Vísir - 20.06.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 20.06.1974, Blaðsíða 8
Vlsir. Fimmtudat júnl 1974 \%JJX Pólverjar áfram og öll iii r a-ri !!!!„ • 4 'XI! JL. tííill l/MM 74 Heimsmeistarakeppnin 13. júní - 7. júlí 1974 Holland í úrslit! Ég „tippaöi” á Vestur-Þýzkaland og Itallu i úrslitaleikinn á HM, en nú — eftir leikina, sem ég hef séö I keppn- inni — er ég viss um, aö Holland verö- ur annaö úrslitaliöiö, sagöi sænski þjálfarinn Georg Ericsson eftir leik Hollands og Sviþjóöar I gær. Holland nær áreiöanlega stigi af Búlgarlu og viö höfum góöa möguleika aö sigra Uruguay, sagöi Ericsson enn- fremur, þannig, aö Holland og Svlþjóö eiga aö komast áfram úr 3. riöii. Vestur-Þýzkaland er enn efst á blaöi hjá veömöngurum I Lundúnum 2-1, en ttalla og Holland eru I ööru sæti, þrátt fyrir jafnteflisleikina I gær, meö 5-1. • Byrjaðir á nœstu HM! „Það er öruggt mál, að Argentína mun sjá um IIM-keppnina i knatt- spyrnu 1978,” sagði formaður argen- tinska knattspyrnusambandsins, Dav- id Lorenzo, á blaðamannafundi i Vest- ur-Þýzkalandi I gær. Ilann hélt þennan fund til að svara fullyrðingum, sem komiö hafa fram i blöðum i Vestur-Þýzkalandi, að Arg- entina fái ekki aö sjá um keppnina 1978 vegna ástandsins i innanlandsmálum. Þessum fullyrðingum visaði Lor- enzo á bug og sagði, að allir lands- menn mundu leggjast á eitt um að gera næstu keppni sem glæsilegasta og aö þegar væri hafinn undirbún. viö smiöi Iþróttavalla og að bæta vega- kerfið á þeim stöðum, seni ákveðið er aö leika. ^ Gera þeir hann höfði styttri? Haiti leikmaöurinn Jean-Joseph, sem tekinn var af „dópeftirlitinu á HM” skömmu eftir leikinn á milli Haiti og Italiu, hefur veriö rekinn frá iþróttaskólanum I Gruenewald, þar sem Haiti leikmennirnir hafa búiö siðan þeir komu til Þýzkalands. Það voru hans eigin landsmenn, sem köstuöu honum út. Þjálfarinn Antoine Tassy tjáði blaöamönnum, aö Jean- Joseph væri ekki lengur I hans umsjá nú tækju aðrir við honum. Þaö, sem siðast var vitaö um hann, var, aö hann bjó undir eftirliti á hóteli I Munchen og beiö eftir þvi aö verða sendur heim til Port-Au-Prince. Hveð gert verður viö hann þar veit enginn. Knattspyrnusamband Haiti hefur fordæmt hann og segir, aö hann einn beri ábyrgð á þessu. Þá á eftir aö heyrast eitthvað frá sjálfum for- setanum, Claude Duvalier, sem er mikill knattspyrnuunnandi, og er talið, aö það veröi ekki jákvætt fyrir hinn óhamingjusama knattspyrnumann. Læknir Haitiliösins sagöi á blaða- mannafundi I gær, aö Jean-Joseph heföi viöurkennt fyrir sér aö hafa tekiö inn preludin, sem er örvandi lyf og eitt af þvi, sem er efst á lista yfir bannlyf FÍFA, skömmu fyrir leikinn. Þaö er ekki rétt, aö hann hafi fengið þetta lyf heima I Port-Au-Prince til aö lækna asma, sem hann segist þjást af.... Jean-Joseph er ekki meö asma og þaö þjáir hann enginn alvarlegur sjúkdómur, sagöi læknirinn, sem er þekktasti Iþróttalæknir Haiti. lioin í 3. riðli „á lífi — Pólverjar aðalmarkskorarar á HM með 10 mörk í tveimur leikjum. Argentínumenn óheppnir gegn ítölum — og Johan Cruyff nœgði Hollandi ekki gegn Svíum Olympiumeistarar Póllands uröu næstir gestgjöfunum, Vest- ur-Þjóðverjum, til aö vinna sér rétt i 2. umferö heimsmeistara- keppninnar. Þaö voru einu úrslitin, sem réö- ust á HM I gærkvöldi ásamt þvi, aö leikmenn landsins, sem Pól- verjar léku sér aö I gær, Haiti, geta pakkaö saman eftir riöla- keppnina og haldið heim. 1 3. riöli keppninnar eru hins vegar öll lið- in enn „á lifi” eftir leikina I gær- kvöldi, Holland, Sviþjóö, Búlgar- ia og Uruguay. Þaö verður ekki fyrr en i siðustu leikjunum i riöl- inum að úrslit fást. Leikið veröur á sunnudag. Þá leikur Ilolland, sem hefur 3 stig, viö Búlgariu, sem hefur tvö stig — og Sviþjóð meö 2 stig viö Uruguay, en landið, sem átti heimsmeistara 1930 og 1950, hefur aöeins eitt stig i riðlin- um. Eftir jafntefli Italiu og Argen- tinu hafa Suður-Amerikumenn- irnir smámöguleika að komast á- fram — en verða þar, i 4. riðlin- um, að setja allt sitt traust á Pól- verja. Þeir verða að vinna Itali til að Argentina komist áfram — og það er erfitt að sigra ítali. Leik- menn ttaliu sýndu það eftir að þeir jöfnuðu gegn Argentinu i gær. Þá léku þeir upp á jafnteflið — greinilega ánægðir með það. Argentinumenn verða að auki að vinna Haiti með minnst fjögurra marka mun. \ií If and TÍGHIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega óg lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. V Samband ísl. samvinnufélaga INNFLUTNINGSDEILD t io Loksins tókst þaö hjá Gerd Muller — markakóngnum mikla. Muller, lengst til hægri, skoraöi 3ja mark Vestur-Þjóöverja gegn Astraliu og komst þar með „á blaö” I HM-keppninni. Hann var markhæstur i keppninnii Mexikó 1970 meö 10 mörk. Næstur var Jairzinho, Braziliu meö sjö- En það er þriðji riðillinn, sem spennan er i. Hollendingar eru ekki einu sinni öruggir. Jafntefli þeirra við Svia i gær gerir það að verkum. Sviar eru sterkir i vörn og hafa ekki tapað i 20 landsleikj- um i röð. Hollendingar voru held- ur ekki á skotskónum i gær. Þrátt fyrir stórgóðan leik Johans Cru- yff, sem skapaði félögum sinum hvað eftir annað upplögð tækifæri til að skora úr, lenti knötturinn aldrei i markinu hjá Hellström, sem aftur sýndi snilldartakta. Furðulegt hvað Rep og Keizer fóru illa að ráði sinu eftir undir- búning Cruyff. Eins og við var bú- izt hrifust áhorfendur af Cruyff, dýrasta leikmanni heims, en hverju skiptir það, þegar hann getur ekki fundið leiðina i markið, sagði NTB. — Snjallir hjá NTB eins og venjulega eða hitt þó held- ur. Búlgaria heldur i vonina — en róðurinn er þungur. Þarf helzt að vinna Holland i siðasta leik til að komast áfram. Búlgarar voru af- ar óheppnir i gærkvöldi gegn Uruguay. Þeir „áttu” alveg leik- inn —■ skoruðu mark á 74. min., fyrirliðinn Bonev, en þremur min. fyrir leikslok tókst Uruguay, sem ekki hafði átt skot á mark fyrr en á 40. min., að jafna — Richardo Pavoni fékk þá knöttinn frir 10 metra frá márki og skoraði örugglega. Það var sorglegt fyrir Búlgara og gerir stöðu þeirra nær vonlausa. Nú er 16 leikjum lokið á HM og ennþá hafa löndin á HM, utan Evrópu, ekki unnið leik. Brazilia hefur þó allgóða möguleika að komast áfram — Chile, Argentina og Uruguay veika von — en hin þrjú löndin, Ástralia, Zaire og Haiti, þegar úr leik við fyrstu hindrun. —hsim. Halda í vonina! Þó okkur hafi ekki tekizt aö sigra ttali I gærkvöldi höfum viö alls ekki gefiö upp vonina aö kom- ast áfram i keppninni á HM, sagöi þjálfari Argentlnu, Cladislav Cap i morgun. Liö hans var vissulega óheppiö aö sigra ekki I leiknum. Eftir aö Rene Houseman haföi skoraö fyrir Argentlnu á 19. min. varö fyrirliöinn Roberto Perfumo fyrir þvi óhappi aö setja knöttinn i eigiö mark á 34. min. Rivera lék upp vinstri kantinn og ætlaði aö gefa fyrir á Riva. Mark- vöröurinn Carnevali hljóp út úr markinu og hefði sennilega náö knettinum á undan Riva, þegar Pérfumo greip inn I og sendi knöttinn I opiö narkið. Cap sagði ennfremur. Ef Italir leika ekki betur en þetta á sunnu- dag tapa þeir fyrir Pólverjum. Viö gerðum allt i leiknum til að sigra, en það gekk ekki hjá okkur. ítalla hefur ekki eins sterku liði á aö skipa og fyrir fjórum árum, þegar Italia hlaut silfur á HM i Mexikó. Þeir máttu virkilega taka á, til að ná jafntefli gegn okkur. Geta Argentinu kom mér á óvart, sagði þjálfari Italiu, Feruccio Valcareggi. Þeir léku betur en gegn Póllandi. En við höfum náð þremur stigum og erum ánægðir. Við áttum að sigra — Sandro Mazzola átti opið færi i lokin. Stjörnuhrap í USA! Hale Irwin, 29 ára gamall Bandarikjamaöur, sem aldrei hefur veriö talinn meö þeim stóru I golfiþróttinni — heldur verið álitinn einn sá lélegasti i atvinnu- mannakeppninni — sýndi og sannaði annaö um helgina er hann sigraöi i stærstu og mestu golfkeppni, sem haldin er I heiminum, US OPEN. Hann lék á 287 höggum —■ 7 yfir par —og er þetta hæsta skor, sem keppnin hefur unnizt á siðan þeir Arnold Palmer og Július Boros, sem er væntanlegur hingað til lands I sumar, kepptu um titilinn áriö 1963. Annar varð Forrest Fezler, strákurinn sem alltaf er nálægt — en vinnur aldrei stóru steikina, á 289 höggum og I 3. og 4. sæti komu þeir Bent Yancey og Lou Graham á 290. Margir urðu fyrir vonbrigðum i keppninni og fengu að sjá miklar og stórar tölur. Má þar t.d. nefna Tom Watson sem hafði forustu eftir 3 fyrstu dagana. Hann lék á 79 höggum siðasta daginn og missti þar með af lestinni eins og Arnold Palmer, sem var með i slagnum fram á siðasta dag en fékk „feita 77” siðasta daginn og kom inn á 293 höggum. Stóru nöfnin sum komu hvérgi nálægt þeim fyrstu. Má þar t.d. nefna Jack Nicklaus, sem var 15 yfir par og Billy Casper og Lee Trevino, sem komust ekki einu sinni i úrslitakeppnina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.