Vísir - 06.06.1974, Síða 9
Visir. Fimmtudagur 6. júni 1974
11 cTVlenningarmál j
Hasarmynd
hellinga og
NÝJA Bii'ó:
//The Hot Rock" (eða
//Howto Steal a Diamond
in Four Uneasy
Lessons").
Það eru ágætir menn, sem
standa að baki gerð myndarinn-
ar, sem Nýja bió sýnir um þess-
ar mundir. Sá er gerði handritið
heitir William Goldman og er sá
hinn sami og gerði handritið aö
myndinni um „Butch Cassidy
And the Sundance Kid”, sem
Nýja bió sýndi I fyrra. Leik-
stjóri myndarinnar heitir svo
Peter Yates og er þekktur hér
fyrir myndir sinar „Bullitt”
(Steve McQuinn) og „Murphy’s
War” (Peter O’Toole).
Aðalhlutverk i myndinni „Hot
Rock” er i höndum Roberts
Redford, sem lék einmitt annað
aðalhlutverkið i myndinni
„Butch Cassidy”, hitt aðalhlut-
verkið i þeirri mynd var i hönd-
um Paul Newman. Og svo við
höldum aðeins áfram að rekja
sögu kvikmyndalistarinnar, þá
má geta þess, að þeir Paul New-
man og Robert Redford léku
saman i myndinni „The Sting”,
sem var nálægt þvi að færa
Redford óskarsverðlaunin i ár.
í myndinni „Hot Rock” vinn-
ur Reford hins vegar ekki eins
stóran sigur. Hann er að visu
kaldur karl eins og til stóð, en
hann virkar of þunglyndislegur
og maður trúir þvi, að hann sé i
raun og veru með magabólgur,
eins og læknirinn lýsir fyrir hon-
um i myndinni.
Myndin hefst þegar Dort-
munder'(Redford) er að losna
úr fangelsi. Kelp, mágur hans
(George Segal), sækir hann i
KVIKMYNDIR
steininn og er búinn að flækja
honum i nýtt glæpaverk, áður en
þeir hafa komizt heim.
Klep hefur tekið það verk að
sér að ræna demanti, sem er á
sýningu i Afrikudeild Brooklyn
safnsins. Steinninn er eign
Afrikurikis — spurningin er
bara sú, hvaða Afrikurikis. Dr.
Amusa, sendiherra annars
Afrikurikisins, býður 100.000
dollara fyrir steininn og greiðir
jafnframt allan kostnað af rán-
inu.
Og dr. Amusa fær sannarlega
að borga brúsann. Hvert óhapp-
ið hendir annað, og þeir
félagarnir hafa ekki fyrr náð
steininum en þeir glopra honum
aftur úr höndum sér. 1 eltinga-
leiknum við demantinn þurfa
þeir að brjótast inn i safnið,
brjótast inn i lögreglustöð og
rammgert fangelsi og loks einn-
ig banka.
Við munum eftir hinum mikla
kappakstri i mynd Peters Yates
i „Bullitt” og hinni makalausu
flugferð i mynd hans „Murphy’s
War”. 1 þessari mynd sannar
þessi ágæti leikstjóri ennþá einu
sinni hæfileika sina i framsetn-
ingu slikra atriða — þó að hér
takist honum að visu ekki fylli-
lega eins vel upp og i fyrr-
greindum atvikum.
George Segal gerir hlutverki
sinu talsvert góð skil. Hann leik-
ur ýtinn einfeldning, sem hefur
einstakt lag á að halda Dort-
mundi við efnið og fylgja siðan
fastá hæla honum. Þeir eru lika
ágætir i sinum hlutverkum, þeir
Ron Leibman og Poul Sand, sem
leika aðstoðarmenn hinna
tveggja.
Það er samt fyrst og fremst
Zero Mostel, sá skvapmikli
gamanleikari, sem minnir okk-
ur taktfast á. að það er gaman-
mynd, sem við erum að horfa á.
