Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 20. júli 1974. Einföld lausn ó umferðar- tappa Þrátt fyrir þær miklu endur- bætur, sem gerðar voru fyrir nokkrum árum á Ártúnsbrekk- unni, og þeim tveimur vegum, sem flytja mestaila umferð út úr borginni, hefur eitt vandamál alltaf verið þar viðloðandi. Þeir, sem koma Suöurlands- veginn niöur Bæjarháls, hafa allt- af átt i erfiðleikum með að kom- ast út á veginn til Reykjavikur, ' N vegna mikillar umferðar um Áfesturlandsveginn. Hafa oft á Viöum myndazt langar raðir upp eltir Bæjarhálsi, vegna þess að brtar á leið um Vesturlandsveg gám fá tækifæri. Lðgregluþjónar við umferðar- stjórii hafa reynt að gera umferð- ina greiðari, með þvi að beina umferðlnni af Vesturlandsvegi inn á hægri akrein, svo að sú vinstri væri fri fyrir umferðina af BæjarhálsV Nú hefuneyja verið sett upp til að géra pessa skiptingu enn greinilegri.\Þótt þeir, sem fara um Vesturíandsveginn i átt til Reykjavikur, séu ekki skyldugir til að fara aðeins hægri akreinina, þá mun það auðvelda alla umferö á þessum stað, ef slikt er gert. Þá geta bilstjórar, sem koma af Bæj- arhálsi, verið nokkurn veginn vissir um, aö vinstri akreinin sé fri. ökumenn, sem fara um Bæjar- háls. og ætla út á Vesturlandsvegi i átt til Reykjavikur, eru samt varaðir við þvi að lita á þetta sem einfalda lausn, sem geri þeim kleift að aka viðstöðulaust inn á Vesturlandsveginn, án þess að lita til hægri eða vinstri. —óH Geir óskar viðrœðna við Ólaf og Gylfa Þ. „Býst við svari á mónudag eða þriðjudag", sagði Geir Hallgrímsson i viðtali við Vísi í gœrkvöldi „Ég býst fastlega við að fá svör við bréfun- um á mánudag eða þriðjudag”, sagði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, i gærkvöldi, en i gærdag sendi hann ólafi Jóhannessyni, formanni Framsóknar- fiokksins og Gylfa Þ. Gislasyni, formanni Alþýðuflokksins bréf, þar sem hann óskar eftir formiegum viðræðum milli flokks sins og Alþýðuflokks og Framsóknarf lokks. Geir segir í bréfunum, að i þeim viðræðum ,;verði leitað samstööu um lausn efnahags- vandans og annarra viðfangs- efna, sem alþingi og væntanleg rikisstjórn hljóta að fjalla um og ráða til lykta, með það fyrir augum, aö þessir flokkar standi að myndun nýrrar rikisstjórn ar.” 1 bréfi sinu til ólafs Jóhannes- sonar segir Geir Hallgrimsson: „Ekki fer á milli mála, aö tilmæli min i bréfi dags. 16. júli s.l. um viðræður milli fulltrúa stjórnmálaflokkanna um lausn efnahagsvandans eru þáttur i þeirri könnun um möguleika á myndun meirihlutastjórnar, er forseti íslands fól mér aö gera 5. júli s.l. Málefnaleg samstaða i höfuðatriðum, um lausn efnahagsvandans, hlýtur að vera forsenda væntanlegs sam- starfs I rlkisstjórn. Ég skil bréf yðar svo, að flokkur yðar vilji ekki taka þátt I slikum viöræðum allra flokka um lausn efnahagsvandans, ef litið er á þær, sem þátt I stjórnartilraun- um, og hafið þvi hafnað tilmæl- um minum”. 1 bréfinu til formanns Alþýðuflokksins þakkar Geir jákvætt svar við tilmælunum. 1 viðræðum flokkanna þriggja, ef þær verða, mun „Sjálfstæðisflokkurinn gera nánar grein fyrir stefnu sinni og afstöðu til lausnar þeim vandamálum, sem um verður fjallað”, segir i bréfunum til formanna flokkanna tveggja. —JBP— Tveir starfsmenn Sigöldu fluttir sjúkir til Reykjavíkur Taldir hafa veikzt af fíkniefnaneyzlu Tveir menn voru fluttir til Reykjavikur frá Sigöldu i fyrra- dag, grunaðir um að hafa neytt fikniefna. Báðir veiktust af neyzlu efnis- ins, og var annar lagður inn á slysadeild Borgarspitalans. Hinn maðurinn var betur á sig kominn, og vegna eðlismálsins, ákvað lögregluþjónninn, sem flutti mennina i bæinn, að koma honum i fangelsi. Málið er i rannsókn hjá flkni- efnadeild lögreglunnar i Reykjavik. Að sögn lögreglu- þjónsins, sem rannsakar það, er ekki fullsannað hvers konar efni hafi verið um að ræða, sem mennirnir neyttu, þótt grunur leiki á, aö það hafi verið einhver tegund fikniefna. Rannsókn lýkur þó væntan- lega um helgina, og þyki ástæða til, verður málinu visað til fikni- efnadómstólsins. —ÓH Skipstjórinn er gamall kunningi RICHARD TAYLOR — har»- skeyttur togaraskipstjóri, sefn lætur ekki deigan siga fyrr eiJ I fulla hnefana. Þeim varðskipsmönn- um á Þór hefur varla brugðið, við að heyra nafn brezka togaraskip- stjórans, sem svo lengi hélt út eftirför varð- skipsins. Hann heitir Richard Taylor, alræmdur af viðskiptum sinum við Islendinga, og mætti kalla hann helzta „góðkunningja” Landhelgisgæzlunnar, likt og lög- reglan talar um sina föstu „góð- kunningja”. Hann varð frægur hér á landi, þegar hann fyrir allmörgum ár- um á isafirði neitaði að framselja skipsmenn sina, sem höföu gerzt brotlegir viö lög. Þvi lyktaði með þvi.aö Taylor var settur I fangelsi á Kviabryggju um nokkurn tima. Hann var skipstjóri á Peter Scott, þegar hann lenti I miklum útistööum við Landhelgisgæzluna við Grlmsey árið 1965. En þrátt fyrir harðskeyttni sina, lýsa þeir, sem til Taylor þekkja, honum sem fremur hæg- látum og þægilegum manni. Þaö er aöeins þegar gráu skipin Landhelgisgæzlunnar birtast sem hann umhverfist. 1 þorskastriðinu núna kom Taylor nokkuö viö sögu, likt og allir aðrir brezkir togaraskip- stjórar. — ÓH. Gangbrautarslys Áttatiu og tveggja ára gamall maður varö fyrir bil, er hann gekk út á gangbraut á Snorra- braut I gærdag. Fólksbillinn, sem lenti á hon- uni, byrjaði að hemla nokkru ábur en hann kom ab gang- brautinni, en þrátt fyrir þaö tókst biístjóranum ekki að afstýra slysi. Gamli maðurinn meiddist ekki alvarlega, en nokkuð blæddi úr honum. - ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.