Vísir - 20.06.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 20.06.1974, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 20. júnl 1974 DÝRKEYPT GLEYMSKA Þaö getur orðiö dýrkeypt aö gleyma töskunni sinni. Sölumaö- ur hjá Almenna bókafélaginu fór inn I sjoppu á Barónsstig 27 1 gær- kvöldi meö brúna skjalatösku sina meö sér. Þegar hann fór út, gleymdi hann töskunni. Tuttugu minútum seinna upp- götvaöi hann þaö og fór aftur I sjoppuna. En þá var taskan horf- in. í töskunni voru 20 þús. krónur i peningum, 10 þús. króna ávisun, 2 bankabækur og svo ails konar pappirar. Þeir sem veröa varir viö töskuna, ættu aö láta rann- sóknarlögregluna I Reykjavik vita. — OH Álafossmálið: Ásbjörn framvísar ekki „handritinu" Réttarrannsókn í Álafossmál- inu heidur áfram i dag. Aö sögn Einars Ingimundar- sonar, bæjarfógeta i Hafnarfiröi, liggur máliö nokkuö ljóst fyrir, þ.e.a.s. hver samdi skýrsluna. Hins vegar er sú staöhæfing Ás- björns Sigurjónssonar, aö hann hafi samiö skýrsluna eftir hand- skrifuðum blööum frá Pétri Eirikssyni ekki sönnuö. Ásbjörn segist hafa fundiö uppkast aö skýrslu Péturs til stjórnar Ala- foss I bréfarusli I garöinum hjá sér. Pétur hefur viöurkennt aö svo kunni aö vera, aö Ásbjörn hafi fundið handskrifuö blöö frá sér, en hinsvegar sé fæst rétt eftir haft. Dagblaöiö Visir fór þess aö leit viö Asbjörn aö hann framvisaði þessum handskrifuðu blööum. Hann sagöist hinsvegar ekki gera þaö, fyrr en hin raunverulega skýrsla forstjóra Álafoss yröi lögö fyrir rétt! — ÓH Gengið hefur lœkkað um 13,5% fr« áramótum Gengi krónunnar hefur lækkað tölu- vert frá áramótum, hvort sem það er nefnt „sig” eða „fall”. Frá áramót- um er meðallækkun gengisins 13,5 prósent, þegar teknir eru allir erlendir gjaldmiðlar. Lækkun er mjög misjöfn, en slik „meðallækkun” er miðuð við, hvert hlutfall hinna ýmsu gjaldmiðla er i inn- og útflutningi okkar. — HH Vondur út í Röðul! Lœðist á nóttunni til að skemma smekklásinn á veitingastaðnum Undanfarnar vikur hefur starfsfóik veitingahússins Rööuls komiö hvaö eftir annaö aö útidyr- um hússins á morgnana og ekki getaö opnaö þær, vegna þess aö búiö hefur veriö aö troöa spýtna- drasli eöa nöglum I smekklásgat- iö um nóttina. „Viö höfum ákveöinn mann eða útsendara hans grunaöan um þetta, en þetta hefur verið hans helzta tómstundagaman s.l. tvö ár. Viö höfum gert nokkrar til- raunir til aö sitja fyrir honum, en þær hafa mistekizt enn sem kom- iö er,” sagöi Ragnar Magnússon, framkvæmdastjóri Rööuls, er viö töluöum viö hann I morgun. „Þetta hefur valdið okkur miklu fjárhagstjóni. Við höfum oröiö aö kaupa fjölda smekklása i staö þeirra, sem hann hefur eyði- lagt meö því aö negla nagla inn i smekklásgatið, og vinnulaun viö aö koma þeim fyrir og hreinsa hina, sem spýtnadrasli heiur ver- iö troöiö í, skipta tugum þúsunda króna. Þá hefur þetta valdið starfs- fólki okkar svo og ööru fólki, sem vinnur I húsinu og þarf að mæta til vinnu fyrir hádegi, miklum vandræöum. Þaö kemst ekki inn fyrr en búiö er að gera viö lásinn eöa hreinsa hann, og er þá þess- um athafnasama skemmdar- vargi, sem sýnilega er eitthvaö ó- Rööulshatarinn hefur neglt nagla af öllum stæröum og geröum I smekklásinn á aöaidyrum veitingahússins undanfarin tvö ár — °g þaö hefur veriö anzi erfitt aö ná sumum þeirra út. ánægöur meö Rööul eða starf- semina, sem þar fer fram, bölvaö hressilega af öllum. En við gerum okkur vonir um aö ná I skottiö á kauöa einhvern næstu daga, enda ómögulegt að standa I þessum skollaleik viö hann öllu lengur. Viö