Allt grinið verður manni mun
ljósara, þegar hann kemur fram
á sjónarsviðið i hlutverki Abe
GáskafuH'
hrollvekja
Robert Redford I hlutverki Dortmunders i myndinni „Hvernig
stela skal demanti i fjórum erfiðum köfium”.
Greenberg lögfræðings og
undirföruls föður annars aö-
stoðarmannanna.
„Hot Rock” er ósvikin kvöld-
skemmtun. Það er hvorki verið
að gera mikið úr afbrota-
seggjunum eða tilþrifum lög-
reglunnar, aðeins sögð saga
seinheppinna smábófa.
Það þarf ekki að úthella
mörgum litrum af blóði né held-
ur að stilla fram kynþokkadis-
um til að laða áhorfendur að
þessari mynd. Góðir leikendur,
ásamt góðum leikstjóra og
handritahöfundi, tryggja þess-
ari niynd áreiðanlega góða að-
sókn enn um sinn. —ÞJM
V0NLAUS
— frá upphafi til enda
án blóðsút-
kynbomba
LAUGARÁSBÍÓ:
„Asylum”
Það er nauðsynlegt, að áhorf-
endur myndarinnar Asylum eigi
til dulitið skopskyn. Myndin er
öll nokkuð ýkt: söguþráðurinn
er fjarstæður, leikararnir full
dramatiskir og öll umgerð
leiksins nokkuð ofkeyrð á stund-
um. En ef horft er framhjá
þessum hlutum, má hafa mjög
gaman af þessari hrollvekju.
Myndin er i fjórum sögubrot-
um. Hver saga lýsir einum
geðsjúklingi og aðdragandann
að geðbilun hans. Hefst sagan á
þvi, að ungur geðlæknir, dr.
Martin (Robert Powell), kemur
i Dunsmoor-hælið til viðtals
vegna stöðu, sem hann hefur
sótt um. Býst hann við að hitta
dr. Starr, yfirmann stofnunar-
innar, en þess i stað, tekur á
móti honum dr. Rutherford, að-
stoðarlæknir (Patrick Maggee)
sem segir honum, að dr. Starr
hafi orðið geðveikur, og sé nú
lokaður inni með hinum
sjúklingunum.
Rutherford vill prófa getu dr.
Martins og leggur til að hann
skoði fáeina sjúklinga og reyni
að átta sig á þvi hver þeirra
muni vera dr. Starr.
Max Reynolds (Geoffrey
Bayldon), sem hefur umsjón
með lokuðu deildinni, fylgir dr.
Martin á milli fjögurra sjúkl-
inga. Eru það tvær stúlkur og
tveir karlmenn. Rifja þessir
sjúklingar upp atburði fyrir dr.
Martin, og eru það sannarlega
geðbilaðar sögur, sem hann fær
að hlýða á.
Fyrst er það stúlka að nafni
Bonni (Barbara Parkins), sem
segir frá þvi, að hún og friðill
hennar hafi komið konu hans
fyrir kattarnef og ætlað að flýja
siðan saman. Friðillinn heggur
konu sina i smástykki á meðan
hann biður Bonniar. Vefur hann
siðan likamshluti konu sinnar i
brúnan pappir og fleygir þeim i
frystikistu i kjallaranum.
Eigikonan, sem hafði stundað
rannsóknir á göldrum, er ekki
búin að segja sitt siðasta orð:
likamshlutar hennar fara á
flakk og gera eiginmanns-
ómyndinni og frillu hans ljóta
skráveifu.
Er þessi þáttur myndarinnar
tilþrifamestur, en hinar sög-
urnar þrjár eru þó býsna
geðbilaðar lika. Segja þær frá
blásnauðum skraddara, að
nafni Brnó (Barry Morse), sem
tekur að sér það verk að sauma
föt á son geðbilaðs viðskiptavin-
ar, sem Peter Cushing, sá ágæti
„Rest in Pieces”
hrollvekjumeistari, leikur af
snilld.
