Vísir - 14.06.1974, Page 1

Vísir - 14.06.1974, Page 1
64. árg. — Föstudagur 14. iúnl 1974. —98. tbl. Rússar reka stuðnings- menn Allende — Sjá bls. 5 Þingmenn í slagsmálum í tyrkneska þinginu — Sjá bls. 5 Rússar og Norðmenn fara af umdeildum loðnumiðum við Kanada — Sjá bls. 5 ■ ■■ o „Leyni- vopn" borgar- stjórnar m mm • w t 17. jum Sjá baksíðufrétt „Ég hef tapað 400 þúsund 1 krónum á þvi, að dregizt hef- ur i 3 mánuði að borga fbúða- kaupendum seinni hluta hús- næðismálastjórnarlána” segir Arni Vigfússon byggingameistari, einn hinna fjölmörgu, sem hafa orðið illa úti I þvf máli. „Fyrst dróst að borga út fyrri hlutann í 5 mánuði og siðan eru liðnir 9.” Sjálfstœðis- flokkur, Fram- sóknarflokkur og Samtökin áfram með samstarf íKópavogi Samkomulag tókst i nótt með I-lista og Sjálfstæðis- flokki I Kópavogi að halda áfram samstarfi sinu um meirihluta bæjarstjórnar. Þetta verður formlega til- kynnt á fundi bæjarstjórnar i dag. I-listinn er samsteypulisti Framsóknarflokks og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Fulltrúaráö allra flokk- anna sátu á fundum i gærkvöldi, en ákvöröunin var tekin i nótt. Sjálfstæöisflokkur haföi lýst sig reiöubúinn til sam- starfs viö I-listann um bæjarstjórnarmeirihluta. Sama tilboö kom frá Alþýðubandalaginu i Kópa- vogi, að hafa samstarf viö I-listann. En þvi samstarfi hefur semsagt verið hafnað. — ÓH „Rannsóknarlögreglan sér um fyrsta stig málsins" „Forstjóraskýrsla" Álafoss reyndist fölsuð „Hafsteinn Baldvinsson, lög- fræöingur Alafoss, talaði við mig i gær og sagði, að krafizt yrði saka- dómsrannsóknar i þessu máli. Formleg beiðni er ekki komin, en ég á von á henni hvað úr hverju”. Þetta sagöi Einar Ingimundar- son, sýslumaöur i Kjósarsýslu, i viðtali við Visi i morgun. Vegna fréttar i Visi i gær, þar sem vitnað var i skýrslu forstjóra Álafoss, hefur Pétur Eiriksson forstjóri sent út tilkynningu þar sem hann segir, að skýrslan hafi ekki verið samin af honum né nokkrum öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Segir hann, að ekki verði annað séð en skýrslan hafi verið samin i þeim tilgangi aö skaða fyrirtækiö og hann per- sónulega. Blaðið spurði Einar hvernig rannsókninni yrði háttað. „Fyrst verður reynt að hafa upp á þvi, hver hafi gert þetta, ef sannast að skýrslan sé ekki kominfrá forstjóranum eða fyrir- tækinu. Rannsóknarlögreglan mun þvi sjá um fyrsta stig málsins.” Einar sagði það ekki ákveöið hvort rannsókn málsins hæfist i dag eða eftir helgi, þar sem form- lega kæra hefði ekki borizt. Málið mun vafalaust siðar beinast að þvi að rannsaka, á hvaða ritvél „skýrslan” hafi ver- ið rituð. Plaggið, sem barst Visi, bar yfirskriftina „Skýrsla um rekstur Alafoss h.f. árið 1973”. Upphafs- stafirnir P.E./A.G. voru efst i horninu. „Skýrslan” er fjölrituð, upp á þrjár siöur, og fjallar um heildarrekstur Álafoss i fyrra. Aftast i skýrslunni stendur „Gjört i mai 1974, forstjóri”. Fyrir ofan „forstjóri” er lina til að skrifa nafn, en á þessu fjölritaöa eintaki er engin undir- skrift. Siðan stendur að fjölritað afrit sé sent „öllum viðkomandi og umboðsmönnum”. Blaðinu barst .„skýrslan” i pósti. -ÓH Þrymur í mann- heimum? Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að sjá Þrym i fullum skrúða, enda ekki oft sem við komumst i hans vistarverur. A sviði Þjóöleikhússins hafa staðið yfir æfingar á Þryms- kviðu eftir Jón Ásgeirsson og eins og sjá má, fer Jón Sigur- björnsson með hlutverk Þryms i ópcrunni. t kvöid er svo frumsýningin. A hana er uppselt og sala á aðrar sýningar á óperunni hefur gengið mjög vel.— EVI SLUPPU MEÐ SKREKKINN Heimsmeistarar Braziliu sluppu með skrekkinn I fyrsta leiknum á HM I gær við Júgó- slaviu. Jafntefli varð 0-0 og það er i þriðja sinn i röð I fyrsta leik HM, sem ekki er skoraö mark, Júgóslavar voru óheppnir að vinna ekki — „við þurfum tfma til aö venjast aðstæöunum á blautum völlum”, sagði þjálfari Braziliu eftir leikinn. Myndina fengum við simsenda frá AP i morgun. Hún cr af einni af mörgum sóknarlotum Júgó- slava. Katalinski skallar yfir — en aðrir á myndinni eru frá vinstri Surjak, Marinho, Bogicevio og Peirreira. Fréttir frá IIM eru á iþróttaopnunni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.