Vísir


Vísir - 14.06.1974, Qupperneq 16

Vísir - 14.06.1974, Qupperneq 16
o vism Föstudagur 14. iúni 1974 Verðbólgan yffir 44% síðustu 12 mánuðina „Metin fjúka”. Veröbólgan var yfir 44 prósent siðustu tólf múnuðina. Vísitala framfærsiukostnað- ar hækkaði um 44,2 prósent frá 1. mai í fyrra til 1. maf i ár. Visitala neyzluvöruverölags hækkaöi um 42,4 prósent á sama tima, og byggingar- kostnaður um 40,5 prósent. Þessar upplýsingar koma fram I júnfhefti Ilagtala mán- aöarins, sem Seðlabankinn gefur út. Bílstjórar á Hellis- sandi í deilum við Vega- gerðina i kringum Hellissand standa nú fyrir dyrum nokkrar vegafrpm- kvæmdir. Vegagerðin setti það skilyrði við þessar fyrirhuguðu framkvæmdir, að eingöngu yrðu ráðnir vörubilstjórar með þriggja hásinga vörubíla. Vörubllstjórar í sýslunni eru að vonum mjög gramir yfir þessari skyndilegu nýbreytni. Einungis 3- 4 þriggja hásinga bilar eru til i sýslunni, en flestir vörubilstjór- anna eru hins vegar með nýlega tveggja hásinga bila. Bilstjórarnir hafa hingað til haft forréttindi á allri vinnu hjá vegagerðinni i sýslunni. Kefjast þeir nú að vegagerðin falli frá þessum skilmálum, svo þeir fái vinnu fyrir tæki sin. Er blaðið hafði samband við Hellissand i gærkvöldi var málið ekki komið á alvarlegt stig ennþá og var jafnvel vonazt til að samn- ingar tækjust með bilstjórum og vegagerðinni. —JB Telja nú til 4 stiga skjálfta smáhrœringa ,,Við erum hætt að kippa okkur upp við smákippi eins og þessa sem komu i gær,” var viðkvæðið hjá þeim Borgfirðingum, sem Visir hafði tal við i morgun. Þó voru kippirnir i gær um og yfir 4 stig á Ilichterskvarða eða viðlika sterkir og skjálftarnir, sem gerðu Borgfirðinga hvað skelkaðasta i siðasta mánuði. „Það hafa aðeins verið vægir kippir i nótt og maður hefur að mestu haft svefnfrið. Aðeins deplað auga stöku sinnum,” sagði húsfreyjan að Siðumúla I Hvitársiðu i viðtali við Visi i morgun, en þar á bænum er jarðskjálftamælir, sem settur var upp, þegar jarðskjálftarnir hófust i Borgarfirði fyrir um einum og hálfum mánuði. „Það er dálitið erfitt að átta sig fyllilega á upptökum jarðskjálftanna vegna þess, hver fáa jarðskjálftamæla við höfum til ráðstöfunar,” sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur, þegar Visir hafði tal af honum skömmu fyrir hádegi i dag. Ragnar kvaðst þó geta upplýst, að skjálftarnir tvo slðustu sólarhringa ættu upptök sln norðar en i fyrri hrinunni. „Skjálftarnir eru núna austur af Þverárhlið við Lambahraun,” sagði hann. „Það er m jög erfitt að átta sig á jarðhræringunum á þessu svæði”, hélt Ragnar áfram. „Við höfum ekkert til að miða við. Þetta er órannsakað svæði og það er ekki vitað til að svona öflugar jarðhræringar hafi orðið þarna áður.” „Það er þó óhætt að fullyrða, að skjálftar af sama styrkleika og i fyrradag geta ekki endur- tekið sig á þessum sama stað,” sagði jarðskjálftafræðingurinn. „Og það er ekki við þvi að búast, að þessar jarðlagsbreytingar haldi áfram að fikra sig norður. Þetta getur tæpast færzt mikið norðar, þar sem annars konar jarðsvæði taka þar við. Við telj- um þessar jarðhræringar vera búnar að hoppa um á óeldvirka svæðinu eins og þær geta.” Mesti skjálftinn i fyrradag mældist 6,3 stig á Richters kvarða. „Það hafa ekki margir sterkari kippir mælzt hér á landi,” sagði Ragnar. „Dalvikurskjálftinn 1934 var af svipuðum styrkleika. Skjálftinn fyrir mynni Skagafjarðar 1963 mældist þó vera 7 stig, og 1912 munu hafa verið jafn sterkir skjalftar I nánd við Heklu, að þvi er jarðskjálftamælar erlendis sýndu.” -ÞJM Bóndinn að Ilelgavatni I Borgarfirði við heitu laugina, sem hvarf I siðasta mánuði. 