Vísir - 20.06.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 20.06.1974, Blaðsíða 5
5 Vísir. Fimmtudagur 20. júni 1974 Utanríkisráðherra- fundi Atlantshafsbanda- lagsins lauk hér í Ottawa á hádegi í gær, með því að allir 15 ráðherrarnir lýstu munnlega yfir samþykki sínu við Atlantshafsyfir- lýsinguna. Beindi Josep Luns, framkvæmdastjóri Nato, orðum sínum til ráðherr- anna eftir stafrófsröð landa þeirra, og einn af öðrum lýstu þeir því hver um sig með einni setn- ingu, að ríki þeirra féllust á yfirlýsinguna. ENGINN þeirra hafði fyrirvara á afstöðu sinni. — Einar Ágústsson utan- rikisráðherra taiaði að sjálfsögðu fyrir íslands hönd. ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND r Einar Agústsson: IYSTISAMÞYKKI ÍSIANDS þegar röðin kom að utanríkisráðherra Islands í nafnakallinu Björn Bjarnason skrifar frá Ottawa Hin nýja Atlantshafsyfirlýs- ing, sem Mitchell Sharp, utan- rikisráðherra Kanada, hefur óskað eftir að verði kölluð Ottawa-yfirlýsingin, er i 14 lið- um, eins og Atlantshafssáttmál- inn frá 1949, sem er eftir sem áður stofnskrá bandalagsins. — Yfirlýsingin hefur ekki að geyma neinar lagalegar skuld- bindingar, heldur er hún stefnu- mótandi skjal um það, hvernig Nato-rikin ætla að haga sam- skiptum slnum við aðstæður, sem eru allt aðrar heldur en þegar sáttmálinn var undirrit- aður fyrir 25 árum. Á blaðamannafundi eftir að samþykki yfirlýsingarinnar lá fyrir voru þeir spurðir, Josep Luns framkvæmdastjóri og Henry Kissinger utanrikisráð- herra hvaða tilgangi það þjón- aði að efna til fundar 26. júni i Brussel með Nixon og öðrum æðstu mönnum bandalagsrikj- anna, þegar formlegt samþykki allra rikja hefur komið fram. í svörum beggja kom fram, að fundurinn i Brussel væri til þess fallinn að sanna enn frekar mikilvægi yfirlýsingarinnar. Hins vegar væri tilgangur hans — að sögn Kissingers — að gefa Nixon tækifæri til að hitta bandamenn sina, áður en hann færi til Moskvu. — (Sbr. 11. gr. yfirlýsingarinnar um að banda- lagsrikin hafi samráð, áður en mikilvægar ákvarðanir verða teknar um utanríkismál.) Kissinger sagði á fundinum, að hann og franski starfsbróðir hans hefðu orðið sammála um endanlegt orðalag 11. greinar yfirlýsingarinnar, en fyrir Ottawa-fundinn höfðu menn óttazt, að sú grein yrði helzti ásteytingssteinn ráðherranna. í tiu fyrstu greinum yfir- lýsingarinnar er fjallað um öryggismál og lýst þar nauðsyn þess, að ekkert verði gert, sem minnki öryggi aðildarlandanna. Segir þar m.a., að .. . „riki, sem vilja viðhalda friðnum, hafa aldrei náð þvi markmiði með þvi að vanrækja eigið öryggi”. — Og þar kemur m.a. fram, að hættan, sem steðji að banda- lagsrikjunum, sé annars eðlis en fyrir 25 árum, þótt grund- vallarforsendur Atlantshafs- sáttmálans hafi ekki breytzt. Bandarikin skuldbinda sig til að viðhalda herafla sinum ótima- bundið I Evrópu. 1 tiundu grein- inni segir m.a., að sérhverju bandalagsriki sé skylt i sam- ræmi við hlutverk sitt innan bandalagsins að taka eðlilega hlutdeild i byrðunum við að við- halda öryggi þeirra allra. í samræmi við þetta er það skoð- un aðildarlandanna, að I þeim samningaviðræðum, sem nú fara fram og væntanlegar eru, skuli ekkert gert, sem geti minnkað þetta öryggi. 1 tólftu grein yfirlýsingarinn- ar er fjallað um lýð- og mann- réttindi og i siðustu greinunum er lýst yfir stuðningi við mark- mið Atlantshafssáttmálans og aukna samvinnu rikjanna. I lokayfirlýsingu ráðherra- fundarins kom svo fram, að Natorikin telja, að meiri árang- ur þurfi að verða i viðræðunum i Genf á öryggisráðstefnu Evrópu, áður en gengið verði til lokafundar þeirrar ráðstefnu. Á blaðamannafundi sinum sagði Kissinger, að hann hefði hreyft þeirri hugmynd, að Nato- rikin tækju allan gang mála á öryggisráðstefnunni til athugunar og settu fastmótuð skilyrði fyrir þvi, hvað þau teldu nauðsynlegt að gerðist i Genf, svo að unnt yrði að ljúka öryggisráðstefnunni. bað vakti mikla kátinu á fundinum, þegar Kissinger svaraði þvi, hver afstaðan væri i simhlerunarmálinu, — sem hann hafði hótað að nota sem tilefni til afsagnar — hlæjandi þannig, að hann fjallaði aldrei um innanrikismál erlendis! — bvi það var einmitt i Salzburg, sem hann tók sjálfur málið upp á blaðamannafundi. Kissinger umgengst blaða- menn mjög frjálslega. Var fundur hans með þeim hér langur og stóð fram yfir þann tima, sem ætlaður hafði verið. Fyrir