Vísir - 06.06.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 06.06.1974, Blaðsíða 5
Vtsir. Fimmtudagur 6. júní 1974 5 GUN ÚTLÖNDí MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Vilja ekki einhliða samdrátt heraflans Lykilmennirnir í rikis- stjórn Richard Nixons gengu í gær ötullega f ram í þvi að efla andstöðuna gegn einhliða samdrætti bandarísks herafla erlend- is. I dag verður greitt at- kvæði í öldungadeild Bandaríkjaþings um ár- vissa tillögu Mike Mans- field, leiðtoga meirihlut- ans í deildinni, um þetta efni. 1 gær komu þeir Henry Kissing- er utanrikisráðherra, Gerald Ford varaforseti og James Schlesinger varnarmálaráðherra allir fram opinberlega og mót- mæltu einhliða fækkun i heraflan- um. Tillaga Mansfield gengur út á það, að á næstu 18 mánuðum verði bandariskum hermönnum erlendis fækkað um 125.000 manns. Kissinger sagði á fundi með hermálanefnd þingsins, að meiri háttar samdráttur i heraflanum erlendis mundi spilla fyrir samn- ingaviðræðum við Sovétrikin um gagnkvæman samdrátt herafla i Mið-Evrópu og einnig viðleitninni til að koma á varanlegum friði i Asiu. Kissinger minnti á það, að Bandarikin hefðu þegar fækkað i her sinum i Evrópu úr 400.000 I byrjun siðasta áratugs i 300.000 hermenn nú. A sama tima hefði hins vegar fjölgað i sovézka hern- um i Austur-Evrópu úr 475.000 1962 i 575.000 hermenn nú. Ford varaforseti sagði á fundi i Ohio, að niðurskurður á framlög- unum til varnarmála nú mundi binda hendur Nixons forseta i samningaviðræðunum við Sovét- rikin um takmörkun kjarnorku- vopna og samdrátt heraflans i Evrópu. Hermenn SÞ milli rriw sy r in tveggja elda -T-D1 RfiF/D Bretar fó skýrt afsvar Frakka Franska rikisstjórnin lýsti þvi yfir i gær, að hún mundi alls ekki heimila breytingar á Rómarsáttmálanum, stofnskrá Efnahags- bandalagsins, til að koma til móts við óskir Breta um nýja aðildar- skilmála að banda- laginu. Jacques Chirac forsætisráð- herra sagði i þingræðu, um utan- rikismál, að krafa Breta væri ógnun viðEfnahagsbandalagið og i ósamræmi við stofnskrá þess. — Að mati okkar Frakka er krafan ekki einu sinni i samræmi við hagsmuni brezku þjóðarinnar, þvi að hún getur leitt til þess, að Bretland dragi sig út úr Evrópu einn góðan veðurdag, sagði forsætisráðherrann. Yfirlýsing Chiracs er skýrasta afsvar, sem Bretar hafa fram til þessa fengið við kröfum sinum. Þær voru settar fram af Harold Wilson i kosningabaráttunni i febrúar og er enn haldið fram, þótt efni þeirra hafi breytzt siðustu vikurnar. Valery Giscard d’Estaing, forseti hafði samþykkt ræðu Chiracs áður en hún var flutt. Það rikti enginn vafi um það, að hún lýsti einnig skoðun forsetans. Chirac sagði, að góðar vonir væru um eflingu evrópska samstarfsins, þótt ýmsar blikur væru á lofti. Bensínsvelgir víkja fyrir sparneytni Bensinsvelgir General Motors-bilaverksmiðj- unnar bandarisku verða settir á strangan kúr á næstu þrem árum og leitazt við að létta þá um að minnsta kosti 500 kg Fjórir menn klæddir lækna- sloppum röltu inn i einn rikis- spitalann i Mexikó-borg, brugðu upp skammbyssum og vélbyss- um, sem þeir höfðu geymt i læknatöskum sinum og neyddu út úr starfsfólkinu 12milljón krónur, sem