Vísir - 14.06.1974, Side 5

Vísir - 14.06.1974, Side 5
Visir. Föstudagur 14. júni 1974 5 UN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Frá æfingum á knatt- spyrnuvellinum í Frank- furt, þar sem heims- meistarakeppnin í knatt- spyrnu fer fram. Æfingin fór fram undir strangri lögregluvernd eins og allir leikir keppninnar. I okkar mól! — Podgorny forseti varar Vesturlönd við, ef þau vilja, að friðarvið rœðurnar beri árangur, mega þau ekki gagnrýna kjör Sovétborgara innanrikismál Sovét- rikjanna, ef þau vilji ná einhverjum árangri við samningaborðið. Nikolai Podgorny, for- seti Ráðstjórnarrikj- anna, lýsti þvi yfir i gær, að Vesturlönd verði að hætta að blanda sér i t sömu andránni fagnaði Pod- gorny væntanlegum viðræðum Leonids Breznevs og Nixons Bandarikjaforseta, sem eiga að hefjast 27. júni. Lét hann i ljós vonir um, að þær mættu þjóna „tilgangi friðar og alþjóðlegs öryggis”. Fagnaðarlætin voru mikn, pegar Nixon og Sadat óku um götur Kairó. Talið er, að tvær milljónir manna hafi verið á götum úti. Aldrei séð eins margt fólk fyrr — segir Nixon í Alexandríu — Við héldum eftir hinar stór- kostlegu móttökur i Kairó, að viö mundum aldrei sjá fleira fólk á ævi okkar. En ég man, að þú sagðir við mig, að ég skyldi biða þar til við kæmum til Alexandriu. Þú hafðir rétt fyrir þér. Þannig komst Richard Nixon Bandarikjaforseti að orði i þakkarræðu sinni til Anwars Sadat Egyptalandsforseta i gærkvöldi. 1 dagheldur Nixon i sjöunda himni yfir móttökunum, frá Egyptalandi til Saudi-Arabiu. Fyrst ætlar hann að skoða pýra- midana. Nixon sagði i ræðu sinni, að Sadat forseti mundi koma til Bandarikjanna i opinbera heimsókn fyrir lok þessa árs. Gifurlegur mannfjöldi hefur fagnað Nixon alls staðar, þar sem hann hefur farið um Egyptaland. Talið er, að tvær milljónir manna hafi tekið á móti honum i Kairó á miðvikudag. Hins vegar er áætlað, að þrjár milljónir hafi verið við járnbrautarteinana frá Kairó til Alexandriu i gærdag, þegar forsetarnir fóru þar um i opnum vagni. Lítill vilji orðinn til að sameina N- og S-írland i fyrsta sinn i sögu írska lýð- veldisins hefur forsætisráöherra þess efazt um gildi hugsjónarinn- ar um sameinað irland. Liam Cosgrave, forsætisráðherra trska lýðveldisins, sagði i gær i harð- orðri árás á irska lýðveldisher- inn, að með skæruhernaði sinum dræpi hann niður óskirnar i lýð- veldinu um að sameinast norður- hluta eyjunnar. Á fundi i flokki sinum sagði for- sætisráðherrann, að ibúar lýð- veldisins létu æ oftar i ljós það álit, að þeir hefðu eriga ástæðu til að auka tengslin við Norður-tr- land, þar sem allt væri i kalda koli vegna óeirða og deilna. En trski lýðveldisherinn stuðlaði ein- mitt að sliku ástandi. Allt frá þvi, að héruðin sex, sem mynda Norður-trland, voru sett undir brezka stjórn, hefur sú krafa verið sett fram af trska lýð- veldinu, að stjórnvöld þess réðu allri eyjunni. Norður-Irland er ekki nema 13.600ferkilómetrar að stærð, eða aðeins stærra en Norðurlands- kjördæmi vestra hér á landi. Þar býr ein og hálf milljón manna. FARA AF LOÐNUMIÐUM Rússar og Norðmenn hafa hætt að veiða loðnu á umdeildu haf- svæði við Nýfundnaland. Yfir- lýsing um þetta var gefin af löndunum tveimur og Kanada á fundi Norðvestur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar, sem nú er haldinn i Kanada. Þórður As- geirsson, skrifstofustjóri I sjávar- útvegsráðuneytinu, og Jón Jónsr son fiskifræðingur sitja fundinn fyrir tslands hönd. t siðustu viku hvatti Jack Davis, kanadiski sjávarútvegs- ráöherrann, til þess, að bæði rikin hættu að veiða loðnu við tólf milna fiskveiðilögsöguna utan við Avalonskaga. Davis