bragðið kom Kissinger of seint i veizlu hjá landsstjóran- um. ítalir grípa til fleirri skatta ítölsku stjórnarf lokk- arnir þrír urðu í gærkvöldi á eitt sáttir um að taka upp nokkra nýja skatta og grípa til annarra efna- hagsaðgerða til að sigla þjóðarskútunni út úr ein- hverri verstu kteppu# sem italía hefur lent í eftir stríð. En með þessari samstöðu hafa leiðtogar kristilegra demókrata, sósialdemókrata og sósialista forðað landinu frá þvf að lenda i stjórnarkreppu ofan á allt annað. Samsteypustjórn Mariano Rumors sagði af sér fyrir rúmri viku, en forsetinn, Giovanni Leone neitaði að taka lausnar- beiðni hans til greina. Siðan hafa stjórnarflokkarnir setið á fundum nótt og nýtan dag til að koma sér Giovanni Leone, Italiuforseti, og Mariano Rumor, forsætisráðherra, sem nú hefur tekizt aö fylkja stjórnarflokkunum þrem á ný undir merki sitt. uðinum við útlönd. Framfærsla á Italiu hefur hækkað um 20% á ári, og við- skiptahallinn við útlönd hefur numið hart nær 75 milljörðum króna á mánuði, mestmegnis vegna hækkaðs oliuverðs og kjöt- innflutnings. saman um nýjan samstarfs- grundvöll. bessar nýju efnahagsaðgerðir stjórnarinnar fela i sér tilraunir til að draga um 500 milljarða króna út úr peningaveltu landsins til að draga úr verðbólgunni og stöðva hallann á viðskiptajöfn- 30 fyrirtœki í rúst Viðurstyggö eyðileggingarinnar blasir við vegfarendum úr1 Skozka-stræti í Dungannon á N-lrlandi i gær eftir aö þar hafði I sprungiö 300 kilóa sprengja. Henni haföi veriö komiö fyrir I sendi- bfl, sem skiiinn haföi veriö eftir mannlaus á götunni. Viö sprenginguna uröu alvarlegar skemmdir á hfbýlum þrjátiu fyrirtækja, en meiðsli uröu engin á fólki. Sprengjan ber greinilega vott um handbragö öfgamanna, en hvort aö verki hafa veriö mótmælendur eöa kaþólskir er alls óvitaö. jfi ,w. I Umsjón: BB/GP Bretar hugaað 200míl- unum //Bretland mun styðja útfærslu landhelgi ríkja upp í tólf mílur í mesta lagi"/ sagði David EnnalS/ ráðuneytisstjóri utanríkismála/ sem lýsti 1 gær afstöðu Breta á hafréttarráðstefnunni í Caracas, sem hefst í kvöld. Hann sagði, að brezkum yfirvöldum væri ljóst, að al- menna krafan væri 200 milna efnahagslögsaga, og brezkur fiskiðnaður aðhylltist sjálfur þá hugmynd. „Við munum kynna okkur, hve mikils fylgis þessi hug- mynd nýtur á ráðstefnunni”, sagði Ennals. ,,En við erum algerlega andvigir þvi, að ein- stök riki vikki út einhliða fisk- veiðilögsögu sina”. Ráðuneytisstjórinn sagði, að Bretland mundi leitast við að fá það skýrt fram, hve langt strandrfki mættu seilast til að nýta auðlindir sjávar, eins og t.d. oliu. Að endingu sagði hann, að Bretland styddi þvi aðeins hugmyndina um 12 milna landhelgi, að tryggð yrði óheft umferð um sund, sem væru á alþjóðlegum siglingaleiðum. Hearst ófundin Lögreglan i Kaliforniu telur sig eiga betri möguleika á aö ná Patriciu Hearst, dóttur blaðakóngsins, iífs, vegna þess að þau tvö, sem eru eftir- lifandi af symbónesfska freis- ishernum, eru ekki eins skot- glöð og hin höfðu verið. Fulltrúi FBI sagði blaða- mönnum, að menn hefðu góð- ar vonir um, að Harrishjónin mundu láta sér segjast, ef lög- reglan króaði þau af. bó hafa þau lýst yfir á siðustu segul- spólu, sem yfirvöldunum barst I hendur frá þeim 7. júni, aö þau muni ekki verða tekin lifs. Enn eru menn engu nær um það, hvort Pat Hearst, sem rænt var úr ibúð sinni i byrjun febr., og siðar lýsti þvi yfir, að hún hefði gengið i lið meö fangavörðum sinum, hafi gert slikt ótilneydd eða ekki. Henn- ar biður þó rannsókn vegna aöildar hennar f bankaráni 15. april s.l. Einsdœmi Læknir, sem skotið hafði mann til bana, hlaut i gær ein- stæðan dóm. Honum var gert að vera um 2-ja ára bil fangelsislæknir milli kl. 9 og 5 á daginn. ,,Með þessum dómi er rétt- lætinu fullnægt og liknar- málum um leið”, sagði sak- sóknarinn I Bronx i New York. „Embætti mitt leitar ekki hefnda, heldur eðlilegrar refsingar og endurhæfingar viðkomandi.” Hinn fimmtugi læknir, Morris Halper, átti annars yfir höfði sér að minnsta kosti 7 ára fangelsi. — Hann var fundinn sekur um að hafa fyrir 2 árum ■ skotið Thomas nokkurn Franco (24) ára, sem réðst að honum skammt frá læknastofu hans, I rifrildi vegna bifreiðastæðis. Halper læknir á að vinna við borgarfangelsið á Rikers-eyju 5 daga vikunnar fyrra árið, en 2 daga vikunnar seinna árið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.