Vísir


Vísir - 06.06.1974, Qupperneq 20

Vísir - 06.06.1974, Qupperneq 20
vísir m Ferðaskrifstofan gegn Islenzkum markaði: Fimmtudagur 6. júni 1974 HREINT EKKI SYFJAÐAR Viö hittum þær þessar ungu lærdómskonur i býtiö i morgun, þar sem þær voru i heyskap inn viö Suöurlandsbraut. Dagurinn lofaöi góöu, og stúlkurnar voru hressar og kátar. Syfjaöar? Nei, hreint ekki. Vinnandi fólk fer snemma I háttinn og rýkur upp eins og stálfjaörir, þegar vekjaraklukkan byrjar aö glymja á morgnana. Viö óskum stúlkunum bara góðs heyfengs i sumar, aö ekki sé talaö um góöan fjárafla, ekki mun af veita fyrir komandi vetur, sem er þó svo fjarri okkur ennþá (Ljósmynd Bj. Bj.) BER AÐ BORGA GJALD AF HVERJUM KOLLI — langvinnum málaferlum lokið „Jú, við unnum mál- ið, sem Ferðaskrifstofa rikisins höfðaði gegn íslenzkum markaði. Það var dæmt i Hæsta- rétti28. mai s.l., ”sagði Brynjólfur Ingólfsson i samgönguráðuneytinu i viðtali við Visi i gær- morgun........Helzti tekjustofn Ferðaskrif- stofu rikisins til áð standa undir land- kynningarkostnaði kom frá minjagripa- verzlun Ferðaskrif- stofunnar á Kefla- víkurflugvelli. Það voru í árslok 1968 u.þ.b. 6.9milljónir kr. Þegar íslenzkur markaður tók yfir minjagripa- verzlunina, var það skilyrði sett, aö sama upphæð ætti áfram að renna 1 þennan landkynningarsjóð. Ferðaskrifstofan átti að fá visst gjald á hvern „tranist”farþega, sem fór I gegn og var reiknað út, aö það myndi vera 21 kr. á hvern. Það þótti sannnað I Hæstarétti, að i fyrstu reiknaði Islenzkur markaður þetta gjald út samkvæmt þeim skilningi, að „transit”farþegi væri sá, sem hefði tækifæri til að fara um „transit” svæðið, þ.e.a.s. þeir, sem koma frá öðrum löndum og hafa tækifæri til að fara um frihöfnina á leiðinni yfir hafið og einnig þeir, sem koma héðan frá Islandi og geta lika fariö þangað inn, áður en þeir fara úr landi. ' Seinna vildi Islenzkur markaður leggja þann skilning 1 orðið ,,transit”farþegi, að það væri aðeins þeir, sem færu um ,,transit”svæðið á leið sinni á milli landa. Þeir vildu ekki borga gjald af þeim, sem sætu úti i flugvélunum, á meðan stoppað væri á íslandi, og ekki af þeim, sem kæmu i vélina og væru að fara héðan til útlanda. Með þessum dómi eru leiddar til lykta þessar deilur. Er Islenzkum markaði gert aö greiða allar áfallnar skuldir ásamt vöxtum auk málskostnaðar til Hæstaréttar. —EVI Fuglshreiður í „sprengi- h reiðrinu" „Hreiörin voru á þeim staö, þar sem þarf aö sprengja, svo viö sáum okkur ekki annaö fært en að færa þau”. Þetta sagði Jón Hannes- son verkstjóri i viðtali við blaðið i morgun, en Jón hefur umsjón með undirbúnings- vinnu fyrir þörungavinnsluna i Króksfjarðarnesi. Þar sem þörungavinnslu- stöðin á að standa i. Króks- fjarðarnesi, þarf að sprengja talsvert. Þegar sprenginga- menn hófu verk sitt, komu þeir auga á 3 æðarfuglshreiður i miðju „sprengihreiðrinu”. Um tvo kosti var að velja, færa hreiðrin eða biða þangað til ungarnir væru komnir á legg. Fyrri kostinn varð að taka. „Við tókum hreiðrin i heilu lagi, og fuglarnir hreyfðu sig ekki af eggjunum á meðan”, sagði Jón. „Við brugðum háfum utan um hreiörin og fórum með þau það langt frá, að þau eru núna óhult. Þetta var gert á laugar- daginn, en ég hef ekki farið ennþá til að gæta, hvernig liðanin er hjá fuglunum”, sagði Jón að lokum. —óH Josephson á listahátíð Þaö er ekki á hverjum degi, sem heimsækja okkur andlit, sem viö þekkjum af sjónvarps- skerminum. „Allir, sem horföu á „Svipmyndir úr hjónabandi” eftir Ingmar Bcrgmann i sjónvarpinu, ættu aö kannast viö Erland Josephson, sem kemur til tslands nú á föstudagskvöldiö. Hann hefur veriö stjórnandi Dramaten leikhússins i Stokkhólmi I 8 ár og veröur I för meö leikflokki frá þvi, sem kemur hér á listahátiö. Hann býr ásamt hópnum á Hótel Esju, á meðan hann dvelst hér. Dramaten flokkurinn ætlar að sýna i Þjóðleikhúsinu leikritið Vanja frænda eftir Tjechov. Veröa sýningar 8. 