Vísir - 06.06.1974, Blaðsíða 8
8
Visir. Fimmtudagur 6. júni 1974
Geir R. Andersen:
íslenzko verðbólguöngþveitið
Efnahagsundur í neikvœðum skilningi undir vinstri óstjórn
Viðmiöun vinstri
stjórnarinnar.
Það.er kaldhæðni forlaganna,
að vinstri óstjórnin islenzka,
„stjórn hinna vinnandi stétta”,
sem hvað mest hefur fordæmt
stjórnskipulag Grikkja og Portú-
gala, skulihafa tekið mið af verð-
lagsþróun þessara tveggja rikja
og vera i öðru sæti, á eftir Grikk-
landi, hvað verðbólgu snertir, en
Portúgal, hin fyrirmyndin að is-
lenzkri verðlagsþróun, er i þriðja
sæti.
Island með vinstri stjórn að
völdum er þvi eitt þeirra þriggja
rikja af hinum 24 aðildarrikjum
Efnahags- og framfarastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, OECD, sem
kemst i 30% verðbólguskalann,
ásamt fyrirmyndum i^lenzkra
efnahagsmála, Grikklandi og
Portúgal, (Grikkland með 33,4%
verðbólgu, ísland með 32% og
Portúgal með 30%).
Væntanlega fer að komast á
nánari samvinna milli þessara
þriggja rikisstjórna, varðandi
efnahagsmál en hingað til hefur
verið, og er ekki seinna vænna,
áður en kveðjustund þessarar
vinstri stjórnar hér á landi rennur
upp.
Meðalaukning verðbólgu i öðr-
um vestrænum löndum á siðasta
fjárhagsári Efnahagsstofnunar-
innar, sem lauk 31. marz sl. var
12%, og meðalaukning verðbólgu
i OECD-löndunum á 10 ára tima-
bilinu 1961—1971 var 4%. Næsta
tiu ára timabil mun ekki sýna
eins lága meðalaukningu verð-
bólgu, og ekki sizt fyrir þátt
hinnar einstæðu óstjórnar núver-
andi vinstri stjórnar á Islandi,
þótt ekki hafi setið nema tæp þrjú
ár.
„Launajafnréttið"
fagnaðarerindið falska.
Það mál, sem allir stjórnmála-
flokkar á tslandi hafa haft á
stefnuskrá sinni og boðað eins og
„fagnaðarerindið”, er að „launa
jafnrétti verið aukið” launamis-
munureigi að hverfa, og sé þetta
sú stefna, sem miði að allsherjar
velgengni i þjóðfélaginu.
Þetta er þó eitt hið falskasta
fagiiaðarerindi, sem nokkru sinni
hefur verið boðað, og er i raun
stórkostiegt ábyrgðarleysi og
gengur i berhögg við eðlilega
þjóðfélagsþróun. Þetta vita allir,
sem vilja vita, ekki sizt stjórn-
málaleiötogar hinna vinstri öfga-
afla hér á landi.
En þetta faiska fagnaðarerindi
vinstri flokkanna gegnum árin er
ein helzta orsök fyrir þvi, hve
langt islenzkt efnahagslif og
verðlags- og kaupgjaidsmál
hafa sokkið á undanförnum ár-
um og eru nú komin á það stig, að
á öllum sviðum blasir við gjald-
þrot og stöðnun. Allir aðal-at-
samninga við þær stéttir, sem eru
i hærri launaflokkum og eiga
ekkert skylt við stéttir verkalýðs-
samtakanna.
Launajafnrétti og barátta fyrir
afnámi launsmismunar eru
i sannleika fjarstæðu-
kennd hugtök og alls-
fridaga, kaffihléa og annarra lög-
skipaðra frávika frá samfelldri
vinnutilhögun. Hvað skyldi t.d.
kosta stórt iðnaðarfyrirtæki að
þurfa að stöðva alla vinnslu,
stöðva allar vélar tvisvar á dag
vegna kaffihléa?
Það er auðvitað umdeilanlegt,
Caetano
30 %
Papadopolus
33,4 %
Ólafur
32 %
EVRÓPUMETHAFAKNIR
vinnuvegirnir eru reknir með
stórkostlegu tapi, svo og flestar
aðrar greinar atvinnulifsins, og
rikissjóður stendur uppi nær
gjaldþrota, vegna visvitandi
eyðileggingarstarfsemi verka-
lýðsfélaga, sem eru studd af for-
sprökkum hinna ýmsu vinstri
flokka i landinu.
