velja úr þrem vegaköflum á Kjalar- nesinu og fékk vilyrði fyrir þeim spotta, sem hann'valdi. Hins veg ar hefur hann ekki enn skilai verklýsingu og við höfum ekki út hlutað honum verkinu ennþá” —JE

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.