9. og lO.júni.JB Liv Ullman og Erland Joscphson l Hjónabandinu. SKUTU Á SUMARBÚSTAÐI OG SKYNLAUSAR SKEPNUR — fengu skotfœri afgreidd án tilskilinna leyfa Þrfr ungir menn hafa viöur- kennt fyrir rannsóknarlög- reglunni I Hafnarfiröi aö hafa valdiö spjöllum á sumarbústaö Hákonar Bjarnasonar skóg- ræktarstjóra og skáta skálanum viö Hvaleyrarvatn, meö þvi að skjóta á húsin. Þar aö auki brutust þeir inn i sumarbústað Ifákonar og brutu þar allt og brömluöu Skemmdirnar á húsunum voru unnar kringum áramótin. En mennirnir játuðu að hafa framið verknaðinn, er þeir voru i yfirheyrslum vegna annars skotmáls. Mennirnir voru fyrst hand- teknir i Grindavik i lok april. Astæðan fyrir handtökunni var sú, að þeir höfðu byssur undir höndum. Við yfirheyrslur viður- kenndu þeir að hafa fariö viðs vegar um Suöurnesin og skotið á hvaðeina, sem þeim datt i hug. Umferðarmerki, fuglar, steinar o.fl. fengu aö kenna á byssugleði þessara manna. Nokkru seinna, þegar dýra- læknir var að skoða haltan hest við Isólfsskála i Grindavik, fann hann stóra Hornet byssukúlu i bóg hestsins. Bóndi þar I ná- grenninu fann dauða kind, og við rannsókn kom i ljós, að hún hafði verið skotin. Grunur barst að þessum mönnum og voru þeir hand- tekniraftur. Þeir neituðu öllum sakargiftum, en voru þá úr- skurðaðir i gæzluvarðhald. Eftir að hafa setið nokkra daga i varðhaldi játuðu þeir að hafa skotið dýrin. Sögðust þeir hafa verið ölvaðir á ferð og dottiö i hug að sjá viðbrögð hestsins, þegar hann fengi byssukúlu i sig. Viö þessar játningar hjá rannsóknarlögréglunni i Hafnarfirði var fariö að gruna, að þeir gætu alveg eins átt þátt i skotárásum á þessa tvo sumar- bústaði, sem fyrr eru nefndir. Þegar gengið var á þá játuðu þeir. Skátaskálinn stendur á Hval- eyrarholti við Hvaleyrarvatn, en bústaður skógræktarstjóra stendur hinum megin við vatniö. Mennirnir sögðust hafa full- vissað sig um, aö engir væru inni i skátaskálanum, með þvi að aðgæta, hvort nokkrir bilar væru við skálann. Siðan hófu þeir skothriðina. Bilar komast hins vegar ekki að þessum skála og þvi ótrúleg heppni, að enginn skyldi vera i skálanum. Þá voru mennirnir þarna á ferð á laugardagskvöldum, einmitt þegar skátar eru helzt I úti- legum. Þeir brutust inn i bústað skóg- ræktarstjóra, og samkvæmt lýsingu. rannsóknarlög- reglunnar, stóð þar varla steinn yfir steini, eftir að öllu hafði verið velt um koll, gluggatjöld rifin niður og þar aö auki skotið á allt inni i húsinu. Mennirnir voru látnir lausir i gær. Þeir eru allir Hafn- firðingar, en tveir þeirra ný- fluttir i bæinn. Þess má geta, að i fæstum til- fellum þurftu mennirnir byssu- leyfi til að geta keypt skot. Þeir fóru inn i skotfæraverzlanir i Reykjavik, keyptu þar skot og sögðust hafa gleymt byssu- leyfinu. Lagaákvæði kveða þó á um, að ekki sé hægt að kaupa skot- færi án þess að framvisa byssu- leyfi. —ÓH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.