En hvar eru heilindin i „launa-
jafnréttisbaráttunni”, þegar á
hólminn er komið? Þá er
fagnaðarerindið gleymt. Sérhvert
stéttarfélag, hvort sem um opin-
bera starfsmenn er að ræða eða
aðildarfélög innan ASl, hefur otað
sinum tota og reynt að knýja
fram sem hæstar kjarabætur, en
yfirlýst, opinber stefna um að
hinir lægst launuðu fengju sem
mestar úrbætur, látin lönd og
leið og oftast farin sú leið að láta
semja við þá lægst launuðu fyrst,
til þess að taka mið af, vegna sér-
endis útilokað, að nokkru sinni
verði hægt að fylgja þessu tvennu
fram til sigurs. Og ástæða er til að
óska að svo verði enda aldrei i
raun, þvi slikt leiðir einungis til
stöðnunar á framförum og þroska
hvers þjóðfélags.
En hér á landi er þessum mál-
um dálitið öfugt farið, miðað við
önnur nálæg lönd, með heilbrigðu
efnahagslifi og eðlilegri verðlags-
þróun. Hérlendis er miklum mun
minna tillit tekið til staðgóðrar
undirstöðumenntunar og sér-
menntunar á hinum ýmsu svið-
um en eðlilegt og æskilegt er.
Þetta gerir það að verkum, að
óeðlilegt misræmi verður i at-
vinnulífinu öllu, framkvæmdir og
framleiðsla verður óhóflega dýr,
og verður loks ósamkeppnishæf á
sölumarkaði vegna óeðlilega
hárra vinnulauna, of stuttrar
vinnuviku, of margra lögskipaðra
hve há laun hver og ein stétt á að
hafa, eða hversu hátt skal meta
skerf hvers starfshóps af þjóðar-
framleiðslunni. En hvað sem þvi
liður er það t.d. óeðlileg þróun, að
einstaklingar, starfshópar og
stéttir, sem með sérþekkingu
sinni stuðla að skipulagi fram-
kvæmda, framleiðslu, rannsókna,
o.s.frv. og eru ábyrgir fyrir slik-
um störfum, hafi i mörgum til-
felli'm iægri laun en þeir sem
gegn almennum störfum, sem
ekki krefjast sérhæfni eða mennt-
unar, en þetta er altitt hérlendis.
Fáránleg verðlagning.
Viðmiðun.
Segja má, að málum sé þannig
komið nú i allflestum greinum is-
lenzkrar framleiðslu og þjónustu,
að hvergi megi þar til koma
mannshönd, sem vinnur með inn-
í
BILAVARA-
HLUTIR
NOTAÐIR
VARAHLUTIR
í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ
T.d. vélar, girkassar,
drif i Benz ’59-’64,
Opel ’62-’66,
Moskvitch ’59-’69,
Vauxhall Viva,
Vauxhall Victor,
og flest annað
i eldri teg. bila,
t.d. hurðir og boddihlutir i miklu úrvali.
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10, simi 11397.
Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5
laugardaga.
Viljum ráða
nokkra útvarpsvirkja og simvirkja. Nöfn
og heimilisföng sendist auglýsingadeild
blaðsins merkt „Verkstæði”.
Nýinnfluttir amerískir bílar:
CHEVROLET NOVA HATCBACK 2ja
dyra árg. 1973.
CHEVROLET MONTE CARLO LANDAU
2ja dyra árg. 1973.
CHEVROLET MALIBU 4ra dyra árgerð
1973.
OLDSMOBILE OMEGA CUSTOM 2ja
dyra árgerð 1973.
DODGE CHARGER CUSTOM 2ja dyra
árgerð 1972.
CHEVROLET BLAZER árgerð 1970.
Bifreiðarnar eru til afgreiðslu strax.
Upplýsingar i sima 83454 eftir kl. 4 i dag og
næstu daga.
lendu handafli eða verkfærum, án
þess að viðkomandi vörutegund
eða þjónusta margfaldist svo i
verðlagi, að hún sé óframbærileg
til sölu á venjulegum markaði. A
þetta og við á nærri öllum sviðum
viðskiptalifsins hér á landi.