1 fyrradag missti hann jafnframt kalda vatnið.... -Ljósm. Bragi. „Allt of ódýrt"! — hrópuðu yfir sig hrifnir Fœreyingar á konsert skólakórs MT — og áttu við aðgangseyrinn „Viö fengum alveg fróbærar móttökur I Færeyjum. Iiúsfyilir á hverjum einustu tónleikum, og gestrisnin átti sér engin tak- mörk”. Þetta eru orð tveggja nemenda i Menntaskólanum við Tjörnina, þeirra Snorra Sigfús- ar Birgissonar og Jóns Þor- steins Gunnarssonar, um för skólakórs MT til Færeyja. Snorri er stjórnandi kórsins, en Jón gjaldkeri. Kór MT fór I viku söngför til Færeyja fyrir stuttu. Og til marks um hinar frábæru mót- tökur höfðu þeir Snorri og Jón þessa sögu að segja: „Við i kórnum vorum að ræða okkar á milli hvað ætti að hafa aðgöngumiðaverð hátt inn á fyrsta konsertinn. Sigurður Pét- ursson, skólastjóri i Sandavogi, ráðlagði okkur aö hafa þaö tiu krónur danskar fyrir fullorðna, og þrjár krónur fyrir börn. Þetta fannst okkur full hátt, og lækkuðum það i sex krónur fyrir fullorðna, og þrjár krónur fyrir börn. Svo hófst konsertinn, og húsið var troðfullt. Þór Vigfús- son, sem var fararstjóri okkar sat frammi i sal þegar hann heyröi einhvern taka kröftug- lega undir söng kórsins. Það var Sigurður Pétursson, og á milli þess sem hann tók undir, beygði hann sig niður að Þór og sagði: „Allt of ódýrt, allt of ódýrt”. Og hann sagði okkur eftir konsert- inn, að margir Færeyingar hefðu hreinlega verið móðgaðir yfir að fá ekki að borga hærri aðgangseyri.” Kór Menntaskólans við Tjörn- ina er tveggja ára gamall. Til að fjármagna þessa Færeyjaför seldu þau jólakort, og héldu hlutaveltu. Einnig fengu þau styrk frá riki og bæ til fararinn- ar og fóru söngför um Suður- land i vetur. — ÓH Þaö var sungiö á kvöldin, og skoðað á d'aginn. Hér eru kórfélagarnír staddir við Kirkju- bæ. ISLENZKURSAUNGUR - 40 nemendur Stúdentaskólans við Tjörnina Reykjavlk.... Kórfélagarnir þurftu að teikna auglýsingar sjálfir til að setja upp, og að sjálfsögöu brugðu þeir fyrir sig færeyskri tungu, þótt alveg eins hefði mátt nota þá islenzku. Sameigin- legir fram- boðsfundir Eins og fyrir siðustu alþingis- kosningar, hafa stjórnmála- flokkarnir I Reykjaneskjördæmi tekið höndum saman um funda- höld i kjördæminu. Verða að þessu sinni fjórir sameiginlegir fundir og var sá fyrsti haldinn I gærkvöldi að Hlégaröi I Mosfells- sveit. Næsti fundur verður haldinn I Vighólaskóla I Kópavogi á fimmtudaginn i næstu viku. Þriðji fundurinn verður kvöldið eftir i Stapa í Njarðvikum og loks sá fjóröi I Hafnarfirði og þá væntan- lega I Bæjarbiói. Sá fundur verður haldinn mánudaginn 24. júni. Allir hefjast þessir fundir klukkan hálfniu. Eru þessir fundir opnir öllum. -ÞJM knattspyrnuœfingum! Lið borgarstjórnar og embœttismanna keppa 17. júní „Æskan setur svip á hátlðar- höldin 17. júni. Skrúðgöngur hefjast kl. 13.15 frá Hlemm torgi, Miklatorgi og Melaskóla. Barnaskemmtun verður á Lækjartorgi og I Árbæjarhvcrfi og uppistaðan i fjölbreyttri iþróttakcppni i Laugarda! eru börn og unglingar.” Þetta sagði Már Gunnarsson, formaður þjóðhátiðarnefndar, á blaðamannafundi i gær. Keppni i frjálsiþróttum hefur oft dregizt á langinn, en nú verður aðeins keppt til úrslita, svo að heildarkeppnistiminn verður aðeins 40 min. Kvenna- knattspyrna verður á milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Og strákana sjáum við i hand- knattleik, körfuknattleik og knattspyrnu. Sennilega verður samt mest æsandi keppnin á milli liða borgarstjórnar og liða embættisvalds borgarinnar i knattspyrnu. Sagt er, að æfingar fari fram með mikilli leynd hjá báðum og kærleikur litill á milli liðanna. Enda var valinn hraustur maður i dómaraembætti, enginn annar en Guðmundur Jónsson óperu- söngvari. I liði embættis- valdsins eru 3 fyrrverandi landsliðskappar, Hermann Her- mannsson, Helgi V. Jónsson og Gunnar Guðmannsson. 1 liði borgarstjórnar eru margir góðir kappar og gert ráð fyrir, að Albert Guðmundsson, fyrr- verandi atvinnumaður i knatt- spyrnu, gefi liði borgarstjórnar mörg hollráðin. Bæði liðin klæöast svo auðvitað lands- liösbúningi. Fjallkonan okkar verður að þessu sinni Halla Guðmunds- dóttir. 1 samfelldri dagskrá á Lækjartorgi sjáum við Rauðhettu, Tóta trúð, Pálinu og saumavélina o. fl. 1 Árbænum verður hluti af barnadagskránni endurtekinn, þar verður poka- hlaup o.fl. Dansað verður á sex stöðum i borginni, Austurbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Langholts- skóla, Melaskóla, Arbæjarskóla og Fellaskóla. Hátiðaskapið fer ákaflega mikið eftir umhverfi, og er það von þjóðhátiðarnefndar, að sem flestir dragi fána að hún og verzlanir skreyti glugga sina til þess að gera heildarsvip borgarinnar sem skemmtileg- astan. -EVI-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.