sagði, að mikil vandamál hefðu skapazt „vegna þess að erlendir flotar safnast saman á litlu svæði mjög nálægt ströndinni og veiða hættu- lega mikið af stofni, sem hefur mikið að segja fyrir aðþrengda strandfiskimenn okkar Kanada- manna.” Hallstiel Rasmussen, formaður norsku sendinefndarinnar, sagði, að norski flotinn hefði farið af miðunum, áður en Davis bað hann um að fara. Hann sagði, að norskt verksmiðjuskip og sex fiskiskip hefðu yfirgefið svæðið, af þvi að aflinn hefði ekki verið mikill. Alex Volkov, talsmaður sovézku sendinefndarinnar, sagði i gær, að sovézku skipin hefðu farið af svæðinu fyrir tveimur dögum. Hann sagði, að þetta hefði verið ákveðið „i kurteisisskyni” við Kanada. Siðar I þessum mánuði mun Nixon hitta Podgorny, forseta Sovét- rikjanna. Hann hefur varað Vesturlönd við afskiptum af sovézkum innanrlkismálum. En viðvörun Podgornys um að Vesturlönd blandi sér ekki i einkamál Rússa er talið vera beint til Bandarikjaþings, sem hefur fellt tillögur um að veita Sovétrikjunum undanþágur á tollum og skatti i millirikja- verzlun þessara tveggja landa, eða gefa þeim gjaldfrest. Allt vegna tálmana, sem sovézka rik- ið hefur lagt á landflutninga sovézkra Gyðinga. Ræða Podgornys var næstsið- asta talan, sem flutt var i Bolshoi- leikhúsinu af leiðtogum flokksins, áður en Sovétborgarar ganga til kosninga núna á sunnudaginn. — Siðustu ræðuna flytur æðsti mað- ur flokksins, Leonid Brezhnev. Þingmenn berjast með hnefum Þingmenn á tyrkneska þinginu lentu i hörkuslagsmálum i gær.þegar Mustafa Ustundag menntamálaráðherra var gagn- rýndur fyrir að ráða kommúnista i kennarastöður. Að minnsta kosti sjö þingmenn særðust. Ibrahim Tekin, fyrrum tollmálaráðherra, var með blæðandi höfuðsár. Þingmönnum hægri sinnaða Lýðræðisflokksins, sem er i stjóhnarandstöðu, og vinstri sinnuðu Lýðveldissinnuðu alþýðufylkingarinnar, sem er stærsti stjórnarflokkurinn, lenti saman. Þingmenn stigu upp á borð sin og köstuðu skjölum i and- stæðinga sina. Einnig skiptust menn á hnefahöggum. Þegar viðskiptin i þinginu höfðu farið þannig fram i hálftima, var fundi slitið Um það bil 20 þingmenn tóku þátt i áflogunum. Áhorfenda- pallar voru þéttsetnir áhugasöm- um áhorfendum. Þingfundum var frestað fram til þriðjudags, svo að þingmenn gætu jafnað sig. v Bulent Ecevit, forsætisráð- herra úr Lýðveldissinnuðu alþýðufylkingunni, hefur gefið til kynna að hann muni segja af sér, ef meirihl. þingsins telji að ávita beri menntamálaráðherrann fyrir embættisfærslu sina. Ekki blanda ykkur Reka Chile-stúdenta á brott frá Moskvu Sovézk yfirvöld hafa I kyrrþey rekið fjölmarga námsmenn frá Chile, sem áður studdu Salvador Allende, úr landi i Sovétríkjun- um. Þetta er haft eftir vestrænum stjórnarerindrekum i Moskvu i morgun. Þeir sögðu, að margir vinstri sinnaðir stúdentar frá Chile hefðu verið sviptir styrkj- um, fengið fyrirmæli um að yfir- gefa stúdentagarða og látnir hafa flugmiða til Santiago. Ekki var greint frá þvi, hve margir hefðu fengið þessa meöferð. Hins vegar er ljóst, að flestirhinna brottreknu vilja ekki fara aftur til Chile. Þeir hafa snúið sér til vestrænna sendiráða i Moskvu og beðið um skólavist i háskólum á Vesturlöndum. Stjórnarerindrekarnir sögðu að sovézk yfirvöld vildu greinilega losna við vinstri-sósialistana, þvi að þeir væru róttækari en kommúnistarnir frá Chile. — Þeir hafa ekki áhuga á neinum stúdent frá Chile nema hann sé kommúnisti, nú þegar Allende er fallinn, sagði einn stjórnar- erindrekinn. Allende, forseti Chile. Nú ff stuðningsmenn hans ekki lengui að dveljast I Sovétrlkjunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.