áttu aö vera launagreiðslur. Lögregluverðir, sem fylgdu til þess að gera þá spar- neytnari. Einn af framkvæmdastjórum GM, Pete Estes, upplýsti núna i vikunni, að GM stefndi að þvi að hafa létt allar bilategundir sinar árið 1978. Þessi hreyfing i átt til minni og léttari bila er þveröfug við stefnu bandariska bilaiðnaðarins hingað peningabilnum, er kom með laun- in, skiptust á skotum við ræningj- ana, og særðist einn lögreglu- þjónninn. Handbragðið á ráninu þótti bera vott um, að þarna hefðu verið að verki skæruliöar, fremur en ótindir afbrotamenn. til, en bandariskir bilar hai'a orðið stærri og stærri með hverju árinu sem liður. Estes framkvæmdastjóri sagði. að sparneytni væri nú sett i önd- vegi i höndum GM-bila. „Bezta leiðin til að fá sem flesta kiló- metra út úr litranum er að létta bilinn”, sagði hann. Hann sagði, að fyrst og fremst yrði leitazt við að létta stærstu bilana, sem vega rúmlega 2 1/2 smálest. Verður notað léttara efni og málmar, og eins verða bilarnir minnkaðir. GM hefur i hyggju að framleiða jafnvel minni bil en Chevrolet Vega, sem hefur verið þeirra minnsti bill hingað til. Aðrir bandariskir bilaframleið- endur hafa einnig lýst þvi yfir, að þeir hugsi til þess að minnka og létta bila sina með sparneytni i huga. Oliueklan og sifelldar hækkanir oliuframleiðenda á bensini og oliu hafa knúið á þessi viðhorf. Rœndu sjúkrahús WNON Trru'yip KÖNEITRF)./'' Gæziusveitir Sameinuðu þjoð- anna byrjuðu i morgun að sinna skyldum sinum á landamærum Sýrlands og israels i Góian-hæð- um. i dag verða einnig siðustu striðsfangarnir siðan i október- striðinu fluttir heim. FlugvélarRauða krossins voru i morgun tilbúnar til að flvtia 367 Sýrlendingar, 10 trakbúa og fimm Marokkómenn frá israelskum fangelsum til Damaskus. Þar i borg stóðu hins vegar vélar og biður eftir 56 tsraelsmönnum úr sýrlenzkum fangelsum. Skipzt var á særðum föngum á laugar- dag. Fyrstu 500 hermennirnir af 1250 manna gæzluliði Sameinuðu þjóð- anna voru fluttir á hlutlausa Myndin er tekin I Damaskus á laugardag, þegar særðir striðsfangar úr fangeisum tsraelsmanna voru fiuttir aftur til Sýriands. í morgun voru allir fangar bæði Sýrlendinga og tsraelsmanna látnir lausir. Hefur þvf þeim þætti samkomulagsins, sem gert var að tilstilli Kissingers, veriö hrint i framkvæmd. Kort þetta var birt sem hluti af vopnahiéssamkomulaginu milli tsraelsmanna og Sýrlendinga. Á þeim stað sem merktur er með A, er framvarnarlína tsraelsmanna og á stað B eru Sýrlendingar. Strikaða svæðið er undir eftirliti 1250 manna herliös Sameinuðu þjóðanna, sem kom þangað i morgun. Þetta svæði lýtur hins vegar lögsögu Sýr- lendinga og einnig borgin Kuneitra, sem merkt er með A-l. landamærasvæðið i gær. Þar með hefur flestum þáttum samkomu- lagsins, sem undirritað var i Genf verið framfylgt. Allt er með kyrrum kjörum á þessum slóðum. Israelsmenn eru byrjaðir að koma sér fyrir á nýrri varnarlinu i Gólan-hæðunum. Stefnt er að þvi, að allt verið þar fullbúið siðar i sunar. Segjast Israelsmenn taka mið af þvi við gerð varnarmannvirkjanna. hve leiftursnögg aré-.Sýrlendinga var í október i fvrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.