Vísir - 14.06.1974, Síða 3

Vísir - 14.06.1974, Síða 3
Vísir. Föstudagur 14. júni 1974 3 þvi, hve það hefur dregizt, að lán- in yrðu greidd út á þeim tima, sem vænzt var. i reglum Húsnæðismálastjórn- ar segir, að stefnt skuli að þvi, að seinni hluti lána sé útborgaður ekki siðar en sex mánuðum eftir að fyrri hlutinn kemur. „Er að afhenda á hálf- virði" Árni Vigfússon, eins og margir aðrir, selur ibúðirnar með þvi, að kaupendur skuldbinda sig til að greiða honum húsnæðismála- stjórnarlánið, þegar það kemur. t fjölmörgum tilvikum selur byggingameistari með verð- tryggingu að hluta, og verða kaupendur i slikum tilvikum nú að greiða fyrir hækkun bygginga- kostn., sem tafirnar valda, ef þeir hafa ekki tryggt sig fyrir sliku i samningi sinum. Það eru æði miklar fúlgur, sem bygginga- kostnaður hefur hækkað um, verðbólgan almennt 30-40 prósent og hækkun á ýmsu innfluttu byggingarefni jafnvel meiri. Árni Vigfússon seldi á föstu verði, samningar flestir gerðir fyrir um 20 mánuðum, og varð þá brátt gengisfelling og siðan verðbólga meiri en dæmi finnast um hér áð- ur. ,,Ég er nú að afhenda þessar ibúðir á hálfvirði, miðað við það, sem sambærilegar ibúðir seljast á i dag,” segir Árni. Rogast með barnavagna Tapið er ekki allt talið i beinum tölum. t fjölbýlishúsið, sem Árni hefur tapað 400 þúsund á 3ja mánaða töfinni hafa þegar flutzt 12 af 34 fjölskyldum, sem þar hafa keypt. Vegna peningaleysis hefur byggingameistarinn ekki getað gengið frá húsinu eins og vænzt var, að yrði. Lyfta er ókomin, svo að eitt dæmi sé nefnt, og fjöl- skyldur rogast með barnavagna allt upp á sjöundu hæð. Hvað um lán i bönkum til að brúa bilið? Alkunna er, að sjaldan eða aldrei hefur verið erfiðara að fá bankalán. Jafnvel út á væntan- leg húsnæðismálastjórnarlán. „Sannleikurinn er sá, að bankarnir eru hvekktir á að treysta þessari stofnun,” segir Árni. Hann fær litil lán til að standa undir þessu. Meðan hann biður eftir lánunum, svo að fólkið geti greitt, hækkar allur kostnað- ur og eykst. „Velta min eru 53-54 milljónir á þessu tveggja ára byggingartimabili,” segir Arni. „bað ætti að vera eðlilegt að geta fengið 6-10 milljónir i lán, en þvi fer viðs fjarri.” //Enginn veit néitt" Árni lýsir þvi, hvernig hann hefur gengið frá Heródesi til Pila- tusar siðustu vikur, i húsnæðis- málastofnun, ráðuneyti og viðar. „En enginn virðist vita neitt,” segir hann. Seðlabankinn hefur venjulega látið Byggingarsjóð hafa pening- ana að láni, og sjóðurinn siðar fengið fé til að endurgreiða Seðla- bankanum. Nú hefur það ekki verið gert. Með hækkun launaskatta hafa tekjur sjóðsins verið auknar, og rikisstjórnin setti bráðabirgðalög um að þvinga lifeyrissjóði til að lána byggingarsjóði fé. En samt gerist ekki neitt. Næstu lán miklu dýrari Næstu lán verða sennilega verðtryggð að einhverju leyti. Byggingasjóður kemst ekki hjá að greiða lifeyrissjóðum hærri vextiaf lánunum, sem hann neyð- ir þá til að veita sér, en lán- takendur hafa greitt að jafnaði. Þvi verða lántakendur á næstunni að greiða miklu meira en áður fyrir lánin. Þegar þeir loksins fá þau. — HH Kef lavíkurs jón varpið: Stendur lokun fyrir dyrum? Hvað liður fyrirhugaðri lokun Keflavíkursjónvarpsins, spyrja vist margir þessa dagana. 