Næsti sjúklingur heitir Bar-
bara (Charlotte Rampling),
veikgeðja, ung kona, sem er
pilluæta og imyndar sér stöðugt,
nærveru stúlku að nafni „Lucy”
(Britt Ekland), sem hún segir
hafa drepið bróður sinn og
hjúkrunarkonu sina. Þessi saga
er einna lökust, og ekki bætir
einstaklega slappur leikur Britt
Ekland úr skák.
Siðasti sjúklingurinn, dr.
Byron (Herbert Lom), er öllu
athyglisverðari og það hlutverk
i betri höndum en hlutverk
„Lucyar”. Byron þessi hefur
gert litlar brúður, sem eru
nákvæmar eftirlikingar af
starfsfélögum hans fyrrverandi
og honum sjálfum. Kveðst hann
geta gætt eftirlikinguna af
sjálfum sér lifi, sem hann og
gerir með óhugnanlegum enda-
lokum.
Patrick Maggee, sem fer með
hlutverk dr. Rutherford, ekur
ennþá um i hjóiastól, eins og
þegar við skildum við hann i
myndinni „A Clockwork
Orange” i Austurbæjarbiói fyrir
nokkrum vikum. 1 þeirri mynd
var leikur hans yfirdrifinn um
of, en þó hann leiki hér i mynd
um geðsjúklinga, er leikur hans
allur „settlegri”. 1 fyrrnefndri
mynd var hann of brjálæðisleg-
ur.
Þrátt fyrir þann óhugnað,
sem myndin fjallar um, hefur
hún gáskafullt yfirbragð.
Endirinn er sæmilega óvæntur,
en ekki alveg nógu stórbrotinn
miðað við endi frásagnanna
fjögurra, sem á undan eru rakt-
ar. Svar fæst þó óneitanlega við
þeirri spurningu, hve sé dr.
Starr... — ÞJM.
Gamla bió:
,,A place for lovers”
(Stefnumótið)
Þrátt fyrir að þekktir leikarar
og þekktur leikstjóri fari hönd-
um um þessa mynd, þá megnar
hún ekki annað en að valda
áhorfandanum vonbrigðum og
láta hann sjá eftir þeim minút-
um, sem i myndina fara.
Efni myndarinnar er svo
fyrirfram glatað, að þótt
leikararnir Faye Dunaway og
Marcello Mastroianni virðist
gera sitt bezta, þá geta þau
einfaldlega ekki bjargað henni.
Byrjunin er mjög ruglingsleg.
Faye Dunaway leikur unga
konu, sem kemur inn i stóra og
glæsilega höll. Hún hringir i
Mastroianni, sem hún hafði hitt
augnablik á flugvelli. Hann
kemur,og þau ákveða að eyða
saman 2 dögum. Fram að hléi
gerðist svo hreint og beint ekki
neitt, nema að þau eru saman
Stundum virkar jafnvel eins og
leikararnir séu i vandræðum
með sjálfa sig. Máður ákveður
að yfirgefa bióið i hléinu, en rétt
áður en kemur að þvi, fær
Dunaway heimsókn konu, sem
segir, að hún verði að koma aft-
ur á spitalann. Forvitnin er
vakin og maður ákveður að fara
ekki i hléinu.
Dunaway á i baráttu við sjálfa
sig, og Mastroianni fær að vita,
að hún sé eiturlyfjasjúklingur,
Konan vill fá hana á spitalann,
en hún vill hvergi fara og
ákveður að vera eftir hjá
Mastroianni sinum. Búið.
Biógestirnir lita hver á annan
með spurningar á vör. Hvernig
fór? Hætti hún i dópinu? Eða
dró hún hann út i ógæfuna með
sér? Þessu er hvergi svarað.
Myndin heitir A place for
lovers, eða Stefnumótið. Stefnu-
mótið er réttnefni, þvi myndin
er álika skemmtileg og að sitja
á garðbekk með par á stefnu-
móti við hliðina á sér, sem
hvislar ástarorðum hvort að
öðru og hjalar um allt milli
heimins og jarðar.
-ÓH.