Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 1
VISIR 64. árg. — Laugardagur 20. iúll 1974. — 128. tbl. Tilraunir til stjórnarmyndunar: Geir skrifar Ólafi og Gylfa — baksiða Eitur- lyfjamól uppvíst í Sigöldu — baksíða Konurnar í Eyjum og farar- tœkin þeirra — bls. 3 KR festi Víkinga ó botninum — 1. deildar knattspyrnan í gœrkvöldi — opna Ferðalagið undirbúið INNSÍÐA ó bls. 7 Sovétmenn lentir mjúklega — sjá erlendar fréttir bls. 5 Kúlnahríð á miðunum — Brezkur togari tekinn innan gömlu markanna — neitaði að gefast upp fyrr en vélarrúm togarans var hœft með fallbyssukúlu Haft var samband viö út- geröarmann togarans I Hull, þaðan sem togarinn er geröur út. Fréttir eru ekki Ijósar af viðbrögöum hans, en helzt er talið, að hann hafi aldrei svaraö skeytinu. Meöan Þór sigldi ú eftir brezka togaranum, héldu nærstaddir Is- lenzkir togarar aö baujunni, sem Þór haföi sett út til aö merkja staöinn. Var þaö taliö rúölegt, þar sem brezkir togarar voru ekki mjög fjarri, og aldrei aö vita nema þeir fengju hugmyndir um að færa baujuna. Brezka eftirlitsskipiö Hausa fylgdi eftir I för meö Þór og brezka togaranum. Skipstjórinn ú þvi reyndi aö fá Taylor til aö stööva skipiö, en hann svaraði þá illu einu. Um tima svaraði hann alls ekki oröum skipstjórans á eftirlitsskipinu. Taylor baö skipstjórann á eftir- litskipinu þó um hjálp við aö kljást við Þór. Svariö, sem hann fékk var þaö, aö eina hjálpin, sem hann fengi væri sú aö bjarga mönnum úr sjó og hjúkra særö- um. Nokkru eftir hádegiö fór Þór aö skjóta lausum skotum aö togaranum. Samtals uröu lausu skotin sex. Þegar enga uppgjöf var aö sjá hjá Bretum, var einu föstu skoti skotiö I stýri skipsins. Siöan var skothriðinni haldiö áfram fram eftir skipinu, aöal- lega niður við sjólinu. Sjötta skotiö fór I vélarrúmið og skar þar sundur rafmagnskapla. Við það stöövuöust vélar skipsins, og öll ljós slokknuöu. Varðskipsmenn fóru um borö i C.S. Forester og tóku viö stjórn þar, Enginn haföi meiözt i skot- hriöinni, en leki var kominn aö skipinu. Þegar skipin stöövuöust voru þau stödd um 120 sjómilur suöaustur af Hvalbak. Mesti ganghraði togarans er 13 sjómilur, og hafa skipin þvi siglt upp undir 100 til 130 sjómilur meðan á eltingaleiknum stóö. Um kl. 17.30 var byrjað aö þétta götin, er myndazt höföu á skips- skrokknum eftir kúlur Þórs, en nokkur halli var þá kominn aö skipinu. Um leiö var reynt aö gera viö rafleiöslurnar. Klukkan rúmlega 20 komust vélar togarans i gang og var þá lagt af staö áleiöis til Seyöis- fjaröar, en áætlaö var aö koma þangað milli kl. 9 og 9.30 I morgun. Skipherra á Þór er Höskuldur Skarphéöinsson. Eftirlitsskipiö Hausa hélt á staðinn, þar sem Þór haföi sett niður baujuna. Þá var varöskipið Oöinn væntanlegt aö baujunni, til aö slæða hana upp. Sjópróf I málinu hefjast I dag á Seyðisfiröi. -ÓH. Skipstjórinn er „gamall kunningi" — baksiða Tiu timar liðu i gær frá þvi varðskipið Þór skipaði brezka skut- togaranum C. S. Forester að nema staðar, þangað til togarinn stanzaði, eftir að fallbyssuskot frá Þór hafði gert vél skipsins óvirka. Þór kom aö C.S. Forester 10,4 sjómBur suöaustur af Hvalbak klukkan 6.12 I gærmorgun, aö ólöglegum veiöum. Varöskipiö gaf togaranum stöðvunarmerki, sem hann sinnti i engu, heldur hiföi inn og hélt á brott. Þór sigldi á eftir, og var reynt meö öllum ráöum aö fá togarann til aö nema staöar, án þess aö skjóta þyrfti. Viðskipti við varðskipið Þór I bardagahitanum hafa hvflt á starfsmönnum Landhelglsgcziunnar f landl, og þeir hafa séð um að veita fjölmiðlum sem gleggstar upplýsingar af gangi mála. Þessa mynd tók ljós- myndari VIsis I gærkvöldi, er þeir Pétur Sigurðsson forstjóri, Berent Sveinsson,Ioftskeytamaður og Pálmi Hlöðversson.stýrimaður.röktu á korti leiðina, sem varðskipið Þór elti brezka togarann. Þeir voru þá staddir I aðalstöðvum Landhelgisgæzlunnar við Seljaveg. (Ljósm.: BG.) Mynd þessi birtist i Fishing News, en hún er af brezka togaranum C.S. Forester, H-86, sem Þór elti hvað harðast i gær- dag. Skuttogarinn er tiltölulega nýlegur, byggður 1969, en hann er gerður út frá Hull. Að sögn Fishing News, hefur skuttogarinn aflað ágætlega að undanförnu. Þess má geta, að I frétta- skeyti, sem fréttastofan AP sendi frá sér um málið, var haft eftir eiganda skipsins, að það hefði verið statt 70 milur frá ls- landi, þegar varðskipið byrjaði að hrekja það i burt! Spennan eykst umhverfis Kýpur — Tyrkir senda flota af stað — erlendar fréttir á bls.,-5^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.