Vísir - 06.06.1974, Page 7
Vísir. Fimmtudagur 6, júní 1974
7
Umsjón
Erna V.
Ingólfsdóttir
Raunar höfðum við
hjónin nú hugsað okkur
að taka það rólega
þessa hvitasunnuhelgi,
en margt fer öðruvisi
en ætlað er. Strákarnir
okkar tveir, 10 og 15
ára, linntu ekki látun-
um fyrr en við féllumst
á að koma i eitthvert
ferðalag. Þeir, sem
eiga stráka á þessum
aldri kannast sjálfsagt
við, að krafturinn er
óþrjótandi og helzt
aldrei hægt að halda
kyrru fyrir, hvað þá
um svona helgi.
Við i fjölskyldunni erum hald-
in þeirri áráttu að þurfa alltaf
að hafa veiðistöng með, þegar
haldið er af stað út úr bænum.
Og ósjaldan er búið að berja
Þingvallavatn á öllum hugsan-
legum veiðilegum og óveiðileg-
um stöðum til þess að reyna að
ná i eins og kannski eina murtu.
I þetta sinn var samt ákveðið að
fara eitthvað annað en á Þing-
völl, og varð Hliðarvatn fyrir
valinu.
Nú var öllu hafurtaskinu
komið fyrir i bilnum, tjaldi,
primus, svefnpokum o.s.frv.
Rétt i þann mund sem við vor-
um að fara, hringdi ein vinkona
min og sagði, að ekki veitti okk-
ur af að hafa sjóhatt, ef við
ætluðum í ferðalag í þessu
veðri. Jú, raunar, það var svo
sem hellirigning. En á íslandi
þýðir ekkert að vera að láta
neinar rigningarspár á sig fá.
Maður vonar bara, að það stytti
upp.
Við vorum komin vel af stað,
þegar það uppgötvaðist að
maðkarnir höfðu orðið eftir. Og
fleira kom i ljós. Eldiviðurinn,
potturinn og saltið hafði orðið
eftir. Nú jæja, við vorum þó með
tómatsósu og pipar! Það yrði að
nægja sem krydd á læris-
sneiðarnar að þessu sinni. Þetta
var nú lika afsakanlegt, þar
sem þetta var fyrsta útilega
sumarsins.
Ekkert veiðileyfi
Nú komum við að Hliðarvatni,
— og viti menn, engin rigning!
Já, einhvers staðar hlaut að
vera skilti með upplýsingum,
hvar hægt væri að kaupa veiði-
leyfi. En i staðinn fundum við
eitt niðurbrotið skilti með þeim
upplýsingum, að veiði væri
stranglega bönnuð i vatninu án
leyfis. Það var nú það. Við svif-
um þarna á fólk í Volkswagen-
„rúgbrauði” og fengum að vita,
að 8 stengur væru leigðar i vatn-
inu og veiðileyfi væri hægt að fá
I Reykjavik eða Hafnarfirði hjá
Stangaveiðifélagi Hafnarfjarð-
ar. Þar að auki þyrfti sennilega
að panta með eins til tveggja
mánaða fyrirvara, að minnsta
kosti um helgar. Veiði væri oft
nokkuð góð, en ekkert hefðu þau
nú fengið þennan daginn.
Nú, jæja, og við, sem erum
með veiðidellu. Ekki getum við
farið að æða á Þingvöll i þetta
sinn. Við tjöldum bara hér. Alla
vega ekkert fiskiri þessa dag-
ana i vatninu.
Nú fórum við að safna eldiviði
til að steikja kjötið, og nóg var
af rekaspýtum niðri við vatnið.
Veðrið var eins og bezt var á
kosið, þó að ekki væri sól, og
strákarnir fengu sér smá sund
sprett. Við bjuggum til hlóðir,
ofngrindin var sem betur fer
tegundir af fuglum á Islandi
voru ekki þarna samankomnar
með einn allsherjar samkór.
Svo fórum við auðvitað i fjall-
göngu og fundum örlitið músar-
rindilshreiður, spóahreiður og
hreiður hrossagauks, öll vand-
lega falin i kjarrinu, sem vex i
fjallshliðunum fyrir ofan
Hliðarvatn.
Klukkan var orðin tólf, þegar
við fórum að sofa. Veðurbliðan
var svo mikil, að við ætluðum
varla að tima að fara inn i tjald-
ið að sofa. En um nóttina byrj-
aði að rigna, og i hvert skipti
Aðeins úr
alfaraleið
Hvers vegna ekki að
breyta til og fara eitthvað
annað en Þingvallahringinn?
Þrátt fyrir góðan ásetning um að taka það rólega, hefði kannski
farið svona fyrir mér, hefði ég setið heima.
með, en ofan á hana settum við
kjötið. En biðum við: Hvar var
langi gaffallinn, sem nauðsyn-
legur er við að snúa kjötinu?