Hvar erum við Islendingar
staddir, t.d. á sviði innkaupa til
heimilishalds miðað við aðrar
þjóðir? Jafnvel innlendar mat-
vælategundir eru seldar á svo
óheyrilega háu verði, að flestir
sneiða hjá þeim, ef þess er nokkur
kostur. Ekki er hægt að kenna há-
um tollum um hið háa verðlag
þeirra vörutegunda. Siðasta
bragð rikisstjórnarinnar
um verðlækkun á hluta af landb.-
afurðum breytir þar engu um,
enda mun almenningur fá að
greiða þessar niðurgreiðslur rif-
lega á sinum tima, og mun það
koma i ljós, að stuttum tima liðn-
um.
En það er annars merkilegt,
hvað flokkast undir landbúnaðar-
afurðir. Hér eru það einungis
vissar tegundir landbúnaðar-
afurða, sem undir þær flokkast,
a.m.k. þegar um lækkun á verði
er að ræða, eins og nú kemur
glöggt fram. Eina tegund kjöts er
kindakjötið, allt annað kjöt
virðist flokkast undir „lúxusvör-
ur”, svo sem kjúklingar, kálfa- og
nautakjöt og svinakjöt, einnig
allur innmatur, svo sem lifur,
hjörtu, nýru, o.þ.h. Eða eggin
flokkast þau ekki lengur undir
landbúnaðarvörur? Nei, þessi
siðasta kosningabrella vinstri
stjórnarinnar er eins óraunhæf
og hún er ósvifin, sem sé gerð
með það fyrir augum að slá ryki i
augu þeirra, sem hún metur
einskis, allan almenning, neyt-
endur i landinu.
Sömu sögu er að segja varð-
andi verð á fatnaði, sem fram-
leiddur er hérlendis, tvisvar til
þrisvar sinnum dýrari en annars
staðar þekkist. Orsakirnar fyrir
hinum geysiháu verðum eru allar
af innlendum toga, hið dýra
vinnuafl er orsökin, hvernig sem
reynt er að blekkja fólk af stjórn-
völdum og hinum launuðu tals-
mönnum þeirra, um að „verð-
hækkanir séu svo miklar er-
lendis.” Auðvitað eiga þær sér
stað, en þær eru ekki nema brot af
þvi, sem kauphækkanir hérlendis
valda. Dæmin um utanlands-
ferðir fólks til kaupa á algengum
nauðsynjavörum. sannar þetta
bezt.
Siðan núverandi rikisstjórn
komst til valda hefur þó fyrst
keyrt' um þverbak i verðlagsmál-
um, og verðbólguöngþveitið er
slikt, að þrátt fyrir valdagræðgi
núverandi ráðherra og löngun
þeirra til þess að sitja áfram að
völdum, er þeim nú efst i huga,
hvernig þeir geti komizt hjá þvi
að gera nokkrar ráðstafanir, en
láta allan vanda óhreyfðan, bar
til nýir menn muni um fjalla, og
gera úttekt á þeim ólýsanlegu
erfiðleikum, sem við erum nú
stödd i á sviði efnahagsmála.
Núverandi rikisstjórn hefur
ekki látið sitt eftir liggja til þess
að auka vandræðin i verðlags-
þróun. Hún hefur framar öllum
öðrum hérlendum rikisstjórnum
aukið svo við rikisbáknið, að þar
er nú raðað á hvern auðan bás,
aðstoðarmenn eða handlangarar
eru ýmist kallaðir aðstoðarráð-
herrar eða ráðgjafar, sem eiga að
bæta upp þekkingarskort
reynslulausra ráðherra.
Framkvæmdastofnun rikisins
er enn eitt dæmið um hið fá-
heyrða bruðl vinstri stjórnarinn-
ar. Allt eykur þetta yfirbyggingu
hins opinbera og þjakar efna-
hagslifið og allan almenning með
auknum álögum, þvi auðvitað
verður að sækja greiðslur til al-
mennings.
Það mætti með fullri sanngirni
taka undir með ritstjóra Timans,
sem endaði einn leiðarann, ekki
alls fyrir löngu á þessari
setningu: „Er ekki mælirinn
fullur og timi til breytinga
runninn upp?”