erum aö koma upp úthugs- uðu kerfi, sem hann sleppur ekki i gegnum, og þegar af þvl veröur, vona ég, aö þið þarna á VIsi takiö viö mynd af honum I starfi fyrir mig, en hann á það inni fyrir alla þessa fyrirhöfn og dugnað viö smekklásana okkar að fá mynd af sér I blööin.” — klp — Kemur og selur Bangsa ,,Ég sá, aö þaö var Isbjörn og þaö var nóg til þess, aö ég gripi til byssunnar og hleypti af. Auk þess var hann nú aö snuöra I kring- um okkur.” Þetta sagöi Helgi Geirmundsson frá Isafiröi, sem skaut bangsa nyrzt á Vestfjaröakjálkanum i mai siöastliönum. Þeir féiagar komu fljúgandi til Reykjavlkur I gær og var annar helfrosinn. islenzka dýrasafniö hefur keypt haminn, og sendir hann væntanlega utan til uppstoppunar. Bangsi veröur siöan sýningargripur I dýrasafninu. Kaupveröiö var 350 þúsund. Ekki er hægt aö segja annaö en aö mikið fé sé iagt til höfuös björnum á islandi, ef slíkt er gangveröiö. —JB. Ljósm. Bragi. ENN SKELFUR BORGARFJÖRÐUR Tveir talsvert snarpir jarö- skjálftakippir uröu i Borgar- firöinum I fyrradag. Annar var 3,9 stig á Richter-kvaröa, en hinn 4,2. Frekari jaröhræringa varö svo ekki vart I nótt eöa morgun. Þaö haföi veriö fremur kyrrt i Borgarfirðinum um nokkurt skeiö, eöa þangaö til fyrir viku siöan, aö mesti skjálftinn frá upp- hafi gekk yfir. Sá skjálfti mældist vera 6,3 stig. A eftir honum fylgdu nokkrir smærri kippir, en siðan varö allt með kyrrum kjörum á ný. Siöastliöinn laugardag geröu jaröhræringarnar aftur vart viö sig með allsnörpum kipp og voru nokkuö stööugar hræringar þar til i fyrradag, en þeim lauk i bili með skjálftunum tveim, sem aö ofan greinir A jaröeðlisfræðideild Veöur- stofunnar var þær upplýsingar aö fá i morgun, aö þaö væri ekki rétt að segja, að jarðhræringarnar heföu flutt sig norðar, eins og álitiö var um skeið. Hiö rétta væri, að jarðlagsbreytingar væru nú á tveim stöðum, en væru nú sterkari nokkru noröar en i upp- hafi. —ÞJM „Nœr ekki nokkurrí átt að nota slíkt verðmœti í uppfyllingu!" Brotajárn verður hlutafé í nýju félagi „Þaö nær ekki nokkurri átt, aö á hverju ári séu hundruö bila notuö I uppfyllingu, járnarusl grafiö I jöröu eöa heiiu skipin fyllt af brotajárni, sem viö seljum til útlanda fyrir smánarverö”. Þetta sögöu forráðamenn Stálfélagsins h/f, sem stefna aö þvi, aö stái- verksmiðja veröi reist á islandi tii aö vinna steypustyrktarstál úr brotajárni. „Viö verðum aö vekja fólk til umhugsunar um þaö, aö i brota- járni liggja mikil verðmæti. Brotajárnið er um allan heim mjög eftirsótt vara. Öll lönd hins vcstræna heims, nema island og Bandrlkin hafa þvi lagt bann á útflutning brotajárns. Viö teijum traustan grundvöll fyrir slikri verksmiöju hér”, Fyrsti áfangi væntanlegrar verksmiðju á aö geta framieitt 10 þúsund tonn af steypustyrktar- stáii áriega, en innflutningur á þvi var rúm 12 þúsund tonn á siðasta ári. Hráefni I slika fram- leiðslu er 11 þúsund tonn af brota- járni árlega. Nú eru flutt út ár- lega 4-6 þús. tonn af brotajárni, en forráöamenn félagsins eru samt sannfæröir um þaö, aö hægt sé aö safna nægilegu hráefni hér- iendis. Þeir viija helzt hefja söfnun strax og eiga brotajárnssjóö, þegar verksmiöjan tekur væntan- lcga til starfa. Ætlunin er aö verksmiöjan veröi almennings- hlutafélag og gætu þá væntan- legir hluthafar ef til vill lagt fram hlutafé sitt i formi brotajárns. Verksmiöjan hefur fengið lóð viö hliö Álverksmiðjunnar i Straumsvik og er þess vænzt aö verksmiöjan geti tekiö til starfa eftir um 2 ár. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.