Nei, hann fannst hvergi. Það
varð að útbúa hann á staðnum.
Spýturnar reyndust dálitið
blautar og kjötið var pinulitið
svart, en bragðið var gott, og
kartöflurnar, sem við hituðum i
glóðinni, reyndust ljúffengar.
Nú átti að hlusta á fréttirnar i
útvarpinu, um leiðog maður léti
liða úr sér. En viti menn, það
var þá heldur ekki með. Sem
betur fer, verð ég nú að segja, i
þetta sinn. Fuglasöngurinn
þarna var alveg frábær. Það
voru sólskrikjur, sem kepptust
við með ástarsöngva. Spóinn
vall, það hneggjaði i hrossa-
gauknum. Svei mér ef allar
sem ég vaknaði, lamdi rigningin
á tjaldinu. Ég svaf nefnilega
ekki sem allra bezt, það var dá-
litið harðara að sofa á tjaldbotn-
inum en i rúminu minu heima.
Um morguninn rigndi enn,
svo að við tókum upp tjaldið og
ákváðum að keyra eitthvað.
Strandarkirkja
Ekki vorum við langt komin,
þegar i fjarska blasti við okkur
Strandarkirkja. Upplagt að fara
og skoða hana.
Það er ekki hægt að segja, að
hún sé i niðurniðslu, eins og svo
margar sveitakirkjur á landinu.
Nýmáluð er hún með kopar
þaki. Allt er nýtekið i gegn inni i
henni og kristalsljós hanga nið-
ur úr loftinu.
Sagan segir, að sjómenn hafi
Styttan Landsýn eftir Gunnfrfði Jónsdóttur. Hún snýr andlitinu á
móti hafi.
lent þarna i sjávarháska. Hétu
'* þeir þvi að þeir skyidu reisa
guðshús á þeim stað, er þeir
kæmu að landi. Allt i einu sáu
þeir land, en það var hánótt og
ljós byggðarinnar höfðu verið
slökkt. En allt i einu sáu þeir
ljós, og þeir stefndu á það. Þeir
lentu i litilli vik, en ljósið, sem
þeir héldu að væri i baðstofu-
glugga var af öðrum toga
spunnið. I flæðarmálinu sáu
þeir himneska veru. Það var
hún, sem hafði lýst þeim, en hún
var horfin um leið. Staðinn
nefndu þeir Engilvik. Þeir efndu
heit sitt og reistu kirkju. Siðan
hefur þótt gott að heita á
Strandarkirkju, ef fólk lendir i
raunum. Hafa henni borizt
mörg áheit.
Rétt hjá kirkjunni gefur að
lita höggmynd, gerða af Gunn-
friði Jónsdóttur. Heitir myndin
Landsýn og var afhjúpuð árið
1950.
Selir, kræklingar —
og söl
Kirkjan er þarna alveg við
' fjöruborðið, svo að auðvitað
lögðum við leið okkar þangað.
Við vorum svo heppin, að það
var fjara og við gátum leitað að
kræklingi og sölum. Við fundum
hvort tveggja, þó að i litlum
mæli væri. En þarna var ýmis-
t legt annað. Sérkennilegir stein-
ar, igulker og krabbar. Reka-
drumbar, sem hægt var að lesa
úr alls konar myndir, stór
þörungur, sem sómt hefði sér
ágætlega sem halinn á sjálfum
Kölska. Svo voru þar plastkrús-
ir og dósir, netadrægsli og
kaðalbútar. Allt þetta segir sina
sögu. Og veðrið? Jú það var að-
eins úði. Þarna var lika töluvert
af fugli, þó ekki væri það eins og
við Hliðarvatn. Þarna voru lika
stærri dýr, nefnilega selir, sem
móktu á klöppunum. Nú kom i
ljós eitt enn, sem hafði gleymzt,
nefnilega kikir. Við tindum nú
sitt litið af hverju. Auðvitað fer
það i safnið i geymslunni okkar.
En einhvern timann á að búa til
listaverk úr öllu saman, segja
krakkarnir. Þar sem ég er enn
að biða eftir þvi stóra verki, þá
læði ég mér einstaka sinnum i
það að henda. En það gengur_
sennilega litið betur hjá mér að
losa okkur við eitthvað af þess-
um dýrgripum en hjá hinum i
fjölskyldunni, þvi hver hlutur
hefur sina minningu.
Nú keyrðum við svolitið
meira um hverfið, og rétt einu
sinni voru allir orðnir svangir. I
þetta sinn var primusinn látinn
nægja við eldamennskuna.
Pulsur voru steiktar á pönnu
(hún var með) og rétt i þann
mund sem allt var tilbúið, gerð-
ist nokkuð. Hvað? Jú, það kom
hellidemba. Svo að nú, i eina
skiptið i ferðinni, hefðu verið not
fyrir sjóhattana, sem vinkona
min ráðlagði okkur að hafa með
i upphafi.