1 samningaviðræðum þeim, sem Einar Agústsson átti við yfir- völd vestanhafs var m.a. samið um að geisli sjónvarpsstöðvar- innar á Keflavikurflugvclli skyldi takmarkast við völlinn einan. Einar Agústsson gaf skömmu siðar i skyn, að fyrirhuguð tak- mörkun stæði fyrir dyrum fyrir mitt sumar. t Þjóðviljanum 6. júni var herinn sakaður um að beita blekkingum i sambandi viö sjónvarpsmálið. Var sagt að tak- mörkun á sendigeislanum væri langt frá þvi eins örðug og látið væri. Við leituðum svara við þessu atriði og fleiru i sambandi við út- varps og sjónvarpsmál vallarins hjá bandariska hernum. Þeir sögðu, að geislinn yrði takmarkaður um leið og þau tæki, sem nú væru i pöntun i Bandarikjunum hefðu borizt til landsins og nauðsynlegum fram- kvæmdum væri lokið hér. t sambandi við fullyrðingar Þjóðviljans var blaðinu tjáö, að margar aðrar leiðir til að tak- marka geislann hefðu verið ihugaðar. Sú aðferð, sem var val- in var álitin sú tiltækilegasta i öll- um atriðum. Geislann væri hægt að takmarka á margan hátt, en aðrar aðferðir eru annaðhvort dýrari eða bera minni árangur. Eins og stendur væru engar áætlanir uppi um litasendingar eða lokað sjónvarpskerfi. Við spurðumst fyrir um, hvort fyrir- hugað væri að setja upp FM út- varpsstöð þá, sem er i eigu hers- ins. Svörin, sem bárust voru hins vegar þau, að um slikt væru eng- ar áætlanir uppi. Um siðustu helgi og á mánudag var útsendingartimi Keflavikur- sjónvarpsins nokkuð lengur fram eftir nóttu en áður var. Blaðið spurðist fyrir um, hvort út- sendingartimi sjónvarpsins hefði lengzt á kvöldin, en fékk þau svör, að dagskráin umrædda daga hefði lengzt vegna sérstakra þátta, sem sýndir voru fyrr um kvöldið. A sunnudag var sýnd mynd frá afhendingu Emmy sjónvarpsverðlaunanna i Bandarikjunum, en á mánudag dróst dagskráin vegna þess að þá var verið að sýna stórmyndina South Pacific. Þessi framlengdi útsendingartimi væri hins vegar ekki til frambúðar. — JB EKKI ORÐ DÓMARANS Nokkur misskilningur hefur skapazt vegna fréttar i Visi á þriðjudag. Þar var rætt viö As- geir Friðjónsson, dómara Flkni- efnadómstólsins vegna hassfund- ar á Keflavíkurflugvelli. t lok fréttarinnar var hugleiö- ing um hversu stór fórn þaö væri aö komast yfir ca. hundraö þús- und krónur meö sölu fikniefn- anna, en eiga á hættu allt aö 10 ára fangelsi fyrir vikiö, vegna stæröar skammtsins. Þetta mátti skiljast eins og þaö kæmi frá Ás- geiri Friðjónssyni. Svo var þó alls ekki, heldur voru þetta hugleið- ingar blaöamanns. Enda tjá dómarar sig aldrei um hugsan- legar refsingar sem sakborningar geta hlotið. RÍKIÐ FEKK 1369 MILLJÓNIR FYRIR BILASOL UNA Við fluttum inn bila fyrir 1201 milljón krónur á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þetta er cif- verð þeirra, sem innflytjandi greiðir, en ofan á þaö bætist ýmislegt, einkum álög rikisins. Kikið hefur haft um 1369 mill- jónir i tekjur vegna innflutnings á þessum bilum. Hlutur rikisins er nú um 54% af endanlegu útsöluverði fólks- bila, um 40% af vörubilum og um 46% af jeppa- og sendibilum. Söluskattur hækkaði i marz og innflutningsgjald i mai svo að hlutur rikisins hefur vaxið tals- vert á árinu. Riflega 4600 bifreiðar voru fluttar inn i janúar til april, en á sama tima i fyrra voru innflutt- ar 1529, 2140 árið þar áður og 1860 i janúar til april 1971. Þessi mikla aukning á að miklu leyti rætur að rekja til ókyrrðarinnar i efnahagsmál- um. Menn hafa keypt af ótta við gengisfellingar og aðrar ráð- stafanir stjórnvalda. Bilainn- flutningurinn hefur undanfarin þrjú ár verið að meðaltali um 7- 8 þúsund bilar á ári. Um siðustu áramót voru bílar i landinu um 63 þúsund. Ef gert er ráð fyrir, að meðalaldur biia sé mun hærri en i nágrannalöndunum, eða um 10 ár, þarf að flytja inn yfir 6 þúsund bila á ári til að halda i horfinu með bilaflotann, og yfir 1000 i viðbót vegna fólks- fjölgunar. Innflutningurinn hef- ur þvi siðustu árin ekki verið mikið yfir þetta. „Upp á siðkastið hefur mönn- um verið mjög tiðrætt um þenn- an bilainnflutning,” segir Bil- greinasambandið, ,,en ef til vill er vert að huga að þvi, að rikið hefur drjúgar tekjur af bila- sölunni.” — HH Stórt stökk hjó Kópavogsstrœtó! 12 mfnótur milli ferða í stað 45 mínútna áður Eflaust munu margir strætó- notendur i Kópavogi brosa breiöar en venjulega i júlimán- uði næstkomandi. Þá er áætlað, að hiö nýja leiöakerfi strætis- vagna Kópavogs veröi tekiö i notkun. t staö þess að allt aö 45 minútur liöa milli feröa, eins og nú er, munu liða 12 minútur milli feröa samkvæmt nýja kerfinu. „Það verða fimm strætis- vagnar stanzlaust i hringferð, sem tekur klukkutima á vagn”, sagði Karl Árnason, yfirverk- stjóri strætisvagna Kópavogs, i viðtali við blaðið. „Hringferð hvers vagns hefst á þvi að hann kemur úr Reykja- vik, fer um austurbæinn, stopp- ar á miðbæjarsvæðinu, og fer siðan um Vesturbæinn. tlr vesturbænum fer hann til Reykjavikur með viðkomu á miðbæjarsvæðinu. Með þvi að vagnarnir komi alltaf við á mið- bæjarsvæöinu kemur miðstöð, þannig að nú geta Kópavogsbú- ar ferðast auðveldlega milli bæjarhluta með strætisvögnum, en þvi hefur varla verið til að dreifa áður”, sagði Karl. Endastöð Kópavogsstrætis- vagna i Reykjavik verður nú á Hlemmtorgi i stað Lækjargötu. „Það sparar okkur gifurlegan tima að vera ekki með endastöð niðri I bæ”, sagði Karl. „Ferðin upp Hverfisgötu og inn að Kringlumýrarbraut tekur stundum allt að 20 minútur”. SVK og SVR ætla að taka upp sameiginlegt skiptimiðakerfi, þannig að farþegar hjá hvorum strætisvögnunum sem er geta notað skiptimiða sina i hinn. Ferðir á morgnana fram til klukkan niu fara væntanlega allt niður i miðbæ Reykjavikur. —ÓH Úrvol og Zoega hugleiða sameiningu — „til að verða stœrri og sterkari" „Að visu er það til umræöu að sameina Feröaskrifstofuna Úrval og Ferðaskrifstofu Zoega, en þær umræður eru ennþá á slíku frum- stigi, að engu verður um þaö spáð, hvað verður úr framkvæmd þeirrar hugmyndar,” sagði Geir Zoega forstjóri i viötali við Visi. Steinn Lárusson, fram- kvæmdastjóri Úrvals, tók- i sama streng og Geir,er blaðið sneri sér til hans. „Þeim mun stærri ferða- skrifstofa, þeim mun hagstæðari samningar. Það er ástæðan fyrir þvi, að þessar tvær ferðaskrif- stofur hugleiða nú þann mögu- leika að sameina krafta sina,” sagði Steinn. Þá má einnig geta þess, að Úr- val hefur áhuga á að innlima Ferðaskrifstofu Akureyrar en sú ferðaskrifstofa hefur unnið óháð risunum i Reykjavik til þessa. Fékkst Steinn ekki til að veita upplýsingar um það, hversu langt samningaviðræður við Akur- eyringa væru komnar. —ÞJM KAI JPGARÐU Toiletpappír 25 rl. pokar 2 kg strásykur Eldhúsrúllur Corn Flakes, stór Ritz kex Púðursykur, 1 kg Rauð epli, 1 kg Grœn epli, 1 kg Jaffa appelsínur, 1 kg Blandað grœnmeti, 1/2 dós Gulrœtur, 1/1 dós Veizlubaunir, 1/2 dós R Kr. 515,00 - 196,00 88,00 69,00 - 59,00 - 81,00 - 114,00 - 123,00 - 86,00 49,00 - 94,00 - 71,00 MIKLABRAUT FAKUR^\\ i Kaupgardur jr ■ ■ v- ■ ■■ ■ STALBORG b) 1 kaupgahour#// $ £ ■ ■..31 <D Dinni neim / | / & S a> •T Smiöjuvegi9 Kópavogi — ÓH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.